Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur R.
2
2
ÍBV
0-1 Andri Rúnar Bjarnason '11
0-2 Arnar Breki Gunnarsson '18
Logi Tómasson '28 1-2
Jón Kristinn Elíasson '40
Halldór Smári Sigurðsson '95 2-2
04.09.2022  -  14:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - 20. umferð
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('42)
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
8. Viktor Örlygur Andrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason ('57)
19. Danijel Dejan Djuric ('77)
20. Júlíus Magnússon (f)

Varamenn:
9. Helgi Guðjónsson ('42)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('57)
14. Sigurður Steinar Björnsson ('77)
26. Jóhannes Karl Bárðarson
27. Elmar Logi Þrándarson
30. Tómas Þórisson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('13)
Sigurður Steinar Björnsson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Pétur Guðmundsson flautar til leiksloka. Þvílík dramatík hérna á Víkingsvelli. Lokatölur 2-2

Viðtöl og skýrsla síðar í dag.
96. mín
VÍKINGAR VILJA VÍTI!

Eftir darraðadans í teignum fer Ari Sigurpáls niður eftir samskipti við Guðjón Orra en Pétur dæmir markspyrnu.
95. mín MARK!
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
DRAMATÍK!!!!

Halldór Smári fær hann inn á teignum og hamrar honum í þaknetið.

Enþá tími fyrir Víkinga að stela þessu hérna.
92. mín
Víkingar vinna hornspyrnu
90. mín
Átta mínútur í uppbótartíma.
88. mín
Inn:Kundai Benyu (ÍBV) Út:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
88. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
87. mín
Víkingar lyfta boltanum fyrir á Júlla sem kassar henn til fyrir fætur Ara Sigurpáls sem gerir ekki nógu vel og setur boltann beint á Guðjón Orra og Júlli alveg trylltur.
86. mín
Kyle Mclagan og Eiður Aron lenda saman og Kyle dæmdur brotlegur.
84. mín
ÞETTA SLÚTT HJÁ KYLE!!

Ari Sigurpáls lyftir boltanum fyrir á McLagan sem klippir hann í fjær framhjá Guðjóni Orra en flaggið á loft.
81. mín
Ari Sigurpáls með gott hlaup og er tekinn niður rétt fyrir utan vítateig og Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Helgi Guðjóns tekur spyrnuna en boltinn framhjá.
79. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (ÍBV) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
78. mín Gult spjald: Sigurður Steinar Björnsson (Víkingur R.)
Brýtur á Elvis sem liggur eftir.
78. mín
Viktor Örlygur fær boltann og gerir vel. Nær skoti á markið sem Guðjón ver og boltinn út í teiginn og Viktor Örlygur er tekinn niður og Pétur dæmir óskiljanlega ekkert á þetta.

Arnar Gunnlaugsson tekur straujið á fjórða dómara leiksins.
77. mín
Inn:Sigurður Steinar Björnsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
75. mín
Danjiel Djuric með fyrirgjöf/skot og boltinn afturfyrir.
71. mín
Víkingar með fyrirgjöf inn í teiginn sem Guðjón Orri kýlir frá en lendir á Sigurði Arnari og þeir fá aðhlynningu.
65. mín
Pétur Guðmundsson er gjörsamlega búin að missa þennan leik úr höndunum. Leikmenn,þjálfarar og stúkan öll á móti Pétri löggu þessa stundina.
63. mín
Birnir Snær fær boltann og nær skoti en boltinn beint á Guðjón Orra.
62. mín
Danjiel tekur hornspyrnu Eyjamenn keyra upp og Halldór var á leiðinni að marki en frábær vörn hjá Ara Sigurpáls.
57. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
57. mín
Danijel fær boltann út til hægri og á fyrirgjöf á Birni Snæ sem setur boltann í hliðarnetið með hægri. Þarna átti Birnir bara að nota vinstri fótinn.
54. mín
Kyle tekur Arnar Breka niður við hliðarlínuna hægramegin og Eyjamenn fá aukaspyrnu.
52. mín
Danijel Djuric tekur hornspyrnu frá vinstri en boltinn yfir allan pakkann.
49. mín Gult spjald: Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Braut á bæði Ara Sigurpáls og Danijel Djuric úti á kannti og upp úr því verður smá hiti.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Eyjamenn eru komnir til vallar og Heimir Hallgrímsson labbar beint yfir í stúkuna þar sem hann og Hermann Hreiðarsson eru að fara yfir einhver mál. Sögur segja að Hemmi sé búin að vera öskuíllur í stúkunni.
45. mín
Hálfleikur
Pétur Guðmundsson flautar til hálfleiks. Alvöru senur hérna í fyrri hálfleiknum. Gestirnir í ÍBV leiða inn í hálfleik 2-1
45. mín
Danijel Djuric tekur spyrnuna og boltinn berst til Ara Sigurpáls sem á skot en boltinn framhjá.
45. mín
Klukkan slær 45 hér í Víkinni og uppbótartíminn er að lágmarki fjórar mínútur
45. mín
Inn:Guðjón Orri Sigurjónsson (ÍBV) Út:Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
42. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Logi Tómasson (Víkingur R.)
Logi Tómas er búin í dag og vonandi er þetta ekki alvarlegt.
41. mín
Logi liggur enþá eftir og Guðjón Orri að undirbúa sig að koma inn, spurning hvort hann sé heill.
40. mín Rautt spjald: Jón Kristinn Elíasson (ÍBV)
Pétur Guðmundsson tók sér smá tíma í þetta og niðurstaðan beint rautt á Jón Kristinn.

Hárréttur dómur og ekki hægt að mótmæla þessu.
39. mín
LOGI TÓMAS STEINLIGGUR!!

Oliver Ektroth lyftir boltanum í gegn á Luigi og Jón Kristinn kemur út á móti og keyrir Loga niður.

Hvað gerir Pétur lögga?
36. mín
Birnir Snær Ingason fær boltann og á lúmska tilraun en boltinn rétt framhjá.
34. mín
Birnir Snær gerir vel úti vinstra megin og nær fyrirgjöf en Jón Kristinn grípur vel.
28. mín MARK!
Logi Tómasson (Víkingur R.)
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
ÞETTA VAR GEGGJAÐ MARK!!

Luigi fær boltann og fer í létt þríhyrningaspil við Danjiel Djuric og fær boltann aftur og smellir boltanum örugglega í fjær framhjá Jóni í marki ÍBV.
27. mín
Birnir Snær fær botlann og kemur boltanum fyrir en boltinn af Eyjamanni og í horn.

Danijel tekur spyrnuna en eyjamenn koma boltanum í burtu.
22. mín
Það var að berast bréf.

Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV er ekki á skýrslu hjá ÍBV í dag en hann er í leikbanni vegna fjölda gulra spjalda.
22. mín
Viktor Örlygur kemur boltanum á Loga Tómas sem nær skoti fyrir utan teig en boltinn rétt framhjá markinu.
18. mín MARK!
Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Andri Rúnar Bjarnason
HVAÐ ER AÐ GERAST??

Eyjamenn fá innkast sem Felix kastar inn á teiginn á Andra Rúnar sem flikkar honum á Arnar Breka sem var aleinn og klárar færið vel framhjá Ingvari.

Ég set spurningamerki við varnarleik Víkiings þarna.
13. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Ingvar Jóns á slæma sendingu á Halldór Smára og Alex Freyr kemst inn í sendinguna og er á leiðinni einn á móti Ingvari og Halldór Smári togar hann niður rétt fyrir utan teig og Eyjamenn meta það svo að Halldór hafi verið að ræna upplögðu marktækifæri og vilja rautt.
11. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
Stoðsending: Telmo Castanheira
EYJAMENN ERU KOMNIR YFIR!

Telmo fær boltann fyrir utan teig og á skot á markið og boltinn fer af Andra Rúnari og breytir um stefnu og lekur inn.
10. mín
Felix Örn fær boltann til vinstri og á fyrirgjöf en boltinn þægilegur fyrir Ingvar Jóns.
6. mín
Viktor Örlygur fær boltann út til hægri og á geggjaðan sprett inn á völlinn og er er tekinn niður rétt fyrir utan teig og boltinn til Djuric og Pétur beitir hagnaði og Djuric fellur. Víkingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem fer af veggnum og í hornspyrnu.
5. mín
Víkingar eru í smá basli hérna til að byrja með og eru ekki að ná að tengja saman spil. Eyjamenn að setja góða pressu á heimamenn hérna fyrstu fimm.
1. mín
Leikur hafinn
Pétur Guðmundsson flautar til leiks. Eyjamenn hefja leik og sækja í átt að Víkingsheimilinu.
Fyrir leik
Óskar Smári spáir

Vinur minn Óskar Smári Haraldsson fékk það verkefni að spá fyrir um þessa 20.umferð Bestu deildar karla fyrir Fótbolta.net og sjáum hvað hann segir um þetta einvígi hér í kvöld en bæði lið þurfa sigur.

Víkingur 2 - 0 ÍBV

,,Víkingarnir fundu loksins sigur í síðustu umferð og fylgdu því eftir með frábærum sigri í bikarnum. Þeir eru ennþá með blóðbragðið í munninum og munu klára eyjamenn 2-0."

,,Logi Tómas setur eitt af dýrari tegundinni og Danijel Djuric, sonur Dejan Djuric sem er alvöru Tindastóls legend setur eitt fyrir gamla.
Enginn maður sagt jafn oft við mig " já vinur minn" eins og Dejan Djuric, þvílikur toppmaður."


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðanna.

Arnar Bergmann Gunnlaugsson gerir þrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn KA í síðustu umferð. Halldór Smári Sigurðsson snýr aftur í byrjunarlið Víkinga og þá koma Birnir Snær Ingason og Arnór Borg Guðjohnsen báðir inn í liðið hjá heimamönnum. Pablo Punyed og Erlingur Agnarsson eru ekki í leikmannahópi Víkinga í dag en þeir eru báðir í leikbanni. Helgi Guðjónsson fær sér sæti á varamannabekk Víkinga.

Hermann Hreiðarsson gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Hermann Hreiðarsson gerir markvarðarskiptingu en Guðjón Orri Sigurjónsson fær sér sæti á bekknum og Jón Kristinn Elíasson byrjar í rammanum hjá gestunum í ÍBV. Eiður Aron snýr aftur í lið Eyjamanna og Kundai Benyu fær sér sæti á bekknum hjá ÍBV
Fyrir leik
Dómarateymið

Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson fær það verkefni að dæma leikinn hér í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Andri Vigfússon og Bryngeir Valdimarsson. Varadómari í dag er Gunnar Oddur Hafliðason.


Fyrir leik
Fyrri viðureign þessara liða

Þessi tvö lið mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum þann 15.júní í leik sem endaði 0-3 fyrir Víking Reykjavík. Oliver Ekroth, Erlingur Agnarsson og Ari Sigurpálsson sáu um markaskorun Víkinga í leiknum.

Fyrir leik
STAÐAN?

Þessi tvö lið eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Heimamenn í Víking sitja fyrir leik dagsins í þriðja sæti deildarinnar með 35.stig. Gestirnir frá Vestmannaeyjum sitja í 9.sæti deildarinnar með 18.stig.
Fyrir leik
HAMINGJAN ER HÉR!

Góðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í Víkina. Hér verður bein textalýsing frá leik Víkinga og ÍBV í Bestu deild karla. Flautað verður til leiks klukkan 14:00.

Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
Andri Rúnar Bjarnason ('88)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('79)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson ('45)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
14. Arnar Breki Gunnarsson ('88)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
5. Jón Ingason ('88)
6. Kundai Benyu ('88)
9. Sito
19. Breki Ómarsson
22. Atli Hrafn Andrason ('79)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Óskar Dagur Jónasson

Liðsstjórn:
Todor Hristov (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson
Björgvin Eyjólfsson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Heimir Hallgrímsson

Gul spjöld:
Arnar Breki Gunnarsson ('49)

Rauð spjöld:
Jón Kristinn Elíasson ('40)