Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Stjarnan
0
2
Keflavík
0-1 Frans Elvarsson '51
0-2 Joey Gibbs '58
04.09.2022  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - 20. umferð
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 643
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Björn Berg Bryde
3. Tristan Freyr Ingólfsson ('69)
6. Sindri Þór Ingimarsson (f)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
7. Einar Karl Ingvarsson ('69)
9. Daníel Laxdal
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
21. Elís Rafn Björnsson ('69)
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Daníel Finns Matthíasson ('69)
23. Óskar Örn Hauksson ('69)
30. Kjartan Már Kjartansson ('69)
31. Henrik Máni B. Hilmarsson
35. Helgi Fróði Ingason
77. Hafþór Andri Benediktsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Keflvíkingar sem fara með sigur af hólmi úr Garðabænum í kvöld.

Sterk stig til Keflavíkur.

Viðtöl og skýrla væntanleg í kvöld.
92. mín
Sindri Þór keyrir upp allan völlinn og á skot sem fer framhjá.
91. mín
Fáum þrjár mínútur í uppbót.
90. mín
KA sýndu það fyrr í dag að þetta er alls ekki búið fyrr en dómarinn flautar af svo þetta er enn séns fyrir Stjörnumenn.
90. mín
Inn:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Út:Joey Gibbs (Keflavík)
90. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
86. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Adam Ægir nær ekki markinu sem hann hefur leitað af í kvöld.
85. mín
Adam Ægir með tilraun en Halli ver!
82. mín
Bæði lið eru að reyna breika hratt á hvort annað.
78. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Stjörnumenn að keyra hratt á Keflvíkinga og Maggi þarf að brjóta.
78. mín
Adam Ægir með tilraun en Halli sér við honum. Adam Ægi langar í markið.
75. mín
Adam Ægir skorar eftir hornið en flaggið á loft.
74. mín
JAHÉRNA HÉR!!

Klaufagangur í öftustu línu Stjörnumanna sem missa boltann á Patrik Johannesen sem rennir honum á Kian Williams sem hefur alltof langan tíma og tekur ekki nema 3 touch til að leggja hann fyrir sig en er lesinn af Halla í marki Stjörnumanna sem lokar á hann.

Hefði átt að gera mun betur þarna.
72. mín
Óskar Örn með ágætis sprett en fylgir því eftir með slöku skoti yfir markið.
70. mín
Sindri Snær liggur eftir. Örvar Logi tekur ekki vinsæla ákvörðun og sparkar boltanum af velli.
69. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
69. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) Út:Tristan Freyr Ingólfsson (Stjarnan)
Dáðasti sonur Njarðvíkinga er mættur inn á völl.
69. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
67. mín
Vantar bit í sóknarleik Stjörnunnar. Tristan Freyr virðist vera stinga eitthvað við. Spurning hvort hann sé að fara af velli fljótlega.
61. mín
Einar Karl með skot núna í innanverða stöngina og út! Sindri Kristinn var hreyfingarlaus á línunni!

Aftur er Einar Karl að hóta strax eftir mark Keflavíkur.
58. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
KEFLAVÍK TVÖFALDAR!!

Adam Ægir með frábæran bolta fyrir markið á Joey Gibbs! sem stangar boltann í netið. Langþráð mark frá Ástralanum!
57. mín
Stjörnumenn aðeins farnir að ýta sér framar.
55. mín
Keflvíkingar að spila hættulegan leik aftast. Dani Hatakka með furðulega sendingu sem Stjörnumenn komast næstum inní en Magnús Þór fyrirliði Keflavíkur nær að bjarga því.
52. mín
Einar Karl með skot í þverlánna!
Stjörnumenn næstum búnir að jafna strax!
51. mín MARK!
Frans Elvarsson (Keflavík)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
KEFLAVÍK ER KOMIÐ YFIR!

Tveir Stjörnumenn liggja eftir á vallarhelmingi Keflavíkur og Keflavík geysist upp vinsti kanntinn þar sem Adam Ægir sendir boltann út í teig sem Kian Williams leyfir að fara á Frans Elvarson sem er rétt fyrir utan teig og setur hann fastan út við stöng!
50. mín
Keflvíkingar reyna að finna Joey GIbbs í teignum en þung snerting eyðileggur svolítið færið.
47. mín
Ísak Andri með gott hlaup í átt að marki Keflavíkur og fellur við í teignum en Erlendur Eiríks segir honum að skottast á lappir.
46. mín
Joey Gibbs sparkar þessu í gang aftur.
45. mín
Hálfleikur
Ekki hálfleikur mikilla tíðinda að baki.
Stjörnumenn heilt yfir betri aðilinn í þeim fyrri en vonandi fáum við meira fjör í þetta í síðari hálfleik.
45. mín
Fáum +1 í uppbót.
44. mín
Keflvíkingar eru hættulegir á breikinu og vinna horn.
40. mín
ÞETTA VAR BARA EKKI MARK!?

Aukaspyrnan fyrir markið og boltinn dettur fyrir Guðmund Baldvin sem nær að stilla í skot en Sindri Kristinn með stórbrotna markvörslu út í teig og endar svo á að ná að stökkva á boltann áður en hann virðist ætla leka yfir línuna.
39. mín Gult spjald: Dani Hatakka (Keflavík)
Nýtir kraft sinn til að ýta Tristan af boltanum - Ólöglegt að mati mómara.
34. mín
Tristan Freyr með tilraun en hún yfir markið.
34. mín
Keflvíkingar að ógna.
Sending fyrir markið sem Patrik Johannesen skallar fyrir Kian Williams en skotið í kjölfarið yfir markið en hefur farið af varnarmanni því hornspyrna varð svo niðurstaðan.
32. mín
Eggert Aron með skemmtilegan Cruyff snúning í vítateig Keflavíkur en Sindri Snær kemst svo inn í sendinguna hjá honum.
30. mín
Þessi leikur fer heldur rólega af stað og lítið um færi.
27. mín
Elís Rafn með frábæran bolta fyrir markið á Örvar Loga sem skallar boltann í átt að marki en Sindri Kristinn ver.
Besta færið hingað til.
23. mín
Einar Karl með skot hátt yfir mark Keflavíkur.
22. mín
Sindri Snær lætur finna fyrir sér á miðjunni með mislöglegum leiðum.
21. mín
Stjörnumenn í hættulegu færi en Keflvíkingar ná að koma boltanum í horn.
20. mín
Rúnar Þór og Eggert Aron lenda eitthvað saman en það er svo bara tekist í hendur og áfram gakk þegar Elli Eiríks skýrir fyrir Rúnari Þór að ekkert verði dæmt.
14. mín
Adam Ægir er þræddur innfyrir en skotvinkillinn er orðin þröngur þegar skotið kemur og Halli ver.
13. mín
Keflvíkingar að komast í fínt færi en Kian Williams er með slakt skot/fyrirgjöf yfir markið.
12. mín
Stjörnumenn að komast í góða stöðu en Sindri Kristinn ískaldur og kemur út og lokar.
9. mín
Adam Ægir tekur hornið beint í hendurnar á Halla.
9. mín
Hún er ekkert spes og Keflvíkingar sækja horn hinumeginn á vellinum.
8. mín
Stjörnumenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
7. mín
Adam Ægir í skotfæri en skotið yfir.
4. mín
Keflvíkingar halda ágætlega í boltann en eru þó ekki að skapa sér neitt.
1. mín
Það eru Stjörnumenn sem sparka okkur af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.

Stjörnumenn gera þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik sínum gegn ÍBV en inn í liðið koma Daníel Laxdal, Elís Rafn Björnsson og Örvar Logi Örvarsson.

Keflvíkingar gera þá tvær breytingar á sínu liði frá leiknum gegn ÍA en inn koma Kian Williams og Patrik Johannesen.
Fyrir leik
Dómarateymið

Erlendur Eiríksson verður á flautunni hér á Samsungvellinum og honum til aðstoðar verða Oddur Helgi Guðmundsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson.
Elías Ingi Árnason verður í boðvangnum vopnaður skiltinu góða og til taks skyldi eitthvað koma upp og þá er Jón Magnús Guðjónsson eftirlitsdómari.

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar

Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum kvennaliðs Fram og meðlimur Ástríðunnar, er spámaður umferðarinnar.

Stjarnan 3 - 0 Keflavík
Stjarnan mun finna gamla formið eftir vægast sagt slaka 3 síðustu leiki. Varnarleikurinn verið tekin í gegn af Mr. Elísabetarsyni og þeir halda hreinu og setja 3 mörk á Keflvíkíngana. BBB setur eitt með skalla, Ísak Andri verður svo með hin 2.


Fyrir leik
Fyrri leikur liðana

Þessi lið mættust í 9.umferð á HS Orkuvellinum í Keflavík þar sem liðin gerðu 2-2 jafntefli.
Jóhann Árni Gunnarsson kom Stjörnumönnum yfir á 27.mínútu með frábæru marki en Adam Ægir Pálsson jafnaði leikinn á 35.mínútu með alls ekki síðara marki. Ísak Andri Sigurgeirrson kom Stjörnumönnum aftur yfir á 40.mínútu og Stjörnumenn leiddu í hlé. Dani Hatakka jafnaði fyrir Keflavík á 68.mínútu leiksins og þar við sat.
Ivan Kaliuzhnyi fékk rautt spjald og spilaði þar sinn síðasta leik með Keflvíkingum.

Áhugavert einnig að þetta var eini leikur Keflavíkur í júní mánuði.

Fyrir leik
Gengi Stjörnumanna

Stjarnan byrjaði tímabilið virkilega vel og hefur gengið vel í sumar. Helsti andstæðingur Stjörnumanna verður að teljast stöðugleikinn í sumar. Stjörnumenn hafa sýnt að þeir geti vel unnið hvern sem er en á sama tíma líka sýnt að þeir geti tapað fyrir hvejrum sem er. Með reynslu kemur stöðugleiki og má búast við því að Stjörnumenn geti vel blandað sér í allar baráttur áður en langt um líður.
Stjörnumenn sitja sem stendur í 5.sæti deildarinanr og hafa unnið 7 leiki, gert 7 jafntefli og tapað 5 með markatöluna 37:36 (+1).

Síðustu leikir:

ÍBV 3-1 Stjarnan
Stjarnan 2-4 KA
Valur 6-1 Stjarnan
Stjarnan 5-2 Breiðablik
Fram 2-2 Stjarnan

Markahæstu menn:

Emil Atlason - 11 Mörk
Jóhann Árni Gunnarsson - 5 Mörk
Ísak Andri Sigurgeirsson - 3 Mörk
Guðmundur Baldvin Nökkvason - 3 Mörk
Eggert Aron Guðmundsson - 3 Mörk
Adolf Daði Birgisson - 3 Mörk
Elís Rafn Björnsson - 2 Mörk
* Aðrir minna


Fyrir leik
Gengi Keflavíkur

Keflvíkingar hafa gefið svolítið eftir eftir að hafa komið sterkir tilbaka eftir gríðarlega erfiða byrjun og hafa t.a.m. á tímabilinu verið í top 6 sætum.
Þeir sitja sem stendur í 8.sæti deildarinnar og hafa unnið 6 leiki, gert 4 jafntefli og tapað 9 með markatöluna 29:33 (-4).

Síðustu leikir:

Keflavík 0-1 ÍA
FH 3-0 Keflavík
Keflavík 0-0 KR
Leiknir R. 1-2 Keflavík
ÍBV 2-2 Keflavík

Markahæstu menn:

Patrik Johannesen - 8 Mörk
Adam Árni Róbertsson - 4 Mörk
Nacho Heras - 3 Mörk
Dani Hatakka - 3 Mörk
Adam Ægir Pálsson - 3 Mörk
Rúnar Þór Sigurgeirsson - 2 Mörk
Frans Elvarsson - 2 Mörk
* Aðrir minna

Fyrir leik
Staðan í deildinni fyrir 20.umferð

1. Breiðablik 45 stig
2. KA 36 stig
3. Víkingur 35 stig (18.leikir)
4. Valur 32 stig
5. Stjarnan 28 stig
6. KR 26 stig
--------------------------------
7. Fram 23 stig
8. Keflavík 22 stig
9. ÍBV 18 stig
10. FH 15 stig
11. ÍA 14 stig
12. Leiknir R. 13 stig (18 leikir)
Fyrir leik
Gengi liðana síðustu umferðir hefur oft verið betri og vonast bæði lið til þess að komast aftur á sigurbraut.
Heimamenn í Stjörnunni hafa tapað síðustu 3 leikjum í röð en gestirnir í Keflavík hafa tapað síðustu tveim.

Bæði lið sigruðu síðast í 16.umferð en heimamenn í Stjörnunni lögðu þá eftirminnilega topplið Breiðabliks sannfærandi og þá sóttu Keflvíkingar sterkan sigur í Breiðholtið þar sem Frans Elvarsson skoraði sigurmarkið gegn Leikni undir lok leiks.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Samsungvellinum þar sem fram fer leikur Stjörnunnar og Keflavíkur í 20.umferð Bestu deild karla.

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
10. Kian Williams ('90)
23. Joey Gibbs ('90)
24. Adam Ægir Pálsson ('86)
25. Frans Elvarsson (f)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
9. Adam Árni Róbertsson ('90)
10. Dagur Ingi Valsson ('86)
11. Helgi Þór Jónsson
12. Rúnar Gissurarson
16. Sindri Þór Guðmundsson ('90)
18. Ernir Bjarnason
22. Ásgeir Páll Magnússon

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Dani Hatakka ('39)
Magnús Þór Magnússon (f) ('78)

Rauð spjöld: