Meistaravellir
föstudagur 09. september 2022  kl. 17:00
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Grenjandi rigning en enginn vindur
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 83
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
KR 0 - 6 Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir ('6)
0-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('17)
0-3 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('44)
0-4 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('51)
0-5 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('68)
0-6 Elín Metta Jensen ('73)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
5. Brynja Sævarsdóttir
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
8. Hannah Lynne Tillett
9. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir
10. Marcella Marie Barberic
11. Telma Steindórsdóttir ('83)
15. Lilja Lív Margrétardóttir
16. Rasamee Phonsongkham ('31)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('74)

Varamenn:
3. Margaux Marianne Chauvet
4. Laufey Björnsdóttir
14. Rut Matthíasdóttir ('74)
17. Karítas Ingvadóttir
19. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('31)
21. Íris Grétarsdóttir ('83)
29. Helena Sörensdóttir

Liðstjórn:
Guðlaug Jónsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Baldvin Guðmundsson
Christopher Thomas Harrington (Þ)

Gul spjöld:
Christopher Thomas Harrington ('33)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín Leik lokið!
BÚIÐ!

Valur vinnur MJÖG sannfærandi sigur gegn KR við erfiðar aðstæður. Þetta var aldrei í hættu hjá Íslands- og bikarmeisturunum.

Viðtöl og skýrsla koma inn á síðuna fljótlega.
Eyða Breyta
90. mín
Held að Jóhann Ingi væri að gera öllum greiða með því að flauta þetta af bara núna.
Eyða Breyta
90. mín
Bryndís Arna með skot fram hjá. Fín tilraun.
Eyða Breyta
89. mín
Eins þægilegt og það gerist fyrir Val.


Eyða Breyta
88. mín
Þessi leikur er löngu búinn og er að fjara út.
Eyða Breyta
85. mín
Guðmunda Brynja reynir skot rétt fyrir utan teig en það fer fram hjá. Guðmunda er búin að vera líflegust í liði KR í þessum leik.
Eyða Breyta
83. mín Íris Grétarsdóttir (KR) Telma Steindórsdóttir (KR)

Eyða Breyta
80. mín
Ekkert sem verður úr þessari hornspyrnu.
Eyða Breyta
79. mín
Anna Rakel með fyrirgjöf sem Cornelia missir úr höndum sínum. Boltinn sleipur. Hornspyrna sem Valur fær.
Eyða Breyta
78. mín Brookelynn Paige Entz (Valur) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)

Eyða Breyta
77. mín
Valur er að undirbúa sína síðustu skiptingu í leiknum. Brookelynn Paige Entz að koma inn á að mér sýnist.
Eyða Breyta
76. mín
Ansi leiðinlegur dagur fyrir KR-inga; liðið að tapa 0-6 í grenjandi rigningu.
Eyða Breyta
75. mín
Valskonur voru næstum því búnar að bæta við sjöunda markinu stuttu eftir mark sitt. Skot rétt yfir - sá ekki alveg hver átti það.
Eyða Breyta
74. mín

Elín Metta er búin að skora og leggja upp.
Eyða Breyta
74. mín Rut Matthíasdóttir (KR) Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)

Eyða Breyta
73. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
MARK!!!!!
Landsliðskonan kemur inn af bekknum og skorar með skalla eftir fyrirgjöf frá Önnu Rakeli frá hægri kanti.

Mjög flott innkoma hjá Elínu sem er búin að skora og leggja upp.
Eyða Breyta
72. mín Mariana Sofía Speckmaier (Valur) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
72. mín Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Cyera Hintzen (Valur)

Eyða Breyta
71. mín
Það ber að hrósa Val að taka fótinn ekkert af bensíngjöfinni. Þær hafa bara haldið áfram og eru að bæta markatölu sína hérna.
Eyða Breyta
69. mín

Þórdís Elva Ágústsdóttir.
Eyða Breyta
68. mín MARK! Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur), Stoðsending: Elín Metta Jensen
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ
Elín Metta vinnur boltann og leggur hann á Þórdísi sem tekur sig til og hamrar boltann upp í skeytin af einhverjum 20-25 metrum.

Þvílíkt mark og mjög vel gert hjá varamönnunum báðum þarna.
Eyða Breyta
67. mín
Leikurinn er kominn aftur af stað. Bæði Elín og Cornelia halda leik áfram.
Eyða Breyta
66. mín
Elín og Cornelia þurfa báðar aðhlynningu eftir þessa sókn.
Eyða Breyta
65. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!
Anna Rakel með geggjaða sendingu upp í hornið á Elínu Mettu sem hleypur upp í teig. Elín sendir svo til hliðar á Þórdísi sem á skot en Cornelia ver. Ásdís Karen nær frákastinu en þá er bjargað á línu.
Eyða Breyta
64. mín
Það er byrjað að rigna aftur. Eins og hellt sé úr fötu.
Eyða Breyta
63. mín Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Lára Kristín Pedersen (Valur)

Eyða Breyta
63. mín Elín Metta Jensen (Valur) Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)

Eyða Breyta
62. mín
Guðmunda Brynja með fínan sprett upp völlinn og leggur boltann út á Telmu sem á skot rétt fram hjá markinu. Það besta sem KR hefur gert í þessum seinni hálfleik.
Eyða Breyta
61. mín
Á sama tíma færist KR nær Lengjudeildinni en það er enn nægur tími til stefnu fyrir þær. KR er samt ekki að fara að fá neitt út úr þessum leik, þær geta gleymt því.
Eyða Breyta
58. mín
Valur að færast nær sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í röð með þessum sigri.
Eyða Breyta
57. mín
Ansi erfiður dagur fyrir KR-inga. Þær hafa ekkert ráðið við Valskonur í sumar.
Eyða Breyta
53. mín
Anna Rakel reynir aftur en skot hennar fer yfir markið.
Eyða Breyta
53. mín
Ég ætlaði að fara að skrifa að þessi fyrri hálfleikur hafði farið rólega af stað. Það markverðasta var að Anna Rakel átti skot sem Cornelia var í engu veseni með. Svo kom markið.
Eyða Breyta
52. mín

Ásdís Karen skoraði.
Eyða Breyta
51. mín MARK! Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur), Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
MARK!!!!
Þórdís gerir mjög vel og leggur boltann á Ásdísi sem gerir sitt fyrsta mark í leiknum. Þórdís með sína þriðju stoðsendingu í leiknum.

Þvílíkur leikur sem Þórdís Hrönn er að eiga.
Eyða Breyta
48. mín
Mér sýnist vera hætt að rigna, ótrúlegt en satt.
Eyða Breyta
46. mín
LEIKURINN ER HAFINN Á NÝ!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
BÚIÐ AÐ FLAUTA TIL HÁLFLEIKS.

Þessi leikur er svo gott sem búinn, topplið Vals er með 0-3 forystu þegar gengið er til búningsklefa.


Eyða Breyta
44. mín

Þórdís Hrönn er búin að leggja upp tvö og skora eitt.
Eyða Breyta
44. mín MARK! Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur), Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
JÆJA, GAME OVER!
KR verið að sækja í sig veðrið en Þórdís Hrönn gengur bara frá þessu rétt fyrir leikhlé.

Mér sýnist það vera Lára Kristín sem þræðir hana hárfínt í gegn. Þórdís gerir svo allt rétt og leggur boltann í markið. Hún er búin að eiga rosalegan fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
42. mín
KR hefur verið að finna taktinn meira eftir því sem hefur liðið á fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
40. mín
HÆTTULEGT!
Ólöf Freyja með geggjaðan sprett inn á teignum og á svo skot/sendingu sem fer rétt fram hjá markinu. Það var KR-ingur í teignum sem var næstum því búin að ná til boltans og stýra honum inn.

Þetta var besta færi KR í leiknum.
Eyða Breyta
38. mín
Elísa með skot upp í loft og í röð Z.
Eyða Breyta
37. mín
Marcella sleppur í gegn og skorar, en aftur er dæmd rangstaða.

Held að flaggið sé búið að fara svona átta sinnum á loft hjá KR og aldrei hjá Val. KR-ingar í stúkunni eru vel ósáttir við dómgæsluna.
Eyða Breyta
34. mín
Elísa með sendingu sem var alltof föst fyrir Cyeru. Ætlaði að finna hana í gegn en tókst engan veginn ætlunarverk sitt.
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Christopher Thomas Harrington (KR)
Fyrir mótmæli í kjölfar rangstöðudómsins.


Eyða Breyta
32. mín
Guðmunda Brynjar skorar en er dæmd rangstæð. Flaggið var lengi á loft og þetta var mjög tæpt, en rangstaða var dæmd.
Eyða Breyta
31. mín Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (KR) Rasamee Phonsongkham (KR)
Rasamee hlýtur að vera meidd eða eitthvað.
Eyða Breyta
30. mín
KR-ingar eru alltaf rangstæðir.
Eyða Breyta
28. mín
Rebekka með hættulega sendingu til baka sem Sólveig kemst næstum því inn í en Cornelia er vel á tánum og spyrnir boltanum fram.


Eyða Breyta
27. mín
Ísabella gerir mjög vel að vinna boltann af Elísu en hún kemst svo ekki fram hjá Mist.
Eyða Breyta
24. mín
KR er alveg að búa sér til ágætis stöður til að eitthvað inn á milli, en það er erfitt að finna leiðina fram hjá Mist og Örnu Sif í hjarta varnarinnar hjá Val.


Eyða Breyta
24. mín
Þessi sending hjá Láru var algjört augnakonfekt.
Eyða Breyta
23. mín
Lára Kristín með GEGGJAÐA sendingu á bak við vörnina á Þórdísi sem finnur Elísu í teignum. Elísa á svo skot rétt fram hjá markinu.

Þetta var hættulegt!
Eyða Breyta
20. mín
Völlurinn er orðinn það blautur að boltinn er farinn að stoppa mikið þegar verið er að reyna sendingar og annað.

Erfiðar aðstæður, mjög svo.
Eyða Breyta
18. mín

Þórdís Hrönn er búin að leggja upp tvö mörk.
Eyða Breyta
17. mín MARK! Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur), Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
MARK!!!!
Þórdís Hrönn með fasta fyrirgjöf sem fer í Ásdísi og inn. Ásdís fagnaði ekki mikið og því var rætt um sjálfsmark í fjölmiðlastúkunni en svo var ekki. Ásdís á markið.

Það er ekki mikil spenna í þessum leik.
Eyða Breyta
16. mín
Elísa sækir brot á Ísabellu Söru við endalínuna. Mér sýndist Ísabella vera ósátt við fyrirliða Vals þarna, lét einhver vel valin orð falla.
Eyða Breyta
14. mín
Það eru að myndast miklir pollar á miðjum vellinum. Erfitt að spila fótbolta í þessu. Ég talaði um frábært fótboltaveður áðan en þetta er kannski of mikið.
Eyða Breyta
13. mín
Guðmunda Brynja tapar boltanum, horfir á dómarann og hættir að elta. Ekki vænlegt til árangurs.
Eyða Breyta
11. mín
Valur er að hóta öðru marki.
Eyða Breyta
11. mín
Frábær samleikur hjá Val en Cornelia gerir mjög vel í að loka á Sólveigu.
Eyða Breyta
10. mín
Arna Sif í baráttunni en Cornelia handsamar boltann þægilega.
Eyða Breyta
9. mín
Valur fær hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna leiksins sem Ásdís Karen, sem var í síðasta landsliðshópi Íslands, mun taka.
Eyða Breyta
8. mín
Ekki byrjar þetta vel fyrir KR. Gæti vel trúað því að þetta verði langur dagur á skrifstofunni hjá þeim.
Eyða Breyta
7. mín

Mist Edvardsdóttir.
Eyða Breyta
6. mín MARK! Mist Edvardsdóttir (Valur), Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
LITLI SPRETTURINN UPP VÖLLINN!!!
Mist vinnur boltann af Rasamee og á svo geggjaða sendingu út til vinstri á Þórdísi Hrönn. Hún á flotta bolta fyrir á Mist - miðvörðinn - sem er komin inn í teig. Mist skilar þessum bolta laglega í markið.

Valur tekur forystuna!
Eyða Breyta
3. mín
ÚFFFFF
Valur í stórsókn. Anna Rakel á meðal annars skot sem Hanna kemur sér fyrir. Svo á Cyera sýnist mér sendingu fyrir sem Sólveig rekur tána í en fram hjá. Þarna hefði Sólveig þurft að vera í aðeins stærri skóm til að skora.
Eyða Breyta
2. mín
SVONA STILLIR KR UPP:

Cornelia

Lilja Lív - Telma - Rebekka - Hannah - Ísabella Sara

Brynja

Rasamee - Ólöf Freyja

Guðmunda Brynja - Marcella
Eyða Breyta
1. mín
SVONA STILLIR VALUR UPP:

Sandra

Elísa - Arna Sif - Mist - Anna Rakel

Adda - Lára Kristín

Sólveig - Ásdís Karen - Þórdís Hrönn

Cyera
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þetta komið af stað. Áfram grenjandi rigning. Það gætu myndast pollar á vellinum, gæti séð það gerast.

KR byrjar með boltann og sækir í átt að KR-heimilinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er gífurlega fámennt í stúkunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn eru búnir að vera að hita upp í rigningunni síðustu mínútur. Það er frábært fótboltaveður; mikil rigning en enginn vindur.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Þær eru fjórar í byrjunarliði Vals sem hafa leikið með KR; Lára Kristín Pedersen, Mist Edvardsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.

Í byrjunarliði KR er Rebekka Sverrisdóttir fyrirliði, en hún lék með Val á sínum tíma.

Það eru alls konar tengingar á milli þessara liða.


Ásdís Karen Halldórsdóttir og Mist Edvardsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég fékk Lilju Dögg Valþórsdóttur til að spá í leiki kvöldsins, en hún hefur einmitt bæði leikið með KR og Val á sínum leikmannaferli.

KR 0 - 2 Valur
Mér sýnist veðrið ætla að bjóða upp á kjöraðstæður fyrir baráttuleiki í kvöld. Valskonur hafa verið á miklu skriði undanfarið en KR-konur hafa þurft að bíða í heilan mánuð til að fá að spila leik. Þær síðarnefndu munu eflaust vilja hefna fyrir slæmt tap fyrir Val í fyrri umferðinni og munu berjast eins og ljón. Ég held að bæði lið verði þétt, standi vörnina vel og þetta verði barátta til enda en nýkrýndir bikarmeistarar Vals munu sýna mátt sinn og megin og hafa þetta í lokin, 0-2.


Eyða Breyta
Fyrir leik
föstudagur 9. september

Besta-deild kvenna
17:00 KR-Valur (Meistaravellir)
17:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það vekur athygli að Valur er ekki með varamarkvörð á bekknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Búið er að opinbera byrjunarliðin í þessum leik. Valur er enn og aftur með sama byrjunarliðið en það hefur virkað vel upp á síðkastið. Landsliðskonan Elín Metta Jensen er áfram á bekknum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur vann með átta mörkum í fyrri leiknum
Valur niðurlægði KR í fyrri leik þessara liða en hann endaði með 9-1 sigri Valskvenna. KR hefur harma að hefna - svo sannarlega - í þessum leik.


Þórdís Hrönn gerði tvennu í fyrri leik liðanna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Toppliðið að mæta botnliðinu
Það munar 25 stigum á þessum tveimur liðum; KR er á botninum og Valur er á botninum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Ástæðan fyrir því að þessum leik var frestað er sú að Valur var í svo miklu leikjaálagi í lok síðasta mánaðar. Þær voru að taka þátt í Meistaradeildinni og spiluðu svo gegn Breiðabliki í bikarúrslitunum.

KR hefur ekki spilað leik í mánuð!


Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari í dag er Jóhann Ingi Jónsson, einn besti dómari landsins.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Vals í Bestu deild kvenna. Flautað verður til leiks í Vesturbænum klukkan 17:00.

Endilega fylgist með!


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
5. Lára Kristín Pedersen ('63)
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('72)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen ('72)
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('63)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('78)

Varamenn:
10. Elín Metta Jensen ('63)
15. Brookelynn Paige Entz ('78)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('63)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('72)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Mariana Sofía Speckmaier ('72)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Pétur Pétursson (Þ)
Matthías Guðmundsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: