Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Fjölnir
0
1
Grótta
0-1 Kjartan Kári Halldórsson '70
10.09.2022  -  14:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Skýjað en þurtt og 15°
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
Guðmundur Þór Júlíusson
3. Reynir Haraldsson
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
4. Júlíus Mar Júlíusson ('73)
7. Arnar Númi Gíslason ('46)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('46)
11. Dofri Snorrason
17. Lúkas Logi Heimisson
23. Hákon Ingi Jónsson
78. Killian Colombie ('80)

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
7. Dagur Ingi Axelsson ('80)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('85)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('46)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('46) ('85)
37. Árni Steinn Sigursteinsson ('73)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Lúðvík Már Matthíasson

Gul spjöld:
Killian Colombie ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Gróttu hérna og það verðskuldað. Það var smá bragur yfir þessum leik eins og bæði lið höfðu ekki mikið að spila fyrir.

Viðtöl og skýrsla kemur seinna í dag.
90. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Grótta) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta)
90. mín
Inn:Patrik Orri Pétursson (Grótta) Út:Benjamin Friesen (Grótta)
87. mín
Fjölnismenn fá algjört dauðafæri þar sem boltinn er að leka inn en Arnar bjargar á línunni.

Það var síðan dæmt rangstöðu en Jón Ívan liggur eftir núna eitthvað skaðaður eftir samstuð við annan leikmann.
85. mín
Inn:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Hlýtur að vera eitthvað meiddur þar sem hann kom inn á í hálfleik.
80. mín
Inn:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir) Út:Killian Colombie (Fjölnir)
78. mín Gult spjald: Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Fellur við í teignum og Þorvaldur metur það sem svo að þetta hafi verið leikaraskapur.

Finnst það aðeins gróft en aftur á móti fannst mér þetta ekki heldur vera víti.
73. mín
Inn:Ólafur Karel Eiríksson (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
73. mín
Inn:Dagur Þór Hafþórsson (Grótta) Út: Luke Rae (Grótta)
73. mín
Inn:Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir) Út:Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir)
70. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Stoðsending: Luke Rae
Kjartan aftur orðin jafn markahæstur með þessu

Einföld sókn frá Gróttu þar sem Luke Rae er með boltan á vinstri kantinum og kemur með lága fyrirgjöf sem fer þvert yfir teiginn og finnur Kjartan sem lúrir á fjær og hann setur boltan í netið af stuttu færi.
66. mín
Grótta fær algjört dauðafæri en fer mjög illa með það!

Kjartan Kári hleypur með boltan upp hægri kantinn og reynir að setja hann á Luke Rae sem er dauðafrír en hann þarf að snúa og skotið hans fer í varnarmann.
64. mín
Lúkas Logi reynir skot fyrir utan teig en Guðmundur þvælist fyrir og boltinn fer útaf í markspyrnu.
62. mín Gult spjald: Killian Colombie (Fjölnir)
61. mín
Inn:Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta) Út:Ívan Óli Santos (Grótta)
58. mín
Sigurjón gerir virkilega vel hérna eftir að að það kemur stungusending inn fyrir og Sigurjón helypur langt út úr markinu og er rétt á undan Luke Rae og nær að hreinsa boltan.
55. mín
Luke Rae með gott skot fyrir utan teig og Sigurjón á frekar erfitt með þetta skot og gefur boltan beint á Kjartan en hann nær ekki alveg að vinna eitthvað úr þessu og sóknin rennur út í sandinn.
53. mín
Grótta aðeins að reyna bíta frá sér aftur nú var það Óliver sem tók skot innan úr teig sem fór yfir. Fljótlega þar á eftir á Ívan skot fyrir utan teig sem Sigurjón grípur bara.
48. mín
Guðmundur byrjar þennan seinni hálfleik virkilega vel. Núna bjó hann til færi fyrir Killian sem átti skot en það fór í varnarmann.
46. mín
Fjölnismenn byrja sterkt. Guðmundur með fínt skot innan úr teignum sem er varið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
46. mín
Inn:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir) Út:Arnar Númi Gíslason (Fjölnir)
46. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir) Út:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir)
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleikur búinn og Gróttu menn verið töluvert hættulegri en Sigurjón búinn að vera sterkur í markinu. Vonumst til að fá mörk í seinni hálfleikinn.
45. mín
Svakalegur darraðadans inn á teig Gróttu sem endar í skoti frá Hákoni einhverjum örfáum metrum frá marki en boltinn fer í varnarmann og þá flautar Þorvaldur hálfleikinna af.
45. mín Gult spjald: Luke Rae (Grótta)
Glæfralegt brot hjá honum
44. mín
Fínt færi hjá Gróttu eftir að það kemur stungusending á Kjartan.

Hann hleypur upp kantinn og setur hann inn á teig en skotið frá Ivani Óla er lélegt og fer framhjá.
38. mín
Geggjuð aukaspyrna frá Kjartani Kára sem er á leiðinni upp í vinkilinn en enn betri markvarsla frá Sigurjóni!

Sá er í formi í dag.
35. mín
Fínt skot frá Kjartani Kára fyrir utan teig en skotið hans er gripið af Sigurjóni.

Elvar Geir Magnússon
34. mín
Virkilega flottur sprettur frá Arnari Núma frá teig til teigar en skotið sem hann tekur rétt fyrir utan teig fer rétt yfir.
29. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
29. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
28. mín
Algjört dauðafæri fyrir Benjamin Friesen!!

Hornspyrnan frá Kjartani Kára er ekki nægilega vel hreinsuð af Fjölnismönnum og boltinn dettur fyrir Benjamin og hann tekur skotið þegar markið virðist tómt.

Þá rís Sigurjón upp virkilega hratt og ver boltan eiginlega blint þar sem það voru mikið af varnarmönnum fyrir.
22. mín
Flott spil hjá Fjölni skapar fínt færi fyrir Viktor en skotið hans fer framhjá.
20. mín
Dúndurskot frá Hákoni!

Hann tekur skotið fyrir utan teig hægra megin og það fer bara rétt yfir.
19. mín
Fínt færi fyrir Kjartan Kára þar sem Luke Rae kom með sendinguna fyrir en varnarleikur Fjölnis var góður og þeir stoppuðu skotið.
16. mín
Hákon tekur skot fyrir utan teig en hann er undir pressu og missir jafnvægið í skotinu og því fer það framhjá.
10. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR LUKE RAE!

Stungusending inn fyrir vörn Fjölnis sem Luke kemst í og hann var kominn einn gegn markmanni en setur boltan bara beint í Sigurjón.

Það var síðan reyndar flögguð rangstaða.
9. mín
Benjamin Friesen með hættulega sendingu inn á teig en Kjartan Kári nær ekki til boltans og Fjölnismenn hreinsa.
7. mín
Hákon Ingi tekur skot fyrir utan teig sem er varið og Arnar Númi er hársbreidd frá því að ná frákastinu.
4. mín
Fyrsta alvöru færið þegar Grótta fer í skyndisókn og Ívan Óli er í fínasta færi en skotið hans er varið.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað og við óskum eftir markaleik!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og hægt er að sjá þau hér til hliðar.
Fyrir leik
Dómari Leiksins

Maðurinn með flautuna í kvöld verður Þorvaldur Árnason og honum til halds og trausts verða Rögnvaldur Þ Höskuldsson og Friðleifur Kr Friðleifsson.

Eftirlitsmaður er Viðar Helgason
Þorvaldur Árnason
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir

Fyrri viðureign liðanna í deildinni fór þannig að Grótta vann 4-1. Kjartan Kári Halldórsson skorið 2 mörk fyrir Gróttu og aðrir markaskorarar voru Kristófer Orri Pétursson og Óliver Dagur Thorlacius fyrir Gróttu og mark Fjölnis skoraði Reynir Haraldsson.

Í síðustu 5 leikjum þessa liða sem má rekja aftur lið ársins 2020 þegar bæði lið voru í efstu deild hefur Fjölnir unnið 1 leik gert jafntefli í einum og hinir 3 leikirnir hafa Grótta unnið. Samanlögð markatala úr þessum leikjum er Fjölnir með 5 mörk og Grótta með 11.
Fyrir leik
Grótta með ungt og spennandi lið

Grótta situr í 4. sæti deildarinnar og hafa verið virkilega skemmtilegir í sumar. Þeir eiga nokkra mjög spennandi leikmenn og þar stendur Kjartan Kári Halldórsson fremstur í flokki þar sem hann er markahæstur í deildinni aðeins 19 ára gamall. Einnig hefur þeirra ungi breski þjálfari heillað í sumar en Chris Brazell er aðeins 30 ára gamall.
Kjartan Kári Halldórsson
Fyrir leik
Fjölnismenn bestir af restinni

Fjölnir situr í 3. sæti þegar 2 leikir eru eftir af mótinu en þeir eiga ekki möguleika á því að fara upp um sæti og upp um deild. Tímabilið þeirra hefur verið frekar gott þar sem Hákon Ingi Jónsson hefur verið fremstur í flokki í markaskorun þar sem hann er kominn með 10 mörk á tímabilinu. Með sigri í dag myndi Fjölnir fara langt með það að tryggja 3. sætið og vera besta liðið sem verður eftir í Lengjudeildinni.
Hákon Ingi Jónsson
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Extra vellinum í Grafarvogi.

Leikurinn hefst klukkan 14:00
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
Ívan Óli Santos ('61)
2. Arnar Þór Helgason
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('73)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('90)
17. Luke Rae ('73)
19. Benjamin Friesen ('90)
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Dagur Þór Hafþórsson ('73)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson ('61)
5. Patrik Orri Pétursson ('90)
6. Ólafur Karel Eiríksson ('73)
6. Sigurbergur Áki Jörundsson ('90)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Jón Birgir Kristjánsson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Gareth Thomas Owen

Gul spjöld:
Arnar Þór Helgason ('29)
Óliver Dagur Thorlacius ('29)
Luke Rae ('45)
Kjartan Kári Halldórsson ('78)

Rauð spjöld: