Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
KR
3
1
Stjarnan
Theodór Elmar Bjarnason '9 1-0
Stefán Árni Geirsson '14 2-0
Stefán Árni Geirsson '75 3-0
3-1 Jóhann Árni Gunnarsson '89 , víti
11.09.2022  -  14:00
Meistaravellir
Besta-deild karla - 21. umferð
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson (KR)
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('77)
8. Stefán Árni Geirsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson ('90)
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('46)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('59)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Hallur Hansson ('46)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('77)
9. Kjartan Henry Finnbogason
17. Stefan Ljubicic ('59)
18. Aron Kristófer Lárusson

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('45)
Stefán Árni Geirsson ('61)
Kennie Chopart ('68)
Ægir Jarl Jónasson ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur hjá KR og þeir eru öryggir í top 6. Stefán Árni fór illa með Garðbæjinga í dag.

Skýrsla og viðtöl kemur seinna í dag.
92. mín
Ísak fær gottt færi inn í teig eftir aukaspyrnu en Beitir gerir vel og ver boltan.
91. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 4 mínútur.
90. mín
Inn:Pálmi Rafn Pálmason (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
89. mín Mark úr víti!
Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Öruggt víti niður í vinstra hornið. Beitir valdi rétt horn en komst ekki í boltan.
88. mín
Stjarnan fær víti!!

Eggert er tekinn niður í teignum.
85. mín
Eggert í dauðafæri!

Stjarnan nær að spila boltanum vel á milli sín fyrir utan teiginn. Svo kemur boltinn á Eggert sem tekur gott skot en varslan frá Beiti er enn betri.

Fljótlega þar á eftir fær Henrik Máni gjörsamlega frían skalla en hann setti boltan framhjá.
84. mín
Ísak að leika listir sínar!

Fær boltan á vinstri kantinum og hleypur síðan framhjá 2-3 mönnum og tekur svo skotið en það fer í varnarmann og framhjá.
80. mín
Ljubicic liggur eftir og þarfnast aðhlynningu. Ég sá ekki hvað gerðist en hann virkar frekar meiddur.
79. mín
Inn:Henrik Máni B. Hilmarsson (Stjarnan) Út:Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
77. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (KR) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
75. mín MARK!
Stefán Árni Geirsson (KR)
Frábært einstaklingsframtak!

Stefán prjónar sig í gegnum vörnina hjá Stjörnunni. Ég hélt svo að hann væri búinn að gera færið of þröngt en skotið hans er fast og virkilega gott þannig hann nær að setja hann framhjá Haraldi.
74. mín
Inn:Viktor Reynir Oddgeirsson (Stjarnan) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
74. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan)
71. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (KR)
70. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Björn Berg Bryde (Stjarnan)
70. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) Út:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
68. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
67. mín
KR í alveg stórhættulegri sókn þar sem þeir fá alveg svona 3 mismunandi skotfæri en enginn ákveður að skjóta. Þá sendir Hallur boltan á Stefán sem er rangstæður og þannig endar sóknin.
65. mín
Aukaspyrna fyrir KR í fínu færi. Kennie tekur skotið sem er fast en það fór famhjá.
63. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
61. mín
Færi á báða bóga núna. KR í þungri sókn þar sem meðal annars tekur Stefán skot sem fer í varnarmann.

Stjarnan kems svo í skyndisókn en fara ekki nógu vel með færið en fá þó horn. Það kom svo ekkert úr því horni.
61. mín Gult spjald: Stefán Árni Geirsson (KR)
59. mín
Inn:Stefan Ljubicic (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
58. mín
Atli kemst á þann stað sem honum líður best. Köttar inn og tekur skotið fyrir utan teig en það fer yfir.
55. mín
Eggert gerir vel í að búa sér til færi þar sem hann hleypur framhjá mönnum á hægri kantinum. Skotið hans fer hinsvegar beint á Beiti.
48. mín
Stjarnan fær hornspyrnu sem Óskar Örn tekur.

Þetta er fín spyrna sem Sindri skallar áfram en Stjörnumennirnir fara illa með þetta færi og setja boltan útaf í markspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn farinn af stað!
46. mín
Inn:Hallur Hansson (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
45. mín
Hálfleikur
KR leiðir í hálfleik verðskuldað. Stjarnan hefur ekkert náð að spila sinn leik og KR eru hættulegir í hvert skipti sem þeir komast nálægt teignum.

Sjáumst eftir korter.
45. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
+1
44. mín
Ísak keyrir inn á teiginn fyrir Stjörnuna og kemst í gott færi. Hann tekur skotið en það er beint á Beiti og hann grípur boltan.
39. mín
Elís með virkilega öflugt skot fyrir utan teig en Beitir gerir vel og ver þetta.
37. mín
Atli setur virkilega hættulegan bolta inn á teig og Stefán nær skallanum en það fer framhjá.
32. mín
KR í dauðafæri!

Sindri gerist sekur um hrikaleg mistök þar sem hann gefur boltan beint á Elmar. Hann fer þá inn á teig og á skot sem Haraldur ver en Atli kemst í frákastið og fyrir framan opið mark setur hann boltan framhjá!

Færið hjá Atla var hinsvegar virkilega þröngt.
29. mín
Óskar Hrafn með skot fyrir utan teig sem fer yfir.
26. mín
KR fær horn og Sigurður Bjartur fær frekar frían skalla á nærstönginni en hann stangar boltann frekar hátt yfir markið.
23. mín
Guðmundur Baldvin í frábæru færi! Hann fær boltan inn á teignum og tekur skotið en það er ekki nógu gott því það fer framhjá og alla leið út í innkast.
20. mín
Eggert fær langan bolta upp og hann tekur frábærlega á móti boltanum. Svo keyrir hann á vítateiginn og tekur skotið en það fer framhjá.
18. mín
Haraldur gerist næstum sekur um Karius mistök!

Hann ætlar að hreinsa boltan en sparkar boltanum bara beint í Siugrð Bjart en sem betur fer fyrir hann skoppaði boltinn útaf í markspyrnu.
14. mín MARK!
Stefán Árni Geirsson (KR)
Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
KR í fantaformi!

Ægir kemur með frábæra sendingu í gegnum vörn Stjörnunnar sem setur Stefán í gegn.

Stefán er þá einn gegn markmanni en hann gerir virkilega vel í að klára þetta þar sem færið hans var orðið mjög þröngt!
9. mín MARK!
Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
Hrikaleg mistök hjá Stjörnunni!

Elís sendir boltan beint á Ægi á eigin vallarhelmingi. Ægir er fljótur að gefa boltan á Elmar sem mundar skotfótinn fyrir utan teig og kemur með algjöra bombu upp í vinkilinn!
6. mín
Stjarnan reynir að taka færslu frá æfingasvæðinu í aukaspyrnunni sem endar með skoti frá Ísak en það fer beint í vegginn.
5. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu í virkilega góðu skotfæri.
3. mín
Uppstilling Stjörnunnar

Haraldur
Þórarinn - Björn - Daníel Laxdal - Elís
Daníel Finns - Sindri - Guðmundur
Óskar - Eggert - Ísak
2. mín
Uppstilling KR

Beitir
Kennie - Arnór - Pontus - Kristinn
Theodór - Aron - Ægir
Stefán - Sigurður - Atli
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er farin af stað og við óskum eftir markaleik!
Fyrir leik
Vil taka það fram fyrir þá sem komast ekki á völlinn þá er þessi leikur í opinni dagskrá á Stöð 2 vísir.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin

Rúnar Kristinsson þjálfari KR gerir 2 breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við ÍA í síðustu umferð. Það eru þeir Finnur Tómas Pálmason og Aron Kristófer Lárusson sem koma út úr liðinu og þeirra í stað koma Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Pontus Lindgren.

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar gerir 3 breytingar á liðinu sem tapaði 2-0 gegn Keflavík í síðustu umferð. Það eru þeir Tristan Freyr Ingólfsson, Einar Karl Ingvarsson og Örvar Logi Örvarsson sem koma út úr liðinu og þeirra í stað koma Daníel Finns Matthíasson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Óskar Örn Hauksson.
Fyrir leik
Dómari leiksins

Maðurinn með flautuna í dag verður Ívar Orri Kristjánsson og honum til halds og trausts verða Bryngeir Valdimarsson og Sveinn Þórður Þórðarson.

Eftirlitsmaður er Frosti Viðar Gunnarsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson
Ívar Orri Kristjánsson
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir

Þessi lið hafa þegar mæst tvisvar í sumar einu sinni í deild og einu sinni í bikar en liðin skildu jöfn 1-1 í deildinni en KR vann 3-0 í bikarnum.

Í síðustu 5 viðureignum þessara liða hafa bæði lið unnið tvisvar og þau hafa gert 1 jafntefli. Sameiginleg markatala úr þessum leikjum er KR með 8 mörk og Stjarnan með 5 mörk.
Fyrir leik
Stjörnumenn í basli upp á síðkastið

Stjarnan byrjaði tímabilið virkilega vel en þeir hafa núna tapað 4 leikjum í röð. Þeir eru líka í hættu um að missa top 6 sætið þar sem þeir eru aðeins 3 stigum á undan Keflavík sem er í 7. sæti. Markahæsti maður þeirra í sumar er Emil Atlason með 11 mörk en það eru nokkrir ungur leikmenn sem hafa virkilega heillað í sumar eins og Ísak Andri Sigurgeirsson, Eggert Aron Guðmundsson og Guðmundur Nökkvi Baldursson.
Emil Atlason
Fyrir leik
KR reynir að halda í top 6

KR situr í 6. sæti eins og er en þeir eru aðeins með 2 stiga forskot á Keflavík í 7. sæti. KR hefur ekki átt gott tímabil miðað við væntingar þeirra en það yrðir algjört stórslys ef þeir skyldu vera í neðri hlutanum þegar deildinni er skipt. Þeirra besti maður á tímabilinu hefur líkast til verið Atli Sigurjónsson en hann er með 7 mörk í sumar.
Atli Sigurjónsson
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR gegn Störnunni í 21. umferð Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefst í Frostaskjóli klukkan 14:00
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Björn Berg Bryde ('70)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('74)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Daníel Finns Matthíasson ('70)
21. Elís Rafn Björnsson ('79)
23. Óskar Örn Hauksson ('74)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m) ('74)
7. Einar Karl Ingvarsson ('70)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('70)
17. Ólafur Karl Finsen
30. Kjartan Már Kjartansson ('74)
31. Henrik Máni B. Hilmarsson ('79)
32. Örvar Logi Örvarsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Hilmar Árni Halldórsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Elís Rafn Björnsson ('63)

Rauð spjöld: