HS Orku völlurinn
sunnudagur 11. september 2022  kl. 14:00
Besta-deild karla - 21. umferð
Aðstæður: Svalt en sólskin. Blástur eins og svo oft á Reykjanesi.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Ari Sigurpálsson
Keflavík 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Danijel Dejan Djuric ('17)
0-2 Helgi Guðjónsson ('33, víti)
0-3 Ari Sigurpálsson ('36)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson ('79)
10. Kian Williams
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
11. Helgi Þór Jónsson
16. Sindri Þór Guðmundsson ('79)
17. Axel Ingi Jóhannesson
17. Guðjón Pétur Stefánsson
18. Ernir Bjarnason
22. Ásgeir Páll Magnússon

Liðstjórn:
Ómar Jóhannsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Óskar Rúnarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('15)
Nacho Heras ('68)
Dani Hatakka ('72)
Patrik Johannesen ('86)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
93. mín Leik lokið!
Víkingar vinna lífsnauðsynlegan sigur í baráttu sinni við topp deildarinnar. Á meðan er sæti Keflavíkur í efri hlutanum orðið ansi langsótt.

VIðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
91. mín
Víkingar fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti tvær mínútur.
Eyða Breyta
87. mín
Hættulegur bolti fyrir markið frá Rúnari Þór en engar bláar treyjur klárar í að ráðast á boltann og siglir hann sína leið útfyrir hliðarlínu.
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Patrik Johannesen (Keflavík)
Patrik að ná sér í gult með áhugaverðum tilþrifum. Stekkur á bakið á Pablo þegar hann er að rjúka af stað í skyndisókn og snýr hann niður.
Eyða Breyta
84. mín
Síðari hálfleikurinn verið mun rólegri en sá fyrri. Víkingar verið sáttir með sitt og legið meira til baka og leyft heimamönnum að vera með boltann. Það hefur þó ekki orðið til þess að Keflavík hafi ógnað marki Víkinga að ráði.
Eyða Breyta
81. mín Sigurður Steinar Björnsson (Víkingur R.) Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
79. mín Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Adam Árni Róbertsson (Keflavík)

Eyða Breyta
78. mín
Kian Williams með skot að marki eftir snögga sókn Keflavíkur. Veldur Ingvari ekki vandræðum.
Eyða Breyta
74. mín
Viktor Örlygur með lipra takta er hann leikur inn á teig Keflavíkur og fer næsta auðveldlega framhjá Rúnari Þór. Fyrirgjöf hans ekki í sama gæðaflokki og undirbúningurinn og heimamenn hreinsa frá marki sínu.
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Dani Hatakka (Keflavík)
Brýtur af sér á miðjum vellinum.
Eyða Breyta
70. mín Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Pablo fer í bókina.
Eyða Breyta
68. mín Gult spjald: Nacho Heras (Keflavík)
Lét einhver orð falla í samskiptum við Jóhann og uppsker gult spjald.
Eyða Breyta
67. mín
Ingvar með vörslu.

Adam Árni í úrvalsfæri í markteig Víkinga en Ingvar vel á verði og ver í horn.
Eyða Breyta
65. mín
Dani Djuric með skot sem fer af varnarmanni á markið. Sindri vandanum vaxinn og nær að handsama boltann.
Eyða Breyta
63. mín
Keflvíkingar sækja hornspyrnu.
Eyða Breyta
59. mín Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Kyle McLagan (Víkingur R.)
Kyle að kveinka sér. Ekki verra að vera með eitt stykki Halldór Smára á bekknum. Spilar sinn 401 leik fyrir Víkinga í dag.
Eyða Breyta
55. mín
Djuric með spyrnuna en beint í vegginn, fær sjálfur frákastið og lætur vaða í fyrsta en boltinn hárfínt framhjá stönginni.
Eyða Breyta
54. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á álitlegum stað.
Eyða Breyta
52. mín
Víkingar að ógna, góður bolti innfyrir vörnina fyrir Erling að elta, Sindri mætir langt út og nær að skalla boltann frá í baráttu við Erling.
Eyða Breyta
49. mín
Dani Djuric í færi í teig Keflavíkur eftir hraða sókn Víkinga og sendingu frá Ara. Nær ekki að leggja boltann almennilega fyrir sig og skotið máttlítið og Keflvíkingar hreinsa.
Eyða Breyta
47. mín
Aftur Keflavík að sækja, Sindri Snær með skotið en framhjá markinu.
Eyða Breyta
46. mín
Heimamenn byrja af krafti. Rúnar með fyrirgjöf með boltann fyrir markið frá vinstri sem rúllar í gegnum markteignn áður en Víkingar koma boltanum í horn.

Úr horninu verður ekkert.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn sparka þessu í gang hér í seinni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Víkingar í virkilega góðri stöðu hér í Keflavík að loknum þessum fyrri hálfleik. Komust yfir snemma leiks og stóðu svo af sér áhlaup Keflvíkinga áður en þeir bættu við tveimur mörkum.

Komum aftur að vörmu spori með síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
Patrik í algjöru dauðafæri í teig Víkinga, Leikur með boltann inn á markteig og nær skot úr helst til þröngri stöðu. Það kostar og boltinn í stöngina utanverða og afturfyrir.
Eyða Breyta
44. mín
Erlingur Agnarsson með skot eftir snarpa sókn Víkinga en setur boltann yfir markið.
Eyða Breyta
42. mín
Víkingar í skyndisókn, Helgi reynir að finna Ara í dauðafæri inn á markteig en Hatakka kemur boltanum frá í horn.

Víkingar dæmdir brotlegir eftir hornið.
Eyða Breyta
40. mín
Rúnar Þór með fyrirgjöf eftir hornið sem skapar smá usla en boltinn á endanum í fang Ingvars.
Eyða Breyta
39. mín
Darraðardans í teig Víkinga og Keflvíkingar kalla eftir hendi og víti. Jóhann og hans teymi ekki á sama máli og niðurstaðan er hornspyrna.
Eyða Breyta
36. mín MARK! Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Ætla Víkingar að bjóða í aðra markaveislu?

Ari fær boltann úti til vinstri og keyrir í átt að marki. Kemur inn á teiginn og bíður ekki boðanna heldur lætur skotið ríða af sem smellur í stönginna og inn.

Víkingar eru banvænir fyrir framan markið þessa dagana.
Eyða Breyta
33. mín Mark - víti Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Setur Sindra í vitlaust horn og rennir boltanum af gríðarlegu öryggi í netið.

Kjaftshögg fyrir heimamenn sem hafa verið að eflast síðustu mínútur.
Eyða Breyta
32. mín
Víkingar fá vítaspyrnu!

Brotið á Helga Guðjónssyni í teignum. Sýnist það hafa verið Nacho.

Jóhann var öruggur með sig.
Eyða Breyta
31. mín
Laglegt spil heimamanna sem færa boltann hratt frá vinstri til hægri við teig Víkinga. Boltinn berst á Frans sem á hörkuskot að marki en framhjá fer boltinn.
Eyða Breyta
29. mín
Nacho með lúmskan bolta fyrir markið sem Joey Gibbs gerir heiðarlega tilraun til þess að ná í en nær ekki til knattarinns sem fer afturfyrir.

Keflvíkingar heldur að eflast.
Eyða Breyta
28. mín
Sindri Snær með skotið af talsverðu færi en boltinn fjarri markinu.
Eyða Breyta
27. mín
Adam Árni skorar beint úr hornspyrnunni!!!!!!!


En Jóhann Ingi flautar brot á Ingvar í markinu. Stúkan ekki sátt en ekki kröftug mótmæli frá leikmönnum á vellinum.
Eyða Breyta
26. mín
Keflvíkingar sækja og uppskera hornspyrnu.
Eyða Breyta
25. mín
Kian Williams leikur inn á völlinn og á skot að marki eftir skyndisókn Keflavíkur en boltinn hátt yfir markið.
Eyða Breyta
22. mín
Ekki hægt að tala um annað en að staðan sé heilt yfir sanngjörn. Víkingar verið mun meira með boltann og sótt meira þó færin hafi látið á sér standa.
Eyða Breyta
17. mín MARK! Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.), Stoðsending: Viktor Örlygur Andrason
Víkingar komast yfir!

Gott spil þeirra í kringum teig Keflavíkur, boltinn berst á Viktor Örlyg við D-bogann sem á gott skot með vinsfri sem smellur í stönginni og út. Danijel fyrstur að átt sig í teignum og skilar boltanum í tómt markið.
Eyða Breyta
15. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Stöðvar skyndisókn Víkinga og uppsker gult.
Eyða Breyta
15. mín
Patrik með skot í vegginn úr spyrnunni, frákastið berst fyrir fætur Magnús Þór sem lætur vaða en boltinn rétt yfir markið.
Eyða Breyta
14. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á ágætum stað eftir að brotið var á Adam Árna.
Eyða Breyta
13. mín
Oliver Ekroth af öllum mönnum keyrir upp völlinn. Fer næsta auðveldlega framhja nokkrum Keflvíkingum og nær skoti en boltinn í varnarmann og þaðan í fang Sindra.
Eyða Breyta
12. mín
Fyrsta skot Keflavíkur í leiknum. Eftir laglega sókn berst boltinn út á Sindra Snæ sem reynir skotið en boltinn hátt yfir markið.
Eyða Breyta
9. mín
Sindri Kristinn í bölvuðu brasi með lélega sendingu til baka frá Rúnari. Missir boltann undir sig en nær að bjarga sér fyrir horn og hreinsa.
Eyða Breyta
6. mín
Erlingur með góða fyrirgjöf fyrir markið frá hægri. Dani Djuric við það að komast í boltann en Hatakka nær að koma sér á milli og ekkert verður úr.
Eyða Breyta
4. mín
Liðin að freista þess að fóta sig hér á grasinu í Keflavík. Talsverður vindur eins og stundum áður sem hefur smávegis áhrif á flug boltans.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir sem sparka þessu í gang.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það hefur orðið breyting á liði Víkinga. Birnir Snær Ingason átti að byrja leikinn en í hans stað er Danijel Djuric kominn inn í byrjunarliðið.

Við gerum ráð fyrir því að um meiðsli sé að ræða þar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin í hús-
Heimamenn gera eina breytingu frá liðinu sem vann Stjörnuna á dögunum. Adam Ægir Pálsson er á láni hjá Keflavík frá Víkingum og má því ekki spila. Arnar Gunnlaugsson er ekki að breyta liði sem vinnur 9-0 sigur og stillir upp sama byrjunarliði og gegn Leikni.

Hér að neðan má svo sjá mynd af því hvernig ég tel líklegt að liðin séu að stilla upp fyrir leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Tríóið

Jóhann Ingi Jónsson er dómari leiksins. Honum til aðstoðar eru þeir Kristján Már Ólafs og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Gunnar Oddur Hafliðason er varadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Gylfi Þór OrrasonEyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Frá því að Víkingar komu upp í efstu deild árið 2014 hafa liðin leikið alls níu sinnum innbyrðis í efstu deild. Tölfræðin hallar heldur til Víkinga þar sem þeir hafa borið sigur úr býtum alls átta sinnum í leikjnum níu. Þar af leiðandi hefur Keflavík aðeins unnið einn deildarleik á milli liðana á síðastliðnum átta árum en það var í lokaumferð mótsins árið 2014.

Markatalan í viðureignum liðana á sama tímabili er svo 25-7 Víkingum í vil en þar munar ansi duglega um 7-1 sigur Víkinga árið 2015

Fyrri leikur Víkinga og Keflvíkinga í vor var eign Víkinga frá a til ö. Kristall Máni Ingason, Nikolaj Hansen, Júlíus Magnússon og Birnir Snær Ingason gerðu mörk Víkinga í 4-1 sigri en Adam Árni Róbertsson gerði mark Keflavíkur í uppbótartíma og lagaði stöðuna örlítið.Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingur

Víkingar fengu högg um síðustu helgi þegar liðið gerði aðeins jafntefli gegn liði ÍBV á heimavelli 2-2. Nokkuð sem liðið mátti illa við í baráttunni um að minnka forskot Breiðabliks á toppi deildarinnar fyrir skiptingu. Liðið svaraði þó ansi vel þegar frestaður leikur gegn Leikni R. var leikinn í miðri viku. Þar skoruðu Víkingar alls 9 mörk gegn engu og hreinlega völtuðu yfir lánlausa Leiknismenn.

Staðreyndin er ósköp einföld fyrir Víkinga þótt vonin sé eflaust farin að veikjast. Ef þeir ætla sér að eiga minnsta möguleika á að verja titil sinn frá því í fyrra kemur ekkert annað en sigur til greina bæði í dag og í öllum þeim leikjum sem eftir eru af mótinu í raun.

Eitthvað er um forföll hja Víkingum eins og svo oft í sumar. Nikolaj Hansen og Karl Friðleifur Gunnarsson eru ekki klárir í þennan leik herma mínar heimildir en mögulega ná þeir leiknum gegn KR eftir viku. Þá er Davíð Örn Atlason frá út tímabilið. Aðrir ættu að vera nægilega heilir til þess að spila og verður spennandi að sjá hvernig Arnar velur liðið eftir storsigurinn í vikunni.Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Heimamenn í Keflavík komust aftur á sigurbraut í síðustu umferð þegar liðið gerði góða ferð í Garðabæinn og lagði þar Stjörnuna 2-0. Keflvíkingar eiga í harðri baráttu við KR um sjötta og síðasta sætið í efri hluta deildarinnar og þarf á sigri að halda í dag og treysta á að KR tapi stigum til þess að eiga möguleika á að enda í efri hlutanum.

Keflvíkingar ættu þó að nálgast leikinn með bjartsýni eftir sigur í síðustu umferð auk þess að Patrik Johannesen þeirra besti maður í sumar er kominn á ferðina að nýju eftir meiðsli. Þá skoraði Joey Gibbs í síðasta leik gegn Stjörnunni en framherjinn knái frá Ástralíu hefur gengið illa að finna marknetið þetta sumarið.

Það er þó skarð fyrir skildi að Adam Ægir Pálsson verður ekki með Keflvíkingum í dag þar sem hann er á láni hjá liðinu frá Víkingum.Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Víkinga í 21.umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan ('59)
7. Erlingur Agnarsson ('70)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson ('81)
19. Danijel Dejan Djuric
20. Júlíus Magnússon (f)

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('59)
14. Sigurður Steinar Björnsson ('81)
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('70)
18. Birnir Snær Ingason
30. Tómas Þórisson

Liðstjórn:
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('69)

Rauð spjöld: