Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Í BEINNI
Besta-deild kvenna
Fylkir
LL 1
1
Þróttur R.
Afturelding
2
1
KR
Brynja Sævarsdóttir '56
Hildur Karítas Gunnarsdóttir '69 1-0
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir '82 2-0
2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir '87
13.09.2022  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Toppaðstæður! Logn og sólin að setjast.
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Maður leiksins: Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
3. Mackenzie Hope Cherry
6. Anna Pálína Sigurðardóttir ('69)
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('60)
8. Veronica Parreno Boix
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('85)
16. Birna Kristín Björnsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
20. Sara Roca Siguenza. ('60)
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)

Varamenn:
1. Steinunn Erla Gunnarsdóttir (m)
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir
11. Elena Brynjarsdóttir ('60)
17. Eyrún Vala Harðardóttir
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('60)
26. Maria Paterna ('85)
77. Victoria Kaláberová ('69)

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Svandís Ösp Long
Elfa Sif Hlynsdóttir
Ingólfur Orri Gústafsson
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Anna Pálína Sigurðardóttir ('49)
Sigrún Eva Sigurðardóttir ('55)
Mackenzie Hope Cherry ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Atli Haukur flautar þetta af!

Það er Afturelding sem nær sér í þrjú mjög mikilvæg stig í botnbaráttunni.

Takk fyrir samfylgdina! Viðtöl og skýrsla koma inn í kvöld.
90. mín Gult spjald: Hannah Lynne Tillett (KR)
Afturelding fær aukaspyrnu úti á hægri væng.
90. mín
+4

Þetta er að fjara út! KR í sókn og setja boltinn inn á teig en Eva handsamar hann. Líklega síðasti séns KR.
90. mín
Inn:Laufey Björnsdóttir (KR) Út:Margaux Marianne Chauvet (KR)
Margaux liggur og þarf að fara útaf, hún kom inn á í seinni hálfleik.
90. mín
Erum komin inn í uppbótartíma, fengum ekki að sjá hvað hann er mikill.
90. mín
KR fær aukaspyrnu rétt við miðjuna. Cornelia ætlar að taka hana og setur boltann inn á teiginn.

Boltinn skoppar í gegnum teiginn og í markspyrnu.
90. mín
Afturelding er í hálfgerðri nauðvörn hérna!

KR að setja boltann inn á teig og allskonar vandræði í gangi þar!
89. mín
Afturelding búnar að falla langt niður og KR reyna hvað þær geta að koma jöfnunarmarkinu inn!
87. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Stoðsending: Ísabella Sara Tryggvadóttir
KR að minnka muninn!!

Ísabella með fyrirgjöfina, Eva missir boltann frá sér og Gumma er fljót að átta sig og klárar í netið!

Er KR að koma með endurkomu eða er þetta of seint??
85. mín
Inn:Maria Paterna (Afturelding) Út:Ísafold Þórhallsdóttir (Afturelding)
85. mín
Veronica með boltann og nálgast teiginn og lætur vaða en boltinn fer í hliðarnetið.
83. mín
Inn:Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (KR) Út:Rasamee Phonsongkham (KR)
82. mín MARK!
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding)
Stoðsending: Victoria Kaláberová
Guðrún Elísabet!!

Fær boltann frá Victoriu rétt við teiginn, sér að Cornelia er framarlega í markinu og chippar yfir hana!

Fyrsta mark Guðrúnar í efstu deild.
81. mín Gult spjald: Mackenzie Hope Cherry (Afturelding)
77. mín
Victoria setur boltann fyrir aftan vörnina á Guðrúnu Elísabetu en sendingin ónákvæm og Cornelia fyrst til boltans.
73. mín
Leikurinn stöðvaður og Veronica liggur með krampa. Hún fer út fyrir völlinn en virðist tilbúin að koma aftur inn.
72. mín
Hildur í færi!!

Guðrún Elísabet aftur í svipaðri stöðu en er með Hildi Karítas með sér, leggur boltann til hægri á hana en Cornelia kemur út og lokar vel og ver.
71. mín
Guðrún Elísabet á sprettinum upp vinstri kantinn, fer aleveg upp að endalínu en nær ekki að koma boltanum fyrir markið.
69. mín MARK!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
Stoðsending: Ísafold Þórhallsdóttir
MAAARK!!

Afturelding fær hornspyrnu sem Ísafold tekur, hún setur boltann inn á markteig þar sem Hildur Karítas stekkur hæst og skorar með geggjuðum skalla!

Afturelding að taka forystuna!!
69. mín
Inn:Victoria Kaláberová (Afturelding) Út:Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
67. mín
Úff! Elena reynir fyrirgjöf en boltinn fer beint í andlitið á Ísabellu Söru af mjög stuttu færi. Ísabella liggur eftir.
66. mín
Hildur Karítas fær boltann inn á miðjunni og fer í skotið en nær ekki nógu miklum krafti í þetta og Cornelia ver.
65. mín
Marcella sýnist mér eiga skot á markið en boltinn fer yfir markið með viðkomu varnarmanns Aftureldingar. KR á hornspyrnu.

Hannah með skallann úr horninu, yfir markið.
64. mín
Nú er Rasamee komin inn á teig með boltann og lætur vaða en boltinn fer framhjá markinu. Kraftur í KR þessa stundina.
64. mín
Hannah!

Prjónar sig í gegnum vörn Aftureldingar og kemst í skot en Eva ver vel.
62. mín
Inn:Margaux Marianne Chauvet (KR) Út:Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir (KR)
62. mín
Hinum megin eru KR-ingar komnir upp völlinn og Lilja Lív á skot sem fer í innkast.
61. mín
Guðrún Elísabet lætur strax til sín taka! Á góða sendingu á Ísafold sem er í þröngu færi hægra megin og setur boltann rétt framhjá markinu.
60. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) Út:Sara Roca Siguenza. (Afturelding)
60. mín
Inn:Elena Brynjarsdóttir (Afturelding) Út:Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding)
59. mín
Færi!!

Hildur Karítas setur boltann út til hægri á Söru sem kemur boltanum fyrir markið þar sem Kristín Þóra er vel staðsett en nær ekki að stýra boltanum á markið.

Þetta er ekki búið þarna, Anna Pálína á svo fyrirgjöf sem hafnar ofan á þverslánni.
56. mín Rautt spjald: Brynja Sævarsdóttir (KR)
Brynja að fá sitt annað gula spjald!

Tekur Hildi Karítas niður þegar hún gerir sig líklega til að keyra upp völlinn.

Hildur liggur eftir og virðist hafa fengið högg á lærið.
55. mín Gult spjald: Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding)
Reif Hönnuh mjög augljóslega niður. Klárt gult.
53. mín
Afturelding í dauðafæri!!

Kristín Þóra með geggjaða sendingu út til hægri á Ísafold sem er komin ein gegn Corneliu sem ver frá henni!

Besta færi leiksins til þessa.
49. mín Gult spjald: Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
Peysutog sýnist mér.

Atli Haukur búinn að vera duglegur að spjalda fyrir peysutog í leiknum.
49. mín
Hannah með góða sendingu í gegn á Gummu en hún er flögguð rangstæð.
48. mín
Marcella reynir skot úr teignum sem fer framhjá markinu. Hélt í smá stund að þessi væri að fara inn!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Markalaust eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik.

Leikurinn ber þess merki að það sé mikið undir, liðin eru þétt til baka og ekki að taka mikla sénsa.
45. mín
Kristín Þóra með fyrirgjöf sem Hildur Karítas nær að skalla en hún nær ekki að stýra boltanum á markið. Hún er svo dæmd rangstæð.
44. mín
Hildur reynir að senda Söru Rocu í gegn en Sara er rangstæð. Klaufalegt, Afturelding voru komnar í góða stöðu fremst á vellinum.
42. mín
Nú sækir Hildur aukaspyrnu fyrir Aftureldingu rétt fyrir utan teig KR. Hún ætlar að taka þetta sjálf.

Hildur reynir skot úr aukaspyrnunni en setur boltann yfir markið.
41. mín
Hildur Karítas og Brynja lenda í samstuði rétt fyrir utan vítateig KR og Atli Haukur dæmir Hildi brotlega. Hildur ósammála og vildi fá aukaspyrnuna.
38. mín
Lilja Lív á svakalegum sprett upp hægri vænginn, sækir horn fyrir KR.
36. mín
Afturelding fær enn eina hornspyrnuna.

Sigrún Eva setur boltann á fjær en ekkert kemur út úr þessu.
35. mín
Marcella með fast skot fyrir utan teig, framhjá markinu.
29. mín Gult spjald: Brynja Sævarsdóttir (KR)
Reif hressilega í Hildi Karítas.
29. mín
KR í álitlegri sókn. Rasamee með boltann og kemur að teignum og setur hann út á Marcellu sem reynir að koma boltanum fyrir markið en Afturelding kemur þessu frá.
28. mín
Gumma við það að sleppa ein í gegn en Eva Ýr kemur út úr teignum og er rétt á undan henni í boltann og hreinsar.
22. mín Gult spjald: Lilja Lív Margrétardóttir (KR)
Rífur í treyjuna hjá Kristínu Þóru og uppsker gult.
18. mín
KR fær hornspyrnu. Ekkert kemur út úr henni.
17. mín
Veronica með þvílíkan sprett upp völlinn, hefði getað farið lengra sjálf en reynir sendingu inn á miðjuna sem fer beint á Rasamee.
16. mín
KR fær horn. Þeirra fyrsta í leiknum.
15. mín
Afturelding heldur áfram að fá horn.

Sigrún Gunndís rís hæst í teignum og nær góðum skalla rétt yfir markið!
12. mín
Afturelding fær horn.

Allskonar vandræði í teignum og Corneliu gengur illa að ná til boltans en þær koma þessu frá.
11. mín
Gumma með skot rétt fyrir utan teig en Eva Ýr í engum vandræðum með þetta.
7. mín
Afturelding fær fyrstu hornspyrnu leiksins.

Hornspyrnan tekin utarlega í teiginn og þar reynir Ísafold skot sem fer framhjá markið.
4. mín
Marcella keyrir upp hægra megin og kemur boltanum fyrir markið en þar vantar KR-ing til að koma skoti á markið.
3. mín
Ísafold með skot langt fyrir utan teig sem fer framhjá markinu. Cornelia var framarlega í markinnu, ekki galin tilraun!
2. mín
Afturelding fær aukaspyrnu úti hægra megin. Sigrún Eva með hættulega fyrirgjöf fyrir markið og það er smá vesen í teig KR en þær koma þessu frá að lokum.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru KR-ingar sem hefja leik og sækja í átt að íþróttamiðstöðinni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Afturelding gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu eftir 7-1 tapið gegn STjörnunni í síðustu umferð. Anna Pálína, Sigrún Eva og Sara Roca koma inn fyrir Guðrúnu Elísabetu, Katrínu Rut Kvaran og Eyrúnu Völu.

Það eru engar breytingar á KR liðinu sem tapaði 6-0 fyrir Val.
Fyrir leik
Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður spáði í leiki 15. umferðarinnar.

Svona lítur spáin hennar út fyrir þennan leik:

Afturelding 2 - 1 KR
Alvöru botnbaráttu slagur í Mosó á þriðjudag, Afturelding hefur verið að spila mun betur en KR í sumar. Varnaleikur KR hefur verið slakur í sumar og held það verði engin breyting þar á og tel að Afturelding verði betri aðilinn í þessum leik og vinni 2-1, nái í þrjú mjög mikilvæg stig sem gefur þeim von um að geta haldið sig uppi í deild þeirra bestu.


Sonný Lára
Fyrir leik

Fótbolti.net greindi frá því á föstudaginn að Arnar Páll muni hætta sem þjálfari KR eftir tímabilið og óvíst sé hvort Harrington verði áfram. Arnar var spurður út í þetta í viðtali eftir leik.

Ég get tjáð mig um mín mál. Ég fékk tilkynningu um að það yrðu breytingar í meistaraflokki, ég yrði ekki áfram. Ég er líka að þjálfa í yngri flokkunum, en eftir þetta tók ég ákvörðun um að hætta alfarið í félaginu þegar tímabilið klárast," sagði Arnar.

Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu - sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum - en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig."

Viðtalið er hægt að sjá hér.
Fyrir leik
KR liðið er búið að eiga sérstakt sumar að því leytinu til að ansi langt hefur liðið á milli leikja hjá þeim og var leikurinn á föstudaginn gegn Val þeirra þriðji á 80 dögum.

Arnar Páll, annar þjálfara KR og Guðmunda Brynja leikmaður KR hafa gagnrýnt KSÍ og má lesa meira um málið hér.
Fyrir leik


Atli Haukur Arnarsson verður með flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Hreinn Magnússon og Arnþór Helgi Gíslason.
Eftirlitsmaður er Jón Sveinsson.
Fyrir leik
Fyrri viðureignin

Liðin mættust í fyrri umferðinni þann 23. maí þar sem KR fór með 1-0 sigur.

Marcella Marie Barberic skoraði sigurmarkið á 88. mínútu leiksins.
Úr fyrri leiknum
Fyrir leik
Staðan í deildinni og síðustu leikir

Afturelding
Heimakonur sitja í 9. sæti deildarinnar með 9 stig, fjórum stigum frá Þór/KA. Með sigri í kvöld ná þær að þrýsta sér nær öruggu sæti en tapi þær fara þær niður í neðsta sætið. Þær koma inn í þennan leik með tvo tapleiki á bakinu.

Afturelding hefur unnið þrjá leiki í sumar og tapað 11.

Síðasti leikur þeirra var 23. ágúst gegn Stjörnunni þar sem þær steinláu 7-1. Eyrún Vala kom Aftureldingu yfir á 5. mínútu leiksins en það dugði skammt.

KR
KR er í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig, tveimur stigum frá Aftureldingu og sex stigum frá öruggu sæti. KR hefur tapað síðustu fjórum leikjum í deildinni, en síðasti sigurleikur þeirra kom 19. júní á móti Keflavík.

KR hefur unnið tvo leiki í sumar, gert eitt jafntefli og tapað 11.

Síðasti leikur þeirra var á föstudaginn þar sem þær töpuðu 6-0 fyrir Val.
Fyrir leik


Gott kvöld!

Verið velkomin með okkur á Malbikstöðina að Varmá þar sem Afturelding og KR mætast í sannkölluðum botnbaráttuslag í Bestu deild kvenna.

Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda en tvö stig skilja liðin af sem sitja í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Mikið undir hér í Mosfellsbænum í kvöld.

Leikurinn hefst kl. 19:15!
Byrjunarlið:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
5. Brynja Sævarsdóttir
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
8. Hannah Lynne Tillett
10. Marcella Marie Barberic
11. Telma Steindórsdóttir
15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('62)
15. Lilja Lív Margrétardóttir
16. Rasamee Phonsongkham ('83)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir

Varamenn:
29. Helena Sörensdóttir (m)
3. Margaux Marianne Chauvet ('62) ('90)
4. Laufey Björnsdóttir ('90)
8. Karítas Ingvadóttir
12. Íris Grétarsdóttir
14. Rut Matthíasdóttir
19. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Christopher Thomas Harrington (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
Baldvin Guðmundsson

Gul spjöld:
Lilja Lív Margrétardóttir ('22)
Brynja Sævarsdóttir ('29)
Hannah Lynne Tillett ('90)

Rauð spjöld:
Brynja Sævarsdóttir ('56)