Kórinn
föstudagur 16. september 2022  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Dómari: Bjarni Víðir Pálmason
Maður leiksins: Heidi Samaja Giles
HK 1 - 1 Fjarðab/Höttur/Leiknir
0-1 Linli Tu ('51)
Halldóra Birta Sigfúsdóttir, Fjarðab/Höttur/Leiknir ('54)
1-1 Kristín Anítudóttir Mcmillan ('92)
Byrjunarlið:
1. Audrey Rose Baldwin (m)
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir ('67)
10. Isabella Eva Aradóttir (f)
11. Emma Sól Aradóttir
14. Arna Sól Sævarsdóttir
15. Magðalena Ólafsdóttir
20. Katrín Rósa Egilsdóttir
23. Sóley María Davíðsdóttir ('81)
25. Lára Einarsdóttir
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
33. Ragnhildur Sóley Jónasdóttir ('78)

Varamenn:
3. Hildur Björk Búadóttir ('67)
4. Andrea Elín Ólafsdóttir ('78)
6. Lára Hallgrímsdóttir
13. Ásdís Inga Bjarnadóttir
17. María Hlín Ólafsdóttir
19. Amanda Mist Pálsdóttir
22. Kristjana Ása Þórðardóttir ('81)

Liðstjórn:
Ragnheiður Soffía Georgsdóttir
Birkir Örn Arnarsson
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Lidija Stojkanovic (Þ)
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Emma Sól Aradóttir ('42)

Rauð spjöld:
@ Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
93. mín Leik lokið!
Eftir fjörugar lokamínútur nær HK að sækja jafntefli, HK endar mótið í 4.sæti og F/H/L í 5.

Takk fyrir mig, minni á skýrslu og viðtöl sem koma inn seinna í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín
F/H/L á aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig, hún setur boltann yfir teiginn og HK sækir.
Eyða Breyta
92. mín MARK! Kristín Anítudóttir Mcmillan (HK), Stoðsending: Magðalena Ólafsdóttir
HK fær auksapyrnu á miðjum vallarhelmingi F/H/L, Magðalena tekur spyrnuna og setur inn á teiginn, Anne kýlir boltann frá og hann berst út til Kristínar, anne liggur í teignum eftir að hafa kýlt boltann frá og Kristín setur boltann í autt markið.
Eyða Breyta
92. mín
Ísabella á skalla á markið eftir góðan bolæta fram völlinn frá Kristjönu Ásu.
Eyða Breyta
91. mín
Hættuleg sending út till vinstri ætluð Emmu Sól, Heidi gerir vel og skýlir boltanum svo Anne nær að stökkva á boltann, Anne vinnur svo nokkrar sekúndur í leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
Ísabella með fyrirfjöf og Katrín Rósa er nálægt því að skalla boltann í netið.
Eyða Breyta
87. mín
Arna Sól á skot frtá vítateigslínuni sem Anne á í litlum vandræðum með að verja, HK-ingar reyna eins og þær geta að sækja en F/H/L er að verjast vel og HK finnur fáar glufur.
Eyða Breyta
85. mín María Nicole Lecka (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Hafdís Ágústsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)

Eyða Breyta
85. mín Íris Vala Ragnarsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Björg Gunnlaugsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)

Eyða Breyta
83. mín
Hildur Björk á laust skot á markið rétt fyrir utan vítateig sem Anne grípur

F/H/L eru farnar að tefja svolítið og Anner er ekkert að flýta sér í sínum aðgerðum.
Eyða Breyta
81. mín Kristjana Ása Þórðardóttir (HK) Sóley María Davíðsdóttir (HK)

Eyða Breyta
80. mín
HK á hornspyrnu sem Magðalena setur inn á teiginn, F/H/L ná ekki að hreinsa frá og HK reynir þrisvar að koma boltanum á markið úr vítateignum en varnarmenn F/H/L ná að koma sér fyrir boltann.
Eyða Breyta
78. mín Andrea Elín Ólafsdóttir (HK) Ragnhildur Sóley Jónasdóttir (HK)
Andrea Elín er fædd árið 2007 rétt eins og Ragnhildur Sóley.
Eyða Breyta
78. mín
Linli Tu reynir að þræða sig í gegnum varnarmenn HK uppi við endalínu en vinnur að lokum hornspyrnu, Bayleigh tekur spyrnuna og Ísabella skallar frá, boltinn berst á Hafdísi sem á skot sem fer langt yfir markið.
Eyða Breyta
73. mín
Emma Sól með fína skottilraun frá vítateigslínuni sem endar á þaknetinu.
Eyða Breyta
68. mín
Magðalena er staðin á fætur og leikurinn farinn af stað aftur.
Eyða Breyta
67. mín Hildur Björk Búadóttir (HK) Rakel Lóa Brynjarsdóttir (HK)

Eyða Breyta
66. mín Íris Ósk Ívarsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir) Bjarndís Diljá Birgisdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)

Eyða Breyta
65. mín
Leikurinn er stopp, Magðalena virðist hafa meitt sig og liggur og þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
64. mín
Hafdís á góða sendingu yfir vörn HK sem báðar Linli og Björg eru nálægt að komast í en Lára í vörn HK gerir virkilega vel og hendir sér á boltann og kemur honum frá.
Eyða Breyta
63. mín
Ísabella á skot á markið sem Anne ver.
Eyða Breyta
63. mín
HK á horspyrnu sem Magðalena tekur og setur inn á teiginn en Anne kýlir boltann frá.
Eyða Breyta
62. mín
Hár bolti berst til Björgu sem tekur vel á móti honum við vítateig og á skot sem er laust og endar í höndum Audrey.
Eyða Breyta
60. mín
Sóley María með hörkuskot svolítið fyrir utan vítateig sem Anne ver vel en HK fær horspyrnu sem þær ná ekki að nýta sér.
Eyða Breyta
57. mín
HK á aukaspyrnu vinstra meginn við vítateginn, Anne grípur boltannn en er svo keyrð niður í kjölfarið og F/H/L fá aukasprynu inni í eigin vítateig.
Eyða Breyta
56. mín
Sóley María er með boltann úti á vinstri kantinum og setur boltann fyrir, Ragnhildur Sóley kemur á mikilli siglingu en sendining er erfið og hún hittir ekki boltann.
Eyða Breyta
54. mín Rautt spjald: Halldóra Birta Sigfúsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
Stoppar hraðasók HK og fær fyrir það sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt, F/H/L eru því einum færri.
Eyða Breyta
52. mín
F/H/L á aðra horspyrnu, Bayleight tekur spyrnuna og nú rís Linli hæst í teignum á nær skalla sem fer fram hjá.
Eyða Breyta
51. mín MARK! Linli Tu (Fjarðab/Höttur/Leiknir), Stoðsending: Bayleigh Ann Chaviers
F/H/L á aukaspyrnu sem Bayleigh tekur, hæun setur boltann inn á teiginn og Linli Tu potar boltanum í netið.
Eyða Breyta
50. mín
Katrín Rósa komin upp að endamörkum og setur boltann út í teig á Rakel Lóu sem skýtur fram hjá.
Eyða Breyta
47. mín
Sóley María tapar boltanum á leið sinni upp vinstri kantin og brýtur svo á Björgu í kjölfarið, F/H/L á aukaspyrnu sem Hedi tekur, spyrnarn er nokkuð góð en Audrey stekkur út í teiginn og nær eftir smá bras að handsama boltann.

Audrey hefur tekið alla bolta sem hafa komið inn á teiginn hjá henni í dag.
Eyða Breyta
45. mín
Halldóra Birta með langan bolta fram sem fer út af og HK á markspyrnu.
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
Síðustu 45 mínútur Lengjudeildar kvenna 2022 eru hafnar.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Nokkuð tíðindalítill hálfleikur að baki, það lifnaði þó aðeins yfir honum þegar leið á og bæði lið gerðu komust í fín færi, fáum vonandi mörk í þetta í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Linli Tu á skot á markið sem Audrey þarf að hafa mikið fyrir að verja og ver út í teiginn en er fljót að stökkva á boltann og handsama hann.
Eyða Breyta
45. mín
Björg hægir á sér og kemur boltanum í spil sem endar með skoti frá Bayleigh sem á skot sem rennur rétt fram hjá markinu.
Eyða Breyta
45. mín
HK fær aukaspyrnu vinstra megin við vítateig F/H/L, Magðalena tekur spyrnuna, Anne kílir boltann frá og Björg geysist upp völlinn.
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Emma Sól Aradóttir (HK)
Alltof sein í tæklinguna þegar hún reynir að vinna boltann af Bayleigh.
Eyða Breyta
42. mín
Rakel Lóa á skot í stöng rétt fyri utan vítateig, boltinn berst út í teiginn á Örnu sól sem er ein með autt markið fyrir framan sig en setur boltann fram hjá, afrek út af fyrir sig að skora ekki úr þessu færi!
Eyða Breyta
40. mín
Linli er í baráttu við þjrá varnarmenn HK úti á vinstri kantinum, en eftir mikla baráttu vinnur hún hornspyrnnu fyrir F/H/L sem HK ingar eru fljótar að hreinsa frá.
Eyða Breyta
38. mín
Heidi fær sendingu til baka í vörnina en Ísabella pressar hana af miklum krafti og er nálgt því að vinna boltann af henni hátt á vellinum en Heidi sleppur fyrir horn og setur boltann í innkast.
Eyða Breyta
34. mín
Viktoría á langan bolta fram yfir vörn HK ætlaðan Linli Tu en Audrey er rétt á undan Linli í boltann.
Eyða Breyta
33. mín
Katrín Edda vinnur boltann hátt á vellinum eftir klaufagang í vörn HK, HK kemur hættunni frá en þá kemur Linli Tu og vinnur boltann aftur en missir boltann frá sér en vinnur horn.
Eyða Breyta
29. mín
Magðalena tók aukaspyrnuna inn á teiginn, Arna Sól náði skoti á markið en það var laus og rann í hendur Anne.
Eyða Breyta
28. mín Gult spjald: Hafdís Ágústsdóttir (Fjarðab/Höttur/Leiknir)
Rífur Ragnhildi Sóley niður sem er á fleygiferð upp völlinn og nálgast vítateig F/H/L.
Eyða Breyta
27. mín
Arna Sól með góðan bolta fyrir þvert yfir völlinn beint á hausinn á Emmu Sól sem skallar rétt fram hjá.
Eyða Breyta
25. mín
F/H/L eru í smá brasi að koma boltanum frá eftir hornspyrnuna, eftir nokkrar tilraunir reyna þær að hreinsa frá en boltinn fer beint í höfuðið á Emmu Sól sem liggur eftir.
Eyða Breyta
24. mín
F/H/L skallar boltann horspyrnuna aftur í horn.
Eyða Breyta
23. mín
Katrín Rósa reynir fyrirgjöf sem Elísabet Arna kemst fyrir og HK fær hornspyrnu,
Eyða Breyta
21. mín
Linli Tuu, markahæsta kona deildarinnar, á skot úr vítateig sem Audrey grípur.
Eyða Breyta
20. mín
Halldíra Birta með næstum stórkostlega sendingu neðarlega á vellinum upp hægri kantinn á Björgu sem er rétt á eftir Kristínu og Kristín kemur boltanum í innkast.
Eyða Breyta
16. mín
Ísabella heldur boltanum vel og fer með hann þvert yfir völlinn, kemur sér í góða skotstöðu við vítateigslínu en hittir boltann ekki alveg nógu vel og skotið auðvelt viðureignar fyrir Anne.
Eyða Breyta
15. mín
HK á vinnur hornspyrnu, Kristín tekur spyrnuna og setur inn á teiginn, Anne slær boltann í burtu.
Eyða Breyta
13. mín
Sóley María á skot á markið út þröngri stöðu inni í vítateig sem fer beint á Anne í marki F/H/L eftir fyrirgjöf frá Örnu Sól frá vinstri.
Anne er fljót að koma boltanum í leik og F/H/L geysist í sókn og vinnur hornspyrnu, sem þær ná ekki að nýta vel.
Eyða Breyta
10. mín
Skemmtilegt spil hjá Ísabellu og Örnu Sól á vinstri kantinutm sen endar með fyrigjöf frá Örnu Sól sem F/H/L hreinsa í burtu og þær sækja hratt.
Eyða Breyta
7. mín
Emma Sól er í baráttu við Bayleigh og virðist stíga eitthvað illa til hjarðar og þarf aðhlynningu.
Eyða Breyta
5. mín
Kristín með góða sendingu úr vörninni upp á Katrínu Rósu sem er nálægt því að ná honum en Heidi er á undan og skýlir boltanum út af.
Eyða Breyta
4. mín
Emma Sól á fyrigjöf af hægri kantinum á miðjum vallarhelmingi F/H/K sem Viktoría hreinsar í burtu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir byrjar með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lokaumferðin
Fjórir aðrir leikir eru á dagskrá eru að hefjast í Lengjudeild kvenna núna klukkan 19:15.
Það er nú þegar ráðið hvaða tvö lið fara upp í Bestudeildina og hvaða lið falla í 2.deild.

Þó á sér stað hreinn úrslitaleikur á Sauðarkróki þar sem Tindastóll og FH mætast og keppa um sigur í deildinni. Haukar og Fjölnir eru fallinn.

Aðrir leikir kvöldsins:

Fylkir - Grindavík
Haukar - Augnablik
Tindastóll - FH
Víkingur - Fjölnir

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Guðni Þór Einarsson þjálfari HK gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-3 tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð.
Þær Katrín Rósa Egilsdóttir, Sóley María Davíðsdóttir og Ragnhildur Sóley Jónasdóttir. Það er greinilegt að Guðni ætlar að gefa framtíð HK sésin í dag en Katrín Rósa og Sóley María eru fæddar árið 2006 og Ragnhildur Sóley árið 2007.


Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir gerir eina breytingu á sínu byrjunarliði frá tapinu gegn Víkingi í síðustu umferð, Bjardís Diljá Birgisdóttir kemur inn í liðið fyrir Írisi Ósk Ívarsdóttur.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Gengi Fjarðabyggðar/Hattar/leiknis í sumar
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir eru nýliðar í deildinni en liðið kom upp eftir að hafa sigrað 2. deildina síðasta sumar.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir situr í 5. sæti deildarinnar og munu þær enda mótið þar sama hevrnig leikir kvöldsins fari.

Liðið hefur unnið 7 leiki af 17 í sumar, þær hafa gert 5 jafntefli og tapað 5 leikjum.

Þær byrjuðu mótið ansi vel og tóku lengi þátt í baráttunni um sæti í Bestu deildinni, þær gáfu þó eftir þegar leið á mótið og hafa ekki náð sigri í síðustu 4 leikjum.

Í síðustu umferð fengu þær Víkinga í heimsókn á Reyðarfjörð þar sem þær töpuðu 1-3, Katrín Edda Jónsdóttir skoraði mark Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í leiknum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Gengi HK í sumar
HK voru nýliðar í deildinni síðasta sumar og voru í mikilli fallbaráttu fram á síðustu mínútu í fyrra, þær sluppu þó með skrekkinn og héldu sæti sínu í deildinni með 16 stig líkt og Grótta sem féll en HK var með betri markatölu.

HK mætti þó af miklu krafti í deildina í sumar, þar til í síðustu umferð voru þær í baráttu um sæti í Bestu deildinni að ári, FH og Tindastóll hafa tryggt sér tvö efstu sætin en með hagstæðum úrslitum í kvöld geta HK-ingar endað mótið í 3. sæti.
Fyrir leikinn í kvöld er HK í 4. sæti með 35 stig, þær hafa unnið 10 leiki í sumar, gert 3 jafntefli og tapa 4 leikjum.

Í síðustu umferð fóru HK-konur til Grindavíkur þar sem þær töpuðu 2-1, Gabriella Lindsey Coleman skoraði mark HK í leiknum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Kórnum þar sem HK mætir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í 18. og síðustu umferð Lengjudeildar kvenna þetta sumarið.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Anne Elizabeth Bailey (m)
6. Heidi Samaja Giles
7. Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir
8. Linli Tu
10. Bjarndís Diljá Birgisdóttir ('66)
14. Katrín Edda Jónsdóttir
15. Björg Gunnlaugsdóttir ('85)
16. Hafdís Ágústsdóttir ('85)
17. Viktoría Einarsdóttir
20. Bayleigh Ann Chaviers
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Varamenn:
3. Íris Vala Ragnarsdóttir ('85)
21. Ársól Eva Birgisdóttir
22. María Nicole Lecka ('85)
24. Íris Ósk Ívarsdóttir ('66)
30. Sóldís Tinna Eiríksdóttir

Liðstjórn:
Pálmi Þór Jónasson (Þ)
Björgvin Karl Gunnarsson (Þ)

Gul spjöld:
Hafdís Ágústsdóttir ('28)

Rauð spjöld:
Halldóra Birta Sigfúsdóttir ('54)