ÍBV
0
3
Valur
0-1 Elín Metta Jensen '31
0-2 Þórdís Elva Ágústsdóttir '42
0-3 Mist Edvardsdóttir '56
Júlíana Sveinsdóttir '59 , misnotað víti 0-3
17.09.2022  -  16:15
Hásteinsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Jakub Marcin Róg
Maður leiksins: Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
8. Ameera Abdella Hussen
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('85)
10. Madison Elise Wolfbauer
13. Sandra Voitane
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('80)

Varamenn:
12. Lavinia Elisabeta Boanda (m)
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
22. Rakel Perla Gústafsdóttir
23. Hanna Kallmaier
23. Embla Harðardóttir
24. Helena Jónsdóttir
27. Erna Sólveig Davíðsdóttir ('85)
29. Lana Osinina

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Mikkel Vandal Hasling
Eva Rut Gunnlaugsdóttir
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Gríðarlega sannfærandi hjá Val sem getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð ef Breiðablik vinnur ekki Aftureldingu á morgun. Annars þurfa þær bara stig í lokaumferðinni.

92. mín
Ameera á hér skot en Sandra gerir gríðarlega vel í því að verja. Sandra hefur lítið gert í þessum leik en náði að halda sér á tánum.
90. mín
Erum að detta í uppbótartíma. Eyjakonur eru löngu búnar að játa sig sigraðar.
86. mín
Inn:Mariana Sofía Speckmaier (Valur) Út:Elín Metta Jensen (Valur)
86. mín
Inn:Hailey Lanier Berg (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
85. mín
Inn:Erna Sólveig Davíðsdóttir (ÍBV) Út:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
83. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur ekki verið mikil skemmtun. Fátt um fína drætti og leikurinn löngu búinn.
80. mín
Inn:Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV) Út:Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV)
75. mín
Korter eftir. Eyjakonur eru ekki að gera sig líklegar til að minnka muninn þrátt fyrir að Valsliðið sé búið að taka fótinn allverulega af bensínsgjöfinni.
71. mín
Ameera með skot sem lekur fram hjá markinu.
69. mín
Sólveig í mjög svo góðu færi en Guðný gerir vel í því að verja.
67. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
61. mín
Arna Sif næstum því búin að skora fjórða mark Vals en setur boltann í slánna.
60. mín
Júlíana átti að skora úr frákastinu en tókst einhvern veginn að setja hann fram hjá.

Kannski réttlætinu fullnægt því ég sá litla sem enga vítaspyrnu í þessu.
59. mín Misnotað víti!
Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Þetta er svona dagur hjá Eyjakonum...

Vinstri bakvörðurinn fer á punktinn og setur boltann í slána. Júlíana fær boltann til sín í kjölfarið og virðist færið vera mjög auðvelt, en hún hittir boltann ekki almennilega og setur hann fram hjá.
58. mín
Veit ekki fyrir hvað. Við fyrstu sýn er þetta mjög furðulegur dómur. Smá barátta inn á teignum en ég veit ekki með brot. Þetta var furðulegt.

Búinn að sjá endursýningu og Mist er í baráttunni, en mér finnst þetta mjög lítið.
58. mín
ÍBV fær víti!
58. mín
Inn:Mikaela Nótt Pétursdóttir (Valur) Út:Elísa Viðarsdóttir (Valur)
58. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur) Út:Cyera Hintzen (Valur)
57. mín Gult spjald: Mist Edvardsdóttir (Valur)
Fær svo gult fyrir brot.
57. mín

Mist Edvardsdóttir.
56. mín MARK!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
GAME OVER!
Þórdís Hrönn með aukaspyrnu inn á teiginn. Mist er þar alein, fær að taka á móti boltanum og leggur svo boltann í netið - þægilegt.

Þessum leik er lokið, ÍBV á ekki séns í topplið deildarinnar.
53. mín
Þórdís Elva með mjög hættulegan bolta fyrir en Eyjakonur eru fyrstar í boltann og setja hann aftur fyrir.
51. mín
Valur fær hornspyrnu og Mist nær skallanum, en yfir flýtur boltinn. Áfram sama sagan hér í seinni hálfleik. Valur með yfirburði.
46. mín
Leikurinn er farinn aftur af stað!
45. mín
Hálfleikur
Jakub flautar. Mjög svo þægilegt fyrir Val sem er með tveggja marka forskot. Bara eins þægilegt og það gerist.

45. mín
Uppbótartími í fyrri hálfleik er ein mínúta.
43. mín

Þórdís Elva Ágústsdóttir.
42. mín MARK!
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
Og annað markið gerir Þórdís Elva
Boltinn fellur fyrir hana í teignum og hún klárar færið ótrúlega vel, stöngin og inn.

Báðir leikmennirnir sem komu inn í lið Vals fyrir þennan leik eru búnar að skora.
40. mín
ÍBV nær loksins að koma sér eitthvað upp völlinn. Anna Rakel brýtur á Olgu og Vestmannaeyingar fá aukaspyrnu á fínum stað til þess að senda boltann fyrir. Skapast smá darraðadans inn á teignum en lítil hætta.
38. mín
Þetta er bara búið að vera meira af því sama. Allir leikmenn ÍBV fyrir aftan miðju að verja markið sitt. Valur þrýstir upp og er að leitast eftir marki númer tvö.
33. mín
Nú verður áhugavert að sjá hvernig ÍBV bregst við. Þær eru búnar að vera mjög varnarsinnaðar.
32. mín

Elín Metta gerði fyrsta markið í þessum leik.
31. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Þá er fyrsta markið komið!

Bolti inn á teiginn og kemur Guðný út. Hún missir af honum og Elín Metta er fljót að átta sig. Hún er mætt í byrjunarliðið og fagnar því með marki!
27. mín
Madison Wolfbauer, sem leikur yfirleitt mun framar á vellinum, er búin að standa vaktina vel í vörn ÍBV til þessa. Skallað mikið af boltum í burtu. Hún og Haley Thomas, sem leikur með henni í hjarta varnarinnar, þurfa að halda einbeitingunni í 90 mínútur og uppbótartíma.
24. mín
Valskonur eru með heimaliðið í köðlunum akkúrat núna. Það liggur mark í loftinu.
21. mín
Elín Metta með tilraun yfir markið. ÍBV kemst ekki yfir miðju núna.
15. mín
Anna Rakel fær boltann í teignum og á skot sem fer í utanverða stöngina. Aftur tilraun úr þröngri stöðu.
14. mín
Ásdís Karen með skot úr þröngu færi sem fer yfir markið. Besta tilraun Vals til þessa.
10. mín
Þetta hefur farið nokkuð rólega af stað hingað til. ÍBV átti besta færi leiksins þegar Olga setti boltann yfir.
9. mín
ÍBV er held ég að stilla upp í 4-1-4-1:
Guðný
Sandra - Haley - Madison - Júlíana
Thelma Sól
Olga - Þórhildur - Ameera - Viktorija
Kristín Erna
4. mín
Þórdís Elva reynir að prjóna sig í gegnum vörn ÍBV. Ameera á hins vegar mikilvæga tæklingu og Valur fær horn. Ásdís með hættulega spyrnu fyrir en Eyjakonur skalla frá.
3. mín
Valur er að stilla upp í 4-2-3-1:

Sandra
Elísa - Mist - Arna Sif - Anna Rakel
Þórdís Elva - Lára
Þórdís Hrönn - Ásdís Karen - Cyera
Elín Metta
3. mín
ÍBV AÐ HÓTA MARKI!
Fín sókn og Olga - sem er virkilega góður leikmaður - á skot rétt yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þessi leikur kominn af stað. Það var ÍBV sem byrjaði með boltann. Fyrsta spyrnan fór langt upp völlinn.
Fyrir leik
Landsliðsmarkvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving er ekki með ÍBV í dag þar sem hún er á láni frá Val. Guðný Geirsdóttir tekur hennar stöðu í markinu.

Fyrir leik
Ég fékk Önnu Björk Kristjánsdóttur, leikmann Inter á Ítalíu, til að spá í leiki umferðarinnar í Bestu deild kvenna. Hún spáir því að Valur vinni þennan leik.

"Það er alltaf krefjandi að fara til Eyja og sigla burt með stig, en Valsstelpur hafa verið gríðarlega stöðugar og sannfærandi í síðustu leikjum og komnar með aðra höndina á titilinn eftir jafntefli við Blika í síðustu umferð. Valur vinnur þennan leik, 2-0."

Fyrir leik
Það eru stór tíðindi þegar kemur að byrjunarliðum því Valur breytir loksins byrjunarliði sínu eftir átta leiki í röð með sama byrjunarlið.

Landsliðskonan Elín Metta kemur inn í liðið eftir langa bekkjarsetu og það gerir Þórdís Elva Ágústsdóttir líka. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fara á bekkinn.

Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust fyrr í sumar þá var niðurstaðan jafntefli, 1-1. ÍBV hefur sýnt að þær geta strítt Val og það er nú alltaf erfitt að koma til Eyja.

Fyrir leik
Staðan fyrir þennan leik er á þá vegu að Valur er á toppnum með sex stiga forskot er þrjár umferðir eru eftir. Þær eru komnar langleiðina með þetta og fara enn lengra með það með sigri í dag. ÍBV siglir lygnan sjó um miðja deild.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna.

Þessi lýsing verður kannski ekki eins ítarleg og vanalega þar sem hún er tekin í gegnum beina útsendingu frá Stöð 2 Sport. Því miður erum við ekki með starfskraft í Eyjum að þessu sinni.

Við erum alltaf að leita eftir leikjapennum í Vestmannaeyjum. Ef þú hefur áhuga á því að skrifa um leiki í Eyjum næsta sumar þá má endilega hafa samband við okkur í gegnum [email protected].

Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir ('58)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('86)
10. Elín Metta Jensen ('86)
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('67)
13. Cyera Hintzen ('58)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('58)
15. Hailey Lanier Berg ('86)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('67)
22. Mariana Sofía Speckmaier ('86)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir ('58)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Jón Höskuldsson
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Mist Edvardsdóttir ('57)

Rauð spjöld: