Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Breiðablik
3
0
Afturelding
Írena Héðinsdóttir Gonzalez '52 1-0
Agla María Albertsdóttir '70 2-0
Agla María Albertsdóttir '82 3-0
18.09.2022  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
1. Eva Nichole Persson (m)
2. Natasha Anasi (f) ('82)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('82)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
14. Karen María Sigurgeirsdóttir
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('87)
17. Karitas Tómasdóttir
25. Anna Petryk ('87)
28. Birta Georgsdóttir ('69)

Varamenn:
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('87)
10. Clara Sigurðardóttir ('82)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('82)
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('87)
22. Rakel Hönnudóttir
22. Melina Ayres
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('69)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Birta Georgsdóttir ('43)
Karitas Tómasdóttir ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Egill Arnar flautar af.

Leiknum lýkur með 3-0 sigri Breiðabliks.

Blikar fara upp í 33 stig en Afturelding er áfram í 12.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
91. mín
Agla María hótar þriðja markinu!

Leikurinn á völlinn frá vinstri og reynir skot. Boltinn af varnarmanni og aftur fyrir.

Blikar fá enn eina hornspyrnuna en Afturelding kemur boltanum frá.
90. mín
Það eru komnar 90 mínútur á klukkuna. 3 mínútum verður bætt við.
87. mín
Inn:Margrét Brynja Kristinsdóttir (Breiðablik) Út:Anna Petryk (Breiðablik)
87. mín
Inn:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Breiðablik) Út:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik)
Ásmundur nýtir líka tækifærið og gerir tvöfalda skiptingu hjá sér.
87. mín
Inn:Andrea Katrín Ólafsdóttir (Afturelding) Út:Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
Anna Pálina er staðin upp en getur ekki haldið áfram leik og Andrea Katrín leysir hana af.
85. mín
Aftur þarf að stöðva leikinn vegna meiðsla og í þetta skiptið er það Anna Pálina sem liggur hjá Aftureldingu.
83. mín
Geggjuð varsla hjá Evu Ýr!

Helena Ósk átti þrumuskot og boltinn virtist vera á leið í fjærhornið en Eva Ýr gerði gríðarlega vel í að ná að teygja sig á eftir boltanum og koma í veg fyrir fjórða mark Breiðabliks.
82. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Natasha Anasi (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Breiðablik. Karitas tekur við fyrirliðabandinu af Natöshu.
82. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
82. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Helena Ósk Hálfdánardóttir
3-0!

Agla María er að loka þessu fyrir Blikana.

Blikar leika boltanum laglega á milli sín. Helena fær boltann hægra megin í teignum og leggur hann hárnákvæmt fyrir markið þar sem Agla María mætir og skilar honum í netið.
79. mín
Inn:Karen Dæja Guðbjartsdóttir (Afturelding) Út:Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
Hildur Karítas getur ekki haldið leik áfram. Efnileg Karen Dæja leysir hana af.
77. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Aftur liggur Hildur Karítas á vellinum og þarf aðhlynningu. Ég sá ekki hvað gerðist en það er dæmt á Karitas sem fær gult spjald. Hildur stendur upp að lokum og ætlar að halda áfram leik.
77. mín
Skilaboð frá Sigurði Hlíðari. 176 áhorfendur á vellinum.
76. mín
EVA ÝR!

Ofboðslega vel spilað hjá Blikum. Sundurspila gestina og koma Karitas í skotfæri, ein gegn markmanni en Eva Ýr sér við henni!

Blikar fá í kjölfarið horn en gestirnir verjast.
75. mín
Karitas fær tíma til að munda skotfótinn af D-boganum. Lætur vaða en boltinn fer af varnarmanni og aftur fyrir.

Heiðdís reynir skot eftir hornið en varnarmann Aftureldingar ná að komast fyrir.
74. mín
Þessi rigning er ekkert grín. Það má þakka fyrir að hér er leikið á gervigrasi.
70. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
BAMM!

Agla María er að koma Blikum í 2-0 með skoti við hægra vítateigshornið.

Staðsetning á varnar- og markmanni Aftureldingar skrítin og Agla María nýtir sér það.

Breiðablik í góðum málum.
69. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Helena fer uppá topp fyrir Birtu.
68. mín
Guðrún Elísabet fylgir Karitas eins og skugginn. Kemst inn í sendingu frá henni og Blikar fá horn. Eva Ýr blakar boltanum aftur aftur fyrir og önnur hornspyrna hjá Blikum. Í þetta sinn setur Taylor boltann aftur fyrir.
66. mín
Aftur góð pressa hjá Aftureldingu. Hildur vinnur boltann. Reynir skot rétt utan teigs en boltinn fer af varnarmanni og berst til vinstri á Guðrúnu Elísabetu. Hún setur boltann fyrir en sendingin er innarlega og Eva Nichole grípur hann.

Hinum megin sækja Blikar hratt. Sóknin endar á því að Agla María þrumar yfir.
64. mín
Hættulegar mínútur hjá Aftureldingu. Hildur Karítas á þrumuskot rétt framhjá eftir horn. Stuttu síðar fær hún svo stungusendingu á milli miðvarða Blika, leikur að marki en hittir boltann svo illa og skýtur framhjá af vítateigslínunni.
62. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) Út:Victoria Kaláberová (Afturelding)
Guðrún Elísabet skoraði fyrsta markið sitt í deildinni í síðustu umferð. Hún hefur misst af nánast öllu tímabilinu vegna meiðsla en er að ná sér og spilar síðasta hálftímann hér.
62. mín
Inn:Elena Brynjarsdóttir (Afturelding) Út:Ísafold Þórhallsdóttir (Afturelding)
Tvöföld skipting. Elena kemur inná gegn uppeldisfélaginu.
60. mín
Leikurinn hefur róast aðeins eftir að Írena skoraði markið.

En nú eru gestirnir að eiga góða sókn. Victoria byrjar á að stela boltanum af Heiðdísi áður en Afturelding nær að færa boltann yfir til hægri þar sem Kristín Þóra mætir á straujinu úr hægri bakvarðarstöðunni. Kristín á svo hættulegan bolta fyrir en liðsfélagar hennar ná ekki til hans!
56. mín Gult spjald: Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding)
Fyrir brot úti á miðjum velli.
53. mín
Heiðdís hittir boltann illa og setur hann aftur fyrir eigin endalínu. Afturelding fær aðra hornspyrnu og aftur tekur Ísafold. Hún setur háan bolta inná teig. Hún fær boltann aftur, setur hann aftur fyrir og Mackenzie á hættulega tilraun eftir skalla.

Aftur hornspyrna hjá gestunum en í þetta skiptið koma Blikar boltanum frá. Hættulegar hornspyrnur.
52. mín MARK!
Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik)
ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞESSU!

Loksins koma Blikar boltanum í netið og það er Írena Héðinsdóttir Gonzales sem gerir það.

Hún nær vinstri fótarskoti utarlega í teignum og setur boltann í fjærhornið.

Eva Ýr sér boltann seint og á lítinn séns.

Virkilega vel klárað hjá Írenu sem þakkar fyrir byrjunarliðssætið með marki.
50. mín
Góðir taktar hjá Birtu sem gerir vel í að halda jafnvægi og leggja boltann út í teiginn á Karen Maríu sem reynir skot úr lúxusfæri!

Eva Ýr sér hinsvegar við henni!
48. mín
Hinum megin á vellinum reynir Victoria langskot sem flýgur yfir Breiðabliksmarkið.
47. mín
DAUÐAFÆRI!

Agla María á geggjaðan bolta í gegn á Karitas sem er komin ein í gegn. Leikur framhjá Evu Ýr og ætlar svo að setja boltann í opið markið en Veronica kemur á harðaspretti og nær að komast fyrir skotið!

Ótrúleg björgun hjá Veronicu og algjört dauðafæri sem fór þarna forgörðum hjá Karitas og heimakonum!
46. mín
Afturelding byrjar síðari hálfleikinn á að vinna sína fyrstu hornspyrnu. Ísafold setur boltann fyrir. Taylor vinnur fyrsta bolta og Karitas nær að koma boltanum af hættusvæðinu.

7-1 fyrir Blikum í hornspyrnum.
46. mín
Leikur hafinn
En þá er mannskapurinn búinn að skila sér út í rigninguna á nýjan leik og Afturelding hefur leik í síðari hálfleiknum.

Hvorugt þjálfarateymið gerir skiptingar.
45. mín
Hálfleikur
Valskonur eru komnar með tíu fingur og níu tær á Íslandsmeistaratitilinn eins og einhver sagði og fari það svo í kvöld að Blikum mistakist að vinna þá verða Valskonur "sófameistarar". Blikar þurfa að vinna alla sína leiki og vonast til þess að Valur tapi sínum til að eiga stjarnfræðilega möguleika á titli.

Þór/KA sigraði Keflavík fyrr í dag og fór upp í 17 stig. Keflavík er í 16 stigum og Afturelding með 12 fyrir leikinn í dag. Stig eða sigur í kvöld myndi gefa nýliðunum von.
45. mín
Það rignir eins og hellt sé úr fötuM hér í hálfleiknum. Bætir bara í regnið. Varamenn Blika ákváðu að forða sér bara í skjól en þrír Mosfellingar eru enn úti á velli og halda sér heitum.

Hildur Karítas er svo mætt langt á undan liðsfélögum sínum út á völl og er að halda sér heitri.

Í stúkunni hafa nokkrir stuðningsmenn brugðið á það ráð að taka Stjörnuhopp og fleiri góðar æfingar til að kólna ekki niður.

Það er komið haust.
45. mín
Hálfleikur
Egill Arnar flautar til leikhlés. Markalaust á Kópavogsvelli.

Heimakonur hafa haft mikla yfirburði. Bæði verið mun meira með boltann og skapað sér fleiri sénsa. Markið hefur þó látið á sér standa og gestirnir eru eflaust sáttar að fara á núllinu inn í hálfleikinn.
45. mín
Síðasti séns fyrri hálfleiksins?

Blikar fá aukaspyrnu vinstra megin aðeins utan teigs. Agla María tekur en setur "æfingabolta" í fangið á Evu Ýr.
45. mín
Tveimur mínútum verður bætt við fyrri hálfleikinn en það eru komnar 45 mínútur á klukkuna. Hidur Karítas er búin að jafna sig og er komin aftur inná.
43. mín Gult spjald: Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stöðvar sókn UMFA.
42. mín
Nú fær Aftureldingu aukaspyrnu. Brotið á Önnu Pálínu aftarlega á vallarhelmingi Blika, við hægri hliðarlínu. Sigrún Eva setur langan bolta inn á teig. Þær Karitas og Hildur Karítas reyna báðar við boltann en lenda illa saman og sú síðarnefna þarf að fá aðhlynningu.

Á meðan trommar ung stuðningsmannasveit Blikanna. Af svo miklum krafti að einn trommukjuðinn flýgur niður á hlaupabraut. Þá kalla þeir á Alexander Aron, þjálfara Aftureldingar í gegnum gjallarhornið og fá hann til að skila þeim kjuðanum. Alexander gerir það að sjálfsögðu með bros á vör.
39. mín
Áfram sækir heimaliðið. Birta gerði vel hægra megin og kom boltanum fyrir. Anna Petryk var klár á markteig en skallaði vel yfir!
38. mín
Blikar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Aftureldingar. Agla María setur fastan bolta inná teig en hann endar í fanginu á Evu Ýr.

Yfirburðir Blika í fyrri hálfleiknum eru búnir að vera miklir. Þær eru búnar að vera 70% með boltann. Eins og leikurinn spilast er þetta bara spurning um hvenær en ekki hvort Blikar setji mark.
34. mín
Smá vandræði hjá Begþóru Sól sem misreiknar boltann og fær hann aftur fyrir sig. Leikmenn Aftureldingar vinna boltann og eiga séns á að búa eitthvað til framarlega á vellinum. Ísafold reynir að koma boltanum inn fyrir á Victoriu en hún er dæmd rangstæð. Klaufalegt hjá Victoriu sem hafði alla línuna fyrir framan sig.
32. mín
Aukaspyrna sem Blikar eiga rétt utan D-bogans. Þær útfæra skemmtilega og Agla María lætur vaða. Skotið fer af varnarmanni og Eva Ýr nær svo að kasta sér á eftir boltanum og halda honum inná.
31. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Karen María fann Önnu á milli lína hjá Aftureldingu. Anna var með fullt af plássi og tók á rás í átt að marki. Kom boltanum svo með hælnum aftur í áttina að Karen Maríu sem var tekin niður áður en hún fann skotið.
27. mín
Það er óhætt að segja að það liggi rækilega á gestunum þessar mínúturnar. Bergþóra Sól var að eiga ÞRUMUskot af varnarmanni og framhjá. Blikar fengu í kjölfarið hornspyrnu. Boltinn datt fyrir Önnu Petryk en Eva Ýr náði til boltans áður en Anna fann skotið.
26. mín
Stórhætta eftir hornspyrnu Blika!

Eva Ýr fer út í teig en nær ekki til boltans. Það gerir Natasha hinsvegar og setur boltann á markið. Ég sé ekki hvort Eva nái að hægja á boltanum en leikmenn Aftureldingar bjarga af markteig.
25. mín
Aftur losnar um Öglu Maríu hægra megin og hún spænir upp völlinn. Rennir boltanum svo fyrir en gestirnir ná að hreinsa á síðustu stundu.

Stuttu síðar munar litlu að Birta finni skot í teignum en áfram standast gestirnir áhlaupin.
23. mín
VÁ! GEGGJUÐ TILÞRIF!

Agla María er komin á hægri kantinn. Fær boltann í fætur, leikur inn á völlinn og lætur svo vaða!

Nær geggjuðu skoti en Eva Ýr gerir frábærlega í að verja!

Heimakonur fá í kjölfarið tvær hornspyrnur með stuttu millibili sem þær ná ekki að nýta.
18. mín
Góð sókn Blika endar á því að Natasha setur boltann fyrir. Bergþóra mætir á fjær en nær ekki að stýra boltanum á rammann!
16. mín
Góð pressa á miðsvæðinu hjá Hildi Karítas sem vinnur boltann og kemur honum á Ísafold sem reynir að finna Söru Roca í gegn en Sara er dæmd rangstæð.

Blikar stýra umferðinni þessar fyrstu mínútur en klókar Hildur og Ísafold hafa verið að reyna að setja ágæta bolta aftur fyrir Blikavörnina þegar tækifæri hafa gefist.
15. mín
Birta vinnur boltann af harðfylgi hægra megin og heldur í hann í dágóða stund áður en brotið er á henni og Blikar fá aukaspyrnu hægra megin við vítateig gestanna. Agla María setur boltann fyrir. Eva Ýr kýlir hann út og þar er Bergþóra Sól mætt til að reyna viðstöðulaust skot. Boltinn af varnarmanni og hornspyrna dæmd.

Agla María og Taylor taka hornspyrnuna stutt. Blikar halda boltanum val áður en þær setja boltann fyrir og Anna Petryk skallar framhjá.
9. mín
Lagleg tilþrif hjá Hildi Karítas. Kemst framhjá varnarmanni og áleiðis upp hægra megin. Reynir svo að setja boltann aftur fyrir línu og í hlaup Söru Roca. Nær ágætis sendingu en Eva Nichole kemur út úr markinu og nær fyrst til boltans!
6. mín
Hættuleg sókn hjá Blikum. Karítas sendir Birtu upp að endalínu hægra megin. Birta rennir boltanum fyrir og þar reynir sóknarmaður Breiðabliks hælspyrnu að marki - en nær ekki að stýra boltanum á rammann!
4. mín
Lið Aftureldingar:

Eva Ýr

Kristín Þóra - Mackenzie - Sigrún Gunndís - Veronica

Sigrún Eva - Anna Pálína

Ísafold - Hildur Karítas - Victoria

Sara Roca
2. mín
Uppstilling Breiðabliks:

Eva Nichole

Bergþóra - Heiðdís - Taylor - Karen María

Natasha - Írena

Birta - Karitas - Agla María

Anna Petryk
1. mín
Blikar byrja á hörkusókn. Agla María kemst upp vinstramegin og kemur boltanum fyrir. Írena nær skotinu en neglir í varnarmann. Gestirnir ná að hreinsa en Sigrún Gunndís steinliggur og Egill Arnar stöðvar leikinn. Ég sá ekki hvað gerðist en Sigrún Gunndís stendur sem betur fer upp fljótlega og er klár í að halda áfram.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður. Anna Petryk tekur upphafsspyrnuna fyrir Blika sem leika í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættar til vallar í fylgd ungra iðkenda Breiðabliks. Anna Petryk með úkraínska fánann á öxlunum rétt eins og í öllum öðrum leikjum sumarsins.

Egill Arnar Sigurþórsson mun dæma leikinn og hann er að fara yfir málin með fyrirliðunum Natöshu Anasi og Sigrúnu Gunndísi.

Veðrið er frekar glatað. Hellirigning og þónokkuð rok. Kuldalegt.
Fyrir leik
Það styttist í leik og byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Hjá Breiðablik gerir Ási eina breytingu frá jafnteflinu gegn Val. Írena Gonzales kemur inn í liðið fyrir Clöru Sigurðardóttur sem er á bekknum.

Alexander Aron gerir einnig eina breytingu á sínu liði frá 2-1 sigrinum á KR. Bakvörðurinn Birna Kristín Björnsdóttir er á láni hjá Aftureldingu frá Blikum og spilar því ekki í kvöld. Victoria Kaláberová kemur inn í hennar stað. Eyrún Vala Harðardóttir er einnig láni frá Blikum hjá Aftureldingu og er ekki í leikmannahópnum í dag.
Fyrir leik
Blikar höfðu betur í fyrri viðureign liðanna í sumar. Gerðu góða ferð í Mosó og unnu 6-1 sigur. Hildur Karitas Gunnarsdóttir skoraði mark Aftureldingar í þeim leik en þær Natasha Anasi, Taylor Ziemer, Alexandra Jóhanns, Anna Petryk, Birta Georgsdóttir og Clara Sigurðardóttir skiptu markaskoruninni á milli sín fyrir Blika.

Bæði lið hafa tekið miklum breytingum síðan þá og það verður áhugavert að sjá hvernig þjálfararnir leggja þennan leik upp.
Fyrir leik
Liðin tvö hafa átt ólíku gengi að fagna í sumar.

Heimakonur í Breiðablik sitja í 2. sæti deildarinnar. Þær eru 9 stigum á eftir Val þegar 9 stig eru eftir í pottinum fyrir Blika. Stjörnukonur eru í 3.sætinu, tveimur stigum á eftir Breiðablik og þær stefna líka á 2.sætið.

Nýliðar Aftureldingar sitja í 9. sætinu með 12 stig. Þær unnu gríðarlega mikilvægan sigur á KR í síðustu umferð og tókst að minnka aðeins bilið í Þór/KA sem situr í 8. sæti með 14 stig.

Það er því gríðarlega mikið undir hjá báðum liðum. Meistaradeildarsæti í húfi hjá Blikum og áframhaldandi vera í efstu deild hjá Aftureldingu.
Fyrir leik
Gleðilegan sunnudag!

Hér verður bein texalýsing frá viðureign Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deild kvenna.

Þetta er þriðja síðasta umferð deildarinnar í sumar.
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
3. Mackenzie Hope Cherry
6. Anna Pálína Sigurðardóttir ('87)
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir
8. Veronica Parreno Boix
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('79)
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('62)
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
20. Sara Roca Siguenza.
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)
77. Victoria Kaláberová ('62)

Varamenn:
1. Steinunn Erla Gunnarsdóttir (m)
2. Karen Dæja Guðbjartsdóttir ('79)
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir ('87)
11. Elena Brynjarsdóttir ('62)
11. Guðrún Embla Finnsdóttir
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('62)
26. Maria Paterna

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Svandís Ösp Long
Elfa Sif Hlynsdóttir
Ingólfur Orri Gústafsson
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Sigrún Eva Sigurðardóttir ('56)

Rauð spjöld: