Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Keflavík
1
3
Þór/KA
0-1 Margrét Árnadóttir '42
0-2 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir '45
0-3 Hulda Ósk Jónsdóttir '49
Caroline Mc Cue Van Slambrouck '67 1-3
18.09.2022  -  14:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Rok og er að byrja að rigna. Gæti alveg verið betra
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Margrét Árnadóttir
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
Amelía Rún Fjeldsted ('80)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Silvia Leonessi ('64)
9. Snædís María Jörundsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
34. Tina Marolt ('80)

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('80)
18. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('80)
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Benedikta S Benediktsdóttir
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Elfa Karen Magnúsdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:
Gunnar Magnús Jónsson ('70)
Anita Lind Daníelsdóttir ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur Þórs/KA staðreynd sem eykur bilið í Aftureldingu í 5 stig og fer langleiðina með það að tryggja sæti sitt í deildinni. Keflavík enn í góðri stöðu en þarf að bæta við stigum til þess að gulltryggja sig.
91. mín
Steingerður lætur strax til sín taka og finnur Söndru Maríu í dauðafæri í teignum en Sandra skóflar boltanum framhjá úr úrvalsfæri.
89. mín
Inn:Steingerður Snorradóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
87. mín
Aníta Bergrán reynir skot en beint á Hörpu í markinu. Tíminn að hlaupa frá liði Keflavíkur og martraðarlokamínútur fyrri hálfleiks að reynast dýrar.
84. mín
Gestirnir sækja og uppskera hornspyrnu.

Tíminn vinnur með þeim.
80. mín
Inn:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Út:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
80. mín
Inn:Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Út:Tina Marolt (Keflavík)
Gunnar tekur séns og fjölgar í sókninni.
78. mín
Tina Marholt með frábært skot sem smellur í þverslánni af um 20 metra færi.

Harpa alls ekki með þetta og aðeins sentimetraspursmál hvort þetta væri sláinn inn eða út. Gestirnir sleppa þó í þetta sinn.
76. mín Gult spjald: Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Brýtur af sér á miðjum vellinum að mati Arnars og er ekki sátt. Arnar rífur upp gula spjaldið.

Ég er ekki frá því að ég sé nokkuð sammála Anítu og sá ekki mikið að þessu hjá henni þó kröftugt hafi verið.
74. mín
Keflavík fær hornspyrnu.

Tvær í röð en báðar fara forgörðum.

Harpa spyrnir frá marki.
71. mín
Inn:Tiffany Janea Mc Carty (Þór/KA) Út:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA)
70. mín Gult spjald: Gunnar Magnús Jónsson (Keflavík)
Gunnar að láta Arnar eitthvað heyra það of fær fyrir það gult.
69. mín Gult spjald: Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA)
Harpa fær spjald fyrir mótmæli eftir markið.

Áhugavert að skoða í samanburði við mark sem dæmt var af karlaliði Keflavíkur hér á dögunum.
67. mín MARK!
Caroline Mc Cue Van Slambrouck (Keflavík)
Miði er möguleiki!

Spyrnan frá Anítu Lind dettur af slánni niður á fjærstöng þar boltinn skoppar á milli kvenna og endar boltinn í netinu af Caroline af svona 20 cm færi.

Rúmlega 20 mínútur eftir fyrir heimakonur að bjarga stigi.
67. mín
Amelía Rún sækir hornspyrnu fyrir Keflavík.
65. mín
Andrea Mist með hörkuskot eftir snarpa sókn Þórs/KA en boltinn yfir markið.
64. mín
Inn:Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Silvia Leonessi (Keflavík)
Silvia verið í miklu basli í dag og þessi skipting kemur mér ekki á óvart.
63. mín
Aníta Lind með skot af löngu færi úr aukaspyrnu en boltinn rétt yfir markið. Alls ekki galin tilraun en Harpa með þetta allt á hreinu.
59. mín
Rosalega illa farið með góða stöðu hjá Keflavík.

Dröfn með boltann úti til vinstri keyrir í átt að marki. Ana Paula dauðafrí hægra megin við hana en Dröfn ákveður að reyna skotið sjálf. Ana hefði verið ein gegn Hörpu ef hún hefði fengið boltann.
58. mín
Sláin

Hulda Ósk fer illa með Silviu á hægri vængnum og kemur sér inn á teiginn. Á skot/fyrirgjöf úr þröngri stöðu í teignum sem smellur í slánni og út.
54. mín
Þór/KA með horn. Hafa verið nokkuð gjöful til þessa en í þetta sinn kýlir Samantha boltann frá marki sínu.
51. mín
Tina Marholt með skot að marki eftir ágæta sókn Keflavíkur en setur boltann yfir markið.
49. mín MARK!
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Heimakonur koma boltanum ekki frá eftir hornið. Gestirnir halda pressunni og á endanum berst boltinn til Huldu sem skilar honum í netið úr teignum.

Von Keflvíkinga um stig úr þessum leik að verða að engu.
48. mín
Gestirnir bruna upp og boltinn fyrir markið frá vinstri, Samntha nær ekki tökum á boltanum og lendir í samstuði við samherja. Boltinn fyrir fætur Söndru sem á skot en boltinn í varnarmann og afturfyrir.
48. mín
Ana Paula með skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Sylviu en nær ekki að stýra boltanum á markið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimakonur sparka þessu i gang og þurfa að sækja ætli þær sér eitthvað úr þessum leik.
45. mín
Hálfleikur
Eftir jafnan fyrri hálfleik eru það gestirnir sem ganga til búningsherbergja með tveggja marka forystu eftir tvö mörk undir lok hálfleiksins.

Við komum aftur eftir korter eða svo með síðari hálfleikinn.
45. mín MARK!
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra María Jessen
Gestirnir tvöfalda í blálok hálfleiksins

Hornspyrnan skölluð út fyrir teiginn af Söndru Maríu beint fyrir fætur Ísfoldar sem smellhittir boltann úr D-boganum og þenur út netið. Frábær endir á hálfleiknum fyrir gestina en að sama skapi alvöru kjaftshögg fyrir heimakonur.
45. mín
Gestinir fá horn. Á ekki von á að neinu sé bætt við hér í fyrri hálfleik.
42. mín MARK!
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Hræðileg mistök í öftustu linu Keflavíkur!

Silvia Leonessi með hræðilega sendingu til baka á Samönthu sem er skilin eftir í einskinsmannslandi. Margrét Árnadóttir fyrst á boltann, leikur á Samönthu og skilar boltanum af öryggi í netið.
38. mín
Ísfold Marý í fínni stöðu við vítapunkt eftir fyrirgjöf frá hægri en er dæmd brotleg. Fékk boltann í hendina og það sá Arnar.
37. mín
Arnar Ingi stöðvar leikinn og ræðir við Anítu Lind og Ísfold Marý. Hafa líklegast eitthvað verið að segja hvor við aðra sem Arnari hefur mislíkað.
37. mín
Spyrnan slök og fer beint afturfyrir aftur. Samantha spyrnir frá marki sínu.
35. mín
Sveiflukennt er orðið sem er mögulega hægt að nota um þennan fyrri hálfleik til þessa. Hvorugt liðið tekið völdin á vellinum svo að segja nema í stuttan tíma í senn.

Getirnir að sækja og uppskera hornspyrnu.
30. mín
Gestirnir stálheppnir, misheppnuð hreinsun frá marki fellur fyrir fætur Snædísar sem nær ekki að finna samherja í teignum.

Aftur koma heimakonur nú er það Amelía Rún með fyrirgjöf frá hægri en engin blá treyja mætt inn á markteiginn til þess að gera sér mat úr góðri stöðu.
28. mín
Heimakonur að minna á sig. Fyrst Ana Paula sem fær boltann í teignum eftir innkast, Hún nær ekki að snúa að marki og gestirnir koma boltanum frá. Þó ekki lengra en fyrir fætur Anítu sem leggur boltann á Dröfn við vinstra vítateigshorn sem á einhverskonar tilraun í átt að marki sem skapar þó enga hættu.
27. mín
Darraðardans í teig Keflavíkur eftir að Samantha hikar í úthlaupi. Boltinn dettur niður dauður við markteigshornið. Margrét Árnadóttir fyrst að átta sig en nær ekki að setja boltann á markið og Keflavík fær markspyrnu.
22. mín
Ana Paula liggur á vellinum eftir samstuð við að ég held Jakobínu Örvarsdóttir. Hné í hné að mér sýndist og hefur eflaust ekki verið þægilegt en hýn ætti að geta haldið leik áfram án vandræða.
20. mín
Tuttugu mínútur liðnar hér í Keflavík og þó mörkin skorti hefur leikurinn verið hin ágætasta skemmtun. Bæði lið að pressa óhikað á öftustu línu hjá hvort öðru og að spila ágætis fótbolta.
17. mín
Nú er komið að Þór/KA að tapa boltanum við eigin vítateig. Snædís María gerir vel í að koma sér inn á teiginn en gestirnir bjarga í horn.

Ana með boltann fyrir markið en gestirnir hreinsa.
15. mín
Aftur fær Þór/KA horn sem er aftur tekið á fjærstöngina, Amelía Rún ísköld í eigin vítateig og kassar boltann niður áður en hún hreinsar frá marki sínu.
14. mín
Stórhætta!

Arna Eiríksdóttir í dauðafæri eftir hornspyrnuna. Alein á fjærstöng en skallar boltann framhjá af stuttu færi.
13. mín
Margrét Árnadóttir fær flugbraut á vinstri vængnum og nægan tíma til þess að finna Maríu í teignum. Caroline mætir henni og kemur boltanum í horn af tánum á Maríu.
11. mín
Dröfn Einarsdóttir með hættulegan bolta fyrir markið frá vinstri sem Snædís María rekur kollinn í. Nær engum krafti í skallann og boltinn endar þægilega í örmum Hörpu í markinu.
9. mín
Silvia Leonssi er í basli þar sem henni er stillt upp í vinstri bakverði. Tapað boltanum í þrígang hér í upphafi leiks. Brýtur af sér í þriðja sinnið og Þór/KA á aukaspyrnu á fínum stað til að lyfta boltanum inn á teigin sem þær og gera en boltinn í fang Samönthu.
7. mín
Aftur tapa Keflvíkingar boltanum á hættulegum stað, María Catharina hleypur af stað en Kristrún Ýr eltir hana uppi og hirðir af henni boltann með góðri tæklingu.
4. mín
Heimakonur í bullinu í öftustu línu og tapa boltanum við eigin vítateig. Bjarga sér þó og koma boltanum í horn.

Uppúr horninu verður ekkert og Keflavík byggir upp.
2. mín
Tina Marolt með góða sendingu út til vinstri fyrir Amelíu að elta, hún nær til boltans og finnur Önu í teignum sem snýr baki í markið. Hún leggur boltann út á Anítu Lind sem á hörkuskot en boltinn talsvert yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir frá Akureyri sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Tríóið

Arnar Ingi Ingvarsson dæmir leik dagsins og honum til halds og trausts eru Friðleifur Kr Friðleifsson og Tryggvi Elías Hermannsson. Ólafur Ingi Guðmundsson er svo eftirlitsmaður KSÍ og punktar hjá sér um dómara og framkvæmd leiks.

Fyrir leik
Keflavík

Heimakonur í Keflavík sitja sæti ofar en Þór/KA eða í 7.sæti með 16 stig. Góður útisigur á Þrótti í síðustu umferð kom liðinu í algjöra kjörstöðu í baráttunni við botn deildarinnar og hefur Keflavík örlög sín í eigin höndum. En þær myndu líkt og gestirnir þiggja þrjú stig í dag þar sem stærðfræðin er nokkuð einföld. Vinni Keflavík og nái 7 stiga forystu á lið Aftureldingar sem situr í fallsæti og Mosfellingar fá ekki stig gegn Breiðablik er sæti Keflavíkur í Bestu deildinni tryggt.


Fyrir leik
Þór/KA

Gestirnir frá Akureyri mæta til leiks með 14 stig í 8.sæti deildarinnar með tveggja stiga forskot á lið Aftureldingar sem situr í 9.sætinu. Norðanstúlkur hafa heldur verið að rétta úr kútnum í undanförnum leikjum eftir erfitt gengi þar á undan en liðið fylgdi eftir góðum sigri á liði Þróttar með 3-3 jafntefli gegn ÍBV í síðustu umferð. Liðið myndi án efa þiggja þrjú stig í dag til þess að breikka bilið á Aftureldingu og færast fjær fallhættu en Afturelding á leik gegn Breiðablik í kvöld.


Fyrir leik
Velkomin til leiks

Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net fá leik Keflavíkur og Þórs/KA í 16.umferð Bestu deildar kvenna.
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
4. Arna Eiríksdóttir
6. Unnur Stefánsdóttir
8. Andrea Mist Pálsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('71)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('89)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
2. Angela Mary Helgadóttir
5. Steingerður Snorradóttir ('89)
7. Amalía Árnadóttir
14. Tiffany Janea Mc Carty ('71)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Perry John James Mclachlan (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir

Gul spjöld:
Harpa Jóhannsdóttir ('69)

Rauð spjöld: