Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Stjarnan
2
0
Þróttur R.
Betsy Doon Hassett '17 1-0
Gyða Kristín Gunnarsdóttir '68 , víti 2-0
19.09.2022  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Flottar aðstæður undir flóðljósunum!
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 189
Maður leiksins: Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('87)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('55)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('46)

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir ('55)
9. Alexa Kirton
15. Alma Mathiesen ('87)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:
Betsy Doon Hassett ('86)
Eyrún Embla Hjartardóttir ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan með sterkan 2-0 sigur í baráttunni um 2. sætið. Fara upp í 31 stig og setja góða pressu á Blikana!

Skýrsla og viðtöl seinna í kvöld. Takk fyrir samfylgdina!
90. mín
Það er þremur mínútum bætt við.
90. mín
+1

María Eva mætt á fjær og skallar boltann í stöngina!!

Alvöru kraftur í Þrótt hérna undir lok leiks.
90. mín
Þróttur í færi!!

Andrea Rut með hættulega fyrirgjöf og Freyja stingur sér inn fyrir vörnina og virðist vera að koma boltanum inn en virðist hreinlega hlaupa framhjá boltanum!
88. mín Gult spjald: Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan)
Eyrún brýtur á Freyju og Þróttur á aukaspyrnu á góðum stað.

Sæunn nær ekki að koma boltanum framhjá varnarmanninum.
87. mín
Inn:Alma Mathiesen (Stjarnan) Út:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Aníta búin að vera mjög spræk í leiknum.
86. mín Gult spjald: Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
Tekur Andreu niður rétt fyrir utan teiginn.
85. mín
Andrea með hættulega fyrirgjöf en Sædís kemur þessu í horn.

Vandræðagangur fyrir framan mark Stjörnunnar en Þrótturum virðist fyrirmunað að koma boltanum inn.
84. mín
Jasmín brýtur á Sæunni og aukaspyrna dæmd í góðri stöðu rétt fyrir utan teig hægra megin.
80. mín
Danielle setur boltann inn á teig á Freyju sem setur boltann út á Kötlu sem á skot sem Chante ver. Katla náði ekki nógu miklum krafti í skotið.
76. mín
Inn:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) Út:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
73. mín
Ingibjörg Lúcía með boltann fyrir utan teig, kemur honum út til vinstri á Gyðu sem á viðstöðulaust skot sem fer rétt yfir markið!
71. mín
Þróttur fær hornspyrnu.

Boltinn berst út úr teignum á Maríu Evu sem á hörkuskot yfir markið.
68. mín Mark úr víti!
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Ííísköld!

Setur boltann á mitt markið, Íris var farin til hægri.

Gyða þá komin í 9 mörk, einu marki á eftir Jasmín sem er markahæst.
67. mín
Stjarnan fær víti!!

Hildigunnur með sendingu á Jasmín sem keyrir inn á teiginn og það er María Eva sýnist mér sem brýtur á henni.
67. mín
Katla fær boltann inn á miðju og kemur sér í skotfæri en Chante ver. Fín tilraun hjá Kötlu!
64. mín
Heiða brýtur á Lorenu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar.

Þróttur fær aukaspyrnu í fínni fyrirgjafarstöðu.

Sæunn tekur spyrnuna, setur hann á fjær þar sem Katla er mætt en hún nær ekki til boltans.
63. mín
Danielle skallar boltann frá úr hornspyrnunni og þetta virtist ætla að renna í sandinn en Gyða Kristín gjörsamlega hamrar boltann á markið en Íris með alvöru vörslu í slána og aftur fyrir!

Gyða Kristín smellhitti boltann þarna en vá, Íris!
62. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.
61. mín
Danielle fær boltann á miðjunni og keyrir upp hægra megin, kemur sér fram úr Sædísi og setur boltann út í teiginn en Eyrún Embla er fyrsta á boltann og kemur þessu frá.
60. mín
Langur bolti inn á teig Stjörnunnar og Olla nær til boltans en skalli hennar beint á Chante.
59. mín
Inn:Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.) Út:Murphy Alexandra Agnew (Þróttur R.)
58. mín
Olla fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða á markið en nokkurn veginn beint á Chante.
57. mín
María Eva með góða skiptingu yfir á Andreu sem er við það að sleppa í gegn en nær ekki að taka boltann með sér.
55. mín
Inn:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
55. mín
Inn:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.) Út:Gema Ann Joyce Simon (Þróttur R.)
54. mín
Fyrirgjöf fyrir mark Þróttar sem virðist vera að fara aftur fyrir en Heiða Ragney gerir vel og nær að halda honum inn á, kemur boltanum út í teiginn á Anítu sem setur boltann í slána!
53. mín
Aníta kemur sér inn á teig og reynir að setja boltann fyrir markið en fer af varnarmanni og í horn.
51. mín Gult spjald: Lorena Yvonne Baumann (Þróttur R.)
46. mín
Lorena sækir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig vinstra megin.

Murphy tekur spyrnuna inn á teig en Jasmín skallar frá.
46. mín
Inn:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Freyr flautar til hálfleiks!

Stjarnan leiðir 1-0 í hálfleik eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og áttu góð færi fyrstu tíu mínúturnar. Þá duttu Stjörnukonur í gang og gætu hæglega verið búnar að skora fleiri mörk.
45. mín
Aftur er Íris í vandræðum. Fær pressu frá Katrínu en nær að lokum að bjarga sér út úr þessu. Hálf ótrúlegt að Þróttur sé ekki búið að fá á sig mark eftir vandræðagang í öftustu línu.
44. mín
Betsy keyrir upp hægra megin og setur boltann út í teiginn á Jasmín sem hittir ekki markið. En flaggið fer á loft!
40. mín
Aníta í færi!!

Ingibjörg með sendingu í hlaupið hjá Anítu sem nær að keyra að markinu en Íris gerir vel og kemur út og ver frá henni.
36. mín
Þróttarar halda áfram að missa boltann klaufalega í öftustu línu!

Gema missir boltann í öftustu línu og Aníta kemst á fleygiferð upp völlinn og inn á teig, hún á svo skot í samherja og aftur fyrir.
34. mín
Þvílík tilþrif hjá Katrínu Ásbjörns! Á hælsendingu sem fer í gegn á Gyðu, en Þróttarar á undan í boltann.
30. mín
Murphy snýr Heiðu af sér og keyrir í átt að teignum, setur boltann á Ollu sem reynir að snúa en hún setur hann út á Jelenu sem finnur Andreu á auðum sjó vinstra megin. Andrea hins vegar rangstæð.
28. mín
Andrea kemur sér laglega framhjá Betsy og setur boltann inn á teig en Chante er örugg í teignum og kastar sér á boltann.
26. mín
Stjarnan í færi!

Katrín með fyrirgjöf og Aníta er mætt inn á teig en hún hittir boltann ekki almennilega.

Katrín virtist vera koma úr rangstæðu þegar hún fékk boltann, Þróttarar láta í sér heyra.
24. mín
Danielle fær boltann út til hægri og keyrir upp og kemur með fyrirgjöf en beint í fangið á Chante.
23. mín
Vá! Jasmín með frábæra sendingu inn fyrir vörnina í hlaupið hjá Anítu sem kemst ein í gegn en setur boltann framhjá. Flaggið fór svo upp!
18. mín
Jasmín í dauðafæri!!

Þróttarar varla búnar að taka miðju þegar Jasmín fær sendingu í gegn og kemst ein á móti Írisi! Varnarlína Þróttar ekki alveg með á nótunum þarna en Íris gerir vel og lokar á Jasmín.
17. mín MARK!
Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
MAAARK!!

Stjarnan fær aukaspyrnu á góðum stað á vinstri kantinum. Sædís með boltann inn á teig en Jelena skallar frá, en þar er Betsy mætt fyrir utan teig hægra megin og á geggjað skot upp í fjærhornið framhjá Írisi!
16. mín
Olla komin með boltann inn í teig og keyrir upp að markinu og reynir að koma skoti á markið en fer í varnarmann og í horn.
14. mín
Þróttarar aftur heppnar að fá ekki á sig mark eftir klaufaleg mistök! Stjarnan að pressa hátt, Íris fær sendingu til baka og hittir ekki boltann en nær svo að koma boltanum á Sóleyju.
13. mín
Jelena missir boltann á vondum stað og Gyða reynir að senda Katrínu í gegn en hún er rangstæð.
10. mín
ÚFF!!

Íris með mjög misheppnaða sendingu beint á Jasmín sem fær dauðafæri en hún er aðeins of lengi að koma skotinu á markið og Íris ver svo.
9. mín
Það er gríðarlegur kraftur í gestunum hérna á upphafsmínútunum!

Mikið klafs fyrir framan mark Stjörnunnar eftir hornspyrnuna en Stjarnan kemur þessu frá að lokum.
8. mín
Þróttur aftur í góðu færi!!

Nú er það Danielle sem keyrir upp völlinn og kemur boltanum fyrir á Murphy sem nær skoti á markið en Chante á geggjaða vörslu og Þróttur fær horn!
6. mín
Þróttur í dauðafæri!!

Olla fær boltann á vallarhelmingi Þróttar, heldur boltanum vel og setur boltann upp á Murphy sem er með mikið pláss og á góðan sprett, kemst inn á teig og setur boltann út til hægri á Danielle sem er ein á móti Chante sem sér við henni!

Þarna náðu Þróttarar að galopna varnarlínu Stjörnunnar.
5. mín
Sædís Rún með skot af löngu færi sem fer yfir markið.
3. mín
Danielle sækir aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu úti á vinstri kanti.

Murphy með spyrnuna inn á teig en Gyða kemur þessu fram.
2. mín
Þróttarar byrja af krafti!

Olla setur boltann inn í teig á Murphy sem reynir skot sem fer í varnarmann og svo á María Eva skot sem fer í varnarmann og aftur fyrir.

Þróttur fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Það eru gestirnir sem hefja leik og sækja í átt að Reykjavík.
Fyrir leik
Byrjunarliðin!

Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá hér til hliðanna.

Katrín Ásbjörns kemur aftur inn í lið Stjörnunnar og Arna Dís er ekki með í kvöld.

Þróttur gerir eina breytingu frá síðasta leik, Jelena Tinna kemur inn fyrir Freyju Karín.
Fyrir leik
Dómgæslan:


Dómari leiksins er Gunnar Freyr Róbertsson og honum til aðstoðar eru Guðni Freyr Ingvason og Hreinn Magnússon.

Eftirlitsmaður er Ólafur Ingi Guðmundsson.
Fyrir leik
Markahæstar:

Ef skoðað er listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar má sjá að það eru Stjörnukonur í tveimur efstu sætunum.

Jasmín Erla Ingadóttir er efst á lista með 10 mörk og Gyða Kristín Gunnarsdóttir er næst á eftir með 8 mörk, jafn mörg og Brenna Lovera leikmaður Selfoss og Sandra María Jessen leikmaður Þór/KA.


Jasmín Erla - 10 mörk


Gyða Kristín - 8 mörk
Fyrir leik
Spáin:
Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Inter Milan spáði í 16. umferðina og svona lítur hennar spá út fyrir leik kvöldsins:

Stjarnan 3 - 2 Þróttur
Tvö virkilega skemmtileg og vel spilandi lið að mætast og er baráttan um Meistaradeildarsætið enn galopin. Verður jafn og skemmtilegur leikur en Stjarnan tekur þetta 3-2.

Skoðaðu spána í heild hér!


Anna Björk
Fyrir leik
Fyrri viðureignin:

Liðin mættust í Laugardalnum í fyrri umferðinni þann 1. júní. Þar fór Stjarnan með 1-0 sigur með marki frá Gyðu Kristínu í lok fyrri hálfleiksins.


Álfhildur Rósa og Jasmín Erla eigast við í fyrri leiknum.
Fyrir leik
Staðan í deildinni og síðustu leikir:

STJARNAN
Stjörnukonur eru í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, fimm stigum á eftir Breiðablik og þremur stigum á undan Þrótti. Með sigri í kvöld komast þær tveimur stigum frá 2. sætinu þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu.

Í síðustu fimm leikjum hafa þær unnið tvo og gert þrjú jafntefli.

Stjarnan gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í síðustu umferð. Mark Stjörnunnar skoraði Gyða Kristín Gunnarsdóttir.


ÞRÓTTUR R.
Þróttur R. er í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigum á eftir Stjörnunni, með jafnmörg stig og Selfoss sem unnu KR í gær.

Í síðustu fimm leikjum hafa þær unnið þrjá og tapað tveimur. Töpin komu í síðustu tveimur leikjum.

Í síðasta leik töpuðu þær 3-2 fyrir Keflavík á heimavelli. Mörk Þróttar skoruðu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir.
Fyrir leik


Góða kvöldið lesendur góðir og verið velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Þrótti Reykjavík.
Þetta er lokaleikur 16. umferðar Bestu deildar kvenna.

Leikurinn hefst kl. 19:15!
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
10. Danielle Julia Marcano
12. Murphy Alexandra Agnew ('59)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
21. Lorena Yvonne Baumann
23. Sæunn Björnsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('76)
77. Gema Ann Joyce Simon ('55)

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('76)
14. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir ('59)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('55)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas

Gul spjöld:
Lorena Yvonne Baumann ('51)

Rauð spjöld: