Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
Venesúela
0
1
Ísland
0-1 Ísak Bergmann Jóhannesson '87 , víti
22.09.2022  -  16:00
Motion Invest Arena
Vináttulandsleikur í Austurríki
Aðstæður: Milt og gott veður, völlurinn góður
Dómari: Sebastian Gishamer (Austurríki)
Maður leiksins: Aron Einar Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Joel Graterol (m)
2. Nahuel Ferraresi
5. Christian Larotonda
6. Christian Makoun
7. Jefferson Savarino ('76)
8. Tomás Rincón (f)
9. Jhon Murillo ('64)
10. Yeferson Soteldo ('64)
16. Josua Mejías
22. Yohán Cumana ('39)
23. Salomón Rondón ('76)

Varamenn:
3. Yordan Osorio
11. Eduard Bello
12. Alain Baroja
13. José Martínez ('64)
14. Óscar González ('39)
15. Mikel Villanueva
17. Josef Martínez ('76)
18. Emerson Ruiz
19. Sergio Córdova
20. Ronald Hernández
21. Juan Pablo Añor ('76)
24. Erickson Gallardo ('64)
25. Teo Quintero
26. Jean Fuentes
27. Andrés Romero

Liðsstjórn:
José Pékerman (Þ)

Gul spjöld:
Josua Mejías ('15)
Yeferson Soteldo ('27)
Christian Larotonda ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!


Sigur! Flott veganesti í leikinn gegn Albaníu á þriðjudaginn! Leik sem vonandi verður úrslitaleikur um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.
93. mín
+3 Aron Einar með mikilvæga hreinsun. Venesúela að leita að jöfnunarmarki.
91. mín
3 mínútum bætt við.
90. mín
Langt innkast sem Venesúela skallar frá.
87. mín Mark úr víti!
Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
GLÆSILEG SPYRNA!!! ÞÉTTINGSFÖST Í ÞAKNETIÐ! Á mitt markið á meðan markvörðurinn skutlar sér til hliðar.
87. mín
Brotið á Þóri Jóhanni Helgasyni. Er á undan í boltann og Gonzalez brotlegur. Réttur dómur.
86. mín
VÍTI!!! ÍSLAND FÆR VÍTI!!!!
86. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
84. mín
Jón Dagur með sendingu, boltinn í varnarmann og svo aftur í Jón og afturfyrir. Markspyrna. Pirrandi.
84. mín

81. mín Gult spjald: Christian Larotonda (Venesúela )
Of seinn í tæklingu.
81. mín
Josef Martínez með skot úr þröngu færi en boltinn beint í fangið á Rúnari.
79. mín


Alfreð Finnbogason í baráttu fyrr í leiknum.

76. mín
Inn:Josef Martínez (Venesúela ) Út:Salomón Rondón (Venesúela )
Ég flokka þetta sem heiðursskiptingu!
76. mín
Inn:Juan Pablo Añor (Venesúela ) Út:Jefferson Savarino (Venesúela )
76. mín
ÞARNA MÁTTI LITLU MUNA! Jón Dagur að búa til vandræði fyrir Venesúela og sendir á Andra Lucas en á síðustu stundu ná mótherjarnir a ðkoma boltanum í horn.
74. mín
Christian Larotonda með skot en hittir ekki rammann. Framhjá.
73. mín
Þetta er ekki mikil skemmtun en þó miklu skárra en í fyrri hálfleik. Það er allavega eitthvað að gerast. Gæðin þó ekki mikil og mörg mistök.
67. mín
Meira bit frá okkur mönnum núna. Ísak Bergmann með hættulega hornspyrnu og í kjölfarið er það svo Mikael Egill sem á skot sem hittir ekki markið. Mikael óhræddur við að skjóta!
65. mín
MIKAEL EGILL FÆR HÖRKUFÆRI EN NÆR EKKI AÐ HALDA BOLTANUM INNI!

Jón Dagur skallar boltann til Mikaels Egils sem er í flottu færi í teignum en skýtur yfir.
64. mín
Inn:Erickson Gallardo (Venesúela ) Út:Yeferson Soteldo (Venesúela )
64. mín
Inn:José Martínez (Venesúela ) Út:Jhon Murillo (Venesúela )
61. mín
FYRSTA SKOT ÍSLANDS Í LEIKNUM!

Mikael Egill lætur vaða fyrir utan teig, vel yfir. En gleðiefni að við áttum marktilraun!
58. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Ísland) Út:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
58. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Út:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
58. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
58. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
52. mín
Rétt áðan kom skot á markið! Rúnar Alex varði skot frá Rondón. Skot af löngu færi sem Rúnar Alex varði auðveldlega. Reynt að grípa hann í landhelgi.
50. mín
Myndir úr fyrri hálfleiknum:


47. mín
Hendi á Hörð Björvin á miðjum vallarhelmingi Venesúela.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Engar breytingar í hálfleiknum!
45. mín
Hálfleikstölfræði
Með boltann: 47% - 53%
Marktilraunir: 4-0
Á markið: 0-0
Sendingar: 186-216
Gul spjöld: 2-0
45. mín
Hálfleikur
Nánast tíðindalaus fyrri hálfleikur að baki en það hefur verið nokkur harka.
45. mín
Hákon tók spyrnuna sem reyndist æfingabolti fyrir Graterol markvörð.
45. mín
+2

Guðlaugur Victor með fyrirgjöf sem varnarmaður kemst fyrir. Ísland fær hornspyrnu sem Jón Dagur mun taka.
45. mín
Alveg svakalega leiðinlegur fyrri hálfleikur. Ekki komið skot á rammann og Ísland ekki náð að skapa sér teljandi marktækifæri.

Þrjár mínútur í uppbótartíma.
45. mín
Jón Dagur átti að fá aukaspyrnu á hættulegum stað en austurríski dómarinn klikkar og dæmir ekkert.
44. mín
Arnar ætlar víst að nota allar sínar skiptingar í leiknum svo það verða vafalítið margar breytingar í hálfleik.
43. mín
Hákon með fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem Venesúela skallar í burtu.
43. mín
Guðlaugur Victor með fyrirgjöf sem siglir framhjá öllum. Það fjarar allt út hjá okkur á síðasta þriðjungi.
40. mín
Jón Dagur ekki langt frá því að komast inní sendingu á stórhættulegum stað en Graterol nær með naumindum að vera rétt á undan.
39. mín
Inn:Óscar González (Venesúela ) Út:Yohán Cumana (Venesúela )

38. mín
Cumana kvalinn á vellinum. Leikurinn verið rosalega mikið stopp í þessum fyrri hálfleik.
36. mín
Það eru komnir Íslendingar í stúkuna! Systir Höskulds og fleiri góðir Vínarbúar. Nú verður fjör!
35. mín
Hörður Björgvin tekur langt innkast frá hægri. Aron í baráttu í teignum en nær ekki að hitta boltann.
30. mín
Cumana liggur eftir á vellinum, rann á grasinu þegar enginn var nálægt. Þarf aðhlynningu. Ekki mikið flæði í leiknum núna og Venesúelamennirnir eru pirraðir.
28. mín
Venesúela stuðningsmenn brjálaðir í stúkunni yfir Hákoni sem veifaði til þeirra - var ekki til að róa þá, þvert á móti.
27. mín Gult spjald: Yeferson Soteldo (Venesúela )
Fær spjald fyrir tuð og leiðindi.
27. mín
Hákon braut á Murillo en Venesúela hélt boltanum og dómarinn notar hagnaðarregluna.
25. mín
Heyrist mjög vel í Aroni Einari í vörninni sem stýrir mönnum í kringum sig eins og hann er vanir.
23. mín
Savarino kemur sér í ógnandi stöðu en Hörður Björgvin rennir sér fyrir og þetta endar í hornspyrnu. Ekkert kemur úr spyrnunni.
22. mín
MESTA HÆTTAN Í LEIKNUM HINGAÐ TIL.

Rúnar Alex með misheppnaða sendingu frá markinu, beint á Rondón sem tekur skotið fyrir utan teig en framhjá fer boltinn. Rúnar Alex heppinn.
20. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
Arnór hefur lokið leik og hinn tvítugi Mikael Egill Ellertsson fær tækifæri til að sýna sig og sanna.
18. mín
Vesen á boltanum, ekki í fyrsta sinn í þessum leik. Leikmenn ósáttir við keppnisboltana.

Arnór liggur aftur í grasinu og sjúkraþjálfararnir mæta aftur inn. Ekki gott.
16. mín
Arnór Sigurðsson getur haldið leik áfram. Fögnum því. Jón Dagur með fyrirgjöf úr aukaspyrnunni, Aron Einar flikkar boltanum í átt að Guðlaugi Victori sem nær ekki til boltans.
15. mín
15. mín Gult spjald: Josua Mejías (Venesúela )
Úfffff ansi groddaraleg tækling. Tæklar Arnór Sigurðsson niður við hliðarlínuna. Fyrir mér var þetta vel appelsínugult. Arnór þarf aðhlynningu.
14. mín
Náum ekki að gera mat úr hornspyrnunni. Endar í höndum Graterol markverði.
13. mín
Alfreð gerir vel, Hörður Björgvin vinnur hornspyrnu.
10. mín
Mistök hjá íslenska liðinu. Davíð Kristján með slaka sendingu þegar Rúnar Alex var kominn vel úr markinu, Savarino tekur skotið en það var ákaflega slappt og fór framhjá. Hann var með möguleika í kringum sig en ákvað að taka skotið.
8. mín
Guðlaugur Victor með fyrirgjöf frá hægri en varnarmaður Venesúela kemst fyrir þetta.
5. mín
Rondón ýtir við Aroni Einari rétt fyrir utan vítateig Íslands. Rondón dæmdur brotlegur.
4. mín
Guðlaugur Victor kom upp hægra megin en flaggaður rangstæður.
3. mín
Það eru sirka 30-40 manns á vellinum. Hafa þekkt rétta fólkið og náð að koma sér inn. Ísland byrjaði leikinn á pressu.
1. mín
Leikur hafinn
Venesúelamenn hefja leikinn. Þeir eru alhvítir, við erum albláir. Fyrir leikinn var mínútuþögn til minningar um föður Salomón Rondón sem lést á dögunum. Var ákveðið rétt fyrir leik.
Fyrir leik
Verið er að leika þjóðsöngvana. Byrjað á Venesúela og svo er það þjóðsöngur Íslendinga, lofsöngurinn. Ó, guð vors lands.
Fyrir leik
Þessi leikur verður algjörlega áhorfendalaus... minnir fullmikið á Covid tímann drepleiðinlega.
Fyrir leik
Það er ansi notalegt hérna á vellinum. Ég er jú eini fjölmiðlamaðurinn sem hér er staddur svo menn eru lítið að stressa sig á hlutunum. Milt og gott veður. Hálfskýjað og 15 gráður. Völlurinn mjög góður að sjá.
Fyrir leik
676 dagar síðan Alfreð spilaði síðast fyrir landsliðið
Það var leikur í Þjóðadeildinni í nóvember 2020.
Fyrir leik


Aron Einar spilar sinn 98. landsleik í dag. Síðast spilaði hann fyrir landsliðið í júní í fyrra, í 2-2 jafntefli gegn Póllandi í vináttulandsleik. Birkir Bjarnason á landsleikjamet Íslands og heldur áfram að smyrja ofan á það í dag. Hans 111. landsleikur, takk fyrir túkall.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Búið að kveikja á flóðljósunum og okkar menn mættir í upphitun. Það má reikna með því að byrjunarlið Íslands gegn Albaníu verði það sama og í þessum leik. Lyktar af því að þetta sé algjörlega notað sem æfing fyrir þann mögulega úrslitaleik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Byrjunarlið Venesúela er komið inn og hægt er að sjá það hér til hliðar. Jose Pekerman er þjálfari Venesúela. Reyndur Argentínumaður sem var með kólumbíska landsliðið 2012-2018, áður en hann tók við Venesúela seint á síðasta ári. Hann er 73 ára og var með argentínska landsliðið 2004-2006.
Fyrir leik


Strákarnir okkar eru búnir að taka göngutur um völlinn hér í Austurríki. Það verður einmitt heimamamaður sem heldur um flautuna. Sebastian Gishamer heitir dómarinn.
Fyrir leik


Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur opinberað byrjunarliðið.

Rúnar Alex Rúnarsson heldur stöðunni í markinu þrátt fyrir að Elías Rafn Ólafsson sé kominn aftur. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði kemur beint inn í byrjunarliðið og spilar sem miðvörður en hann hefur verið að leika þá stöðu með félagsliði sínu, Al Arabi í Katar.

Guðlaugur Victor Pálsson leikur sem hægri bakvörður og Alfreð Finnbogason er í fremstu víglínu.
Fyrir leik
Klefinn er klár á Motion Invest Arena!

Fyrir leik
Flestir í leikmannahópi Venesúela spila í Suður-Ameríku eða í bandarísku MLS-deildinni. Þar eru þó nokkur nöfn úr evrópska fótboltanum sem fólk ætti að þekkja.

Þar á meðal er Salomon Rondon, sóknarmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann er markahæsti landsliðsmaður Venesúela frá upphafi með 35 mörk í 89 leikjum.

Fyrirliði Venesúela heitir Tomas Rincon og spilar fyrir Sampdoria á Ítalíu. Hann er 34 ára og hefur spilað 118 landsleiki.
Fyrir leik
Hluti af gamla bandinu er mættur aftur. Þar á meðal Alfreð Finnbogason. Ég spjallaði við Alfreð á þriðjudag og viðtalið er hér:

Fyrir leik
Á þriðjudag fór ég og heimsótti hótel íslenska landsliðsins í Vínarborg og ræddi þar við nokkra leikmenn. Þar á meðal Jón Dag Þorsteinsson sem færði sig um set í sumar og er kominn í belgíska boltann.


Fyrir leik
Hér má sjá landsliðshóp Íslands fyrir þennan glugga. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari þurfti að gera eina breytingu á upprunalegum hóp. Alfons Sampsted datt út vegna meiðsla og inn kom fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson.

Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor
Elías Rafn Ólafsson - Midtjylland
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking

Varnarmenn:
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk
Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark
Fyrir leik
Heil og sæl, velkomin með okkur til Austurríkis!

Hér á Motion Invest Arena í úthverfi Vínar fer fram vináttulandsleikur Venesúela og Íslands. Leikurinn hefst 18 hér að staðartíma en 16 að íslenskum tíma.

Ísland hefur aldrei áður mætt Venesúela í landsleik. Lið Venesúela er sem stendur í 56. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 63. sæti.

Ísland leikur tvo leiki í þessum glugga, aðalmálið er leikur við Albaníu í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram í Tirana þriðjudaginn 27. september og gæti endað sem úrslitaleikur um sæti í A-deildinni.Á myndinni má sjá Aron Einar Gunnarsson, sem er mættur aftur í landsliðið, á æfingu í Vín á mánudaginn. Aron er tekinn aftur við fyrirliðabandinu.
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
8. Birkir Bjarnason ('58)
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('86)
10. Arnór Sigurðsson ('20)
11. Alfreð Finnbogason ('58)
16. Stefán Teitur Þórðarson ('58)
17. Aron Einar Gunnarsson
17. Hákon Arnar Haraldsson ('58)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
6. Hjörtur Hermannsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
9. Sveinn Aron Guðjohnsen
15. Aron Elís Þrándarson ('58)
17. Daníel Leó Grétarsson
18. Mikael Anderson ('86)
18. Mikael Egill Ellertsson ('20)
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('58)
20. Þórir Jóhann Helgason ('58)
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('58)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: