Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
KA
1
0
KR
1-0 Grétar Snær Gunnarsson '49 , sjálfsmark
02.10.2022  -  15:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 715
Maður leiksins: Þorri Mar Þórisson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('79)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('64)
14. Andri Fannar Stefánsson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson ('90)
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('64)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('79)
28. Gaber Dobrovoljc ('90)
44. Valdimar Logi Sævarsson
90. Elvar Máni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('51)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lýkur hér með 1-0 heimasigri. Það þarf mikið að gerast til að þeir komist ekki í Evrópukeppnina úr þessu!

Skýrsla og viðtöl væntanleg á vefinn á eftir.
95. mín
Theodór Elmar heppinn að klára leikinn. Rífur Gaber niður til að stöðva skyndisókn en ekkert spjald dæmt.
94. mín
Jajalo handsamar knöttinn og neglir honum langt fram.
93. mín
KR fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi KA. Er þetta síðasti séns til að jafna?
90. mín
Fimm mínútum bætt við!
90. mín
Inn:Gaber Dobrovoljc (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
88. mín
Þorri Mar steinliggur hérna eftir tæklingu, sá ekki hvað gerðist en hann virðist vera sárþjáður. Hann er staðinn upp og haltrar af velli. Það er skipting í vændum.
87. mín
Atli Sig köttar inn til vinstri og á skot rétt fyrri utan vítateig en boltinn beint á Jajalo.
83. mín
Ekki mikið að frétta síðustu mínútur...
83. mín
Inn:Pálmi Rafn Pálmason (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
79. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
78. mín
Sveinn Margeir með skotið en það hægist á því eftir að hafa farið af varnarmanni og Beitir ekki i vandræðum.
76. mín
Þorri staðinn á fætur og heldur leik áfram. Dusan og Kjartan Henry áttust eitthvað við í hasarnum áðan.
75. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Smá æsingur hér. Theodór fær gult, hefði örugglega getað veifað fleiri spjöldum. Þorri Mar liggur eftir.
73. mín
Ægir Jarl gerir vel að koma sér í skotfæri en þarf að teygja sig í boltann og skotið því laust og Jajalo ekki í vandræðumþ
71. mín
KA menn vilja hendi víti en Erlendur lætur sér ekkert segjast. Þorsteinn Már fær hann klárlega í hendina!
70. mín
KA menn að pressa vel á gestina. Fá hér aðra hornspyrnuna í röð.
68. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
68. mín
Hallgrímur Mar með skotið vel yfir.
67. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
66. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
66. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
64. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Framherja skipting hjá báðum liðum.
63. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
61. mín
KA menn komust upp í hraða skyndisókn eftir hornið, Hallgrímur ein á móti varnarmanni KR en hann nær ekki skoti á markið.
61. mín
KR fær hornspyrnu.
58. mín
Bryan og Hallgrímur með áhugaverða útfærslu á aukaspyrnu. Bryan fór tvisvar yfir boltann, Hallgrímur einun sinni áður en aukaspyrnan var tekin. Fyrirgjöfin ekki góð og KRingar skalla frá.
54. mín
Daníel Hafsteinsson komst í fínt færi inn á teignum en skotið hans beint á Beiti.
51. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
49. mín SJÁLFSMARK!
Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Stoðsending: Þorri Mar Þórisson
MAAAAARK!!!

KA menn komast yfir hér snemma í síðari hálfleik! Þorri Mar með sprettinn inn á teiginn og á sendingu fyrir sem mér sýnist fara af Grétari Snæ og í netið!
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur! KRingar hafa verið meira með boltann í fyrri hálfleik en KA menn hafa fengið hættulegri færi.
41. mín
Hallgrímur fær boltann á vítateigslínunni og skotið í fjærhornið en það er of utarlega og fer framhjá markinu.
40. mín
Klafs inná teig KA manna, boltinn fer manna á milli en fer að lokum afturfyrir endamörk, markspyrna.
37. mín
Hallgrímur Mar missir boltann á vondum stað. Kennie Chopart kemst í fína stöðu rétt fyrir utan vítateiginn og á skot sem Jajalo ver vel.
35. mín
Róast heldur betur yfir þessu. Boltinn meira og minna á vallarhelmingi KA en gestirnir ekki að skapa sér neitt.
28. mín
KA að sækja í sig veðrið síðustu mínútur. Fínt færi hér hjá Ásgeiri en laust skot, auðvelt fyrir Beiti.
26. mín
Hallgrímur Mar prjónar sig í gegnum vörn KR og á skot sem fer beint á Beiti, hnan þarf tvær tilraunir til að handsama knöttinn.
25. mín
Bryan Van Den Bogaert með frábæra stungusendingu ætlaða Ásgeiri en hann nær ekki að taka á móti boltanum sem rúllar að lokum í fangið á Beiti.
22. mín
Atli Sig við það að sleppa í gegn en nær ekki að taka boltann með sér!
17. mín
Stefán Árni fær boltann rétt fyrir utan teiginn og tekur hann á volleyinu en boltinn fer yfir.
15. mín
KR fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Ívar átti hér hörkutæklingu, lögleg að mínu mati en fór af mikilli hörku í hana.

KR fær hornspyrnu í kjölfarið.
10. mín
Hallgrímur Mar fær að leika lausum hala og rekur boltann frá miðju. Tekur svo skotið rétt fyrir utan vítateig en það er vel framhjá.
7. mín
Kristinn Jónsson fær boltann inn á vítateig KA og reynir að sóla mann og annan og reynir fyrirgjöfina sem fer af varnarmanni KA og aftur í Kristinn á leiðinni útaf.
4. mín
Byrjar nokkuð rólega. Liðin að þreifa fyrir sér. Bæði lið verið a ðbrjóta af óþörfu á miðjum vellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn koma þessu af stað!
Fyrir leik
Blíða

Það er svoleiðis bongó blíða hér. Fullkomið að starta úrslitakeppninni í þessu veðri!
Fyrir leik
Breyting á byrjunarliði KR

Grétar Snær Gunnarsson er kominn inn í byrjunarlið KR en fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson dettur út. Theodór Elmar Bjarnason tekur við bandinu.
Fyrir leik
Kristján Kári spáir í spilin
KA 0 - 2 KR (15:00 í dag)
KR koma brjálaðir og vinna óvæntan sigur á KA. Atli Sigurjóns setur eitt í fyrri og svo setur Stefán Árni eitt í seinni, 2-0 lokatölur. segir Kristján Kári.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
KA stillir upp sterku liði en Jakob Snær Árnason er fjarverandi þar sem hann tekur út leikbann. Valdimar Logi Sævarsson og Elvar Máni Guðmundsson eru á bekknum en þeir eru báðir fæddir árið 2006.

Kristinn Jónsson er í byrjunarliði KR en þetta er aðeins hans 13. leikur í sumar. Þá byrjar Aron Þórður Albertsson en hann skoraði eina markið í viðureign þassara liða í sumar.
Fyrir leik
Dómarateymið
Erlendur Eiríksson verður með flautuna hér í dag. Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon verða honum til aðstoðar. Elías Ingi Árnason verður á hliðarlínunni og Bragi Bergmann er eftirlitsmaður KSÍ.
Erlendur Eiríksson
Fyrir leik
Þjálfarabreytingar KA
Arnar Grétarsson hætti sem þjálfari KA fyrir rúmri viku síðan en aðstoðarþjálfarinn hans, Hallgrímur Jónasson tekur við liðinu og stýrir því í fyrsta sinn sem aðalþjálfari í dag. Hann mun stýra liðinu næstu þrjú árin.

Hallgrímur Jónasson og Arnar Grétarsson
Fyrir leik
KA er í 3. sætinu sem gefur Evrópusæti en liðið er með 43 stig, jafn mörg og Bikarmeistarar Víkings sem er í sætinu fyrir ofan. KR er 12 stigum á eftir KA og þarf því nánast kraftaverk til að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili.

KR hafði betur gegn KA í deildarkeppninni í sumar en liðin buðu ekki á neina markaveislu. Markalaust á Meistaravöllum og 1-0 sigur KR hér á Greifavellinum.
Aron Þórður Albertsson skoraði gegn KA hér á Greifavellinum fyrr í sumar
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og KR á Greifavellinum á Akureyri. Um er að ræða fyrsta leikinn í efrihlutanum í úrslitakeppninni. Góða skemmtun!
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Stefán Árni Geirsson ('68)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('83)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('63)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('68)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('63)
10. Kristján Flóki Finnbogason
17. Stefan Ljubicic

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('66)
Grétar Snær Gunnarsson ('67)
Theodór Elmar Bjarnason ('75)

Rauð spjöld: