Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 2
1
Stjarnan
Lengjudeild karla
Keflavík
LL 3
0
Afturelding
Besta-deild karla
Fram
LL 1
1
ÍA
Besta-deild karla
HK
LL 1
2
Valur
Víkingur R.
3
2
Valur
0-1 Jesper Juelsgård '29
0-2 Birkir Heimisson '45
Danijel Dejan Djuric '70 1-2
Nikolaj Hansen '84 2-2
Danijel Dejan Djuric '86 3-2
05.10.2022  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Vel svalt en hægur vindur og teppið slétt eins og venjulega
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Danijel Dejan Djuric
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('61)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('61)
18. Birnir Snær Ingason ('61)
20. Júlíus Magnússon (f) ('61)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason ('61)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
14. Sigurður Steinar Björnsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('61)
19. Danijel Dejan Djuric ('61)
23. Nikolaj Hansen ('61)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('31)
Júlíus Magnússon ('38)
Halldór Smári Sigurðsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ótrúleg endurkoma Víkinga staðreynd!
Var alls ekki í spilunum þegar 20 mínútur voru eftir en fjórföld skipting Arnars gerði svo sannarlega gæfumuninn.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Jesper að bjarga Valsmönnum. Arnór Borg að sleppa í gegn en daninn gerir virkilega vel að ná honum og hirða af honum boltann.
91. mín
Valsmenn eiga hornspyrnu.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
89. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Glæfraleg tækling hjá Halla og réttilega gult spjald.
87. mín Gult spjald: Jesper Juelsgård (Valur)
86. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Víkingar eru búnir að snúa leiknum sér í vil!!!!!!

Dani fer illa með Heiðar úti til vinstri og kemst inn á teiginn þar sem hann leggur boltann snyrtilega í netið í gegnum klofið á Hólmari.

Þvílíkur lokakafli hjá Víkingum.
84. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Arnór Borg Guðjohnsen
Nikolaj Hansen er að jafna fyrir Víkinga!!!!!

Setja í fluggírinn upp völlinn hægra megin og skilja Valsmenn eftir. Arnór Borg leggur boltann fyrir markið þar sem Niko mætir og skorar af stuttu færi. Frábærir dagar fyrir þann danska sem hefur glímt við meiðsli í sumar.
81. mín
Víkingum liggur á og spil þeirra orði tilviljanakennt hérna. Stig yrði mikill sigur fyrir þá eins og leikurinn hefur þróast.
76. mín
Dani Djuric verið mjög áræðinn eftir að hann fann takt í leiknum. Á hér skot en boltinn beint á Frederik.
75. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
75. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur)
74. mín
Erlingur Agnarsson í dauðafæri!!!!!

Skyndisókn Víkinga og Dani finnur Erling í hlaupinu sem setur boltann hárfínt framhjá markinu einn gegn Frederik.
72. mín
Allt í einu alvöru líf í Víkingum sem pressa þungt.
70. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Þetta var meira það sem Víkingar standa fyrir.

Boltinn færður hratt kanta á milli, Pablo finnur Dani hægra meginn í teignum sem leikur aðeins áfram og lætur vaða og boltinn syngur í fjærhorninu.
69. mín
Gengur fátt upp hjá Víkingum. Allt þeirra spil ekki eins og maður á að venjast. Hægt og fyrirsjáanlegt og Valsmenn ekki þurft að hafa of mikið fyrir hlutunum til baka.
66. mín
Guðmundur Andri í ágætu færi hægra megin í teignum en skot hans beint á Ingvar sem slær boltann í horn.

Hólmar í baráttunni eftir hornið en skalli hans yfir markið.
62. mín
Arnar ekkert að spara það. Breytinga þörf og hann sér það.
61. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
61. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
61. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
61. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
61. mín
Sigurður Egill í dauðfæri einn gegn Ingvari eftir sendingu frá Heiðari en Ingvar mætir honum og ver.

Víkingar stálheppnir.
60. mín
Víkingar að undirbúa fjórfalda skiptingu.

Arnór, Dani, Niko og Viktor allir klárir við hliðarlínu.
56. mín
Ari Sigurpáls í fínu færi í teignum eftir snarpa sókn Víkinga en Frederik slær boltann afturfyrir.

Kýlir hornið svo frá.
54. mín
Karl Friðleifur með skot af löngu fær sem að Fredrik ver ó horn.
51. mín
Logi Tómassson dettur óvænt einn í gegn eftir langa sendingu fram völlinn. Skot hans slakt og framhjá markinu.
48. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn þurfa sannarlega að bæta í ætli þeir sér eitthvað út úr þessum leik.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Víkinni. Valsmenn vængjum þöndum hér á meðan að orðið bikarþynnka kemur sterkt upp í hugann um Víkinga.
45. mín MARK!
Birkir Heimisson (Valur)
Hvað er Oliver Ekroth að gera?

Tapar boltanum í eigin vítateig til Birkis sem pressar á hann með aðstoð Arons. Birkir lætur vaða á markið, klobbar Júlíus með skotinu og boltinn liggur í netinu hjá Ingvari.

Rosalega ódýrt mark. Víkingar verið hreint út sagt slakir til þessa í kvöld.
45. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Fáum 3 mínútur í uppbót í fyrri hálfleik.

Mjög svipaður staður og Tryggvi Hrafn skoraði frá í leik liðanna á dögunum en hann er ekki með í dag vegna meiðsla. Aron Jó tekur.

Yfir markið fer boltinn.
42. mín
Víkingar stálheppnir!

Sigurður Egill finnur Guðmund Andra í frábærri stöðu en Guðmundur alltof lengi að athafna sig og gefur Víkingum færi á að komast fyrir, boltinn á Birki Heimis sem reynir skot en Ingvar ver.
40. mín
Logi Tómasson með skot að marki en Frederik ver og slær boltann frá.
38. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Brýtur tvívegis af sér með stuttu millibili Sigurði Hirti til lítillar gleði. Hans sjöunda spjald í sumar.

Verður ekki með gegn KA geri ég ráð fyrir því aganefnd hittist á þriðjudögum en ætti að ná leiknum gegn Stjörnunni næst.
34. mín
Aron aftur að skapa fyrir liðsfélaga sína. Með góða fyrirgjöf frá hægri en skalli Sigurðar Egils hvergi nærri markinu.
31. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Tekur Ágúst Eðvald niður í hraðri sókn.
29. mín MARK!
Jesper Juelsgård (Valur)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
Valsmenn komast yfir!

Aron Jóhannsson með boltann úti til hægri og fær tíma og pláss til að virða fyrir stöðuna. Hann setur boltann fyrir markið þar sem Jesper mætir á fjærstöng og klárar með góðu hægri fótar skoti óverjandi fyrir Ingvar í markinu.
26. mín Gult spjald: Heiðar Ægisson (Valur)
Brýtur á Ara í skyndisókn og hendir boltanum svo í burtu.
26. mín
Inn:Lasse Petry (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll er búinn og Petry mætir í hans stað.
23. mín
Víkingum gengið ágætlega að finna svæði fyrir aftan bakverði Vals. Nú Ari Sigurpáls með svæði úti til hægri og finnur Erling í teignum en sá síðarnefndi nær ekki að framlengja boltann áfram á Birni em var í hörkufæri í teignum.
22. mín
Jú jú Haukur mættur aftur inn á og ætlar að reyna sig áfram.
20. mín
Haukur Páll sestur á völlinn og þarf aðhlynningu. Ekkert sem hann hefur ekki séð áður og kæmi mér á óvart að hann haldi ekki áfram.

Eða hvað?

Haukur alls ekki glaðlegur á svip og virkar nokkuð ósáttur.
20. mín
Júlíus Magnússon með skot að marki eftir ágæta sókn Víkinga en boltinn vel yfir markið.
18. mín
Valsmenn náð nokkrum góðum pressuköflum og þrýst Víkingsliðinu niður að eigin teig. Úrslitasendingin klikkað til þessa en oft skapast fínar stöður.
15. mín
Víkingar sækja, Helgi fær boltann úti til hægri gegn Hólmari. Færir boltann yfir á vinstri fótinn og lætur bara vaða á markið, skotið gott og á markið en Frederik vel á verði og slær boltann frá.
13. mín
Víkingar í basli til baka. Vond sending til baka sem Aron kemst inn í. Fær nægan tíma úti til hægri til að velja sendingu á mann inn á teignum en Ingvar gerir vel og slær boltann út.

Valsmenn fá horn í kjölfarið sem ekkert kemur upp úr.
11. mín
Víkingar sækja hratt, Ari leggur boltann fyrir Erling í hlaupinu sem kemur á ferðinni aleinn, Erlingur með skotið en Frederik ver í horn.

Skotið laust en var á leið í hornið fjær og varslan mjög góð.
10. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er staðreynd. Hún er Valsmanna.

Hólmar Örn á nærstöng með skalla en vel framhjá markinu.
7. mín
Helgi Guðjóns með spyrnuna, tekinn lágt útfyrir vegginn og framhjá markinu.
6. mín
Víkingar að fá aukaspyrnu á álitlegum stað eftir brot á Birni Snæ við teiginn.

Skömmu áður beitti Sigurður hagnaði eftir að brotið var á Ara Sigurpáls á miðjum vellinum. Ari liggur eftir og þarf aðhlynningu.
4. mín
Mjög róleg byrjun hér í Víkinni. Liðin að þreifa hvort á öðru og freista þess að finna svæði.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Víkinni. Það eru gestirnir frá Hlíðarenda sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Vekur athygli að Arnór Smárason er ekki í hóp hjá Val og þá er varamannabekkur liðsins ansi ungur miðað við oft áður í sumar.

Spurning hvort að Óli sé að huga að framtíð Vals undir öðrum þjálfara með því að leyfa yngri mönnum að fá nasaþef af alvöru bolta.
Fyrir leik
Liðin eru mætt í hús eins og venja er.

Víkingar gera þrjár breytingar á liði sínu frá bikarsigrinum um helgina. Viktor Örlygur Andrason, Danijel Djuric og Kyle Mc Lagan detta út fyrir þá Karl Friðleif Gunnarsson, Helga Guðjónsson og Halldór Smára Sigurðsson.

Hjá Val taka Birkir Már Sævarsson og Patrick Pedersen út leikbann. Auk þeirra detta Rasmus Christiansen og Lasse Petry. Inn í þeirra stað koma þeir Jesper Juelsgård, Heiðar Ægisson, Guðmundur Andri Tryggvason sem og Ágúst Eðvald Hlynsson.


Fyrir leik
Spámaðurinn

Kjartan Kári Halldórsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í ár, spáir í leiki umferðarinnar. Um leikinn sagði hann.

Skemmtilegur leikur þar sem Aron Jó og Tryggvi Hrafn skora fyrstu tvö mörk leiksins, en þá kveikja Víkingar á sér og Ari Sigurpáls skorar. Pablo Punyed setur hann síðan úr aukaspyrnu, 2-2 lokatölur.


Fyrir leik
Tríóið

Sigurður Hjörtur Þrastarson er dómari leikins og honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Sveinn Þórður Þórðarson. Erlendur Eiríksson er fjórði dómari og heldur mönnum í skefjum á bekknum en Halldór Breiðfjörð Jóhannssone er eftirlitsmaður KSÍ og sér til þess að allt fari fram eftir settum reglum.


Fyrir leik
Víkingar

Hvað gera Víkingar nú er sæti í Evrópu er tryggt eftir að liðið varð bikarmeistari um helgina? Titilinn er aðeins fjarlægur tölfræðilegur möguleiki og spurning hvort menn sjái það sem eitthvað merki um að það sé í lagi að slaka á. Á hin bógin má vera að liðið mæti pressulaust til leiks og nýti það til góðs í að sýna að þeir ætli sér ekki að gefast upp og muni mæta enn öflugri til leiks að ári.


Fyrir leik
Valur


Valsmenn þurfa sigur og ekkert annað ef þeir ætla sér að eiga einhvern minnsta raunhæfa möguleika á evrópusæti. Valsliðið hefur verið nokkuð sveiflukennt í sumar og átt góða leiki inn á milli en að sama skapi dottið niður á afskaplega lágt plan af jafn góðu liði og vera. Hafandi sagt það er ljóst að Ólafur Jóhannesson verður ekki áfram með liðið og mun það vera því sem næst klárt að Arnar Grétarsson tekur við liðinu að tímabilinu loknu.

Skörð eru hoggin í lið Vals fyrir leik kvöldsins en Birkir Már Sævarsson og Patrick Pedersen taka báðir út leikbann í kvöld. Birkir vegna fjögurra áminninga og Pedersen eftir að hafa fengið rautt spjald gegn KA í lokaumferðinni fyrir skiptingu deildarinnar.

Jákvætt fyrir Valsmenn er þó að Sigurður Egill Lárusson hefur skrifað undir nýjan samning við liðið um að leika með því næstu árin og segir sagan að hann hafi hafnað bæði Breiðablik og Víkingum og kosið að vera áfram að Hlíðarenda.


Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik nýkrýndra Bikarmeistara Víkings og Vals í efri hluta Bestu deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('26)
3. Jesper Juelsgård
4. Heiðar Ægisson
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('75)
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Ólafur Flóki Stephensen
13. Rasmus Christiansen
18. Lasse Petry ('26)
21. Sverrir Þór Kristinsson
23. Arnór Ingi Kristinsson ('75)
33. Hilmar Starri Hilmarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Heiðar Ægisson ('26)
Ágúst Eðvald Hlynsson ('75)
Jesper Juelsgård ('87)

Rauð spjöld: