Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Portúgal
4
1
Ísland
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir '52
Carole Costa '55 , víti 1-0
1-1 Glódís Perla Viggósdóttir '59
Diana Silva '92 2-1
Tatiana Pinto '108 3-1
Francisca Nazareth '120 4-1
11.10.2022  -  17:00
Estádio Capital do Móvel
Umspil fyrir HM
Aðstæður: Völlurinn gæti verið betri en veðrið er 10/10
Dómari: Stéphanie Frappart (Frakkland)
Byrjunarlið:
12. Patricia Morais (m)
5. Joana Marchão
8. Andreia Norton ('83)
9. Ana Borges
10. Jéssica Silva ('99)
11. Tatiana Pinto
13. Fátima Pinto ('64)
14. Dolores Silva
15. Carole Costa
16. Diana Silva ('116)
19. Diana Gomes

Varamenn:
1. Inês Pereira (m)
22. Rute Costa (m)
2. Lucia Alves
3. Ana Capeta ('99)
4. Bruna Costa
6. Andreia Jacinto ('64)
7. Vanessa Marques
17. Suzane Pires
18. Carolina Mendes
20. Francisca Nazareth ('83)
21. Andreia Faria
23. Telma Encarnação ('116)

Liðsstjórn:
Francisco Neto (Þ)

Gul spjöld:
Ana Borges ('35)
Jéssica Silva ('97)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Portúgal fer áfram. Ísland verður ekki með á HM á næsta ári.

Viðtöl, einkunnir og frekari umfjöllun koma inn á síðuna í kvöld.

Takk fyrir samfylgdina.
120. mín MARK!
Francisca Nazareth (Portúgal)
Portúgalska liðið kemst fjórar gegn tveimur, Francisca yfirveguð. Stoppar í teignum en fer svo framhjá tveimur varnarmönnum og klárar þetta.

120. mín
Tveimur mínútum bætt við.
119. mín
Portúgal með skot í hliðarnetið.



117. mín
Joana Marchão með skot sem Sandra ver.
116. mín
Inn:Telma Encarnação (Portúgal) Út:Diana Silva (Portúgal)

113. mín
Silva kemur boltanum í netið en er dæmd rangstæð.
113. mín
Portúgal nálægt því að skora fjórða markið. Capeta skallar framhjá úr dauðafæri.
112. mín

Frábær mynd sem Jónína Guðbjörg tók fyrr í leiknum.
110. mín
Inn:Amanda Andradóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
110. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Ísland) Út:Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
108. mín MARK!
Tatiana Pinto (Portúgal)
Stoðsending: Andreia Jacinto
Portúgal færist nær HM. Draumur Íslands á bak og burt. Portúgalska liðið hefur verið með öll völd á vellinum síðustu mínútur.

Pinto klárar frábærlega eftir fyrirgjöf.

106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar hafinn

105. mín
HÁLFLEIKUR Í FRAMLENGINGU
105. mín
GLÓDÍS MEÐ GEGGJAÐA VÖRN! Kastar sér fyrir skot frá Diana Silva sem var í dauðafæri.
105. mín
Uppbótartími fyrri hluta framlengingar.
104. mín
AGLA MARÍA kemst í skotfæri en Ana Borges nær að renna sér fyrir og kemur í veg fyrir að skot kæmist á rammann. Þetta tækifæri kom eftir virkilega flotta sókn íslenska liðsins.
103. mín
Portúgal að soga upp alla lausa bolta á miðsvæðinu þessa stundina.
102. mín
Joana Marchão reynir skot úr þröngri stöðu. Yfir.
101. mín
Hornspyrnan veldur usla en boltinn fer svo afturfyrir og dæmd er markspyrna. Sýndist boltinn reyndar ekkert vera farinn út af.
100. mín
Jæja Ísland fær hornspyrnu. Agla María mætir á vettvang til að taka spyrnuna.
99. mín
Inn:Ana Capeta (Portúgal) Út:Jéssica Silva (Portúgal)
98. mín
Það verður hægara sagt en gert að jafna þetta aftur. Ég hreinlega veit ekki hvort íslenska liðið sé með orku til þess að gera það.
97. mín Gult spjald: Jéssica Silva (Portúgal)
94. mín
Diana Silva með skot talsvert framhjá.
92. mín MARK!
Diana Silva (Portúgal)
Portúgal kemst yfir strax í upphafi framlengingar, eftir einfalda skyndisókn. Engin rangstaða. Diana nær að leika á Guðnýju og rennir boltanum svo af fagmennsku í hornið. Sandra var komin niður.

92. mín
Ísland að sækja!! Alexandra með skot en fer í Söru. Portúgal kemst í skyndisókn.
92. mín

91. mín
FRAMLENGINGIN ER HAFIN

Það var skiljanlegt þreytumerki á íslenska liðinu í lok venjulegs leiktíma. Ekkert grín að vera manni færri í svona langan tíma. Ísland hóf framlenginguna.

90. mín


Æsispennandi framlenging framundan.
90. mín
VENJULEGUM LEIKTÍMA ER LOKIÐ - ÞAÐ ER FRAMLENGT

Liðið sem vinnur í framlengingu fer beint á HM, ef úrslitin ráðast í vítakeppni þá mun sigurliðið líklegast fara í áframhaldandi umspil á næsta ári.
90. mín
+5 Þetta hefur verið ansi þungt síðustu mínútur. Erfið framlenging sem bíður, nema skorað verði á þessari síðustu mínútu uppbótartímans.
90. mín
+4 Francisca Nazareth með lipur tilþrif og á svo skot yfir markið.
90. mín
+3 Agla María hreinsa útaf í innkast.
90. mín
+2 Portúgal að fá hornspyrnu. Stefnir í framlengingu.
90. mín
+1 Þung sókn hjá portúgalska liðinu hér í uppbótartímanum. Sex mínútum bætt við.
90. mín
Hættuleg portúgölsk fyrirgjöf en Dagný nær að skalla afturfyrir í horn. Lokamínúta venjulegs leiktíma.
89. mín

89. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
88. mín
Francisca Nazareth með skot af löngu færi en vel yfir.
87. mín Gult spjald: Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Peysutog.
87. mín
Sveindís með vippu inn á teiginn en of innarlega og Morais handsamar boltann.
85. mín
Selma Sól með hættulega sendingu og Sveindís í fínu færi en boltinn skoppar óheppilega fyrir hana, þarf að teygja sig í knöttinn og nær ekki að beina honum að markinu.
84. mín
83. mín
Inn:Francisca Nazareth (Portúgal) Út:Andreia Norton (Portúgal)
80. mín


Dómari leiksins er að eiga hræðilegan dag. Mjög vafasamir og furðulegir dómar. Í þessu tilfelli þar sem hún dæmir þessa hendi var hún hreinlega bara að giska. Dæma á líkum. Svoleiðis gerir maður ekki.
79. mín
DÓMURINN ER TEKINN TIL BAKA. EKKI VÍTI! Hárrétt að taka þetta til baka.

78. mín
Þessi dómur er algjört bull. Alexandra með höndina upp við líkamann. Frappart fer í skjáinn.

Þetta hlýtur að vera tekið til baka.
78. mín
PORTÚGAL FÆR VÍTASPYRNU! DÆMD HENDI Á ALEXÖNDRU!
77. mín

77. mín
Tatiana Pinto í HÖRKUFÆRI en Guðný kemst fyrir skot hennar.
76. mín
Carole Costa með tilraun af löngu færi. Vel framhjá.
75. mín

75. mín
Jéssica Silva með skot rétt framhjá!
73. mín Gult spjald: Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Stöðvaði áhlaup Portúgals með því að brjóta á Andreia Jacinto.
73. mín
NEEEEIIII!!!! Sveindís fer milli tveggja varnarmanna og kemur sér í hörkugott færi en setur boltann framhjá!

72. mín
Portúgal fær hornspyrnu. Glódís Perla skallar frá, Gomes setur svo boltann upp í loftið og Sandra handsamar hann af öryggi.
71. mín
Boltinn inn á portúgalska teiginn. Sveindís Jane með fyrirgjöf en dæmd er aukaspyrnu á Alexöndru. Bakhrinding.
70. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Skipting í fremstu víglínu.
70. mín
Diana Gomes með skot úr þröngu færi. Nær ekki að hitta rammann.
69. mín
Hættuleg sókn Portúgals en á síðustu stundu mætir Glódís Perla og bjargar í hornspyrnu.
68. mín
Íslenska liðið hefur spilað feikilega vel þennan kafla sem það hefur verið tíu gegn ellefu.
67. mín
Sveindís Jane með marktilraun himinhátt yfir.
Dómarinn er augljóslega ekki á okkar bandi!
64. mín
Inn:Andreia Jacinto (Portúgal) Út:Fátima Pinto (Portúgal)
63. mín
Portúgal með skot framhjá. Jessica Silva úr nokkuð þröngu færi.
61. mín
Inn:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Fyrsta skiptingin í leiknum.
59. mín MARK!
Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
ÞARNAAAAA!!!! ÍSLAND NÆR AÐ JAFNA LEIKINN!

Geggjuð aukaspyrna frá Selmu frá vinstri og Glódís skallar boltann inn. Markvörður Portúgals hikaði og hik er sama og tap!

58. mín
Þvílíkar sviptingar í þessu. Íslenska liðið fagnaði, hélt að það væri komið yfir en VAR tók markið af. Svo kemur strax í kjölfarið víti og rautt spjald í andlitið á okkar liði. Útlitið er dökkt. Nú þarf liðið að sýna alvöru karakter.
55. mín Mark úr víti!
Carole Costa (Portúgal)
Skorar af gríðarlegu öryggi. Sandra fór í rangt horn.

54. mín
Frappart fór í skjáinn og skoðaði þetta aftur. Metur það að Áslaug Munda hafi rænt upplögðu marktækifæri. Stendur við dóminn.
52. mín Rautt spjald: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland)
Portúgal fær víti og Áslaug Munda rautt spjald! Vítaspyrnudómurinn hárréttur en túlkunin á rauða spjaldinu umdeilanleg.

52. mín
Fyrst dæmt mark en svo fer Frappart dómari í skjáinn og dæmir markið af. Það var brot í aðdragandanum. Guðný með óþarfa peysutog á Diönu Silva sem hefði væntanlega ekki náð til boltans.

49. mín
MARK!!! SVEINDÍS NÆR AÐ KOMA BOLTANUM Í NETIÐ!

NEI ÞETTA MARK ER TEKIÐ AF!
48. mín
Jéssica Silva kemst ein í gegn en Sandra ver frá henni. Hefði ekki talið því hún var kolrangstæð. Það er VAR í þessum leik, minnum á það.
48. mín
Áslaug Mundu á Gunnhildi Yrsu sem kom upp vinstra megin, Gunnhildur hitti boltann skelfilega illa og fyrirgjöf hennar beint afturfyrir.
47. mín
Diana Silva með tilraun, Glódís Perla setur höfuðið fyrir boltann.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað

Óbreytt lið. Guðný heldur leik áfram.
45. mín
Guðný kemur með út á völl og það verður engin breyting strax.
45. mín
Elísa Viðarsdóttir hitar upp eins og hún sé að koma inn á. Spurning hvort Guðný sé meidd og geti ekki haldið leik áfram.

45. mín
Ég held að það séu miklu fleiri en 3000 hér á leikvanginum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn þá fór allt í einu að hópast inn á leikvaginn. Það streymdi gjörsamlega inn. Ég veit ekki alveg ástæðuna fyrir því.
45. mín
Staðan markalaus í hálfleik en svo sannarlega pláss fyrir bætingu þegar kemur að því að halda í boltann, það þarf að tengja fleiri sendingar. En íslenska liðið fékk mjög góð færi á lokakafla fyrri hálfleiksins og hefði með smá heppni getað verið í forystu.

45. mín
Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir ljósmyndari Fótbolta.net er í Portúgal:



45. mín
Hálfleikur
Guðný Árnadóttir varð fyrir tæklingu í lok fyrri hálfleiksins og fær aðhlynningu í hálfleiknum væntanlega.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
45. mín
BERGLIND BJÖRG HITTIR EKKI BOLTANN Í DAUÐAFÆRI!

Sveindís rennir boltanum fyrir þar sem Berglind er í dauðafæri og hittir ekki boltann. Selma fær svo boltann óvænt í sig.

45. mín
Ísland fær hornspyrnu. Glódís Perla við nærstöngina og nær að reka hausinn í boltann en fleytir honum afturfyrir.
44. mín
Sveindís Jane kemur sér inn í teiginn en boltinn hirtur af henni.
41. mín
GUNNHILDUR YRSA MEÐ SLÁARSKOT!!!

Áslaug Munda með aukaspyrnu inn í teiginn, markvörður Portúgals grípur í tómt og boltinn dettur á Gunnhildi Yrsu í teignum. Hún gerir vel en setur boltann í slána! Þarna munaði rosalega rosalega litlu.

39. mín

Sveindís Jane og Ana Borges í baráttunni.
37. mín
Hár bolti inn í teig Íslands sem Sandra kýlir í burtu.
36. mín
Guðný Árnadóttir með fyrirgjöf sem er misheppnuð og fer afturfyrir.
35. mín Gult spjald: Ana Borges (Portúgal)
Fyrsta áminningin í leiknum. Ana á engin önnur ráð til að stöðva Sveindísi Jane en að brjóta á henni við hliðarlínuna.
32. mín
Ísland er því miður að eiga í rosalegum erfiðleikum með að tengja saman sendingar. Portúgal með yfirhöndina á miðsvæðinu.
31. mín
Jéssica Silva heldur áfram að ógna. Portúgalska liðið mun beinskeyttara en okkar lið. Silva kom sér í gott skotfæri en hitti sem betur fer ekki á rammann.
29. mín
Jéssica Silva með skot fyrir utan teig, vel yfir markið. Engin hætta á ferðum.
28. mín
Jasmín Erla og Agla María eru að hita upp.
28. mín
Portúgal með fyrirgjöf frá hægri sem Ingibjörg skallar frá.
26. mín
Sveindís með háa sendingu fyrir sem Sara Björk nær að skalla en af löngu færi og máttlítið. Auðveldlega gripið hjá Patricia Morais.
Hvetjum fólk til að nota #fotboltinet kassamerkið fyrir færslur á Twitter um leikinn.
23. mín
Boltinn hrekkur á Selmu Sól sem á skot yfir markið. Rétt áður átti Ingibjörg skot sem fór í varnarmann.
22. mín
Selma Sól reynir fyrirgjöf frá hægri en boltinn í bakvörð portúgalska liðsins og í innkast.
22. mín
Portúgalska liðið sér um að sækja. Fékk þrjár hornspyrnur í röð.
20. mín
VÁ, hörkuskot, Jéssica Silva með skot eftir hornspyrnuna en Sandra með góð viðbrögð og nær að verja boltann yfir þverslána.

19. mín
Portúgal fær hornspyrnu. Áslaug Munda setti boltann í horn.
17. mín
Portúgal er að spila með tígulmiðju og tvo strikera.
16. mín
Það er augljóst að markvörður Portúgala er mjög léleg í því að sparka fram. Þurfum að reyna að nýta okkur það. Hún drífur ekki fram að miðju.
15. mín
Selma með góðan bolta fyrir en Dagný rétt missir af honum!
14. mín
Ísland á aukaspyrnu á fínum stað. Fyrirgjafarstaða.
13. mín
Portúgalar áttu svo fína sókn hinum megin og voru með skot tilraun sem Sandra átti í engum vandræðum með.

Svo kom Víkingaklapp. Allt að gerast!
12. mín
Frábær sókn hjá Íslandi. Guðný með góðan sprett og frábæra sendingu svo á Sveindísi úti vinstra megin. Sveindís tekur við honum á sendingu út í teiginn þar sem enginn leikmaður íslenska liðsins er.

Þetta var það besta frá Íslandi til þessa.
11. mín
Dagný vinnur fyrsta boltann en við tökum ekki seinni boltann á teignum. Selma fær boltann við vítateigslínuna í kjölfarið en hittir hann ekki nægilega vel.
10. mín
Heimakonur skalla frá og við fáum annað innkast.
9. mín
Markvörður Portúgala í hafinu er hún reynir að spyrna boltanum fram. Hittir boltann ekki vel, en Berglind nær ekki til hans. Boltinn í innkast. LANGT INNKAST!
9. mín
Íslenska liðið er ekki að ná að halda nægilega vel í boltann hérna í byrjun leiks. Þurfum að ná meiri ró og yfirvegun í þetta.
8. mín
Það er rosalega mikið undir hér í kvöld, andrúmsloftið er rafmagnað.
7. mín
Jessica Silva liggur eftir og þarf aðhlynningu. Ég sá ekki hvað gerðist.
6. mín
Portúgalar að komast í hættulega stöðu en Glódís bjargar vel. Stuttu áður var Ísland í álitlegri stöðu en Selma átti þá slaka sendingu.
5. mín
Sveindís vinnur boltann og er að fara að taka á sprett þegar brotið er á henni. Þetta er spjald dómari!
4. mín
Heimakonur taka spyrnuna stutt og Selma er fljót að vinna boltann. Vel gert!
3. mín
Hár bolti inn fyrir vörnina og Ingibjörg setur hann aftur fyrir endamörk. Hornspyrna sem Portúgal á.
2. mín
Dagný er í öðru hlutverki í dag. Er að spila sem sóknarsinnaður miðjumaður með Söru og Gunnhildi fyrir aftan sig. Það hefur verið kallað eftir þessu og verður fróðlegt að sjá hvernig það virkar.
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn í dag.
1. mín
Leikur hafinn
'Hype-maðurinn' reynir að kveikja í Portúgölum en Íslendingar eiga þessa stúku þó við séum í miklum minnihluta. Þvílík læti hjá okkar fólki!

Þetta er komið af stað. Portúgal á upphafssparkið.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl!
Fyrir leik
Fyrir leik
Það heyrist gríðarlega vel í íslenska stuðningsfólkinu. Á meðan eru Portúgalarnir með einhvern 'hype-man' á mæknum til að reyna að koma stuðinu í gang hinum megin. Frábært okkar fólk hér í Portúgal!
Fyrir leik
Það er sungið til Dúnu styrktarþjálfara. Hún snýr sér við, brosir og vinkar. Skemmtilegt!
Fyrir leik
Veðrið hérna í Portúgal er svo gott sem fullkomið. Um 20 gráður og sólin er á lofti.
Fyrir leik
Stuðningsfólk Íslands hefur fengið hvítar derhúfur að gjöf í fluginu hingað til Portúgals. Þau eru flestöll í stúkunni með svona derhúfu.

Fyrir leik
Upphitun er í fullum gangi. Hér er Jasmín Erla Ingadóttir sem gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í dag.

Fyrir leik
Það er núna rúmur hálftími í lekinn. Það styttist í þetta!
Fyrir leik
Stelpurnar okkar mættu langt á undan Portúgölunum í upphitun. Portúgalarnir virðast heldur rólegri í þessu.

Stuðningsfólk Íslands er mætt út á völl og er nú þegar farið að láta vel í sér heyra. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lætur sig ekki vanta!

Fyrir leik
Selma Sól kemur inn í byrjunarliðið!
Ein breyting er á liði Íslands frá leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. Selma Sól Magnúsdóttir kemur inn í liðið fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur sem tekur sér sæti á bekknum.

Sara Björk Gunnarsdóttir er klár í að byrja leikinn en hún hefur glímt við veikindi og æfði ekki með liðinu í gær.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Frá æfingu Íslands í gær
Íslenska liðið æfði á keppnisvellinum í gær. Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir tók myndir á æfingunni. Hægt er að nálgast myndaveislu hérna. Og hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir.



Fyrir leik
Fleiri myndir frá vellinum


Fyrir leik
Búist við 3000 áhorfendum
Leikurinn fer fram á Estádio Capital do Móvel í Paços de Ferreira, sem er úthverfi í Porto í Portúgal.

Portúgal hefur verið á uppleið í kvennaboltanum síðustu ár en samt sem áður virðist ekki mikill áhugi á leiknum hér í landi.

Það er búist við 3000 áhorfendum á leikvanginn sem er með pláss fyrir rúmlega 9000 manns. Það kemur til með að heyrast vel í Íslendingum því Vísir sagði frá því í gær að uppselt hefði verið í flugvél Icelandair til Porto í morgun.

Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefði orðið ef leikurinn færi fram á Laugardalsvelli - hvort það væri uppselt þá - en dregið var um það hvort liðið myndi fá heimaleik.

Fyrir leik
Lykilatriði að ná að fylla skarðið sem Karólína skilur eftir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, er ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla. Það er svo sannarlega stórt skarð að fylla. Hún var algjörlega frábær á EM og er sá leikmaður í íslenska liðinu sem skapar mest. Við þurfum að þora að halda í boltann og finnar leiðir til að skapa góð færi í hennar fjarveru.

Fyrir leik
Portúgal vann Belgíu til að komast í þennan leik
Portúgal vann heldur óvæntan sigur gegn Belgíu á dögunum en þær voru mun sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn mjög verðskuldaður.

"Portúgalska liðið er mjög agressívt og beinskeytt. Þú þarft að vera tilbúin í bardaga á móti þeim og mér fannst Belgarnir ekki vera það. Sóknarlega voru Belgarnir í vandræðum. Það vantaði tvo leikmenn sem eru framarlega hjá þeim og skipta miklu máli. Það hafði mikil áhrif," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali í gær.

Ísland, sem gerði jafntefli við Belgíu á EM í sumar, þarf að vera tilbúið í bardagann.

Fyrir leik
Fyrir leik
Frappart með flautuna
Hin franska Stephanie Frappart mun dæma leikinn en hún er talin besti kvendómari heims og mun starfa á HM karlalandsliða sem hefst í Katar í næsta mánuði.

Hún varð 2020 fyrsta konan til að dæma leik í Meistaradeild karla en árið á undan varð hún fyrsta konan til að dæma leik í efstu deild franska boltans og stórleik í Evrópuboltanum. Hún dæmdi franska bikarúrslitaleikinn í karlaflokki á síðasta tímabili.

Dómarinn og aðstoðardómararnir eru franskir en fjórði dómarinn frá Skotlandi.

Notast verður við VAR í leiknum í dag og verða það franskir karlkyns dómarar sem sjá um VAR dómgæsluna, Francois Letexier og Pierre Gaillouste.

Fyrir leik
Ísland unnið allar viðureignir gegn Portúgal frá aldamótum
Ísland og Portúgal hafa níu sinnum mæst í A-landsliði kvenna, Ísland hefur unnið sex leiki, Portúgal tvo og einn hefur endað með jafntefli.

Íslenska liðið hefur unnið allar viðureignir við Portúgal frá aldamótum eða sex leiki í röð. Síðast mættust liðin 2019 í leik á Algarve bikarnum og þar vann Ísland 4-1 stórsigur.

Agla María Albertsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir skoruðu mörk Íslands.

Smelltu hér til að fræðast enn frekar um innbyrðis viðureignir Íslands gegn Portúgal á vefsíðu KSÍ.


Selma Sól Magnúsdóttir.
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið
Við teljum að það verði ein breyting gerð frá leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. Agla María Albertsdóttir er búin að ná sér af meiðslum og við giskum á að hún komi inn fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur sem byrjaði í Utrecht.

Fyrir leik
Verður Sara Björk með?
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, æfði ekki í gær vegna veikinda sem hún er að glíma við. Það er samt líklegt að hún verði með í dag.

"100 prósent," sagði Adda í viðtali í gær þegar hún var spurð að því hvort Sara myndi byrja leikinn í kvöld.


Sara Björk Gunnarsdóttir.
Fyrir leik
Viðtöl í aðdraganda leiksins
Fréttateymi Fótbolta.net lendi í Porto seint á sunnudagskvöldið. Í gær voru viðtöl við þjálfara og leikmenn á hóteli liðsins. Hér fyrir neðan má finna tengla á viðtölin.

Steini: Hún taldi það best fyrir alla að hún myndi stíga út úr þessu strax

Dagný: Vona innilega að allt sé þegar þrennt er á þessu ári

Berglind Björg: Ég viðurkenni að þær komu mér pínu á óvart
Fyrir leik
"Þetta er einn stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað í mörg ár," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrrum landsliðskona, við undirritaðan í gær.

Það er vel hægt að taka undir það. Þetta er einn stærsti leikdagur í sögu íslenska kvennalandsliðsins, hjá stelpunum okkar.

Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Portúgal og Íslands í umspilinu fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Hérna er allt undir!

Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('61)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir ('110)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('89)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('70)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('110)
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Auður S. Scheving (m)
13. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('70)
3. Elísa Viðarsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('61)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
16. Jasmín Erla Ingadóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('89)
18. Guðrún Arnardóttir ('110)
21. Ásdís Karen Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir ('110)

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Sara Björk Gunnarsdóttir ('73)
Alexandra Jóhannsdóttir ('87)

Rauð spjöld:
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('52)