Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Valur
3
0
Stjarnan
Aron Jóhannsson '18 1-0
Birkir Már Sævarsson '50 2-0
Sigurður Egill Lárusson '60 3-0
16.10.2022  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Ískalt og gola
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Birkir Már Sævarsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('66)
2. Birkir Már Sævarsson ('88)
3. Jesper Juelsgård
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson ('72)
9. Patrick Pedersen ('72)
11. Sigurður Egill Lárusson ('88)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
8. Arnór Smárason ('88)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('72)
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('72)
18. Lasse Petry ('66)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('88)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Hólmar Örn Eyjólfsson ('18)
Birkir Már Sævarsson ('32)
Birkir Heimisson ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn taka stigin þrjú örugglega.

Viðtöl og skýrsla innan skams.
91. mín
Helgi Fróði kom sér í góða skotstöðu en tekur ekki skotið, illa farið með fínasta færi.
90. mín
Inn:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
90. mín
Inn:Henrik Máni B. Hilmarsson (Stjarnan) Út:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
90. mín
Tryggvi Hrafn með gott skot en Halli Björns ver vel.
89. mín
Guðmundur Andri í færi en skotið fer í varnarmann Stjörnunnar og í horn.
88. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
88. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Valur) Út:Birkir Már Sævarsson (Valur)
85. mín
Stjarnan að gefa ungum mönnum tækifæri, Helgi Fróði að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik hér í dag.
83. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
82. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
81. mín
Guðmundur Baldvin með mjög gott skot en Frederik Schram ver frábærlega og boltinn í horn.
79. mín
Ágúst Hlyns í þröngu færi, hann tekur skotið en Halli Björns nær að loka vel og ver boltann í horn.
77. mín
Mjög lítið að frétta þessa stundina, Valsmenn halda vel í boltann.
72. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
72. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
66. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
66. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan)
66. mín
Inn:Lasse Petry (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
65. mín Gult spjald: Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
60. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Valsmenn gefa bara í!

Haukur kemur með góða sendingu í gegn á Birki Má sem keyrir inn á teig Stjörnunnar og gefur boltann út á Sigurð Egil sem klárar fagmannlega.
Valsmenn eiga auðvelt með að finna glufur í vörn Stjörnunnar.
52. mín
Birkir Már aftur í færi!
Birkir tekur hörkuskot inn í teig Stjörnunnar en að þessu sinni ver Haraldur vel.
50. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Heimisson
Birkir Már takk fyrir pent

Birkir Heimisson vinnur boltann og gefur á nafna sinn sem brunar upp völlinn og tekur fast skot sem fer undir Harald í marki Stjörnunnar.
Gott mark en spurningarmerki við Halla í markinu.
49. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
47. mín
Ísak Andri með fast skot rétt framhjá marki Vals.
46. mín
Seinni hálfleikur hér farinn af stað og eru það heimamenn sem byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn fara með eins marks forystu inn í hálfleik.
43. mín
Ísak Andri að sýna listir sínar og kemur síðan boltanum fyrir þar sem enginn Stjörnumaður er og Frederik Schram hirðir boltann.
40. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
Birkir Heimisson fær réttilega að líta gula spjaldið eftir að hafa farið alltof harkalega í Ísak Andra.
32. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Birkir kominn í bókina fyrir brot á Ísaki Andra sem liggur eftir.
30. mín
Frábært sasmpil Arons Jó og Birkis Más, Aron kemur með hælsendingu sem setur Birki Má í gegn hann tekur skotið en Haraldur ver vel í marki gestanna.
24. mín
Ísak Andri með þrumuskot en Frederik Schram ver frábærlega og boltinn í horn.
18. mín Gult spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
Hólmar fékk að líta gula spjaldið eftir markið fyrir að hafa gefið Kjartani Má olnbogaskot skömmu áður.
18. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Valur)
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
Litla markið!!!

Aron Jó tekur frábært þríhyrningsspil við Ágúst Hlyns í teig Stjörnunnar, Aron er í þröngu færi og neglir boltanum í þaknetið. Haraldur átti ekki séns að verja boltann.
Frábært samspil!!
16. mín
Hólmar Örn gefur Kjartani Má olnbogaskot og Kjartan fellur við en ekkert dæmt.
15. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju, Óskar Örn kemur með góðan bolta á Björn Berg Bryde en hann nær ekki nógu góðu skoti og boltinn framhjá.
12. mín
Sigurður Egill fær boltann í teig Stjörnunnar, hann tekur skotið en boltinn fer framhjá.
11. mín
Patrick Pedersen kemst í gegn er í góðu skotfæri en er of lengi og Daníel Laxdal kemst í boltann og potar honum í horn.
9. mín
Guðmundur Baldvin á skot fyrir utan teig sem fer framhjá marki Vals.
5. mín
Hörkuskot!

Ágúst Hlyns leggur boltann út á Hauk Pál sem er vel fyrir utan teig Stjörnunnar, skotið fer rétt yfir mark gestanna, góð tilraun.
4. mín
Ísak Andri kemur með misheppnaða fyrirgjöf og endar boltinn í markspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Guðgeir flautar leikinn af stað og eru það gestirnir sem byrja með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíð.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn, nú eru aðeins örfáar mínútur í að leikurinn hefjist!
Fyrir leik
Nú eru tíu mínútur í leik og það er ekki yfir 50 manns í stúkunni, vonum að það bætist allverulega í áhorfendafjöldann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Valur gerir tvær breytingar á liði sínu en inn koma þeir Birkir Már Sævarsson og fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson fyrir Heiðar Ægisson og Lasse Petry.

Ágúst Gylfason heldur liði sínu óbreyttu eftir góðan sigur gegn Víking R. í síðustu umferð.
Fyrir leik
Tríóið

Guðgeir Einarsson verður með flautuna í dag en honum til halds og trausts á sitthvorri hliðarlínunni eru þeir Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson.
Varadómari leiksins er Pétur Guðmundsson og eftirlitsmaður er Þórður Georg Lárusson.

Fyrir leik
Stjarnan

Síðasti leikur Stjörnunnar var fyrir tæpri viku þar sem Garðbæingar sigruðu Víking R. og þar með gerðu Breiðablik að Íslandsmeisturum.
Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar en með sigri í dag geta þeir jafnað KR að stigum.


Fyrir leik
Valur

Valur hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið en síðasti sigurleikur liðsins kom einmitt gegn Stjörnunni þann 14. ágúst.
Í síðustu 7 leikjum Vals hafa þeir aðeins fengið 2 stig og nú hefur Valur tapað 5 leikjum í röð.
Ólafur Jóhannesson stýrir liðinu út tímabilið en Valur tilkynnti það í síðustu viku að Arnar Grétarsson væri nýr þjálfari karlaliðs félagsins.

Fyrir leik
Valur valtaði yfir Stjörnuna í ágúst

Liðin mættust seinast þann 14. ágúst og fóru Valsmenn auðveldlega með Stjörnuna 6-1.
Stjarnan komst yfir með marki frá Elís Rafni Björnssyni en Valsmenn svöruðu af miklum krafti og skoruðu 6 mörk, þar sem Patrick Pedersen skoraði þar á meðal þrennu.

Í fyrri umferð hafði Stjarnan betur 1-0 með marki á lokamínútum leiksins frá Oliver Haurits, sem er nú leikmaður HK.


Fyrir leik
Ekki mikið undir

Bæði lið eru að sigla lignan sjó í deildinni og er því ekki mikið undir í dag. Evrópusætin eru klár en liðin stefna að sjálfsögðu að því að enda eins ofarlega og möguleiki er á.

Með sigri geta Valsmenn komist yfir Stjörnuna og tekið 5. sætið af þeim bláklæddu.

Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Origo-Vellinum.

Hér klukkan 19:15 mun fara fram leikur þar sem Valur tekur á móti Stjörnunni.


Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Björn Berg Bryde
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('90)
7. Einar Karl Ingvarsson ('66)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
11. Daníel Finns Matthíasson ('90)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Óskar Örn Hauksson ('66)
30. Kjartan Már Kjartansson ('82)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
10. Hilmar Árni Halldórsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('66)
21. Elís Rafn Björnsson
31. Henrik Máni B. Hilmarsson ('90)
32. Örvar Logi Örvarsson ('90)
35. Helgi Fróði Ingason ('82)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('66)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Hilmar Þór Hilmarsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('49)
Daníel Finns Matthíasson ('65)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('83)

Rauð spjöld: