Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Leiknir R.
1
7
Keflavík
0-1 Joey Gibbs '34
0-2 Adam Ægir Pálsson '36
0-3 Adam Ægir Pálsson '41
Róbert Hauksson '53 1-3
1-4 Kian Williams '71
1-5 Sindri Snær Magnússon '77
1-6 Dagur Ingi Valsson '82
1-7 Dagur Ingi Valsson '84
22.10.2022  -  13:00
Würth völlurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: 3° en logn og skínandi sól
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('45)
7. Adam Örn Arnarson ('72)
11. Brynjar Hlöðvers ('83)
14. Davíð Júlían Jónsson ('45)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
20. Hjalti Sigurðsson
28. Zean Dalügge
80. Mikkel Jakobsen

Varamenn:
8. Sindri Björnsson
8. Árni Elvar Árnason ('45)
9. Róbert Hauksson ('45)
10. Kristófer Konráðsson ('72)
19. Jón Hrafn Barkarson
23. Dagur Austmann ('83)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Eyjólfur Tómasson
Ásbjörn Freyr Jónsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson

Gul spjöld:
Árni Elvar Árnason ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Enginn uppbótartími og leikurinn flautaður af. Keflavík rústar Leikni hér í Árbænum og niðurstaðn er Leiknir fallnir (staðfest).
86. mín
Joey Gibbs með aukaspyrnu á hættulegum stað en hann setur boltan beint í vegginn.
84. mín MARK!
Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Þetta er að breytast í einhvern farsa

Sindri Þór kemur með boltan fyrir og Leiknismenn koma með lélega hreinsingu sem Dagur kemst í og hann skorar.
83. mín
Inn:Dagur Austmann (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðvers (Leiknir R.)
83. mín
Inn:Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
83. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Keflavík) Út:Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
82. mín MARK!
Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Stoðsending: Patrik Johannesen
Leiknismenn eru alveg hættir!

Patrik setur boltan út á Dag á hægri kantinum þar sem hann er allt í einu dauða frír og engir varnarmenn nálægt.

Hann skýtur svo í fjær stöngin inn.
80. mín
Góður bolti inn á teig frá Keflavík og Adam nær skallanum en hann þarf að teigja sig full mikið í boltan og varslan er auðveld fyrir Viktor.
77. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Stoðsending: Sindri Þór Guðmundsson
Keflavík er að leika sér að þeim

Gestirnir voru nýbúnir að vera í dauðafæri og komu bara aftur upp hægri kantinn. Sindri Þór setur boltan á Sindra Snæ sem er bara nokkrum metrum frá marki og hann lúðrar boltanum upp í þaknetið.
75. mín
Inn:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) Út:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
75. mín
Inn:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
74. mín
Leiknismenn sækja hratt upp vinstri kantinn þar sem Hjalti leggur boltan á Róbert inn í teig en skotið hans fer framhjá.
73. mín
Kian aftur í frábæru færi eftir geggjaða langa sendingu frá Nacho. Skotið hans var hinsvegar vel varið frá Viktori.
72. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Leiknir R.) Út:Adam Örn Arnarson (Leiknir R.)
71. mín MARK!
Kian Williams (Keflavík)
Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
Þá er þetta alveg búið

Rúnar kemur með geggjaðan bolta inn í teig úr aukaspyrnu þar sem Kian kemur á fjær og nær að pota boltanum inn.
71. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
70. mín
Mikkel með fast skot fyrir utan teig en Sindri er vel vakandi og grípur þennan bolta.
70. mín
Dauðafæri fyrir Leikni!

Adam setur góðan bolta inn í teig þar sem Róbert er í frábæru færi en honum tekst að skófla boltanum yfir.
68. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
66. mín
Þetta fer mikið fram og til baka núna. Hjalti er í góðu færi á öðrum endanum en skotið er vel varið af Sindra. Þá fara Keflvíkingar hratt í sókn og Adam Ægir fær 2 dauðafæri með stuttu millibil en fyrra skotið var framhjá og það seinna vel varið.
64. mín
Mikkel með fast skot fyrir utan teig en Sindri grípur boltan.
61. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
58. mín
Leiknir fær aukspyrnu á mjög góðum stað. Frans sparkar mann niður frekar hressilega og heimamenn vilja gult en það kemur ekki.

Emil tekur svo spyrnuna en hún fer beint í vegginn.
53. mín MARK!
Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Stoðsending: Emil Berger
Leiknismenn klóra í bakkan!

Alveg svakalegur darraðardans inn á teig Keflvaíkur þar sem Leiknismenn reyna hvað þeir geta til að koma boltanum í markið. Emil fær síðan boltan vinstra megin í teignum og setur hann á Róbert sem er bara örfáum metrum frá marki og klárar vel.
52. mín
Keflavík fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teigin á vinstri kantinum. Adam tekur spyrnuna sem endar svo framhjá markinu og beint í markspyrnu.
50. mín
Keflavík fer svo strax upp í sókn þar sem Joey Gibbs er með boltan inn á teig. Hann reynir hælsendingu fyrir markið en Bjarki nær að komast fyrir, lítur út fyrir að boltinn hafið farið í hendina á honum en ekkert dæmt.
49. mín
Fín sókn frá Leikni. Þeir reyna fyrirgjöf frá miðjum vallarhelming Keflavíkur sem tekst ágætlega því Zean nær skallanum en hann er full laus og fer framhjá.
48. mín
Patrik kemst í frábært færi á vinstri kantinum! Hefði getað sett hann lágt fyrir á Adam en ákveður að chippa boltanum fyrir sem fer á hátt yfir höfuðið á Adam.

Illa farið með fínt færi.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
45. mín
Inn:Róbert Hauksson (Leiknir R.) Út:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
45. mín
Hálfleikur
Þá er þessum hálfleik lokið og Keflavík leiðir verðskuldað 3-0. Ég á erfitt með að sjá Leikni koma til baka í þessum leik sem þýðir að það er allar líkur á því að við fáum (staðfest) á að Leiknir séu fallnir.
41. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Stoðsending: Joey Gibbs
Keflavík er að klára leikinn í fyrri

Þeir sækja hratt og Joey finnur Adam inn á teig sem nær að renna sér á eftir boltanum og pota honum framhjá Viktori.
39. mín
Zean Dalügge með þrumuskot í slánna!

Leiknismenn aðeins að vakna núna eftir að hafa fengið þessi mörk á sig. Eru að sækja stíft núna og Zean fær fínt færi fyrir utan teig en eins og ég segi, í slánna.
36. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
Keflavík er á eldi!

Keflavík er með flottar snöggar sendingar á vinstri kantinum þar sem Sindri setur boltan á Rúnar og svo setur hann boltann beint inn í teig.

Þar er Adam með tíma og pláss þannig og ekki mikið mál fyrir han að setja boltan niður í nærhornið.

Leiknismenn sjá ekki til sólar eins og er.
34. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Þetta lá í loftinu!

Keflavík er búið að liggja í sókn þegar Adam er með boltan hægra megin. Hann færir boltan til Joey sem er fyrir miðjan völl en frekar langt fyrir utan teig.

Skotið frá Joey er síðan frábært! Fast og beint upp í vinkilinn.
33. mín
Enn annað dauðafæri fyrir Keflavík!

Adam Ægir setur frábæran bolta inn í teig þar sem Patrik er einn og óvaldaður. Skallinn hans fer hinsvegar bara rétt yfir markið.

Besta færi leiksins hingað til!
31. mín
Svakalegur darraðardans inn í teig Leiknismanna þar sem menn keppast við að hitta ekki boltan!

Patrik náði hinsvegar einu skoti en það fór í varnarmann.
29. mín
Dauðafæri fyrir Keflavík!

Patrik er í dauðafæri inn á teig eftir að Adam setti boltan í gegn á hann. Bjarki gerir hinsvegar svakalega vel fyrir Leikni og blokkar skotið hans Patrik.
25. mín
Kian Williams hársbreidd frá því að skora!

Keflavík spilar boltanum hratt á milli sín og Patrik Johannesen setur boltan á Kian Williams með hælspyrnu þar sem hann er aleinn inn í teig. Skotið frá honum fer síðan bara rétt framhjá.
24. mín
Það er smá skallatennis milli liða sem endar á því að Kian Williams nær boltanum fyrir utan teig en skotið hans fer framhjá.
21. mín
Leiknismenn í frábæru færi eftir aukaspyrnu. Boltinn dettur fyrir Bjarka Aðalsteinsson inn í teig en skotið hans fer í varnarmann.
20. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
19. mín
Patrik Johannesen tekur fast skot frekar langt fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.
16. mín
Nokkrar snöggar sendingar frá Keflavík kemur þeim í gott færi til að setja boltan fyrir markið en sendingin fer í varnarmann og útaf í horn. Ekkert kom svo úr því horni.
12. mín
Zean tekst að stela boltanum á miðjum vellinum og keyrir upp völlinn í skyndisókn. Keflavíkur vörnin er hinsvegar fljót að bregðast við og lokar á alla valmöguleika þannig hann endar á að taka skot sem fer bara beint í varnarmann.
10. mín
Leiknismenn koma upp hægri kantinn þar sem Zean reynir fyrirgjöf en þetta er skrýtinn bolti sem er eiginlega nær því að vera skot og fer yfir markið.
9. mín
Uppstilling Keflavíkur

Sindri
Nacho - Magnús - Dani - Rúnar
Frans - Sindri - Patrik
Adam - Joey - Kian
9. mín
Uppstilling Leiknis.

Viktor
Gyrðir - Bjarki - Brynjar
Adam - Davíð - Daði - Emil - Hjalti
Mikkel - Zean
8. mín
Viktor í veseni hérna! Hann sendir boltan beint á Adam þannig að markið er galopið fyrir hann.

Adam reynir skotið en það fer framhjá.

Hefði getað farið illa fyrir Leikni hérna.
5. mín
Kian Williams nær fínni fyrirgjöf frá vinstri kantinum en Joey Gibbs skallar boltan yfir.
1. mín
Hornspyrna fyrir Keflavík strax á fyrstu mínútu. Rúnar tekur.

Fyrsta spyrnan fór af varnarmanni og útaf í aðra spyrnu. Sú seinni var hreinsuð frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað!
Fyrir leik
Það er pínu kalt í Árbænum en það er gullfallegt hérna, sólin skínir og blankalogn. Alveg fínar aðstæður fyrir fólk til að kíkja á völlinn! Taka kannski bara með sér eitt teppi.
Fyrir leik
Dómari leiksins

Maðurinn með flautuna í þessum leik verður Elías Ingi Árnason og honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender.

Eftirlitsmaður er Þórður Georg Lárusson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson
Fyrir leik
Keflavík að spila upp á stoltið

Keflvíkingar eru fyrir löngu búnir að tryggja sér sitt sæti í Bestu deildinni fyrir næsta tímabil. Það eina sem þeir hafa að spila fyrir er að enda sem efsta liðið í neðri hlutanum. Hjörvar Hafliðason talaði um fyrir helgi að hann er að láta búa til bikar fyrir það sæti og mun sá heita forsetabikarinn, en spurning hvort að það sé einhver almennileg hvatning.
Fyrir leik
Að duga eða drepast fyrir Leikni

Leiknir situr í 11. sæti þegar 2 leikir eru eftir af mótinu og þeir eru 4 stigum á eftir FH. Þeir þurfa þá að vinna báða leikina sem þeir eiga eftir og treysta á að FH fái ekki meira en 1 stig úr sínum leikjum ef þeir eiga að halda sér uppi um deild.

Sigurður Höskuldsson þjálfari liðsins mun þá líkast til reyna allt til að skilja við lið sitt á sem besta stað. Hann hefur nefnilega ákveðið að yfirgefa félagið eftir tímabil til þess að verða aðstoðarþjálfari Vals á því næsta.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis gegn Keflavík í neðri hluta Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefur verið færður upp í Árbæinn á Wurth völlinn og hann hefst klukkan 13:00
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f) ('75)
6. Sindri Snær Magnússon ('83)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson ('83)
10. Kian Williams ('75)
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson (f) ('61)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
3. Axel Ingi Jóhannesson ('75)
10. Dagur Ingi Valsson ('61)
12. Rúnar Gissurarson
16. Sindri Þór Guðmundsson ('75)
18. Ernir Bjarnason ('83)
22. Ásgeir Páll Magnússon ('83)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('20)
Magnús Þór Magnússon (f) ('68)

Rauð spjöld: