HS Orku völlurinn
laugardagur 29. október 2022  kl. 13:00
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson
Keflavík 4 - 0 Fram
1-0 Dagur Ingi Valsson ('35)
2-0 Patrik Johannesen ('48)
3-0 Dani Hatakka ('62)
4-0 Patrik Johannesen ('81)
Byrjunarlið:
12. Rúnar Gissurarson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) ('67)
6. Sindri Snær Magnússon ('46)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson ('67)
10. Kian Williams
14. Dagur Ingi Valsson ('73)
23. Joey Gibbs ('67)
24. Adam Ægir Pálsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
9. Adam Árni Róbertsson ('67)
16. Sindri Þór Guðmundsson ('67)
17. Valur Þór Hákonarson ('73)
18. Ernir Bjarnason ('46)
22. Ásgeir Páll Magnússon ('67)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Luka Jagacic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
94. mín Leik lokið!
Keflavík tekur forsetabikarinn!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
93. mín
Tíminn er að fara frá Guðmundi Magnússyni til að tryggja sér gullskóinn.
Eyða Breyta
91. mín
Við fáum +3 í uppbót.
Eyða Breyta
90. mín Alex Freyr Elísson (Fram) Tiago Fernandes (Fram)

Eyða Breyta
89. mín
Adam Ægir með skot beint á Stefán Þór.
Eyða Breyta
82. mín
Rúnar Gissurar með frábæra vörslu frá Delphin Tshiembe eftir horn!
Eyða Breyta
81. mín MARK! Patrik Johannesen (Keflavík), Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
ER GULLBOLTINN Á LEIÐ TIL KEFLAVÍKUR!?

Adam Ægir Pálsson vann boltann og bíður eftir hlaupinu hjá Patrik og læðir boltanum svo á hann og núna bregst Patrik honum ekki!
Eyða Breyta
80. mín
Ásgeir Páll með flotta fyrirgjöf fyrir markið sem er hæluð rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
78. mín Sigfús Árni Guðmundsson (Fram) Tryggvi Snær Geirsson (Fram)

Eyða Breyta
78. mín Breki Baldursson (Fram) Óskar Jónsson (Fram)

Eyða Breyta
77. mín
Frammarar vilja víti en Jóhann Ingi ekki á sama máli. Var lykt af þessu verður að viðurkennast en Keflvíkingar fóru í bakið á Gumma Magg sýndist mér.
Eyða Breyta
76. mín
Frammarar við það að stinga Gumma Magg í gegn en flaggið á loft.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Orri Gunnarsson (Fram)

Eyða Breyta
73. mín Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Dagur Ingi Valsson (Keflavík)

Eyða Breyta
69. mín
Það er fátt sem bendir til þess að Guðmundur Magnússon nái gullskónum.
Eyða Breyta
68. mín
Þórir Guðjónsson með skot hátt yfir markið.
Eyða Breyta
67. mín Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík) Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)

Eyða Breyta
67. mín Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Magnús Þór Magnússon (Keflavík)

Eyða Breyta
67. mín Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Joey Gibbs (Keflavík)

Eyða Breyta
62. mín MARK! Dani Hatakka (Keflavík), Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
KEFLAVÍK AÐ GANGA FRÁ ÞESSU!

Frábær aukaspyrna frá Rúnari Þór beint á kollinn á Dani Hatakka.
Eyða Breyta
60. mín Þórir Guðjónsson (Fram) Magnús Þórðarson (Fram)

Eyða Breyta
54. mín
Rúnar Þór sparkar í Gumma Magg og stúkan tekur aðeins við sér.
Eyða Breyta
48. mín MARK! Patrik Johannesen (Keflavík)
KEFLAVÍK TVÖFALDAR!

Fred með mistök og sendir á Patrik Johannesen þakkar fyrir sig með góðu marki.
Eyða Breyta
46. mín
Joey Gibbs sparkar okkur inn í síðustu 45 á tímabilinu.
Eyða Breyta
46. mín Ernir Bjarnason (Keflavík) Sindri Snær Magnússon (Keflavík)

Eyða Breyta
46. mín Orri Gunnarsson (Fram) Indriði Áki Þorláksson (Fram)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
+1

Keflavík leiðir sanngjarnt í hálfleik. Spurning hvort að Adam Ægir fái þessa stoðsendingu skráða en þá er hann jafn Tiago í baráttunni um Gullboltann.


Eyða Breyta
45. mín
Við fáum +1 í uppbót.
Eyða Breyta
43. mín
PATRIK JOHANNESEN!?!?

Adam Ægir fær frábæra sendingu fyrir markið sem hann sker út á Patrik Johannesen sem lætur Stefán Þór verja frá sér en fær boltann aftur og lætur hann AFTUR! verja frá sér í yfirburðarstöðu!
Eyða Breyta
35. mín MARK! Dagur Ingi Valsson (Keflavík), Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
KEFLAVÍK ER KOMIÐ YFIR!!

Adam Ægir með boltann út í teig sem fer af Frammara, gott ef það er ekki varið út í teig af Stefán Þór og til Dags sem hefur nánast opið mark fyrir framan sig og leggur hann í netið.
Eyða Breyta
32. mín
Gummi Magg með þrumuskot í slánna! Hann ætlar sér gullskóinn.
Eyða Breyta
32. mín
Már Ægisson með flottan bolta fyrir markið sem Gummi Magg kemur á ferðinni á fjærstöng og skotið í hliðarnetið en það plataði þó nokkra í stúkunni sem fögnuðu.
Eyða Breyta
30. mín
Tiago með fallegan bolta fyrir markið sem Gummi Magg skutlar sér á en Rúnar GIssurar er örlítið fljótari út á undan.
Eyða Breyta
29. mín
Keflavík eru að koma sér í færin en vantar svolítið upp á að klára þau.
Eyða Breyta
25. mín
Keflavík með hornspyrnu sem sendar utan teigs hjá Sindra Snær sem sendir hann út á Adam Ægir sem lyfitr boltanum skemmtilega fyrir markið á Joey Gibbs sem skallar boltann afturfyrir sig á markið sem mér sýndist Stefán Þór verja í slánna en í slánna fór allavega boltinn.
Eyða Breyta
20. mín
Nacho með fyrirgjöf fyrir markið sem Rúnar Þór skallar en rétt yfir markið.
Eyða Breyta
16. mín
Adam Ægir með aukaspyrnu sem er of innarlega á fjærstöng fyrir Nacho Heras sem nær ekki að stýra skallanum í átt að marki.
Eyða Breyta
14. mín
Skemmtilegt spil milli Nacho Heras og Vals Inga en skotið hjá Nacho er hátt yfir.
Eyða Breyta
12. mín
Keflvíkingar verið hættulegri en Frammarar eru að verjast þeim vel.
Eyða Breyta
6. mín
Þættinum barst bréf.

Almarr Ormarsson leikrmaður Fram sem er í leikbanni í dag hefur lagt skónna á hilluna frægu.
Eyða Breyta
4. mín
Keflvíkingar með flotta sókn sem endar með föstu skoti frá Rúnari Þór Sigurgeirs sem Frammarar ná að henda sér fyrir.
Eyða Breyta
3. mín
Adam Ægir með fast skot en Stefán Þór ver það vel.
Eyða Breyta
2. mín
Fred með fyrirgjöf ætlaða Gumma Magg en Rúnar Gissurar grípur vel inn í.
Eyða Breyta
1. mín
Það eru Frammarar sem sparka okkur af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Keflavík gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik en inn koma Rúnar Gissurarson í markið fyrir Sindra Kristinn Ólafsson og Valur Ingi Valsson fyrir Frans Elvarsson sem tekur út leikbann.

Frammarar gera þá þrjár breytingar á sínu liði en inn koma einnig í markmannsskipti Stefán Þór Hannesson fyrir Ólaf Íshólm Ólafsson, Indriði Áki Þorláksson og Magnús Þórðarson fyrir Almarr Ormarsson sem tekur út leikbann og Jannik Pohl.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari ársins á flautunni

Jóhann Ingi Jónsson heldur utan um flautuna í kvöld en hann var valinn dómari ársins 2022 af Fótbolta.net. Annað árið í röð hlýtur hann þessa viðurkenningu. Honum til aðstoðar í dag verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson.

Elías Ingi Árnason verður á skiltinu og til taks ef eitthvað kemur upp.
Einar Örn Daníelsson er svo eftirlitsdómarinn hér í dag.Eyða Breyta
Fyrir leik
Boð og bönn

Frans Elvarsson leikmaður Keflavíkur og Almarr Ormarsson taka út leikbönn í dag og eru því ekki með.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðan fyrir lokaumferðina í neðri hluta

1.Keflavík 34 stig (+4)
2.Fram 31 stig (-6)
3.ÍBV 29 stig (-8)
4.FH 25 stig (-9)
------------------
5.ÍA 22 stig (-28)
6.Leiknir 21 stig (-37)Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er því ljóst að tvenn af þrem einstaklingsverðlaunum verða mögulega veitt hérna en ansi líklegt verður að teljast að Gullbolti Nike fer til annaðhvort Tiago eða Adams Ægirs og þá eru möguleikar á því að Gullskór Nike endi hjá Guðmundi Magnússyni en Guðmundur skoraði í báðum hinum leikjunum gegn Keflavík fyrr á tímabilinu en Fram tapaði reyndar þeim báðum, 3-1 og 4-8.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Tiago og Adam Ægir Pálsson eru svo í baráttu um stoðsendingarkónginn en Tiago er búin að jafna metið fyrir flestar stoðsendingar á einu tímabili (13 talsins) en Adam Ægir Pálsson er einni stoðsendingu á eftir eða með 12.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Mestu spennuna ef svo má að orði komast má eflaust finna í þessum leik.
Þegar allt annað er orðið klárt er enn barátta um einstaklingsverðlaunin og sú barátta fær hátt undir höfuð hér í dag.

Guðmundur Magnússon er jafn Nökkva Þeyr Þórissyni í baráttunni um gullskóinn en þeir eru jafnir með 17 mörk.Guðmundur var valinn í lið ársins í deildinni af Fótbolta.net en það var opinberað fyrir viku síðan.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Það skýrist í þessum leik hver mun standa uppi með "forsetabikarinn" en tölfræðilega þá getur Fram komist upp fyrir Keflvíkinga með stórsigri.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góður og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá HS Orku vellinum þar sem Keflavík og Fram mætast í lokaumferð Íslandsmótsins.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson ('60)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
20. Tryggvi Snær Geirsson ('78)
21. Indriði Áki Þorláksson ('46)
22. Óskar Jónsson ('78)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('90)
77. Guðmundur Magnússon

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
9. Þórir Guðjónsson ('60)
10. Orri Gunnarsson ('46)
17. Alex Freyr Elísson ('90)
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('78)

Liðstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Þórhallur Víkingsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson

Gul spjöld:
Orri Gunnarsson ('74)

Rauð spjöld: