
Meistaravellir
laugardagur 29. október 2022 kl. 13:00
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Mjög fínar miðað við tíma árs
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
laugardagur 29. október 2022 kl. 13:00
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Mjög fínar miðað við tíma árs
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
KR 0 - 2 Stjarnan
0-1 Eggert Aron Guðmundsson ('50)
0-2 Óskar Örn Hauksson ('57)



Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
1. Beitir Ólafsson (m)
2. Stefán Árni Geirsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
('83)

7. Finnur Tómas Pálmason
('70)

8. Þorsteinn Már Ragnarsson
('83)

14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
21. Kristján Flóki Finnbogason (f)
('52)

23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
('83)

11. Kennie Chopart
('52)

15. Pontus Lindgren
('83)

20. Magnús Valur Valþórsson
26. Patrik Thor Pétursson
28. Gunnar Magnús Gunnarsson
('70)

Liðstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson
Valgeir Viðarsson
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
90. mín
Leik lokið!
KR endar í fjórða sæti, Stjarnan í fimmta sæti og Valur í því sjötta.
Lokaumferðin að baki! Takk fyrir samfylgdina í dag og í allt sumar kæru lesendur.
Eyða Breyta
KR endar í fjórða sæti, Stjarnan í fimmta sæti og Valur í því sjötta.
Lokaumferðin að baki! Takk fyrir samfylgdina í dag og í allt sumar kæru lesendur.

Eyða Breyta
90. mín
Þetta er bara að fjara út. Stjarnan vinnur þennan leik, það er hægt að bóka það.
Eyða Breyta
Þetta er bara að fjara út. Stjarnan vinnur þennan leik, það er hægt að bóka það.
Eyða Breyta
89. mín
Sigurður Bjartur enn og aftur í fínu færi en er of lengi. Henrik Máni gerir vel í því að henda sér fyrir.
Eyða Breyta
Sigurður Bjartur enn og aftur í fínu færi en er of lengi. Henrik Máni gerir vel í því að henda sér fyrir.
Eyða Breyta
86. mín
ÞVÍLÍKUR SPRETTUR!
Daníel Finns með þvílíkt flottan sprett, tekur einn klobba en á svo skot sem svífur yfir markið. Þetta var frábærlega gert, fram að skotinu.
Eyða Breyta
ÞVÍLÍKUR SPRETTUR!
Daníel Finns með þvílíkt flottan sprett, tekur einn klobba en á svo skot sem svífur yfir markið. Þetta var frábærlega gert, fram að skotinu.

Eyða Breyta
80. mín
Óskar Örn í hættulegri stöðu en Grétar Snær á enn eina ferðina góða tæklingu. Grétar búinn að vera besti leikmaður KR í þessum leik.
Eyða Breyta
Óskar Örn í hættulegri stöðu en Grétar Snær á enn eina ferðina góða tæklingu. Grétar búinn að vera besti leikmaður KR í þessum leik.
Eyða Breyta
79. mín
KR er áfram að taka fjórða sætið þar sem Valur er að tapa fyrir norðan. Stjarnan er að enda í fjórða sæti.
Eyða Breyta
KR er áfram að taka fjórða sætið þar sem Valur er að tapa fyrir norðan. Stjarnan er að enda í fjórða sæti.
Eyða Breyta
78. mín
Atli með skot af 25 metrunum sem Haraldur ver þægilega. Atli hefur mikið reynt en ekki alveg fundið fjölina.
Eyða Breyta
Atli með skot af 25 metrunum sem Haraldur ver þægilega. Atli hefur mikið reynt en ekki alveg fundið fjölina.
Eyða Breyta
73. mín
Þorsteini Má er enginn greiði gerður með því að leika á móti Ísaki Andra í síðasta leik sínum á ferlinum. Ísak búinn að eiga stórleik!
Eyða Breyta
Þorsteini Má er enginn greiði gerður með því að leika á móti Ísaki Andra í síðasta leik sínum á ferlinum. Ísak búinn að eiga stórleik!
Eyða Breyta
73. mín
KR-ingar í stúkunni eru orðnir pirraðir á sínum mönnum, hversu illa þeir eru að fara með góðar stöður.
Eyða Breyta
KR-ingar í stúkunni eru orðnir pirraðir á sínum mönnum, hversu illa þeir eru að fara með góðar stöður.
Eyða Breyta
72. mín
Ísak Andri með skot að marki sem endar inni, en hann hafði viðkomu í öðrum leikmanni og rangstaða dæmd. Ég held að það sé verið að dæma rangstöðu á Eggert Aron.
Eyða Breyta
Ísak Andri með skot að marki sem endar inni, en hann hafði viðkomu í öðrum leikmanni og rangstaða dæmd. Ég held að það sé verið að dæma rangstöðu á Eggert Aron.
Eyða Breyta
70. mín
Gunnar Magnús Gunnarsson (KR)
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Strákur fæddur 2006 að koma inn á í sínum fyrsta keppnisleik sínum með KR.
Eyða Breyta


Strákur fæddur 2006 að koma inn á í sínum fyrsta keppnisleik sínum með KR.
Eyða Breyta
69. mín
Kiddi Jóns gerir vel að koma sér í fínt færi inn á teignum en skot hans fer í varnarmann áður en Haraldur handsamar boltann þægilega.
Eyða Breyta
Kiddi Jóns gerir vel að koma sér í fínt færi inn á teignum en skot hans fer í varnarmann áður en Haraldur handsamar boltann þægilega.
Eyða Breyta
64. mín
Sigurður Bjartur sleppur í gegn en Haraldur gerir gríðarlega vel og kemst í boltann. Þeir lenda í samstuði og Halli liggur eftir.
Bóas er með rauða spjaldið á lofti í stúkunni en það væri gríðarlega strangur dómur. Ekkert víti á þetta, Halli gerði mjög vel.
Eyða Breyta
Sigurður Bjartur sleppur í gegn en Haraldur gerir gríðarlega vel og kemst í boltann. Þeir lenda í samstuði og Halli liggur eftir.
Bóas er með rauða spjaldið á lofti í stúkunni en það væri gríðarlega strangur dómur. Ekkert víti á þetta, Halli gerði mjög vel.
Eyða Breyta
61. mín
KR er búið að fara afar illa með góð færi og góðar stöður í þessum leik. Þeim hefur verið refsað fyrir það.
Eyða Breyta
KR er búið að fara afar illa með góð færi og góðar stöður í þessum leik. Þeim hefur verið refsað fyrir það.
Eyða Breyta
58. mín
Áður en markið kom þá átti Kiddi Jóns býsna huggulega sendingu fyrir markið en Sigurður Bjartur missti af boltanum. Svo fer Stjarnan upp í skyndisókn og skorar.
Eyða Breyta
Áður en markið kom þá átti Kiddi Jóns býsna huggulega sendingu fyrir markið en Sigurður Bjartur missti af boltanum. Svo fer Stjarnan upp í skyndisókn og skorar.
Eyða Breyta
57. mín
MARK! Óskar Örn Hauksson (Stjarnan), Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
Aftur skorar Stjarnan aftur skyndisókn!
Og það er Óskar Örn!!! Hann skorar á gamla heimavellinum og fagnar auðvitað ekki af virðingu við KR.
Ísak Andri, sem fékk verðlaun fyrir leik fyrir að vera efnilegasti leikmaður deildarinnar, á þetta mark nánast skuldlaust. Ótrúleg, ótrúleg sending sem hann á yfir á Óskar!
Eyða Breyta
Aftur skorar Stjarnan aftur skyndisókn!
Og það er Óskar Örn!!! Hann skorar á gamla heimavellinum og fagnar auðvitað ekki af virðingu við KR.
Ísak Andri, sem fékk verðlaun fyrir leik fyrir að vera efnilegasti leikmaður deildarinnar, á þetta mark nánast skuldlaust. Ótrúleg, ótrúleg sending sem hann á yfir á Óskar!
Eyða Breyta
55. mín
Atli Sigurjóns reynir skot utarlega í teignum, rétt yfir markið. Þessar fyrstu tíu mínútur í seinni hálfleik hafa verið líflegri en allur fyrri hálfleikurinn.
Eyða Breyta
Atli Sigurjóns reynir skot utarlega í teignum, rétt yfir markið. Þessar fyrstu tíu mínútur í seinni hálfleik hafa verið líflegri en allur fyrri hálfleikurinn.
Eyða Breyta
51. mín
KR hafði byrjað fyrri hálfleikinn mun betur en fá svo þetta mark í andlitið. Hvernig svara þeir?
Atli Sigurjóns átti rétt í þessu fínt skot sem fer af varnarmanni og rétt yfir. KR fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
KR hafði byrjað fyrri hálfleikinn mun betur en fá svo þetta mark í andlitið. Hvernig svara þeir?
Atli Sigurjóns átti rétt í þessu fínt skot sem fer af varnarmanni og rétt yfir. KR fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
50. mín
MARK! Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan), Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
MARK!!!!!!!
Frábær skyndisókn hjá Stjörnunni!!
Ísak Andri dregur boltann út í teiginn og finnur Eggert Aron sem er mjög yfirvegaður og setur boltann í stöngina og inn.
Glæsileg samvinna hjá þessum tveimur gríðarlega efnilegu leikmönnum!
Eyða Breyta
MARK!!!!!!!
Frábær skyndisókn hjá Stjörnunni!!
Ísak Andri dregur boltann út í teiginn og finnur Eggert Aron sem er mjög yfirvegaður og setur boltann í stöngina og inn.
Glæsileg samvinna hjá þessum tveimur gríðarlega efnilegu leikmönnum!
Eyða Breyta
49. mín
Atli Sigurjóns kemur sér í skotfæri og á gott skot sem Haraldur gerir vel í að verja!!
Eyða Breyta
Atli Sigurjóns kemur sér í skotfæri og á gott skot sem Haraldur gerir vel í að verja!!
Eyða Breyta
46. mín
FÆRI!!!
Besta fær leiksins komið eftir um 30 sekúndur í seinni hálfleiknum.
Kiddi Jóns með sendingu fyrir, Stefán Árni framlengir boltanum og Sigurður Bjartur er með opið markið fyrir framan sig en setur boltann fram hjá.
Ekki alveg verið dagurinn fyrir Sigurð Bjart sem fór illa með gott færi í fyrri hálfleiknum...
Eyða Breyta
FÆRI!!!
Besta fær leiksins komið eftir um 30 sekúndur í seinni hálfleiknum.
Kiddi Jóns með sendingu fyrir, Stefán Árni framlengir boltanum og Sigurður Bjartur er með opið markið fyrir framan sig en setur boltann fram hjá.
Ekki alveg verið dagurinn fyrir Sigurð Bjart sem fór illa með gott færi í fyrri hálfleiknum...

Eyða Breyta
45. mín
Hálfleikur
Enginn uppbótartími, sem betur fer. Leiðinlegur hálfleikur að baki og staðan enn markalaus. Ekki mikil gæði og spurning hvort menn séu bara komnir til Tenerife í huganum.
Eyða Breyta
Enginn uppbótartími, sem betur fer. Leiðinlegur hálfleikur að baki og staðan enn markalaus. Ekki mikil gæði og spurning hvort menn séu bara komnir til Tenerife í huganum.
Eyða Breyta
38. mín
Það er ekki mikið hægt að skrifa um þennan fyrri hálfleik. Einn leiðinlegasti hálfleikur sem ég hef séð í Bestu deildinni á þessari leiktíð.
Eyða Breyta
Það er ekki mikið hægt að skrifa um þennan fyrri hálfleik. Einn leiðinlegasti hálfleikur sem ég hef séð í Bestu deildinni á þessari leiktíð.
Eyða Breyta
38. mín
Lýsandi fyrir þennan leik: Stjarnan í ágætri sókn sem endar með því að Jóhann Árni á slakt skot sem fer beint í fyrsta varnarmann.
Eyða Breyta
Lýsandi fyrir þennan leik: Stjarnan í ágætri sókn sem endar með því að Jóhann Árni á slakt skot sem fer beint í fyrsta varnarmann.
Eyða Breyta
32. mín
KA er komið yfir gegn Val á Akureyri og Lasse Petry er búinn að fá rautt spjald. Það eru því ansi miklar líkur á því að KR nái að landa fjórða sætinu.
Lasse Petry.
Eyða Breyta
KA er komið yfir gegn Val á Akureyri og Lasse Petry er búinn að fá rautt spjald. Það eru því ansi miklar líkur á því að KR nái að landa fjórða sætinu.

Lasse Petry.
Eyða Breyta
24. mín
Jóhann Árni með skot rétt fyrir utan teig sem Beitir fer aftur fyrir endamörk.
Þessi leikur er aðeins að opnast!
Eyða Breyta
Jóhann Árni með skot rétt fyrir utan teig sem Beitir fer aftur fyrir endamörk.
Þessi leikur er aðeins að opnast!
Eyða Breyta
23. mín
Eftir hornspyrnu Stjörnunnar fer KR upp í skyndisókn. Kiddi Jóns með boltann á hægri fætinum og finnur Aron Þórð í teignum, en hann er ekki í miklu jafnvægi og setur boltann langt fram hjá markinu úr fínni stöðu.
Eyða Breyta
Eftir hornspyrnu Stjörnunnar fer KR upp í skyndisókn. Kiddi Jóns með boltann á hægri fætinum og finnur Aron Þórð í teignum, en hann er ekki í miklu jafnvægi og setur boltann langt fram hjá markinu úr fínni stöðu.
Eyða Breyta
22. mín
Akkúrat þegar ég skrifa það þá kemst Stjarnan í fína stöðu. Ísak Andri með stórhættulega fyrirgjöf en Grétar Snær á svo frábæra tæklingu og bjargar!
Eyða Breyta
Akkúrat þegar ég skrifa það þá kemst Stjarnan í fína stöðu. Ísak Andri með stórhættulega fyrirgjöf en Grétar Snær á svo frábæra tæklingu og bjargar!

Eyða Breyta
22. mín
Búið að vera afskaplega bragðdaufur leikur til þessa. KR fengið besta færi leiksins til þessa.
Eyða Breyta
Búið að vera afskaplega bragðdaufur leikur til þessa. KR fengið besta færi leiksins til þessa.
Eyða Breyta
17. mín
Ísak Andri ósáttur við það að fá ekki sendinguna frá Einari Karli í gegn. Var að bjóða upp á gott hlaup.
Eyða Breyta
Ísak Andri ósáttur við það að fá ekki sendinguna frá Einari Karli í gegn. Var að bjóða upp á gott hlaup.
Eyða Breyta
16. mín
FÆRI!
Jæja, loksins gerist eitthvað.
Þorsteinn Már með flottan sprett og finnur Sigurð Bjart í teignum. Hann er í mjög fínu færi, en skot hans er frekar slakt og Haraldur ver þetta frekar þægilega.
Eyða Breyta
FÆRI!
Jæja, loksins gerist eitthvað.
Þorsteinn Már með flottan sprett og finnur Sigurð Bjart í teignum. Hann er í mjög fínu færi, en skot hans er frekar slakt og Haraldur ver þetta frekar þægilega.
Eyða Breyta
13. mín
Róbert Frosti, sem er sonur fjölmiðlamannsins Mána Péturs, er að leika í fremstu víglínu hjá Stjörnunni. Hann er með alvöru töffaraklippingu - Sturla Atlas klippingu - hér í dag.
Eyða Breyta
Róbert Frosti, sem er sonur fjölmiðlamannsins Mána Péturs, er að leika í fremstu víglínu hjá Stjörnunni. Hann er með alvöru töffaraklippingu - Sturla Atlas klippingu - hér í dag.

Eyða Breyta
10. mín
Stjarnan er í hættulegri skyndisókn en Eggert Aron er og lengi að athafna sig og missir boltann. Stjarnan fær svo innkast og í kjölfarið á því hornspyrnu.
Eyða Breyta
Stjarnan er í hættulegri skyndisókn en Eggert Aron er og lengi að athafna sig og missir boltann. Stjarnan fær svo innkast og í kjölfarið á því hornspyrnu.
Eyða Breyta
8. mín
Einar Karl með huggulegan bolta fyrir og Óskar Örn stingur sér fram fyrir en er dæmdur rangstæður. Náði hvort sem er ekki nægilega vel til boltans.
Eyða Breyta
Einar Karl með huggulegan bolta fyrir og Óskar Örn stingur sér fram fyrir en er dæmdur rangstæður. Náði hvort sem er ekki nægilega vel til boltans.
Eyða Breyta
6. mín
Ægir Jarl fær boltann á teignum og nær að snúa, en skot hans fer beint á Harald í markinu.
Eyða Breyta
Ægir Jarl fær boltann á teignum og nær að snúa, en skot hans fer beint á Harald í markinu.
Eyða Breyta
4. mín
Stjarnan er líka að stilla upp í 4-2-3-1:
Haraldur
Elís Rafn - Henrik - Sindri Þór - Þórarinn Ingi
Jóhann Árni - Einar Karl
Óskar - Eggert Aron - Ísak Andri
Róbert Frosti
Eyða Breyta
Stjarnan er líka að stilla upp í 4-2-3-1:
Haraldur
Elís Rafn - Henrik - Sindri Þór - Þórarinn Ingi
Jóhann Árni - Einar Karl
Óskar - Eggert Aron - Ísak Andri
Róbert Frosti
Eyða Breyta
3. mín
KR er að stilla upp í 4-2-3-1:
Beitir
Þorsteinn Már - Finnur Tómas - Grétar Snær - Kristinn
Aron Þórður - Ægir Jarl
Atli - Sigurður Bjartur - Stefán Árni
Kristján Flóki.
Eyða Breyta
KR er að stilla upp í 4-2-3-1:
Beitir
Þorsteinn Már - Finnur Tómas - Grétar Snær - Kristinn
Aron Þórður - Ægir Jarl
Atli - Sigurður Bjartur - Stefán Árni
Kristján Flóki.
Eyða Breyta
1. mín
Það heyrist að Þorsteinn Már Ragnarsson sé í dag að spila sinn síðasta leik á ferlinum.
Eyða Breyta
Það heyrist að Þorsteinn Már Ragnarsson sé í dag að spila sinn síðasta leik á ferlinum.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ísak Andri Sigurgeirsson fær verðlaun fyrir leik fyrir að vera efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar. Það voru leikmenn deildarinnar sem kusu um það. Pétur Guðmundsson fær þá verðlaun fyrir að vera besti dómarinn.
Ísak Andri Sigurgeirsson.
Eyða Breyta
Ísak Andri Sigurgeirsson fær verðlaun fyrir leik fyrir að vera efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar. Það voru leikmenn deildarinnar sem kusu um það. Pétur Guðmundsson fær þá verðlaun fyrir að vera besti dómarinn.

Ísak Andri Sigurgeirsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pálmi gekk út á völl með KR-liðinu. Hann fær blómvönd og málverk. Það er staðið upp í stúkunni.
Óskar Örn Hauksson, fyrrum leikmaður KR, gaf Pálma blómvönd fyrir hönd Stjörnunnar.
Eyða Breyta
Pálmi gekk út á völl með KR-liðinu. Hann fær blómvönd og málverk. Það er staðið upp í stúkunni.
Óskar Örn Hauksson, fyrrum leikmaður KR, gaf Pálma blómvönd fyrir hönd Stjörnunnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pálmi heiðraður
Pálmi Rafn Pálmason verður heiðraður fyrir leik. Pálmi lék sinn síðasta leik á ferlinum á mánudag í jafntefli KR gegn Víkingi. Fyrirliðinn fékk að líta gula spjaldið og tekur út bann í lokaumferðinni.
Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik tilkynnti hann að hann hefði verið að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Pálmi kom í KR frá Lilleström í Noregi fyrir tímabilið 2015 og hefur verið stórkostlegur fyrir félagið.
Pálmi mun áfram starfa fyrir KR en hann er núna orðinn íþróttastjóri félagsins.
Til hamingju með frábæran feril!
Eyða Breyta
Pálmi heiðraður
Pálmi Rafn Pálmason verður heiðraður fyrir leik. Pálmi lék sinn síðasta leik á ferlinum á mánudag í jafntefli KR gegn Víkingi. Fyrirliðinn fékk að líta gula spjaldið og tekur út bann í lokaumferðinni.
Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik tilkynnti hann að hann hefði verið að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Pálmi kom í KR frá Lilleström í Noregi fyrir tímabilið 2015 og hefur verið stórkostlegur fyrir félagið.
Pálmi mun áfram starfa fyrir KR en hann er núna orðinn íþróttastjóri félagsins.
Til hamingju með frábæran feril!

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég held að það sé frítt á völlinn hér í dag en stúkan er langt frá því að vera þéttsetin. Enn tíu mínútur í leik.
Eyða Breyta
Ég held að það sé frítt á völlinn hér í dag en stúkan er langt frá því að vera þéttsetin. Enn tíu mínútur í leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vil minna á það að allir leikir dagsins eru í beinni textalýsingu hjá okkur, en allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast á sama tíma - klukkan 13:00.
Eyða Breyta
Vil minna á það að allir leikir dagsins eru í beinni textalýsingu hjá okkur, en allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast á sama tíma - klukkan 13:00.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eyða Breyta
à Meistaravöllum tekur @KRreykjavik á móti @FCStjarnan pic.twitter.com/Mwx3uwH5pq
— Besta deildin (@bestadeildin) October 29, 2022
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í liði KR er Þorsteinn Már Ragnarsson að mæta sínum gömlu félögum í Stjörnunni og í liði Stjörnunnar er Óskar Örn Hauksson að mæta sínum gömlu félögum. Óskar er einhver mesta goðsögn í sögu KR en hann gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabil.
Eyða Breyta
Í liði KR er Þorsteinn Már Ragnarsson að mæta sínum gömlu félögum í Stjörnunni og í liði Stjörnunnar er Óskar Örn Hauksson að mæta sínum gömlu félögum. Óskar er einhver mesta goðsögn í sögu KR en hann gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabil.

Eyða Breyta
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Víkingi. Pálmi Rafn Pálmason og Theodór Elmar Bjarnason taka út leikbann og Aron Þórður Albertsson og Sigurður Bjartur Hallsson taka þeirra sæti í liðinu. Beitir Ólafsson kemur þá í markið og Þorsteinn Már Ragnarsson tekur stöðu Kennie Chopart. Magnús Valur Valþórsson sem fæddur er árið 2007 er á bekknum og Kristján Flóki Finnbogason er með fyrirliðabandið.
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn KA. Daníel Laxdal tekur út leikbann og Daníel Finns Matthíasson tekur sér sæti á bekknum. Þeir Björn Berg Bryde og Guðmundur Baldvin Nökkvason eru ekki í hóp. Inn í liðið koma þeir Henrik Máni B. Hilmarsson, Óskar Örn Hauksson, Eggert Aron Guðmundsson og Einar Karl Ingvarsson.
Eyða Breyta
BYRJUNARLIÐIN
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Víkingi. Pálmi Rafn Pálmason og Theodór Elmar Bjarnason taka út leikbann og Aron Þórður Albertsson og Sigurður Bjartur Hallsson taka þeirra sæti í liðinu. Beitir Ólafsson kemur þá í markið og Þorsteinn Már Ragnarsson tekur stöðu Kennie Chopart. Magnús Valur Valþórsson sem fæddur er árið 2007 er á bekknum og Kristján Flóki Finnbogason er með fyrirliðabandið.
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn KA. Daníel Laxdal tekur út leikbann og Daníel Finns Matthíasson tekur sér sæti á bekknum. Þeir Björn Berg Bryde og Guðmundur Baldvin Nökkvason eru ekki í hóp. Inn í liðið koma þeir Henrik Máni B. Hilmarsson, Óskar Örn Hauksson, Eggert Aron Guðmundsson og Einar Karl Ingvarsson.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Daníel Laxdal er í leikbanni hjá Stjörnunni í dag, en hjá KR eru Pálmi Rafn Pálmason og Theodór Elmar Bjarnason í banni.
Eyða Breyta
Daníel Laxdal er í leikbanni hjá Stjörnunni í dag, en hjá KR eru Pálmi Rafn Pálmason og Theodór Elmar Bjarnason í banni.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikir þessara liða í sumar
Þessi tvö lið hafa mæst tvisvar á tímabilinu.
Stjarnan 1 - 1 KR (20. júní)
KR 3 - 1 Stjarnan (11. september)
Eyða Breyta
Fyrri leikir þessara liða í sumar
Þessi tvö lið hafa mæst tvisvar á tímabilinu.
Stjarnan 1 - 1 KR (20. júní)
KR 3 - 1 Stjarnan (11. september)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stóra Kjartan Henry málið
Það hefur litað síðustu vikur hjá KR-ingum. KR ákvað að nýta sér ákvæði í samningi Kjartans á dögunum og má gera ráð fyrir því að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Með því að smella hérna er hægt að horfa á ítarlegt viðtal við Rúnar, þjálfara KR, þar sem hann ræðir um Kjartan Henry.
Kjartan Henry Finnbogason.
Eyða Breyta
Stóra Kjartan Henry málið
Það hefur litað síðustu vikur hjá KR-ingum. KR ákvað að nýta sér ákvæði í samningi Kjartans á dögunum og má gera ráð fyrir því að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Með því að smella hérna er hægt að horfa á ítarlegt viðtal við Rúnar, þjálfara KR, þar sem hann ræðir um Kjartan Henry.

Kjartan Henry Finnbogason.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lokaumferðin fer fram í heild sinni í dag.
laugardagur 29. október
Besta-deild karla - Efri hluti
13:00 KA-Valur
13:00 Breiðablik-Víkingur
13:00 KR-Stjarnan
Besta-deild karla - Neðri hluti
13:00 FH-ÍA
13:00 Keflavík-Fram
13:00 ÍBV-Leiknir
Eyða Breyta
Lokaumferðin fer fram í heild sinni í dag.
laugardagur 29. október
Besta-deild karla - Efri hluti
13:00 KA-Valur
13:00 Breiðablik-Víkingur
13:00 KR-Stjarnan
Besta-deild karla - Neðri hluti
13:00 FH-ÍA
13:00 Keflavík-Fram
13:00 ÍBV-Leiknir
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er þannig séð ekkert undir í þessum leik. KR er í fjórða sæti og Stjarnan er í sjötta sæti. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, getur kannski mótíverað sína menn þannig að KR tryggir sér fjórða sætið með stigi. Stjarnan getur hæst endað í fimmta sæti.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Eyða Breyta

Það er þannig séð ekkert undir í þessum leik. KR er í fjórða sæti og Stjarnan er í sjötta sæti. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, getur kannski mótíverað sína menn þannig að KR tryggir sér fjórða sætið með stigi. Stjarnan getur hæst endað í fimmta sæti.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
1. Haraldur Björnsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Einar Karl Ingvarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
('76)

14. Ísak Andri Sigurgeirsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
('88)

19. Eggert Aron Guðmundsson
('76)

21. Elís Rafn Björnsson
23. Óskar Örn Hauksson
('88)

31. Henrik Máni B. Hilmarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson
('60)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
11. Daníel Finns Matthíasson
('60)

29. Adolf Daði Birgisson
('76)

30. Bjarki Hauksson
32. Örvar Logi Örvarsson
('88)

35. Helgi Fróði Ingason
('76)

77. Hafþór Andri Benediktsson
('88)

Liðstjórn:
Hilmar Árni Halldórsson
Davíð Sævarsson
Rajko Stanisic
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Gul spjöld:
Rauð spjöld: