Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Litháen
5
6
Ísland
Hörður Björgvin Magnússon '84
Edvinas Girdvainis '90 , víti 1-0
1-1 Andri Lucas Guðjohnsen '90 , víti
Givadis Gineitis '90 , víti 2-1
2-2 Stefán Teitur Þórðarson '90 , víti
Arvydas Novikovas '90 , víti 3-2
3-3 Arnór Sigurðsson '90 , víti
Paulius Golubickas '90 , víti 4-3
4-4 Mikael Anderson '90 , víti
Rolandas Baravykas '90 , víti 5-4
5-5 Sverrir Ingi Ingason '90 , víti
Natanas Zebrauskas '90 , misnotað víti 5-5
5-6 Aron Elís Þrándarson '90 , víti
16.11.2022  -  17:00
Darius & Girenas Stadium
Eystrasaltsbikarinn
Dómari: Andris Treimanis (Lettland)
Byrjunarlið:
12. Edvinas Gertmonas (m)
2. Linas Klimavicius
3. Artemijus Tutyskinas ('71)
4. Edvinas Girdvainis
10. Fedor Cernych
11. Arvydas Novikovas ('71)
13. Saulios Mikoliunas ('50)
14. Armandas Kucys
17. Justas Lasickas ('88)
20. Domantas Simkus ('71)
22. Modestas Vorobjovas

Varamenn:
1. Marius Adamonis (m)
6. Vilius Armalas
8. Natanas Zebrauskas ('71)
9. Klaudijus Upstas ('88)
15. Givadis Gineitis ('71)
16. Ignas Plukas
18. Paulius Golubickas ('71)
19. Tomas Kalinauskas
23. Rolandas Baravykas ('50)

Liðsstjórn:
Reinhold Breu (Þ)

Gul spjöld:
Saulios Mikoliunas ('13)
Arvydas Novikovas ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ísland mætir Lettlandi í úrslitaleiknum í Riga á laugardag en Litháen leikur gegn Eistlandi í leiknum um þriðja sætið.
90. mín Mark úr víti!
Aron Elís Þrándarson (Ísland)
Aron Elís sparkar Íslandi í úrslitaleikinn! Enn og aftur nær markvörður Litháen að vera í boltanum en nær ekki að verja!!!
90. mín Misnotað víti!
Natanas Zebrauskas (Litháen)
SKÝTUR FRAMHJÁ!
90. mín Mark úr víti!
Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Glæsileg vítaspyrna. Bráðabani takk fyrir!
90. mín Mark úr víti!
Rolandas Baravykas (Litháen)
Gott víti.
90. mín Mark úr víti!
Mikael Anderson (Ísland)
Öruggt. Fimmta umferðin framundan! Skorað úr öllum spyrnum hingað til.
90. mín Mark úr víti!
Paulius Golubickas (Litháen)
90. mín Mark úr víti!
Arnór Sigurðsson (Ísland)
Vá! Markvörður Litháa var í boltanum en nær ekki að verja. Arnór með skot beint á markið.
90. mín Mark úr víti!
Arvydas Novikovas (Litháen)
Panenka! Lyftir boltanum beint á markið.
90. mín Mark úr víti!
Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Markvörður Litháa var í boltanum en nær ekki að verja.
90. mín Mark úr víti!
Givadis Gineitis (Litháen)
Ohhh Rúnar Alex var í boltanum! Svo nálægt því að verja.
90. mín Mark úr víti!
Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Flott víti. Alveg út við stöng.
90. mín Mark úr víti!
Edvinas Girdvainis (Litháen)
Skorar af miklu öryggi. Rúnar Alex í rangt horn.
90. mín
Litháen mun hefja vítakeppnina.

90. mín
Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá er það hreinlega sanngjarnt að vítakeppni ráði úrslitum. Gæðaleysið hefur verið ákveðin vonbrigði og í seinni hálfleik var hreinlega ekkert að frétta.
90. mín
FLAUTAÐ AF! Við erum á leið í vítaspyrnukeppni

Sigurliðið mun leika til úrslita á laugardag en liðið sem tapar fer í leik um bronsið.
90. mín
+4 Mínúta eftir af uppgefnum uppbótartíma.
90. mín
+3 Arnór Sigurðsson með skot úr aukaspyrnu í vegginn.

Fimm mínútum bætt við.

90. mín Gult spjald: Arvydas Novikovas (Litháen)
90. mín
Vítaspyrnukeppni hefur legið í loftinu allan seinni hálfleik og hún er væntanlega handan við hornið. Örfáar mínútur eftir.
89. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Varamaðurinn Paulius Golubickas í dauðafæri en sem betur fer hittir hann boltann illa og skotið beint á Rúnar Alex. Besta færi seinni hálfleiks.
88. mín
Inn:Klaudijus Upstas (Litháen) Út:Justas Lasickas (Litháen)


87. mín
"Gæðin hafa verið af skornum skammti og við höfum ekki náð neinum dampi hérna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var allavega skárri," segir Höddi Magg sem lýsir leiknum á RÚV 2.
86. mín Gult spjald: Arnór Sigurðsson (Ísland)
84. mín Rautt spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Hörður fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Klimavicius sparkaði í boltann þegar Hörður var að fara að taka aukaspyrnu.

Hörður pirraðist og kastaði boltanum í bakið á Klimavicius.

Ekki skynsamlegt hjá Herði á gulu spjaldi að láta veiða sig í svona gildru.
83. mín
Hörður Björgvin tók við fyrirliðabandinu þegar Birkir fór af velli.
83. mín
Heimamenn með fyrirgjöf sem Rúnar Alex kýlir frá.
82. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
81. mín Gult spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
79. mín
Aron Einar geymdur á bekknum áfram. Eins og fram hefur komið þá hefur hann verið með hita, er ekki alveg heill heilsu. Samt sem áður á bekknum.
78. mín
ZZzzzzz

Skemmtanagildið í seinni hálfleiknum hefur verið algjörlega undir frostmarki. Það hefur líka dregið af áhorfendum sem eru ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik.
75. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) Út:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Hákon var mjög áberandi í fyrri hálfleik en dró af honum í seinni.
75. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
74. mín
Jón Dagur með fyrirgjöf sem breytir um stefnu af varnarmanni og endar í fangi markvarðarins.
73. mín
Það eru svo sannarlega teikn á lofti um að þessi leikur endi hreinlega í vítakeppni um sæti í úrslitaleiknum.
71. mín
Inn:Paulius Golubickas (Litháen) Út:Domantas Simkus (Litháen)
71. mín
Inn:Givadis Gineitis (Litháen) Út:Arvydas Novikovas (Litháen)
71. mín
Inn:Natanas Zebrauskas (Litháen) Út: Artemijus Tutyskinas (Litháen)
70. mín
Justas Lasickas með skot langt framhjá.
69. mín
Þetta hefur verið ákaflega tíðinda- og gæðalítið hérna í seinni hálfleik. Ekki gott.
64. mín
Fedor Cernych með skottilraun rosalega langt framhjá markinu.
62. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Þórir Jóhann Helgason (Ísland)
62. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
62. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
62. mín
Birkir Bjarnason með hörkuskot en yfir markið.
60. mín
Arnar Viðarsson að búa sig undir að gera þrefalda skiptingu.
58. mín
ÍSAK BERGMANN MEÐ HÆTTULEGAN BOLTA INN Á TEIG! Jóhann Berg í baráttunni en varnarmaður Litháa nær með naumindum að komast á undan í boltann.
57. mín
Jón Dagur heldur leik áfram. Allt komið á fulla ferð aftur.
56. mín
Nú þarf Jón Dagur Þorsteinsson aðhlynningu.
55. mín
Leikmaður Litháen liggur á vellinum eftir skallaeinvígi við Sverri Inga. Þarf aðhlynningu.
51. mín
Rúnar Alex nær að verja frá Kucys sem náði skoti í mjög þröngu færi!
50. mín
Inn:Rolandas Baravykas (Litháen) Út:Saulios Mikoliunas (Litháen)
Heiðursskipting. Mikoliunas tekinn af velli í sínum 101. og síðasta landsleik. Fær heiðursvörð frá samherjum sínum og utan vallar bíða blómvendir og kossar.
49. mín
Staðan er 1-1 í hinum leiknum; Eistland - Lettland. Sigurliðin mætast í úrslitaleik keppninnar á laugardaginn. Ef staðan er jöfn eftir 90 mínútna leik er farið beint í vítakeppni.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Hákon með upphafsspyrnu seinni hálfleiks.
U19 landsliðið líka í eldlínunni í kvöld.


45. mín
Hálfleikur
Það hafa verið einhverjir plúsar og einhverjir mínusar. Viljum betri frammistöðu frá Íslandi í seinni hálfleik.

44. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Hákoni en enginn íslenskur leikmaður nær að komast í boltann.
42. mín
Jói Berg með skot sem dempast af varnarmanni og Gertmonas handsamar svo boltann.
37. mín
Ísland fær hornspyrnu. Gertmonas í marki heimamanna kýlir boltann frá.
36. mín
Arvydas Novikovas með skot ur aukaspyrnu en vel yfir markið.
36. mín
Rétt fyrir skallann hjá Hákoni áðan var Jón Dagur í hættulegu færi en hélt ekki alveg jafnvæginu.

Það á að vera komið mark í þennan leik!
34. mín
HÁKON SKALLAR YFIR MARKIÐ ÚR DAUÐAFÆRI! Hákon átti að gera betur þarna. Gertmonas í marki Litháen misreiknaði þennan bolta.
33. mín
Með boltann 41% - 59%. Ísland hefur verið meira með knöttinn.
31. mín
Hákon Arnar reynir skalla að marki en boltinn aðeins of hár. Nær ekki að stýra knettinum á rammann.
30. mín
LITHÁEN KLÚÐRAR DAUÐAFÆRI!!! Fedor Cernych einn gegn Rúnari Alex sem nær að loka og verja þetta! Valgeir Lunddal gerði stór mistök en slapp með skrekkinn. Besta færi leiksins.

Það er skyndilega allt í gangi í þessum leik.
29. mín
ÍSAK SNÆR MEÐ SKOT RÉTT FRAMHJÁ!!! Naumlega framhjá fjærstönginni.

Miklu betra frá Íslandi núna.
28. mín
JÓHANN BERG!!!! Besta færi Íslands. Jói fær boltann frá Hákoni í teignum en boltinn fer á hægri fótinn á honum og skotið vel yfir markið.

Loksins eitthvað að frétta í sóknarleik Íslands.
27. mín
Justas Lasickas í teignum en missir jafnvægið áður en hann nær að taka skotið.
26. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Missir leikmann Litháen framhjá sér og brýtur á honum.
26. mín
Armandas Kucys með skot framhjá.
25. mín
Jóhann Berg í fyrirgjafarstöðu í teignum en tekur furðulega spyrnu, alltof fasta. Endar í innkasti sem heimamenn fá.
24. mín
Rangstaða flögguð á Armandas Kucys.
23. mín
Hörður Björgvin með öfluga vörn. Stöðvar Justas Lasickas sem reyndi að vaða inn í teiginn. Fyrri hálfleikur hálfnaður.
19. mín
Eftir góða byrjun Íslands í leiknum hefur Litháen náð að spýta í lófana. Talsvert síðan íslenska liðið náði að ógna eitthvað.

Klimavicius með skalla framhjá eftir hornspyrnu.
16. mín
Litháen með aukaspyrnu inn í teiginn en Rúnar Alex nær að kýla boltann frá.
15. mín Gult spjald: Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Aðeins of seinn í boltann og brýtur á Domantas Simkus.
14. mín
Brotið á Hákoni Arnari og Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Hákon búinn að vera ákaflega líflegur og farið um víðan völl eins og hans er von og vísa.
13. mín Gult spjald: Saulios Mikoliunas (Litháen)
Skólabókardæmi um gult spjald. Tók Davíð Kristján niður, Davíð var á mikilli ferð og lendir illa á mjöðminni. Þarf aðhlynningu.
11. mín
Þá kemst Litháen í álitlega stöðu, Artemijus Tutyskinas sem er 19 ára gamall á fyrirgjöfina en hún er ekki nægilega góð. Svo fær Litháen hornspyrnu en boltinn endar í höndum Rúnars Alex.
9. mín
Íslenska liðið stýrir ferðinni algjörlega í upphafi leiksins.
4. mín
Davíð Kristján Ólafsson með skot fyrir utan teig eftir hornspyrnuna en beint í fangið á Germonas markverði.
4. mín
Ísak Bergmann með fyrirgjöf en Klimavicius kemur boltanum í horn. Ísland ógnandi hér í upphafi leiks.
3. mín
Hættuleg sókn hjá Íslandi, menn komu upp vinstra megin. Jón Dagur með sendingu fyrir og Þórir með skot í varnarmann.
2. mín
Þórir Jóhann Helgason krækir í aukaspyrnu á miðjum vellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Þjóðsöngvarnir að baki og búið að flauta þennan leik á!
Hinn 38 ára gamli Saulius Mikoliunas er að leika sinn 101. landsleik fyrir Litháen. Og jafnframt sinn síðasta en hann leggur skóna á hilluna í kvöld. Hann mun fá heiðursskiptingu.

Fyrir leik
Fyrir leik
Liðin eru mætt í göngin á þessum nýja og flotta leikvangi í Litháen. Hörður Magnússon lýsir þessum leik á RÚV 2 og segir frá því að Aron Einar Gunnarsson, sem er skráður meðal varamanna, hefur verið eitthvað veikur síðustu daga.
Fyrir leik
Ísland er í 62. sæti heimslistans en Litháen í 144. sæti.
Fyrir leik


Arnar Þór Viðarsson hefur valið byrjunarlið sitt og má sjá það hér að ofan. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Dagur Þorsteinsson verða ekki með íslenska liðinu í seinni leik mótsins.

Það vekur athygli að Valgeir Lunddal Friðriksson er í byrjunarliðinu, leysir stöðu hægri bakvarðar og Alfons Sampsted er á bekknum. Valgeir varð sænskur meistari með Häcken fyrr í þessum mánuði. Þá lítur út fyrir að Hákon Arnar Haraldsson sé fremsti maður. Fyrirliði landsliðsins, Aron Einar Gunnarsson, byrjar á bekknum. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason komu inn í hópinn fyrir þetta verkefni eftir að hafa verið töluvert lengi frá hópnum. Þeir byrja báðir í dag. Rúmt ár er frá síðasta landsleik Jóhanns og Sverrir lék sinn síðasta landsleik í mars í fyrra. Arnór Sigurðsson, sem hefur spilað á hægri kanti í síðustu leikjum, tekur sér sæti á bekknum.
Fyrir leik


Ekki í neinni keppni við Birki
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði var spurður út í landsleikjafjöldann á fréttamannafundi í gær. Aron spilaði sinn 100. landsleik fyrr í þessum mánuði þegar Ísland lék gegn Sádí-Arabíu.

Hvernig er að ná þessum leikjafjölda og er áætlunin að ná Birki Bjarnasyni sem er leikjahæstur?

"Ég er stoltur af því að hafa náð þessum áfanga. Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður nær hundrað leikjum fyrir þjóð sína. Margir fleiri leikir framundan. Ég er stoltur af þessu, er einbeittur á framtíðina og að bæta liðið. Ég er hér til að miðla reynslu minni til yngri leikmanna sem eru að komast í gegn," sagði Aron.

"Ég er ekki í neinni keppni við Birki. Við höfum átt góðar stundir saman og þetta snýst ekki um að keppa við hann," sagði Aron og brosti. Birkir hefur spilað 112 landsleiki, tólf leikjum meira en Aron. Birkir er einnig í hópnum sem er í Litháen.
Fyrir leik


Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson fór í viðtal við miðla KSÍ.

"Það er alltaf skemmtilegra að fá keppnisleiki, þrátt fyrir að þetta sé vináttuleikjagluggi fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna á miðvikudag og komast í úrslit í þessu Baltic Cup. Við viljum að sjálfsögðu vinna mótið."

"Við verðum að líta á andstæðinga okkar á þessu móti þannig að við eigum að vera sterkari aðilinn og eigum að geta stýrt þessum leikjum. En þetta verður alls ekki auðvelt, þó að við setjum stefnuna á sigur þurfum við að hafa mjög mikið fyrir þessu.


Arnar segir að það verði einhverjar breytingar á milli leikja hjá liðinu. "Jón Dagur (Þorsteinsson) og Rúnar Alex (Rúnarsson) munu bara spila fyrri leikinn. Þetta er ekki hefðbundinn FIFA gluggi, er tengt HM í Katar og við þurftum að ná lendingu með sumum félögum. Jón Dagur er dæmi um það, þurfti að semja við þjálfara hans hvað væri best fyrir leikmanninn sjálfan upp á frí. Rúnar Alex ferðast svo til Íslands eftir fyrri leikinn þar sem hann fer í jarðarför."

"Það verða einhverjar tilfærslur milli leikja og við munum að sjálfsögðu nota báða leikina í að skoða og gera síðustu tilraunir fyrir undankeppnina sem hefst í mars á næsta ári. Þetta er mót sem við viljum nota til að klára undirbúning fyrir undankeppnina 2023."


Arnar var spurður hvort hann sæi fyrir sér að þetta, landsliðshópurinn sem var valinn fyrir verkefnið, yrði kjarninn sem kæmi til með að mynda hópinn í undankeppninni sem byrjar í mars.

"Þetta er kjarninn. Að mínu mati er kjarninn orðinn stór og góður, það er samkeppni í þessum hóp. Það eru nokkrir leikmenn sem eru ekki hérna með okkur sem koma að sjálfsögðu til greina fyrir marsgluggann. Það er það jákvæða við það sem hefur gerst árið 2022, við höfum náð að hnoða saman kjarnann af þessum hópi en hann er ekki 23 leikmenn. Þettu eru svona 30 leikmenn sem ég er ánægður með og þetta er sterkur hópur. Það er mikil samkeppni að komast í íslenska landsliðið í dag."

Viðtalið í fullri lengd má sjá hér að neðan.

Fyrir leik
Dómarar dagsins koma frá Lettlandi:


Dómari: Andris Treimanis
Aðstoðardómari 1: Aleksejs Spasjoikovs
Aðstoðardómari 2: Deniss Sevcenko
Fjórði dómari: Vitlijs Spasjoikovs
Fyrir leik
Íslenski hópurinn
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir
Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir
Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir
Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk
Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk
Fyrir leik


Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, er mættur aftur í hópinn eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla. Hann er spenntur fyrir þessu móti.

"Það er gaman að koma aftur. Það er langt síðan ég var hér síðast," segir Jóhann Berg í samtali við KSÍ TV.

"Mér líst mjög vel á þetta mót. Það er alltaf skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið leiðinlegir og það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir eins og í Baltic Cup. Við viljum komst í úrslitaleikinn."

Það kryddar upp á þetta að það sé verðlaunagripur í boði fyrir sigurliðið.

"Við viljum lyfta Baltic Cup, það er klárt mál. Vonandi vinnum við Litháen og komum okkur í næsta leik."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan en þar ræðir Jói Berg um stöðuna á sjálfum sér. Hann segist vera á mjög góðum stað.

Fyrir leik
Velkomin til leiks!

Ísland mætir Litháen á Darius & Girenas leikvanginum í Kaunas í dag, miðvikudag, í undanúrslitaleik í Eystrasaltsbikarnum. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV 2.

Íslenska liðið mætir síðan annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember (í Tallinn eða Riga), sem er þá annað hvort leikur um 3. sætið í mótinu eða úrslitaleikur um sigur á mótinu. Ef jafnt er eftir 90 minútna leik fer fram vítaspyrnukeppni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í þessu æfingamóti, sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991. Mótið var sett á laggirnar fyrst árið 1928 og var það haldið nánast árlega til ársins 1940, en frá 1940-1991 fór það ekki fram í ljósi hernáms Sovétríkjanna á svæðinu. Ísland er aðeins fimmta gestaþjóðin sem tekur þátt í mótinu, en Finnland hefur tekið tvisvar sinnum þátt.

Lettland hefur unnið keppnina oftast, eða 13 sinnum. Eistland fagnaði sigri í mótinu árið 2021.

Ísland og Litháen hafa fjórum sinnum áður mæst í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið tvo sigra, Litháen einn og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Liðin mættust síðast árið 2003, þegar þau voru saman í riðli í undankeppni EM 2004.
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Valgeir Lunddal Friðriksson
3. Davíð Kristján Ólafsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('62)
8. Birkir Bjarnason ('82)
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('75)
17. Hákon Arnar Haraldsson ('75)
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('62)
20. Þórir Jóhann Helgason ('62)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Alfons Sampsted
5. Aron Elís Þrándarson ('82)
8. Arnór Sigurðsson ('62)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen
16. Stefán Teitur Þórðarson ('75)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
17. Daníel Leó Grétarsson
18. Mikael Anderson ('62)
18. Mikael Egill Ellertsson ('75)
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('62)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:
Ísak Bergmann Jóhannesson ('15)
Sverrir Ingi Ingason ('26)
Hörður Björgvin Magnússon ('81)
Arnór Sigurðsson ('86)

Rauð spjöld:
Hörður Björgvin Magnússon ('84)