
sunnudagur 18. desember 2022 kl. 15:00
Úrslitaleikur HM
Dómari: Szymon Marciniak (Pólland)
Áhorfendur: 88.966






















Varamenn:









Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
TIL HAMINGJU ARGENTÍNA!!!!!!!!
VÁ ÞVÍLÍK STUND! MESSI ER HEIMSMEISTARI Í FÓTBOLTA!!!!
Eftir stórkostlegasta úrslitaleik sögunnar!
Fótbolti.net mun fyllast af efni frá þessum leik í allt kvöld!
Eyða Breyta
ARGENTÍNA ER HEIMSMEISTARI!!!!!!
ARGENTÍNUMENN ERU HEIMSMEISTARAR !!! Montiel klárar þetta í vítakeppninni. pic.twitter.com/7uwG9xvt3O
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
HAAAANNNN SKORAR!!! ARGENTÍNA 3-1 YFIR Í VÍTAKEPPNINNI!
Eyða Breyta
EMI VAR Í BOLTANUM!!! EN NÆR EKKI AÐ VERJA!
Úlnliðurinn að klikka.
Eyða Breyta
Wow besti úrslitaleikur sögunnar.
— Freyr Alexandersson (@freyrale) December 18, 2022
Held bara besta World Cup í sögunni líka #FIFAWorldCupFinal
Eyða Breyta
Fyrsta skiptið sem ég fæ raðfullnægjingu að horfa á fótboltaleik.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 18, 2022
Eyða Breyta
Pornhub hefur aldrei gefið mér jafn gott klám og þessi leikur er að bjóða uppá.
— Albert Ingason. (@Snjalli) December 18, 2022
Eyða Breyta
Óli Kristjáns: Ég hef aldrei séð annað eins
Ólafur Kristjánsson talar um skemmtilegasta úrslitaleik sögunnar.
Eyða Breyta
+5 FLAUTAÐ!!!! VÍTASPYRNUKEPPNI FRAMUNDAN!
Þessar lokasekúndur maður minn lifandi. Endanna á milli en 3-3 eru lokatölur og við erum á leið í vítaspyrnukeppni. pic.twitter.com/5XLBMwLCTn
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
ÞVÍLÍK MARKVARSLA FRÁ EMI MARTÍNEZ!!!
Randal Kolo Muani í DAUÐAFÆRI en Martínez með stórkostlega markvörslu! STÓRKOSTLEGA!
Eyða Breyta
+3
LAUTARO MARTÍNEZ Í DAUÐAFÆRI! VARIÐ FRÁ HONUM! Hefði ekki talið, flaggið fer á loft.
Eyða Breyta
Þetta er hápunktur ársins. Þessi leikur maður. Ég skelf
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) December 18, 2022
Eyða Breyta
ÞRENNA!!!!!
ÉG Á EKKI ORÐ... EÐA FÁ ALLAVEGA!!!
ÞESSI LEIKUR ER EKKI HÆGT!
MBAPPE! SKORAÐI AF ÖRYGGI. EMI MARTÍNEZ Í RANGT HORN!
Þrennan komin hjá Mbappé og Frakkar jafna aftur. Það er 3-3 góðir hálsar. pic.twitter.com/nqP4PxE295
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
FRAKKAR FÁ VÍTI!!!! HENDI!!!
Mbappe með skot í hendina á Gonzalo Montiel. Frakkar fá aðra vítaspyrnu.
Montiel fær boltann í höndina inni í vítateig og Frakkar fá vítaspyrnu, skömmu eftir að Messi kom Argentínu í 3-2. pic.twitter.com/lXTVFEUpeA
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Pirringur í mönnum. Camavinga fékk flugferð. Paredes með groddaralega tæklingu.
Eyða Breyta
Messi! Messi! Messi!
Það var rangstöðulykt af aðdragandanum að markinu en í endursýningu sást að það var engin rangstaða. Markið réttilega dæmt gott og gilt.
Eyða Breyta
10/10 í skemmtanagildi
Hvaða rugl er þessi leikur eiginlega!
— Arnar Már Guðjónsson (@ArnarMarG) December 18, 2022
Eyða Breyta
MARK! MARK! MARK!
LAUTARO MEÐ SKOT SEM ER VARIÐ! BOLTINN Á MESSI SEM SKORAAAAAAAR!!!
ÞETTA ER ROSALEGT!
KOUNDE REYNDI AÐ BJARGA Á LÍNU EN BOLTINN FÓR INN!
MESSIIIIIIII - Dramatíkin tekur engan enda í Katar. Argentínumenn eru komnir yfir í framlengingunni. Ná Frakkar að jafna aftur? pic.twitter.com/Bcb2x9Hwjr
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Prýðilegur úrslitaleikur
Nauðvörn hjá Frökkum undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Þetta er alveg prýðilegur úrslitaleikur. pic.twitter.com/fKqQo0ciLM
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Upamecano, outstanding performance tonight, from the get go. #ArgentinaVsFrance #WorldCupFinal
— David James (@jamosfoundation) December 18, 2022
Eyða Breyta
ARGENTÍNA SVO NÁLÆGT
Lautaro Martínez fær boltann í dauðafæri en er of lengi að athafna sig. Montiel síðan með skot sem varnarmaður kemst fyrir.
Eyða Breyta
Það virðist algjörlega þannig að það sé talsvert meira á tanknum hjá Frökkum en Argentínumönnum. Franska liðið er líklegra.
Eyða Breyta
Pólski dómarinn að fá mikið lof
Best dæmdi fótboltaleikur sem èg hef séð
— Siguróli Sigurðsson (@SiguroliM) December 18, 2022
Eyða Breyta
Ef þetta fer í vító fer Messi með legacy-ið undir á punktinn. Stærsta moment leikmanns í sögu fótboltans. Jesú á krossinum dæmi.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) December 18, 2022
Eyða Breyta
Skemmtilegasti úrslitaleikur í langan tíma.
— saevar petursson (@saevarp) December 18, 2022
Eyða Breyta
Færið sem Messi fékk í lok venjulegs leiktíma:
Messi fékk þetta fína tækifæri til að tryggja Argentínu heimsmeistaratitilinn í uppbótartíma en Lloris varði frábærlega frá honum. pic.twitter.com/lSh9kQg5og
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Þessi breyting á franska liðinu með skiptingunum á ofur hröðun og styrk á þreytta argentinumenn í bland við stór mistök í fyrra markinu að breyta þessum leik í einu og öllu. Önnur íþrótt í lokin.
— Þórður Einarsson (@doddi_111) December 18, 2022
Eyða Breyta
Ofurstjarna, þvílíkur fótboltamaður

Gerði lítið sem ekkert lengst af en svo fór allt í gang!
Eyða Breyta
Of varnarsinnuð skipting hjá Argentínu, of snemma
Unbelievable comeback France.
— Freyr Alexandersson (@freyrale) December 18, 2022
Slight momentum created after huge mistakes off Otamendi.
Scaloni done a great job. But putting in Acuna for Di Marìa so early in the game was way to passive, to early.#ArgentinaVsFrance
Eyða Breyta
+7, MESSI MEÐ SKOT SEM LLORIS VER
Þrumufleygur frá D-boganum sem Lloris nær að slá yfir. Eins og köttur í markinu!
Eyða Breyta
+7, verið frábærlega dæmdur leikur
Pólverjinn með flautuna með stórleik. Allt upp á 10????
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) December 18, 2022
Eyða Breyta
+6
Frakkar í hættulegri sókn. Skyndilega var ýtt á einhvern takka á 80. mínútu. Frakkar verið miklu betri síðan þá! Svakaleg breyting á leiknum.
Eyða Breyta
+5
Giroud ekki að hegða sér á bekknum og fær gult spjald.
Eyða Breyta
+4, Rabiot með skot sem Emoi Martínez missir frá sér en nær að handsama boltann að lokum
Eyða Breyta
Skemmtilegasta, óvæntasta, fjölbreyttasta og mest spennandi HM frá upphafi. #hm #WorldCup #ruv #fotboltinet
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Þetta gula spjald á Marcus Thuram ég ætla bara að segja það þetta er besti dómur sögunnar. Hvernig í andskotanum gat hann verið svona öruggur á þessu
— Sigur?ur Gísli (@SigurdurGisli) December 18, 2022
Eyða Breyta
Fellur innan teigs en dómarinn dæmir leikaraskap og spjaldar hann!
Eyða Breyta
????????????#FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/YiIrLvQtuy
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2022
Eyða Breyta
MAGNAÐ!!
Allt annað að sjá franska liðið núna! Þeir voru ekki að gera neitt áður en þeir fengu vítið. Argentína hafði öll völd þar til vítið var dæmt!
Eyða Breyta
Mbappe er ekki mennskur, hver annar hefði skotið viðstöðulaust?
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) December 18, 2022
Eyða Breyta
HVAAAAAAÐ ER AÐ GERAAAST!!!!????
Messi tapaði boltanum, Coman vann hann af honum og Frakkar geystust í sóknina. Thuram með sendinguna á Mbappe sem átti FRÁBÆRT skot og jafnar 2-2!
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!!
HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA!!! Mbappé skorar aftur og er búinn að jafna í 2-2. Það er mínúta á milli markanna. pic.twitter.com/bJpFx9Q3Ab
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Mark Mbappe af vítapunktinum:
Martinez er í boltanum en Mbappé minnkar muninn úr vítinu. 2-1. pic.twitter.com/sK7IcT5Hty
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
VIÐ ERUM MEÐ LEIK!!!
Emi Martínez fór í rétt horn en náði ekki að verja!!!
BOOOOOOOOOOOOOOOOOOOMMMM!!!!!! 2-2. #mbappe
— Piers Morgan (@piersmorgan) December 18, 2022
Eyða Breyta
FRAKKAR FÁ VÍTASPYRNU!!!
Nicolas Otamendi dæmdur brotlegur! Kolo Muani fer niður. Er ekkert að rembast við að halda sér uppi.
Nú fá Frakkar víti!! pic.twitter.com/xnHEzhqdTB
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Bingóið og salurinn
WOW ???????? pic.twitter.com/99r0khdpD3
— Football Hub (@FootbalIhub) December 18, 2022
Eyða Breyta
Gamall en góður
Lionel Messi's heat map ????????#BBCFootball #BBCWorldCup pic.twitter.com/ZxFjdtQiPT
— Match of the Day (@BBCMOTD) December 18, 2022
Eyða Breyta
Mbappe með marktilraun. Vel yfir.
Fyrsta marktækifæri Frakka í úrslitaleiknum kemur þegar 70 mínútur eru liðnar. Það er Mbappé! Úrslitin eru þó hvergi nærri ráðin. Þetta eru jú Frakkar. pic.twitter.com/7vwzjGC86E
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Mac Allister í liði mótsins

Guðmundur Aðalsteinn, fréttamaður Fótbolta.net, mun við HM hringborðið í kvöld opinbera val sitt á úrvalsliði mótsins. Skúbb: Alexis Mac Allister verður í liðinu!
Eyða Breyta
Hernandez með fyrirgjöf. Hernandez reynir að hreinsa frá en hittir boltann illa, hann flýgur í hornspyrnu.
Kolo Muani skallar framhjá eftir hornspyrnuna. Marktilraun hjá Frakklandi. Stórtíðindi!
Eyða Breyta
Orð að sönnu
Ég hef sjaldan sé annað eins hrun og hjá þessu franska liði. Þeir geta nákvæmlega ekki neitt. Lélegir alls staðar á vellinum.
— Stígur Helgason (@Stigurh) December 18, 2022
Eyða Breyta


Heiðursskipting!
Kannski ekki, en allavega frábær frammistaða hjá Di Maria í 65 mínútur.
Eyða Breyta
Argentína í hættulegri sókn áðan. Mac Allister nálægt því að ná til boltans en Lloris var á undan. Mac Allister leikmaður Brighton, búinn að eiga stórkostlegt mót.
Eyða Breyta
Di Maria heldur áfram að leika listir sínar, þvílík frammistaða hjá honum. Óvænt í byrjunarliðinu. Sendi boltann á Messi sem skaut framhjá. Aðþrengdur.
Eyða Breyta
Argentínumenn skynsamir
Eru að hægja á leiknum, liggja í grasinu, gefa sér tíma í öll föst leikatriði, éta af klukkunni.
Eyða Breyta
Það sem stuðningsmenn kunna að meta. pic.twitter.com/tB4VrW9muu
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Bestu ungstirnin

Síðasta HM hringborðið verður í kvöld. Þar mætir Arnar Laufdal og opinberar val sitt á fimm bestu ungstirnum mótsins. Í hvaða sæti verður Enzo Fernández?
Eyða Breyta
Argentínumenn byrja í sókn. Mac Allister við það að ná til boltans en Lloris náði að handsama knöttinn.
Eyða Breyta
Seinni hálfleikur er hafinn
Ná Frakkar að sýna sitt rétta andlit í seinni hálfleik?
Eyða Breyta
Fyrsti leikmaðurinn til að skora í öllum leikjum í útsláttarkeppni á HM ásamt því að setja tvö í riðlinum ??#FIFAWorldCup #ARGFRA pic.twitter.com/LifkrnsRWq
— Gummi Ben (@GummiBen) December 18, 2022
Eyða Breyta
Frakkar ráðalausir og örvæntingarfullir
„Ráðalausir Frakkar á móti ofboðslega flottum og einbeittum Argentínumönnum," segir Ólafur Kristjánsson í HM stofunni í hálfleik. „Í undirbúningi fyrir leikinn og hvernig þeir komu inn í leikinn þá skáka Argentínumenn franska liðinu. Þeir eiga svo auðvelt með að spila í gegnum þessa pressu Frakka. Þessi tvöfalda skipting hjá Deschamps sýnir örvæntinguna í Frökkunum."
Eyða Breyta
Mbappe er alltaf einn uppi á móti þremur Argentínumönnum, Frakkar eru í miklum erfiðleikum með að sækja.
Eyða Breyta
Frakkar með 0 í xG, væntum mörkum
France created 0.00(xG) against Argentina in the first half of the World Cup final.
— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) December 18, 2022
Eyða Breyta
Fyrsta gula spjaldið í leiknum
Braut á varamanninum Kolo Muani.
Eyða Breyta
Argentína er bara miklu betra lið.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 18, 2022
Eyða Breyta
Ég er hreint út sagt þakklátur fyrir að vera samtímamaður Messi #ARGFRA ????
— Simmi Vil (@simmivil) December 18, 2022
Eyða Breyta
Bestu mennirnir á vellinum:
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) December 18, 2022
1. Messi
2. Di Maria
3. Pólski dómarinn
Eyða Breyta
SKÝR SKILABOÐ FRÁ DESCHAMPS!
Gerir tvöfalda skiptingu í fyrri hálfleik! Alls ekki sáttur við spilamennsku Frakklands.
Didier Deschamps bregst strax við og gerir tvöfalda skiptingu hjá Frökkum á 41. mínútu. Hann er ekkert að bíða eftir hálfleiknum. Dembele og Giroud fara út fyrir Thuram og Kolo Muani. pic.twitter.com/nd8VR8OlxE
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
That’s got to be one of the best World Cup Final goals ever. What a counter attack!
— Edward Walker (@edward_w97) December 18, 2022
Eyða Breyta
What aaaa goal ???????????????? frábær sókn
— saevar petursson (@saevarp) December 18, 2022
Eyða Breyta
FRÁBÆRT MARK!!!
Glæsileg skyndisókn hjá Argentínumönnum!
Frábært spil í aðdraganda marksins. Algjör snilld. Alvarez með sendingu sem splundrar frönsku vörninni, Mac Allister rennir boltanum svo á Di Maria sem klárar vel!
MAAAAAARK!!!! Alvöru skyndisókn og Di Maria kemur Argentínu í 2-0. pic.twitter.com/Qm3Q4EaEvS
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Frakkar verið daprir
Wake up France!
— Piers Morgan (@piersmorgan) December 18, 2022
Eyða Breyta
Búinn að skoða vítaspyrnudóminn betur og óhætt að segja að þetta hafi verið 'soft'. En varnarleikur Dembele gjörsamlega galinn. Að mínu mati réttur dómur.
Eyða Breyta
Eins og Argentína sé á heimavelli
Stuðningsmenn Argentínu eiga leikvanginn með húð og hári.
Eyða Breyta
Þetta er nú hætt að vera fyndið. Messi fær bókstaflega alla dóma með sér ????
— Indriði Áki (@IndridiAki) December 18, 2022
Eyða Breyta
Hinn magnaði Messi
Síðan Opta byrjaði að taka tölfræði, 1966, þá hefur Lionel Messi skorað eða lagt upp í fleiri HM leikjum en nokkur annar leikmaður. Fjórtán leikir.
Eyða Breyta
SENDIR LLORIS Í RANGT HORN
Setur boltann niðri hægra megin.
Þetta er verðskulduð forysta. Argentína verið betra liðið!
MESSI SKORAR!!! Argentína leiðir í úrslitaleiknum gegn Frakklandi, 1-0 eftir 23 mínútna leik. pic.twitter.com/WFy2Mr5PSM
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
ARGENTÍNA FÆR VÍTI
Di Maria fer illa með Dembele, fer inn í teiginn og Dembele fer aftan í hann. VÍTASPYRNA! Klaufalegt frá Dembele! Hörmulegur varnarleikur!
ARGENTÍNA FÆR VÍTI. Brotið á Di Maria. pic.twitter.com/JsEzgMgnFy
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Eyða Breyta
Giroud með skalla yfir
Griezmann tekur aukaspyrnuna og sendir á Giroud sem skallar yfir.
Eyða Breyta
Frakkar fá aukaspyrnu á góðum stað
Fyrirgjafarmöguleiki. Hernandez fór upp vinstra meginn og De Paul braut á honum rétt fyrir utan teig og rétt við endalínuna.
Eyða Breyta
Di Maria með skot hátt yfir
Rodrigo De Paul renndi boltann út í teiginn á hann en hann skaut vel yfir.
Eyða Breyta
Argentínumenn hættulegri í upphafi leiks

Angel Di Maria verið mjög líflegur. Argentínumenn hafa verið að pressa og skapa vandræði.

Eyða Breyta
Hugo Lloris þarf aðhlynningu
Markvörður og fyrirliði Frakka fékk högg á rifbeinin í baráttunni um boltann áðan. Áhyggjuefni fyrir Frakka.
Eyða Breyta
Messi tekur hornið
Boltinn á varnarmann við nærstöngina, fer svo aftur inn í teignn en á endanum dæmir pólski dómarinn aukaspyrnu.
Eyða Breyta
Rodrigo De Paul með skot
Boltinn af Varane og afturfyrir. Argentína fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
Argentína byrjar betur
France has looked shaky the first 6 minutes #FIFAWorldCup
— Brian Sciaretta (@BrianSciaretta) December 18, 2022
Eyða Breyta
Fyrsta skot leiksins
Og það kemur frá Argentínu: Julian Alvarez með fast skot, beint í fangið á Lloris.
Eyða Breyta
VIPpið

Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba, Emmanuel Macron, Jassim bin Hamad bin Khalifa Al Thani prins og Gianni Infantino eru allir í stuði.
Eyða Breyta
Fjórða sinn sem liðin mætast á HM

Argentína hefur unnið þrjá af fjórum viðureignum gegn Frakklandi á HM en tapaði hinsvegar 3-4 þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum 2018.
Í heildina verður þetta þrettánda viðureign Argentínu og Frakklands í öllum keppnum. Frakkland hefur aðeuns unnið þrjá leiki.
Eyða Breyta
Argentína mun herja á Hernandez
„Endurkoma Angel Di Maria í byrjunarliðið, ég býst við 4-4-2 og að Argentína muni herja á Theo Hernandez. Hann er mjög góður í að koma fram og taka þátt í sókninni en náði ekki að klukka Saka í 8-liða úrslitum og Frakkar voru í vandræðum vinstra megin gegn Marokkó. Argentína telur sig geta unnið leikinn með því að Di Maria og Messi fari upp á vinstri hlið franska liðsins," segir Tim Vickery, sérfræðingur BBC.
Eyða Breyta
Besta HM mótið?

„Ég er gamall. HM 1982 er að mínu mati besta mótið. Þetta mót hefur verið fínt. Hann er orðinn ólíkur félagsliðafótboltanum þessi landsliðsfótbolti. Það er ekki sama ákefðin, þjálfarar og leikmenn þora minna. Út frá fótboltanum erum við ekki að sjá neinar nýjungar. En við höfum fengið óvænt úrslit og fjöruga leiki, sérstaklga í útsláttarkeppninni," segir Ólafur Kristjánsson í HM stofunni á RÚV.
Eyða Breyta
Leikmenn mættir út í upphitun
Both teams out for the warm-up at Lusail Stadium pic.twitter.com/yP3176pXhz
— Oliver Holt (@OllieHolt22) December 18, 2022
Eyða Breyta
Scaloni þurfti að gera breytingu á síðustu stundu
Marcos Acuna átti að byrja en læknateymi Argentínu taldi hann svo ekki kláran í að vera í byrjunarliðinu. Nicolas Tagliafico kom því inn í byrjunarliðið í hans stað.
Eyða Breyta
Mark mótsins
Mark Richarlison fyrir Brasilíu gegn Serbíu hefur verið valið mark mótsins.
Þvílíkt mark frá Richarlison hér á 73. mínútu leiksins - þetta er klárlega mark HM til þessa pic.twitter.com/MAEzdW7HC9
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 24, 2022
Eyða Breyta
Messi setur enn eitt metið
Lionel Messi verður leikjahæstur í sögu HM í dag, spilar sinn 26. leik. Lothar Matthaus spilaði 25 HM leiki.
Hugo Lloris, markvörður Frakklands, verður fyrsti markvörðurinn til að spila 20 leiki á HM.
Eyða Breyta
Tvær breytingar hjá Frökkum
Frakkar gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 2-0 sigrinum gegn Marokkó í undanúrslitum.
Dayot Upamecano kemur inn fyrir Ibrahima Konate og Adrien Rabiot inn fyrir Youssouf Fofana. Menn að koma úr veikindum.
Eyða Breyta
Ein breyting hjá Argentínu
Argentína gerir eina breytingu á liði sínu frá 3-0 sigri gegn Króatíu í undanúrslitum.
Angel di Maria, sem hefur verið að glíma við meiðsli á mótinu, byrjar í stað Leandro Paredes.
Lionel Messi er á sínum stað með fyrirliðabandið.
Eyða Breyta
Í síðasta sinn á HM
One more time ????????#FIFAWorldCup | #Qatar2022 pic.twitter.com/2tgYdhn7ms
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2022
Eyða Breyta
Fleiri spá argentínskum sigri en frönskum
Þetta er niðurstaða könnunar sem var á forsíðu Fótbolta.net síðan á föstudag.

Eyða Breyta
Tíðindi af byrjunarliðum
Angel di Maria byrjar hjá Argentínu. Lisandro Martínez miðvörður Manchester United er á bekknum.
Hjá Frakklandi er Raphael Varane í byrjunarliðinu en hann smitaðist af flensunni í liðinni viku.
Eyða Breyta
Hitaðu upp fyrir leikinn með því að hlusta á útvarpsþáttinn
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið HM og Birkir Már um Messi og Mbappe https://t.co/mxwGorWjLQ
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) December 17, 2022
Eyða Breyta
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ spáir argentínskum sigri

Argentína 2–1 Frakkland (eftir framlengingu)
Þetta er í raun óskhyggja, að Argentína vinni, það væri svo stór stund fyrir Messi, sem er auðvitað einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Það er unun að horfa á hann spila fótbolta.
Mér finnst bæði þessi lið frábær og á von á skemmtilegum leik. Bæði liðin eru með stórkostlega sóknarmenn, bæði liðin geta misstigið sig og fengið á sig mörk. Ég vona að þetta verði leikur margra færa, þó að það gerist reyndar ekki alltaf í úrslitaleikjum, þegar mikið er í húfi.
Ég hef lengi haldið með Argentínu, það er einhver sjarmi yfir þessari mögnuðu knattspyrnuþjóð. Fyrsta skiptið sem ég hélt með þeim var árið 1978. Þá unnu þeir og var hinn knái miðjumaður Oswaldo Ardiles í uppáhaldi hjá mér. Argentína vann aftur árið 1986 og þá var Maradona í aðalhlutverki - og núna 2022 Messi. Ég get alveg lokað augunum og séð Messi fyrir mér taka á móti styttunni góðu, ég vona að það rætist.
Eyða Breyta
Helga Margrét Höskyldsdóttir á RÚV spáir sigri Frakka

Argentína 1 - 3 Frakkland
Eins mikið og fólk virðist vona að Messi verði heimsmeistari held ég að Frakkar séu að fara að taka þetta. Segjum að lokatölur verði 3-1. Frakkar komast í 1-0 undir lok seinni hálfleiks með marki frá Mbappé. Messi jafnar fyrir Argentínu í seinni, 50/50 líkur á því að það verði úr víti, en Giroud kemur Frökkum aftur yfir.
Svo þegar vonin er þrotin hjá Argentínumönnum undir lok leiks þá skorar Mbappé mark númer þrjú og rífur bæði heimsmeistaratitilinn og markakóngstitilinn af Messi, því miður.
Eyða Breyta
Pólverjar sjá um dómgæsluna

Pólski dómarinn Szymon Marciniak dæmir leikinn. Marciniak er 41 árs gamall og hefur verið að dæma í 20 ár. Hann varð FIFA dómari fyrir ellefu árum síðan.
Marciniak hefur dæmt eftirminnilega leiki hjá Íslandi í gegnum tíðina. Hann dæmdi sigur okkar gegn Austurríki á EM 2016, sigur okkar liðs gegn Tyrklandi í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi og svo jafnteflið gegn Argentínu á lokamótinu sjálfu.
Eyða Breyta
Leið Frakklands í úrslitaleikinn
Frakkland 4-1 Ástralía
Frakkland 2-1 Danmörk
Túnis 1-0 Frakkland
Frakkland 3-1 Pólland
England 1-2 Frakkland
Frakkland 2-0 Marokkó
Eyða Breyta
Leið Argentínu í úrslitaleikinn
Argentína 1-2 Sádi-Arabía
Argentína 2-0 Mexíkó
Pólland 0-2 Argentína
Argentína 2-1 Ástralía
Holland 2-2 Argentína (Argentína vann í vító)
Argentína 3-1 Króatía
Eyða Breyta
Vinna Frakkar annað HM í röð?

Kylian Mbappe var meðal markaskorara þegar Frakkland vann Króatíu 4-2 í úrslitaleik HM 2018. Frakkar stefna á að verða annað liðið til að vinna HM tvisvar í röð. Brasilía vann HM í Svíþjóð 1958 og svo aftur í Síle fjórum árum síðar.
Eyða Breyta








Varamenn:







Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: