Víkingsvöllur
fimmtudagur 02. febrúar 2023  kl. 19:00
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
Aðstæður: Kuldi, slydda og vindur
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: Fáir
Víkingur R. 1 - 4 Fram
1-0 Danijel Dejan Djuric ('9)
1-1 Magnús Þórðarson ('50)
1-2 Magnús Þórðarson ('56)
Karl Friðleifur Gunnarsson, Víkingur R. ('74)
1-3 Tryggvi Snær Geirsson ('90)
1-4 Aron Snær Ingason ('90)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
5. Kyle McLagan ('62)
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson ('62)
19. Danijel Dejan Djuric
20. Júlíus Magnússon (f) ('62)
24. Davíð Örn Atlason ('46)
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
4. Bjarki Björn Gunnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('62)
18. Birnir Snær Ingason ('62)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('46)
23. Nikolaj Hansen ('62)
26. Sveinn Gísli Þorkelsson

Liðstjórn:
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen
Benedikt Sveinsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Kyle McLagan ('24)
Pablo Punyed ('82)

Rauð spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('74)
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
95. mín Leik lokið!
Til hamingju Framarar!
Íslandsmeistararnir töpuðu í gær og bikarmeistararnir í dag. Ég ætla að heyra í þjálfurunum og viðtöl koma inn á Fótbolta.net seinna í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Aron Snær Ingason (Fram), Stoðsending: Jannik Pohl
FRAM SKORAR FJÓRÐA MARKIÐ!
Víkingar lögðu allt í sóknina, Ingvar var mættur fram til að taka aukaspyrnu en þetta endaði með því að Fram vann boltann og refsaði.

Virkilega vel klárað, Aron vippaði boltanum í tómt markið.
Eyða Breyta
90. mín
Erum komin í uppbótartíma. Fimm mínútum var bætt við.
Eyða Breyta
90. mín
Bið Víkinga verður eitthvað lengri. Liðið hefur ekki unnið þennan titil síðan 1982.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Tryggvi Snær Geirsson (Fram), Stoðsending: Jannik Pohl
FRAM GERIR ÚT UM ÞETTA!!!!
Frábærlega klárað hjá Tryggva!

Fram að verða Reykjavíkurmeistari.
Eyða Breyta
90. mín
Aron Jóhannsson í hörkufæri fyrir Fram en skýtur í varnarmann. Átti að gera betur.
Eyða Breyta
88. mín
Vó! Óli Íshólm missir boltann frá sér í þvögu eftir horn en einhver skóflar boltanum yfir.
Eyða Breyta
87. mín
Víkingar að ógna, Erlingur með fyrirgjöf sem Framarar koma í horn.
Eyða Breyta
84. mín Jannik Pohl (Fram) Albert Hafsteinsson (Fram)

Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Fyrir mótmæli
Heimamenn alls ekki sáttir með frammistöðu þriðja liðsins.
Eyða Breyta
82. mín Mikael Trausti Viðarsson (Fram) Adam Örn Arnarson (Fram)

Eyða Breyta
80. mín
Víkingur með tilraun
Lúmskt skot úr þröngu færi sem Óli Íshólm ver í horn.
Eyða Breyta
80. mín
Víkingur fær aukaspyrnu. Hitinn heldur áfram og úr stúkunni er kallað eftir fleiri spjöldum.
Eyða Breyta
79. mín
Miðvörðurinn Matti Villa
Í öllum atgangnum áðan gleymdi ég að segja frá því að Matti Villa færði sig í miðvörðinn eftir skiptingarnar áðan. Er í miðverði með Viktori Örlygi sem tók við fyrirliðabandinu.

Matti fjölhæfur og getur spilað vörn, miðju og sókn. Spurning hvort Arnar Gunnlaugs verði að hringla eitthvað með hans stöðu í sumar.
Eyða Breyta
77. mín
Logi Tómasson með skot sem Óli Íshólm ver af öryggi.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)

Eyða Breyta
74. mín Rautt spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
SENDUR Í STURTU
Aðstoðardómarinn og Jóhann Ingi ræða málin eftir lætin áðan. Myndaðist þvaga þar sem menn voru að láta finna fyrir sér. Á endanum fær Karl Friðleifur rauða spjaldið!!!

Ég sá ekki nákvæmlega hvað hann gerði af sér en Víkingar manni færri.
Eyða Breyta
73. mín
Hiti í mönnum
Það er hiti og hrindingar á milli manna, köll úr stúkunni. Þó þetta sé 'æfingaleikur' þá er bikar í boði í kvöld. Gleymum því ekki.
Eyða Breyta
70. mín
Einhver fundarhöld, Víkingar orðnir pirraðir út í Jóhann Inga dómara.
Eyða Breyta
69. mín
MAGNÚS SVO NÁLÆGT ÞRENNUNNI!
Breki með sendingu á Magnús sem er kominn í dauðafæri en Ingvar ver meistaralega frá honum! Þarna hefði Fram getað komist tveimur mörkum yfir.
Eyða Breyta
66. mín
Erlingur Agnarsson tekur skot fyrir utan teig en hittir boltann afleitlega.
Eyða Breyta
65. mín
Helgi Guðjóns strax farinn að láta að sér kveða og nær í hornspyrnu. Víkingar ná ekki að gera neitt merkilegt úr þeirri spyrnu.
Eyða Breyta
62. mín Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
62. mín Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Arnar Gunnlaugs að gera þrefalda skiptingu.

Framarinn Helgi Guðjóns mætir til leiks.
Eyða Breyta
62. mín Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Kyle McLagan (Víkingur R.)
Kyle ekki átt góðan leik, verið í brasi
Eyða Breyta
60. mín
Víkingur með fína tilraun, hörkuskot rétt yfir. Sýndist þetta vera Júlli Magg.
Eyða Breyta
56. mín MARK! Magnús Þórðarson (Fram)
AFTUR SKORAR MAGNÚS!!!
Áhugalaus varnarleikur hjá Víkingi, Albert Hafsteinsson fer upp vinstra megin, rífur sig lausan frá Júlla Magg og nær fyrirgjöfinni.

Magnús skorar af stuttu færi!

Skyndilega er Fram komið í forystu.
Eyða Breyta
50. mín MARK! Magnús Þórðarson (Fram)
Framarar hafa jafnað!
Víkingar ekki sáttir, vilja meina að brotið hafi verið á Kyle McLagan í aðdragandanum. Kyle féll í baráttunni og skyndilega voru Framarar komnir í dauðafæri.

Boltinn endaði á Magnúsi sem var fyrir opnu marki og skoraði.

Víkingar mótmæla en Jóhann skiptir ekki um skoðun.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað

Eyða Breyta
46. mín Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)

Eyða Breyta
46. mín Breki Baldursson (Fram) Guðmundur Magnússon (Fram)

Eyða Breyta
45. mín
Reykjavíkurmeistaratitlar eftir félögum:
Þessi lið hafa unnið Reykjavíkurmót karla í fótbolta frá 1915 til 2022.

KR 40 sinnum
Fram 27
Valur 25
Víkingur 5
Fylkir 4
Þróttur 2
Leiknir 2
ÍR 1
Fjölnir 1
Eyða Breyta
45. mín
'Live Is Life' ómar í græjunum hjá DJ Sverri Geirdal.

Í hálfleik ber að senda kveðju á Halldór Inga, einn allra harðasta stuðningsmann Víkings, sem komst ekki á völlinn þar sem hann er að sinna gríðarlega mikilvægum störfum. Einhverjir þurfa að láta helstu hjól atvinnulífsins snúast.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flaut, flaut, flaauuut


Víkingar á heildina talsvert betri en Fram hefur svo sannarlega átt sína kafla og fengið nokkur fín færi.
Eyða Breyta
45. mín
PABLO í flottu færi!
Skotið hinsvegar ekki nægilega gott og Óli Íshólm ver.
Eyða Breyta
45. mín
Matti Villa skallar framhjá!
Fékk flott færi eftir hornspyrnu.

Aftur farið að blása og snjóa, ég ræð ekki við mig með veðurfréttirnar.
Eyða Breyta
44. mín
Það voru að koma tölur úr Fellaskóla. Leiknir er að vinna Þrótt Vogum 2-0 í æfingaleik í Breiðholtinu.
Eyða Breyta
42. mín
Víkingar í léttri sendingaæfingu. Eru að rúlla yfir 'Possession' tölfræðina. Svo kom hættulegur bolti inn í teiginn en Fram náði að koma boltanum frá.
Eyða Breyta
37. mín
Logi Tómasson, áður þekktur undir listamannsnafninu Luigi, tekur hornspyrnu fyrir Víking. Mikil barátta í teignum og Jói dómari flautar á endanum aukaspyrnu.
Eyða Breyta
35. mín
Aron Snær með lipur tilþrif og svo kemur bakvörðurinn Adam Örn upp og fær boltann, tekur skotið en frekar kraftlítið og Ingvar ver. Flottur Framkafli.
Eyða Breyta
34. mín
Júlíus Magnússon þurfti aðhlynningu en heldur leik áfram.
Eyða Breyta
33. mín
Frábærlega spilað hjá Fram og svo kemur markvarsla í ekki síðri gæðaflokki!
Albert Hafsteins og Tryggvi Geirs með listilega flott samspil og skyndilega er Tryggvi kominn í dauðafæri en Ingvar með glæsilega markvörslu! Fram nálægt jöfnunarmarki.
Eyða Breyta
31. mín
Magnús Þórðar með flott tilþrif hjá Framliðinu, kemur sér inn í teiginn og fellur svo niður en fær ekkert fyrir sinn snúð. "Spjaldaðu hann fyrir leikaraskap!" kallar einhver úr stúkunni.
Eyða Breyta
27. mín
Bara fyrir hann Sverri vin minn, fyrst það er rólegt í leiknum, þá get ég greint frá því að núna eru bara prýðilegar aðstæður fyrir fótboltaiðkun. Virðist vera farið að vora.
Eyða Breyta
25. mín
Fram fær hornspyrnu. Aron Jó mætir á vettvang til að taka hornið. Slök spyrna beint á fyrsta Víking í teignum.
Eyða Breyta
24. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Víkingur R.)

Eyða Breyta
21. mín
Logi Tómasson lék sér að vörn Fram og skoraði en dómarinn var búinn að flauta þar sem Framari lá með höfuðhögg. Vel gert hjá Loga sem er skiljanlega svekktur yfir því að þetta hafi ekki fengið að standa.
Eyða Breyta
18. mín
DDD
Það er margt leiðinlegra en að horfa á Danijel Djuric spila fótbolta þegar hann er í gírnum. Hann virðist vera í honum þetta kvöldið og er að skapa ýmis vandræði fyrir þá bláu.
Eyða Breyta
17. mín


Eyða Breyta
16. mín
Stungusending innfyrir vörn Fram, Djuric nálægt því að ná til boltans en Óli Íshólm kemur út og handsamar hann.
Eyða Breyta
12. mín
Magnús Þórðarson Framari með skot, í varnarmann.
Eyða Breyta
11. mín
Víkingur svo nálægt
Víkingar svo nálægt því að skora aftur, og það í tvígang!

Fyrst ver Óli Íshólm frá Loga Tómassyni og svo á Ari Sigurpáls skot sem sleikir stöngina.

Víkingsvélin farin af stað með krafti og Framarar heppnir að hafa ekki fengið á sig annað mark.
Eyða Breyta
9. mín MARK! Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.), Stoðsending: Pablo Punyed
Glæsilegt samspil!
Pablo og Dani spila frábærlega sín á milli, Pablo á stoðsendinguna og Dani klárar virkilega vel með þéttingsföstu skoti úr teignum!

Víkingar komnir yfir.
Eyða Breyta
8. mín
Brynjar Gauti og Þórðir Guðjónsson, í treyju númer 9, mynda miðvarðapar Fram. Þórir skemmtileg miðvarðatýpa.
Eyða Breyta
7. mín
Köflótt veður
Vindurinn hefur gengið nánast alveg niður núna, en fögnum ekki of snemma. Það eiga væntanlega eftir að koma einhverjar hviður. En nóg af veðrinu. Ég er ekki veðurfréttamaður.
Eyða Breyta
6. mín
Matti Villa á siglingu en Brynjar Gauti tæklar hann niður og fær tiltal. Víkingur fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika, frá vinstri.
Eyða Breyta
4. mín
Framarar byrja virkilega vel. Fyrirgjöf frá hægri, Gummi Magg í baráttunni í teignum og þeir bláu fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
3. mín
Fyrsta skot leiksins
Aron Jóhannsson á fyrstu skottilraun leiksins en hátt yfir. Held að Fram hafi gert klók kaup með því að krækja í Aron. Reikna með því að hann verði flottur fyrir þá í sumar.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn
Víkingar hófu leik. Framarar sækja í átt að félagsheimilinu og eru með vindinn í bakið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gísli Sváfnis heiðursgestur
Gísli Sváfnisson, fyrrum náttúrukennarinn minn í Hólabrekkuskóla og mikill Víkingur, er heiðursgestur leiksins. Rándýrt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hvað gerðist 1982?
Tónlistarmaðurinn Ozzy Osbourne borðaði leðurblöku á sviði, Falklandseyjastríðið átti sér stað og Vilhjálmur Bretaprins kom í heiminn.

Þetta er líka það ár sem Víkingur varð síðast Reykjavíkurmeistari!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarar kvöldsins:
DÓMARI: Jóhann Ingi Jónsson
AÐSTOÐARDÓMARI 1: Kristján Már Ólafs
AÐSTOÐARDÓMARI 2: Ragnar Þór Bender
EFTIRLITSMAÐUR: Jón Sigurjónsson
VARADÓMARI: Arnar Þór Stefánsson
Eyða Breyta
Fyrir leik
Raggi Sig að stýra upphitun


Var búinn að gleyma því í smástund að Ragnar Sigurðsson var í vetur ráðinn aðstoðarþjálfari Jóns Sveinssonar hjá Fram. Verður spennandi að sjá hvernig Raggi finnur sig í þessu nýja hlutverki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Framarar ekki að vanda sig með skýrsluna
Einhver fúskari séð um að fylla út skýrsluna hjá Frömurum. Alls átta leikmenn skráðir þar án þess að vera skráðir með númer.

Meðal leikmanna í byrjunarliðinu eru Aron Jóhannson og Adam Örn Arnarson sem komu til félagsins í vetur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn


Júlíus Magnússon á sínum stað með fyrirliðabandið hjá Víkingum. Það er áhugi frá honum frá Noregi og líkur taldar á að hann sé á förum. Maður heyrir samt að enn hafi ekki borist tilboð sem Víkingar sætti sig við.

Matthías Vilhjálmsson, sem kom frá FH í vetur, er í byrjunarliði Víkinga.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Kalt, blautt, vindur og slydda
Meðal orða sem hægt er að nota til að lýsa aðstæðum hér á heimavelli hamingjunnar. Rétt áðan kom hressileg hríð. Ég býst við ansi fámennri stúku í kvöld!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Veistu hverjr eru ríkjandi meistarar?
Vegur Reykjavíkurmótsins hefur minnkað mikið í gegnum árin. Þetta er fyrst og fremst æfingamót og kannski ekki mörgum í fersku minni hvernig úrslitaleikurinn fór í fyrra.

En ég get frætt ykkur sem ekki vissuð að Valur vann 4-1 sigur gegn KR í úrslitaleiknum í fyrra þar sem Patrick Pedersen var í stuði.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH vann Breiðablik 4-0 í gær
Það var annar úrslitaleikur á undirbúningstímabilinu í gær þar sem FH rúllaði yfir Íslandsmeistara Breiðabliks.Eyða Breyta
Fyrir leik
Hægt að kaupa streymi gegnum netið
Víkingur ætlar að bjóða uppá streymi fyrir þá sem komast/treysta sér ekki á völlinn í kvöld með lýsingu. Rödd hamingjunnar, Sverrir Geirdal og Twitter stjarnan Hörður Ágústsson munu sjá um að skemmta gestum sem heima sitja.

Hér er linkur að streyminu
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komnir/Farnir hjá Fram
Komnir
Adam Örn Arnarson frá Breiðabliki (var á láni hjá Leikni)
Aron Jóhannsson frá Grindavík
Orri Sigurjónsson frá Þór

Farnir
Alex Freyr Elísson í Breiðablik
Almarr Ormarsson hættur
Indriði Áki Þorláksson í ÍA
Orri Gunnarsson hættur
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komnir/Farnir hjá Víkingum


Komnir
Matthías Vilhjálmsson frá FH
Sveinn Gísli Þorkelsson frá ÍR

Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni hjá Keflavík)
Kristall Máni Ingason til Rosenborg
Eyða Breyta
Fyrir leik
Úrslit Fram á mótinu:
Leiknir 1-4 Fram
Fram 5-1 Fjölnir
Fram 0-0 Valur
Eyða Breyta
Fyrir leik
Úrslit Víkings á mótinu:
Víkingur 4-1 ÍR
Víkingur 0-2 KR
Fylkir 1-2 Víkingur
Eyða Breyta
Fyrir leik
Úrslitaleikur í elsta og virtasta
Allavega elsta fótboltamóti Íslands. Víkingur og Fram eigast við á heimavelli bikarmeistara Víkings í kvöld klukkan 19:00 og við munum fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu.

Eins og allir Reykvíkingar vita hefur verið ákaflega blautur dagur í höfuðborginni í dag og aðstæður gætu haft áhrif á leik kvöldsins.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Albert Hafsteinsson ('84)
5. Aron Jóhannsson
9. Þórir Guðjónsson
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
16. Adam Örn Arnarson ('82)
20. Tryggvi Snær Geirsson
32. Aron Snær Ingason
77. Guðmundur Magnússon ('46)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
79. Jannik Pohl ('84)

Liðstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Þórhallur Víkingsson
Einar Haraldsson
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Adam Örn Arnarson ('74)

Rauð spjöld: