Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Í BEINNI
Besta-deild karla
KA
17:00 0
0
Fram
Ísland
0
0
Wales
18.02.2023  -  19:30
Pinatar Arena
Landslið kvenna - Pinatar Cup
Byrjunarlið:
13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('76)
3. Elísa Viðarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Selma Sól Magnúsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('62)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('62)
14. Hlín Eiríksdóttir ('62)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers ('62)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('62)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('62)
17. Agla María Albertsdóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir ('76)

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Dúna

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Endar með markalausu jafntefli. Seinni hálfleikurinn aðeins skárri en sá fyrri, en ekki gott heilt yfir. Sveindís átti að gera sigurmarkið í lokin.

Við erum með fjögur stig eftir tvo leiki og tryggjum okkur sigur í mótinu með sigri gegn Filippseyjum í miðri viku.
91. mín
Þetta var færið! Langur bolti upp völlinn - afskaplega einfalt - og Sveindís sleppur í gegn. Markvörðurinn kemur út á móti og Sveindís setur boltann í hliðarnetið.
90. mín
Þremur mínútum bætt við Stefnir allt í markalaust jafntefli.
87. mín
Diljá með skot sem fer í varnarmann. Meiri kraftur í íslenska liðinu núna!
86. mín
Dauðafæri!! Sveindís er mætt á fjærstöngina og þar er hún alein. Hún nær hins vegar ekki neinum krafti í skotið. Hún nær líka ekki að hitta á markið, því miður.

Þarna átti Sveindís að skora!
85. mín
Fimm mínútur eftir og við fáum hornspyrnu.
84. mín
Ísland í hættulegri sókn. Sveindís dólar svolítið lengi á boltanum en gefur hann svo út á Elísu sem á fyrirgjöf. Hún finnur Dagnýju í teignum sem á skot í höfuðið á varnarmanni Wales.

Dómarinn flautar og stoppar leikinn.
83. mín
Inn:Carrie Jones (Wales) Út:Kayleigh Green (Wales)
81. mín
Kayleigh Green reynir að fiska aukaspyrnu á Glódísi og fær svo að heyra nokkur vel valin orð frá landsliðsfyrirliða okkar Íslendinga. Glódís segir hana að standa upp.

Heppin að fá ekki gult fyrir leikaraskap þarna.
80. mín
Wales í góðri sókn en Cecilía grípur fyrirgjöfina sem kemur inn á teiginn.
78. mín
Wales á hornspyrnu. Boltinn fyrir og Cecilía kemur út en missir algjörlega af honum. Heppnin með okkur þarna. Boltinn fer aftur fyrir og Wales fær aðra hornspyrnu.

Cecilía gerir svo vel að handsama boltann í annarri tilraun.
76. mín
Inn:Amanda Andradóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
75. mín
Gott skot hjá Sveindísi Sveindís nær ágætu skoti sem fer rétt fram hjá markinu. Ísland að eiga ágætan kafla núna.
74. mín
Elísa með fínan bolta inn á teiginn. Olla nær skallanum en nær engum krafti í hann.
71. mín
Skapast smá hætta þegar Sveindís setur boltann inn á teiginn en Wales kemur boltanum í burtu.
70. mín
Það hefur ekkert gerst síðustu mínútur. Allavega jákvætt að Wales er ekki að þjarma eins mikið á okkur og fyrr í hálfleiknum.
63. mín
Það verður áhugavert að sjá hvernig Olla kemur inn í þennan leik. Hún gerði tvö í síðasta leik. Berglindi tókst ekki að gera mikið.

Diljá Ýr Zomers líka komin inn á í sinn fyrsta A-landsleik.
62. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Ísland) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
62. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
62. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
62. mín
Inn:Hannah Cain (Wales) Út:Jess Fishlock (Wales)
60. mín
Það liggur áfram mark í loftinu hjá Wales.
58. mín
Það er ekki eins og við séum með lélegt lið inn á vellinum, við eigum að geta svo miklu betur. Spurning hversu langt er í skiptingar.
57. mín Gult spjald: Sophie Ingle (Wales)
Alltof sein og sparkar í Karólínu.
55. mín
Rachel Rowe með skoti sem fer af varnarmanni og rétt fram hjá. Wales að færast nær verðskulduðu marki.
52. mín
Ég ætla rétt að vona að Steini sé brjálaður yfir þessari frammistöðu. Búið að vera afskaplega lélegt. Þetta er jú bara æfingaleikur, en við verðum að gera kröfu á okkar lið að gera betur.
50. mín
Aftur er Wales að ógna! Wales spilar sig auðveldlega í gegnum vörnina okkar og Ceri Holland er í mjög svo ákjósanlegu færi en setur boltann yfir markið.

Þetta er farið að minna svolítið á leikinn gegn Skotland þar sem Skotar voru mun sterkari en tókst bara ekki að setja boltann í markið.
49. mín
Það er kannski vert að minnast á það að Wales hefur aldrei komist á stórmót í kvennaboltanum.
48. mín
Elísa með skelfilega sendingu og Wales nær stórhættulegri skyndisókn. Jess Fishlock tekur skot á markið en það er slakt og Cecilía ver. Þarna sluppum við með skrekkinn!
48. mín Gult spjald: Ceri Holland (Wales)
Truflaði Sveindísi sem var að taka innkast.
46. mín
Mjög hættulegur bolti hjá Karólínu en við náum ekki að gera okkur mat úr því. Þetta var stórkostlegur bolti, þurftum að vera grimmari.
46. mín
Sveindís byrjar seinni hálfleik á því að vinna hornspyrnu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn Vonandi fáum við betri frammistöðu hjá Íslandi í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Mjög dapur fyrri hálfleikur hjá íslenska landsliðinu, það verður að segjast eins og er. Wales verið sterkari aðilinn og eru óheppnar að hafa ekki skorað.

Vonandi fáum við betri seinni hálfleik hjá Íslandi, líkt og gegn Skotlandi síðast.
45. mín
Wales með tögl og haldir á leiknum þessa stundina. Íslenska liðið er heppið að vera ekki undir.
43. mín
Cecilía með slaka sendingu beint á leikmann Wales. Hún á svo í smá basli eftir hornspyrnu - það skapast hætta - en við náum að koma boltanum í burtu.
42. mín
Úfff Wales í mjög góðu skotfæri inn á teignum. Rachel Rowe fær boltann utarlega í teignum og það er engin nálægt henni. Hún á skot að marki sem Cecilía ver.
39. mín
Guðrún leitar að Sveindísi með hverri einustu sendingu. Þessar sendingar hafa heppnast í örfá skipti.
38. mín
Þessi leikur er aðeins að opnast, fögnum því.
38. mín
Wales í dauðafæri eftir aukaspyrnu en rangstaða dæmd - sem betur fer.
35. mín
Besta tækifæri Íslands! Beint eftir dauðafærið hjá Wales þá á Ísland sitt besta færi í leiknum. Ná loksins að halda boltanum eitthvað og svo á Guðrún flotta sendingu inn fyrir á Sveindísi.

Sveindís ætlar að leggja boltanum til hliðar á Berglindi en varnarmaður Wales kemst inn í sendinguna. Þarna átti Sveindís líklega bara að skjóta!
35. mín
Stórhættulegt! Áslaug Munda gleymir sér og Holland fær stórgóða sendingu inn fyrir. Hún er í dauðafæri en ætlar að klára í fyrsta og setur boltann hátt yfir.
34. mín
Walesverjar eru búnir að vera sterkari aðilinn í leiknum. Það gengur lítið hjá Íslandi að halda boltanum eða að byggja eitthvað upp.
32. mín
Íslendingar í stúkunni Maður sér glitta í íslenska fánann þarna í stúkunni. Gaman að því.
30. mín
Leikurinn er sýndur í Wales og tókst mér að finna þá útsendingu. Lýsendurnir eru að tala um hvað íslenska liðinu líður óþægilega með það að spila boltanum úr öftustu línu.

Því miður er það vandamál fyrir liðið.
29. mín
Guðrún með sendingu úr vörninni sem var ætluð Sveindísi, en boltinn beint út af.
27. mín
Frábær varnarleikur hjá Mundu Markvörður Wales getur haldið áfram. Hún sparkar boltanum fram og er Ceri Holland komin á mikla ferð, en Áslaug Munda sýnir frábæran varnarleik. Markspyrna sem Ísland á.
27. mín
Laura O'Sullivan leggst í jörðina og þarf aðhlynningu. Mögulega þarf Wales að gera breytingu hérna.
25. mín
Guðrún tapar boltanum klaufalega í öftustu línu. Wales fær hornspyrnu sem svífur svo beint yfir markið.
21. mín
Langur bolti upp á Gunnhildi og staðan var orðin hættuleg, en Stjörnukonan tapar boltanum.
20. mín
Við erum mikið að leita á Sveindísi úti vinstra megin en hingað til hafa sendingarnar ekki ratað á hana.
17. mín
Það hljómar eins og það sé mjög vindasamt á Pinatar.
16. mín
Eftir frekar dapra byrjun þá hefur íslenska liðið verið að vaxa í þessum leik. Það væri gaman að fá mark sem fyrst.
16. mín
Hættuleg sókn hjá Íslandi en síðasta sendingin - sem var ætluð Karólínu - klikkaði.
13. mín
Það verður ekkert úr þessari seinni hornspyrnu en við fáum svo innkast í kjölfarið. Einn leikmaður Wales datt yfir auglýsingaskilti við það að reyna að ná boltanum. Hún er ómeidd sem betur fer.
13. mín
O'Sullivan í marki Wales kýlir hornspyrnu Karólínu aftur fyrir, og við fáum annað horn.
12. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins Guðrún með langan bolta upp úr vörninni sem Sveindís eltir. Fín pressa hjá Sveindísi því markvörður Wales sparkar boltanum beint í horn.
10. mín
Klukkan er dottin út í þessari frábæru útsendingu sem er verið að bjóða upp á. Ég ætla að giska á að það séu um það bil tíu mínútur liðnar af leiknum.
9. mín
Frábært færi! Wales fær mjög svo hættulegt færi en skotið er yfir markið. Þarna var íslenska liðið heppið að lenda ekki undir.
4. mín
Karólína með mjög huggulegan snúning á miðsvæðinu en sending hennar er aðeins og föst fyrir Sveindísi sem var í hlaupinu.
2. mín
Leikið undir flóðljósunum Þetta fer rólega af stað. Klukkan er hálf níu að staðartíma og það er því leikið undir flóðljósunum á Pinatar í kvöld.
1. mín
Leikur hafinn
Þjóðsöngvarnir að baki. Stelpurnar tóku vel undir með íslenska þjóðsöngnum. Núna er kominn tími á að spila fótbolta! Það er Wales sem kemur leiknum af stað.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn. Styttist í upphafsflaut.
Fyrir leik
U19 landsliðið með sigur U19 landslið kvenna var að ljúka öðrum leik sínum á æfingamóti í Portúgal. Þær mættu heimakonum í Portúgal og eru núna búnar að vinna báða leiki sína á mótinu.
Fyrir leik
Við erum í 16. sæti á heimslista FIFA en Wales er í 32. sæti. Í liði Wales spila flestir leikmennirnir hjá félögum á Englandi. Fyrirliði Wales er Sophie Ingle, leikmaður Englandsmeistara Chelsea.
Fyrir leik
Svona er byrjunarliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, er búinn að velja byrjunarlið sitt fyrir þennan leik. Hann gerir alls átta breytingar frá leiknum gegn Skotlandi.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, heldur sæti sínu og það gera Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Aðrar koma inn í liðið.

Hér fyrir neðan má sjá uppstillinguna:
Fyrir leik
Guðný þurfti að draga sig úr hópnum Það fer að styttast í að byrjunarliðin verði opinberuð, en það er ljóst að Guðný Árnadóttir verður ekki með Íslandi í dag. Hún er að glíma við meiðsli og þurfti að draga sig úr hópnum vegna þess.

Fyrir leik
Skotland vann 2-1 sigur á Filippseyjum í fyrri leik dagsins á mótinu, en Wales vann 1-0 sigur gegn Filippseyingum í fyrsta leik.
Fyrir leik
Leikurinn gegn Skotlandi Ísland vann 2-0 sigur gegn Skotlandi í fyrsta leik sínum á mótinu. Fyrri hálfleikurinn þar var arfaslakur en í seinni hálfleik skoraði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sem var að leika sinn fyrsta landsleik, tvennu og tryggði Íslandi góðan sigur.

Hægt er að lesa meira um leikinn gegn Skotlandi með því að smella hérna.
Fyrir leik
Leikdagur! Íslenska kvennalandsliðið spilar í dag sinn annan leik á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Liðið byrjaði á sigri gegn Skotlandi og getur farið langleiðina með að vinna mótið með sigri á Wales í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Laura O'Sullivan (m)
2. Lily Woodham
3. Gemma Evans
4. Sophie Ingle
5. Rhiannon Roberts
8. Angharad James
9. Kayleigh Green ('83)
10. Jess Fishlock ('62)
13. Rachel Rowe
14. Hayley Ladd
18. Ceri Holland

Varamenn:
12. Olivia Clark (m)
21. Safia Middleton-Patel (m)
6. Josie Green
7. Helen Ward
11. Hannah Cain ('62)
15. Elise Hughes
16. Charlie Estcourt
17. Georgia Walters
19. Megan Wynne
20. Carrie Jones ('83)
22. Anna Filbey

Liðsstjórn:
Gemma Grainger (Þ)

Gul spjöld:
Ceri Holland ('48)
Sophie Ingle ('57)

Rauð spjöld: