Bilino Polje - Zenica
fimmtudagur 23. mars 2023  kl. 19:45
Landslið karla - Undankeppni EM
Aðstæður: 17 gráðu hiti, völlurinn virðist þokkalegur
Dómari: Donatas Rumsas (Litáen)
Bosnía/Hersegóvína 3 - 0 Ísland
1-0 Rade Krunic ('14)
2-0 Rade Krunic ('39)
3-0 Amar Dedic ('63)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Ibrahim Sehic (m)
2. Hrvoje Milicevic
4. Juzuf Gazibegovic
5. Benjamin Tahirovic ('82)
6. Sinisa Sanicanin
8. Rade Krunic
9. Smail Prevljak ('67)
16. Anel Ahmedhodzic
18. Amir Hadziahmetovic ('71)
21. Amar Dedic ('71)
23. Ermedin Demirovic ('82)

Varamenn:
1. Nikola Vasilj (m)
22. Kenan Piric (m)
3. Dennis Hadzikadunic ('71)
7. Haris Duljevic
10. Amir Gojak
11. Edin Dzeko
13. Gojko Cimirot ('82)
14. Sanjin Prcic ('71)
15. Nemanja Bilbija ('82)
17. Kenan Kodro ('67)
19. Adnan Kovacevic
20. Jasmin Mesanovic

Liðstjórn:
Faruk Hadzibegic (Þ)

Gul spjöld:
Benjamin Tahirovic ('45)
Amar Dedic ('64)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
93. mín Leik lokið!
Martröð í Senica.

Viðtöl koma inn á síðuna seinna í kvöld. Fylgist með því!
Eyða Breyta
92. mín
Portúgal er að vinna 4-0 sigur á Liechtenstein á meðan Slóvakía og Lúxemborg gerðu markalaust jafntefli í okkar riðli.

Við verðum á botninum ásamt Liechtenstein eftir fyrstu umferð, en við mætum þeim einmitt næst á sunnudaginn.
Eyða Breyta
91. mín
Jóhann Berg með gott skot fyrir utan teig en Sehic ver í horn.
Eyða Breyta
91. mín
Það má minnast á að það vantar þrjár helstu stjörnurnar í lið Bosníu í dag.
Eyða Breyta
90. mín
+3 mínútur í uppbótartíma
Eyða Breyta
90. mín
Mikael Neville með fínt hlaup inn á teignum en tveir Bosníumenn henda sér fyrir. Þetta segir mikið um muninn á liðunum. Þeir voru tveir sem hentu sér fyrir þessa skottilraun.
Eyða Breyta
90. mín
Mjög svo þægilegur dagur á skrifstofunni fyrir Bosníu. Ísland lítið náð að ógna í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
89. mín


Eyða Breyta
87. mín
Jóhann Berg með aukaspyrnu inn á teiginn, en Sehic kemur út og blakar boltanum út.
Eyða Breyta
86. mín

Eyða Breyta
85. mín

Eyða Breyta
83. mín
Hákon með skalla að marki og Sehic tekur alvöru sjónvarpsvörslu. Ísland fær hornspyrnu. Hættulegur bolti inn á teiginn og Mikael Egill á skot sem fer af varnarmanni og upp í loft. Ísland fær aðra hornspyrnu.
Eyða Breyta
82. mín Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Alfreð Finnbogason (Ísland)

Eyða Breyta
82. mín Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) Arnór Ingvi Traustason (Ísland)

Eyða Breyta
82. mín Nemanja Bilbija (Bosnía/Hersegóvína) Ermedin Demirovic (Bosnía/Hersegóvína)

Eyða Breyta
82. mín Gojko Cimirot (Bosnía/Hersegóvína) Benjamin Tahirovic (Bosnía/Hersegóvína)

Eyða Breyta
80. mín

Eyða Breyta
79. mín
Það er alvöru stemning á vellinum, skiljanlega.
Eyða Breyta
78. mín
Vel gert hjá Mikael
Mikael Anderson gerir mjög vel og nær fyrirgjöf sem ratar beint á hausinn á Alfreð. Hann virtist ekki alveg búast við þessu og boltinn fer fram hjá.
Eyða Breyta
76. mín
Þessi leikur er svolítið bara að fjara út. Mjög lítið að gerast og okkar menn eru ekkert líklegir til að skora.
Eyða Breyta
74. mín

Eyða Breyta
74. mín

Eyða Breyta
73. mín
Fleiri myndir

Eyða Breyta
71. mín Sanjin Prcic (Bosnía/Hersegóvína) Amir Hadziahmetovic (Bosnía/Hersegóvína)

Eyða Breyta
71. mín Dennis Hadzikadunic (Bosnía/Hersegóvína) Amar Dedic (Bosnía/Hersegóvína)

Eyða Breyta
70. mín
Jóhann Berg með skot að marki en það er auðvelt fyrir Sehic.
Eyða Breyta
68. mín

Eyða Breyta
67. mín

Eyða Breyta
67. mín

Eyða Breyta
67. mín Kenan Kodro (Bosnía/Hersegóvína) Smail Prevljak (Bosnía/Hersegóvína)

Eyða Breyta
66. mín Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)

Eyða Breyta
66. mín Mikael Anderson (Ísland) Arnór Sigurðsson (Ísland)

Eyða Breyta
65. mín
Svo sannarlega frammistaða til að skammast sín fyrir hjá okkar mönnum. Game over.
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Amar Dedic (Bosnía/Hersegóvína)
Var með einhver skilaboð á bolnum sínum.
Eyða Breyta
63. mín MARK! Amar Dedic (Bosnía/Hersegóvína)
Besti maður Bosníu skorar hér þriðja markið!
Dedic er búinn að leika sér að varnarmönnum Íslands í allt kvöld.

Hann fær að leika sér óáreittur fyrir utan teiginn og hamrar svo boltanum í netið. Ekkert besta skot sem maður hefur séð en hann syngur í netinu.

Þessi varnarleikur er til skammar!


(Dedic hér númer 21)
Eyða Breyta
58. mín
Hákon vinnur hornspyrnu. Jóhann Berg tekur hana. Hættulegur bolti en Ahmedhodzic er fyrstur á boltann. Ekkert óvænt þar.
Eyða Breyta
58. mín

Eyða Breyta
55. mín
Það hljóta að fara að koma skiptingar!
Eyða Breyta
53. mín

Eyða Breyta
51. mín
Nei!!!
Sehic, markvörður Bosníu, gerir skelfileg mistök. Hann rennur og Hákon Arnar er kominn í dauðafæri. Hákon dettur hins vegar á ögurstundu og færið rennur út í standinn.

Þetta var okkar langbesta færi í leiknum og við fengum það á silfurfati.


Eyða Breyta
50. mín
Mjög góð spurning!

Eyða Breyta
48. mín

Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Við þurfum að svara!
Þetta er farið að rúlla af stað. Þetta var dapur fyrri hálfleikur en möguleiki til að snúa þessu við. Við þurfum að byrja seinni af krafti!

Engar breytingar í hálfleik!
Eyða Breyta
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín Hálfleikur
Vont, mjög vont.


Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Benjamin Tahirovic (Bosnía/Hersegóvína)
Fékk líka gula spjaldið í þessari baráttu.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jói Berg sparkar aðeins frá sér og lætur aðeins finna fyrir sér. Reynir aðeins að kveikja í þessu andlausa íslenska liði.
Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
45. mín
Þetta minnir svolítið á leikinn gegn Armeníu í síðasta undankeppni þar sem við töpuðum 2-0. Þetta er mögulega aðeins verra.
Eyða Breyta
45. mín
Spurning hvort við náum að halda 2-0 stöðunni í hálfleik. Bosníumenn vildu fá víti þarna. Þriðja markið liggur í loftinu.

Það er alltaf hætta þegar þeir komast nálægt teignum.
Eyða Breyta
44. mín
Rúnar Alex búinn að vera besti leikmaður íslenska liðsins og það segir mikið. Aðrir verið mjög slakir.
Eyða Breyta
43. mín
Gazibegovic hótar þriðja markinu. Fær að leika sér með boltann fyrir utan teig og svo skot sem Rúnar Alex nær að verja.
Eyða Breyta
43. mín

Eyða Breyta
41. mín

Eyða Breyta
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
39. mín MARK! Rade Krunic (Bosnía/Hersegóvína)
Hvað er að gerast?
Ísland hafði verið að spila aðeins betur, en þá fáum við mark beint í andlitið...

Þetta er mjög lélegt.

Davíð Kristján er í miklum vandræðum með Dedic. Hann tekur sendingu fyrir. Prevljak á skot í varnarmann og Krunic er lang ákveðnastur í kjölfarið. Hann er fyrstur á boltann og skorar. Mjög svipað fyrsta markinu. Við erum mjög daprir varnarlega, mjög.


Eyða Breyta
38. mín
Jóhann Berg í eldlínunni

Eyða Breyta
38. mín

Eyða Breyta
36. mín

Eyða Breyta
35. mín
Við erum aðeins að vakna.

Eyða Breyta
34. mín
Vá!
Daníel Leó með gullsendingu upp á Arnór Sig - mjög beinskeytt - og Skagamaðurinn leggur hann fyrir, en Alfreð nær ekki að pota boltanum yfir línuna. Þetta var besta færi Ísland í leiknum til þessa.
Eyða Breyta
32. mín
Betra!
Jón Dagur með bolta fyrir og Jóhann Berg nær að koma aðeins við hann áður en boltinn fer rétt fram hjá. Betra frá Íslandi en það þurfti nú ekki mikið til.
Eyða Breyta
31. mín
Við erum í alls konar með Amar Dedic, leikmann Salzburg í Austurríki. Hann á fyrirgjöf og Sanicanin nær að skalla að marki. Rúnar blakar boltanum yfir markið.

Dzeko er ekki með, en þeir eru samt sem áður að skapa mikla hættu í teignum.
Eyða Breyta
30. mín
Íslendingar hafa ekki enn skapað sér almennilegt færi. Bosníumenn eru líklegri til að bæta við öðru markinu.
Eyða Breyta
26. mín
Myndir úr fyrri hálfleik
Hafliði Breiðfjörð er á vellinum vopnaður myndavélinni.


Eyða Breyta
24. mín
Bosnía fær hornspyrnu og Ahmedhodzic nær skallanum en hann fer yfir markið.
Eyða Breyta
23. mín

Eyða Breyta
21. mín
Alfreð með fasta fyrirgjöf sem fer á viðkvæmt svæði hjá Tahirovic. Fast var þetta og maður getur ekki annað en vorkennt varnarmanni Bosníu.
Eyða Breyta
20. mín Gult spjald: Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Tveir íslenskir leikmenn komnir í svörtu bókina. Fer of hátt með fótinn.
Eyða Breyta
19. mín
Bosníumenn halda áfram að sækja á okkur. Við erum vankaðir eftir þetta mark.
Eyða Breyta
17. mín

Eyða Breyta
17. mín Gult spjald: Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Hákon ekki að byrja þetta vel. Tapar boltanum klaufalega og brýtur af sér í kjölfarið.


Eyða Breyta
16. mín

Eyða Breyta
15. mín

Eyða Breyta
14. mín MARK! Rade Krunic (Bosnía/Hersegóvína)
Úffff
Miðjumaður AC Milan að skora fyrsta markið í þessum leik og við erum undir. Lág í loftinu. Varnarlínan mjög óstyrk og hefur litið illa út.

Dedic fer illa með Davíð Kristján og Hákon. Á svo sendingu fyrir og sem endar hjá Krunic. Hann klárar mjög vel. Menn ekki nægilega ákveðnir í teignum.


Eyða Breyta
13. mín
Bolti og sígó
Loftgæðin hérna í fréttamannastúkunni ekki mikil, bosnískir kollegar okkar með sígaretturnar á lofti og hér rétt við völlinn er risastór stálverksmiðja sem rýkur stanslaust úr. Stemningin meðal áhorfenda hinsvegar framúrskarandi, stúkurnar að kallast á og menn í miklu stuði.
Eyða Breyta
11. mín
Það eru svo sannarlega áhyggjumerki á varnarleik íslenska liðsins. Við vorum þrír á tvo í teignum en samt nær Prevljak skallanum.
Eyða Breyta
10. mín
Hættulegt!
Davíð Kristján tapar skalla einvíginu. Stórhættulegur bolti inn á teiginn. Daníel Leó missir af boltanum og Prevljak á stórhættulegan skalla sem Rúnar Alex nær að verja. Þarna vorum við heppnir að Dzeko var ekki í teignum.

Rúnar Alex er að eiga mjög góðan leik í markinu.
Eyða Breyta
8. mín
Langt innkast!
Langt innkast frá Herði inn á teiginn skapar mikinn usla. Daníel Leó vinnur fyrsta boltann og svo er Alfreð í boltanum, en Bosníumenn koma honum í burtu á endanum.
Eyða Breyta
7. mín
Ísland á hornspyrnu sem Jóhann Berg tekur. Smá darraðadans en engin hætta.
Eyða Breyta
7. mín
Leikurinn er stopp á meðan hugað er að Rade Krunic, miðjumanni AC Milan. Hann fékk högg á andlitið í sókn Bosníu rétt áðan.
Eyða Breyta
6. mín
Rúnar Alex!
Demirovic allt í einu sloppinn í gegn en Rúnar Alex mætir út á móti og lokar vel. Bosníumenn í stórgóðri stöðu en ná ekki að skora. Heimamenn að fara auðveldlega í gegnum miðjuna.
Eyða Breyta
5. mín
Fyrsta marktilraun Bosníu. Hadziahmetovic í þröngu færi sem er auðvelt viðureignar fyrir Rúnar Alex.
Eyða Breyta
5. mín
Vonum það!

Eyða Breyta
4. mín
Jóhann Berg með sendinguna fyrir markið úr aukaspyrnunni og Guðlaugur Victor nær til boltans en hann endar í höndunum á Sehic, markverði Bosníu.

Þetta var fínasta aukaspyrna!
Eyða Breyta
3. mín
Við pressum vel, vinnum boltann hátt á vellinum og fáum aukaspyrnu á góðum stað þegar brotið er á Jóhanni Berg.
Eyða Breyta
1. mín
Heimamenn eru fljótir að opna íslenska liðið og eru í mjög álitlegri sókn. Daníel Leó gerir hins vegar vel í að ná til boltans þegar Bosníumenn voru komnir inn á teiginn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Vegferð Íslands í undankeppni EM 2024 er hafin. Mun hún enda í Þýskalandi næsta sumar? Það er lykilatriði að byrja vel.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Okkar þjóðsöngur að baki. Strákarnir okkar sungu hann gullfallega.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Dzeko borgaralega klæddur
Klappað fyrir Edin Dzeko sem labbar yfir völlinn, í gallabuxum og hvítum íþróttaskóm. Hann er ekki að fara að spila í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Fleiri myndir frá upphitunEyða Breyta
Fyrir leik
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var í viðtali við Viaplay fyrir leik. Hann býst við erfiðum leik á erfiðum útivelli. Gömlu klisjurnar. Hann segir að grasið á vellinum líti betur út en fyrir mánuði síðan.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Baulað hressilega á íslenska liðið sem gengur til búningsklefa eftir upphitun. Óblíðar móttökur sem okkar menn eru að fá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Myndir frá upphitunEyða Breyta
Fyrir leik
Týnda tólfan spáir
Við hlið mér í fréttamannastúkunni situr Jóhann Ingi Hafþórsson á Morgunblaðinu. Jói var nú áberandi í Tólfunni á sínum tíma og gekk undir nafninu "Týnda tólfan". Hann spáir 1-1 jafntefli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stefán Teitur og Mikael Anderson hita upp með byrjunarliðinu. Spurning hvort einhver sé tæpur eða þeir hreinlega hugsaðir sem fyrstu varamenn inn?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt í upphitun. Bosníumenn eru í albláum treyjum svo við verðum alhvítir í þessum leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn Bosníu eru mættir út í upphitun. Dzeko er ekki sjáanlegur meðal varamannana sem eru að hita upp! Bosnía á mikilvægan leik gegn Slóvakíu á sunnudag, spurning hvort þeir þori að taka einhverja áhættu með hann?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dzeko meiddur í baki segir sagan
Einhverjar sögusagnir um að Dzeko hafi fengið sprautur við bakverkjum í morgun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dzeko er á bekknum hjá Bosníu!
Risafréttir. Edin Dzeko byrjar á bekknum hjá heima. Vægast sagt áhugavert. Hlýtur að vera að glíma við einhver meiðsli!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gulli Victor í bakverði og Arnór Ingvi á miðjunni
Það var umræða um það að Guðlaugur Victor Pálsson færi í miðvörðinn eftir meiðsli Sverris, en hann byrjar í hægri bakverði í þessum leik. Daníel Leó Grétarsson kemur inn í miðvörðinn og leikur þar við hlið Harðar Björgvins Magnússonar.

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Norrköping, kemur inn á miðjuna og verður þar fyrir aftan Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða, og Hákon Arnar Haraldsson, mest spennandi leikmann liðsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands lítur svona út


Eyða Breyta
Fyrir leik
Okkar menn skoða aðstæður


Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin tilkynnt eftir smástund!
Íslenska landsliðið er búið að taka smá göngutúr um völlinn og skoða aðstæður. Arnór Ingvi Traustason tók sér stöðu rétt fyrir utan miðjubogann. Sagan segir að hann verði djúpur á miðju, Guðlaugur Victor hægri bakvörður og Daníel Leó í miðverði.

Það ætti að fást staðfest eftir örfáar mínútur, þegar byrjunarliðin verða opinberuð!


Eyða Breyta
Fyrir leik
Maggi Bö skoðar völlinn


Fékk Magnús Val Böðvarsson, vallarstjóra KR-vallar, til að meta völlinn í Zenica útfrá þessari mynd sem ég var að taka.

„Fínt fyrir skamman tíma til undirbúnings en maður sér það ekki almennilega fyrr en maður sér boltann rúlla. En sýnist menn hafa komist vel frá sínu," segir Maggi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Til hamingju Ísak!

Eyða Breyta
Fyrir leik
Hafliði Breiðfjörð tók göngutúr um Zenica og skoðaði stemninguna


Sjáðu fleiri myndir hérna
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs:


Við hverju má búast?
„Þetta verður erfiður leikur gegn liði sem er svipað af styrkleika og við. Ég held að heimamenn verði meira með boltann en við verðum þéttir fyrir og beitum skyndisóknum," segir Þorlákur.

„Í fyrsta leik í riðli þá er mikilvægt að spennustigið sé rétt, það er langt síðan að liðið spilaði leik sem hafði mikla þýðingu. Ég held að einfalt leikplan og það að menn fari eftir því sé góð uppskrift líkt og þegar okkur hefur gengið vel í gegnum tíðina. Eins leiðinlegt og það hljómar þá held ég að liðið sem geri færri mistök taki þennan leik."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Einar Guðnason, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, spáir í spilin:


„Ég held að þetta verði lokaður leikur, gríðarleg barátta og kannski ekkert augnakonfekt en að Ísland muni vera meira með boltann og vinni leikinn 2-1," segir Einar.

„Lykilinn að góðum úrslitum er agaður og þéttur varnarleikur. Það er sérstaklega mikilvægt þegar að skörð hafa verið hoggin í hrygginn á liðinu. Að pressumómentin verði vel valin, samrýmd og efektív og að við höfum betur í föstum leikatriðum bæði varnar- og sóknarlega. Þetta er týpískur leikur sem ræðst á föstum leikatriðum."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hvað eigum við að gera kröfu á í þessum riðli?
Einar Guðnason, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings
Kröfurnar sem við eigum að gera fyrir þennan riðil er annað sætið. Það finnst mér raunhæft markmið sem við ættum allan tímann að stefna á.

Ingólfur Sigurðsson, yngri flokka þjálfari og sérfræðingur
Að fara þráðbeint upp úr honum. Arnar Þór er búinn að vera með liðið í uppbyggingu í þrjú ár og nú er kominn tími til að sækja úrslit. Allt annað en að minnsta kosti fjögur stig í þessum glugga er óásættanlegt.

Óðinn Svan Óðinsson, íþróttafréttamaður á RÚV
Allt annað en annað sætið í þessum riðli er skandall.

Runólfur Trausti Þórhallsson, markvarðaþjálfari og íþróttafréttamaður
Sé ég ekki af hverju við ættum ekki að gera kröfu á að vera berjast um annað sætið í þessum riðli. Hann er galopinn og ef við tökum Portúgal úr myndinni eru þetta allt þjóðir sem við getum unnið bæði heima og að heiman á góðum degi.

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs:
Ég held að það sé raunhæft að við séum að keppa um að ná öðru sætinu í riðlinum. Portúgalar eru klárlega með besta liðið en það er lítill munur á okkur, Bosníumönnum og Slóvökum. Þetta mun velta mest á því hvort að leikmenn eins og Alfreð og Jóhann Berg komi til með að nýtast liðinu líkt og þeir gerðu fyrir nokkrum árum.

Sjá einnig:
Álitsgjafar skoða verkefnið
Eyða Breyta
Fyrir leik
Búist við miklum látum


Búist er við mikilli stemningu á landsleik Bosníu/Hersegóvínu og Íslands í kvöld. Fjallað hefur verið um að heimamenn séu í einhvers konar heimaleikjabanni og að hluta stúkunnar verði lokað.

Nú hefur hinsvegar komið í ljós að Bosníumenn sleppa við heimaleikjabann þó þeir séu á seinasta séns, vegna óláta áhorfenda. Þeir eru á skilorði í tvö ár.

Reiknað er með fullum velli og rosalegri stemningu á Bilino polje leikvangnum í Zenica í kvöld en hann tekur um 15 þúsund manns.

Ástæðan fyrir því að leikurinn fer fram í Zenica er sú að í borginni er hvað mest stemning fyrir landsliðinu og andrúmsloftið getur verið rosalegt.

„Þeir eru að spila í Zenica sem er völlur þar sem er stuð og stemning. Ég veit ekki hvernig ungt lið Íslands mun höndla það þegar það eru tugir þúsunda að öskra og æpa," sagði Salih Heimir Porca við RÚV.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jóhann Berg verður með fyrirliðabandið í kvöld


Eyða Breyta
Fyrir leik
Dzeko: Verður ekki auðvelt


Edin Dzeko, landsliðsfyrirliði Bosníu/Hersegóvínu, tjáði sig um komandi leik gegn Íslandi á fréttamannafundi í Zenica í gær. Dzeko er skærasta stjarna liðs Bosníu og dýrkaður og dáður í landinu.

„Allir leikmenn þurfa að taka þessum leik eins alvarlega og hægt er, það er eina leiðin til sigurs. Þetta verður ekki auðveldur leikur, það verður mikið um einvígi og kapphlaup," segir Dzeko.

„Við erum með gott lið og ákveðna styrkleika, við þurfum að sýna gæði okkar inni á vellinum. Það er mikilvægt að byrja undankeppnina á góðum úrslitum."

Dzeko spilar með Inter en hann varð á dögunum 37 ára gamall.

„Sú staðreynd að ég er hér í landsliðinu 37 ára sýnir hversu miklu máli þetta skiptir mig. Ég yrði ánægðastur allra ef við tryggjum okkur í fyrsta sinn í lokakeppni EM," segir Dzeko.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Viðtal sem óhætt er að mæla með

Eyða Breyta
Fyrir leik
Arnar Viðars: Erum með rosalega sterkan hóp


„Við erum að mínu mati með rosalega sterkan hóp, góða leikmenn. Það eru nánast allir að spila mikið og nánast allir að spila mjög vel," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í Zenica í gær.

„Við höfum verið að horfa til þess undanfarnar vikur hverjir eru í sínu besta leikformi."

Arnar hefur aldrei verið með jafn öflugan hóp í höndunum og nú, síðan hann tók við landsliðsþjálfarastarfinu.

„Ég get alveg tekið undir það. Það var erfiðast fyrir mig og okkur að velja þennan hóp. Það eru leikmenn sem eru í hópnum en ættu það fyllilega skilið að vera í honum. Við erum á góðum stað akkúrat núna."

Sérfræðingar tala um jafntefli sem mjög góð úrslit í leiknum í kvöld. Þegar Arnar var spurður að því hver væri ásættanleg uppskera úr þessum glugga vildi hann horfa á þetta í víðara samhengi.

„Við horfum á þetta verkefni sem 2023. Það fór ferli af stað fyrir tveimur árum, þegar ég var ráðinn í þetta starf. Þá fóru hlutir af stað, við ætluðum að ráðast á HM en það fór eins og það fór. Við þurftum að endurskipuleggja okkur á síðasta ári," sagði Arnar.

„Lið eins og Bosnía og Slóvakía telja sig eiga mikla möguleika og við gerum það líka. Við erum með ákveðin markmið um stigafjölda sem við viljum ná í þessari undankeppni og vonandi fáum við sem flest stig í þessari viku."

„Getum ekki bara einbeitt okkur að Dzeko“
Stærsta nafnið hjá heimamönnum er fyrirliðinn og sóknarmaðurinn reynslumikli Edin Dzeko sem spilar í dag fyrir Inter. Hversu mikil áhersla er lögð á að reyna að stöðva hann?

„Við erum með leikplan og það snýst ekki bara um hann. Hann er þeirra skærasta stjarna en þeir eru með marga góða leikmenn. Þeir eru með leikmenn sem eru að spila á háu 'leveli'. Við getum ekki bara einbeitt okkur að Dzeko, það eru aðrir leikmenn sem eru að fæða hann með sendingum og fyrirgjöfum. Við þurfum líka að stöðva það," segir Arnar.

„Það er of seint í rassinn gripið að ætla bara að stoppa hann þegar hann er með boltann."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Helmingur telur að Ísland fari ekki stigalaust frá Bosníu
Um 27% lesenda Fótbolta.net spá því að Ísland fái draumabyrjun í undankeppninni en 50,3% telja hinsvegar að heimamenn vinni. Þetta er niðurstaða könnunar sem verið hefur á forsíðunni.Eyða Breyta
Fyrir leik
Aron Einar: Alfarið undir okkur komið að skapa stemningu fyrir liðinu
„Ég er að reyna að ímynda mér að ég sé að fara að spila, bara til að fá tilfinninguna. Ég væri til í að vera á vellinum á morgun og berjast fyrir þremur stigum," segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær, þrátt fyrir að taka út leikbann í leiknum í Bosníu. Aron fékk rautt spjald gegn Albaníu í Þjóðadeildinni.

„Ég er kominn hingað til að hjálpa til við að undirbúa liðið eins vel og hægt er. Það er svekkjandi að vera ekki með. En ég mæti ferskur í Liechtenstein leikinn, maður reynir að horfa á þetta jákvæðum augum."

Aron segir það algjörlega í höndum liðsins að búa til betri stemningu fyrir liðinu hjá íslensku þjóðinni. Til að það takist þurfi að sækja úrslit.

„Úrslitin skapa stemningu, við þurfum að ná í úrslitin til að búa til stemningu í kringum okkur aftur. Fá fólk á völlinn aftur. Það er undir okkur komið, hvernig við spilum og hvaða úrslit við náum í. Þetta er alfarið undir okkur komið hvernig framvindan á því verður," segir Aron.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum riðli, það eru skemmtileg verkefni í þessu og góðir möguleikar. Ég er virkilega spenntur fyrir þessari undankeppni."Eyða Breyta
Fyrir leik
Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari:


„Portúgal er langsterkasta liðið í riðlinum, það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að ná í úrslit á móti þeim en að öllu eðlilegu eru þeir að fara að vinna þennan riðil. Hitt verður jafnt og mun ráðast á pínulitlum atriðum," segir Jóhannes Karl.

„Markmiðið er alveg skýrt hjá hópnum, við ætlum okkur að komast á EM. Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Við ætlum okkur að minnsta kosti að ná öðru sætinu. Leikmönnum og þjálfarateyminu þyrstir í það að ná árangri. Við ætlum okkur að uppskeran verði sú að við komumst á EM."

Hann segir að markmiðið sé að ná í að minnsta kosti eitt stig út úr komandi leik í Zenica.

„Það yrði frábært að koma vel út úr þessum glugga, sem við ætlum að gera, og fá spennandi leiki hér heima gegn Slóvakíu og Portúgal í vonandi sól og blíðu. Fyrri leikurinn er sautjánda júní og vonandi stemning og fullur Laugardalsvöllur."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Arnór Sigurðsson:


„Það er geggjað að undankeppnin sé að byrja, mikilvægir leikir og mikið undir. Liðið er vel gírað og það er ég líka," segir Arnór. „Það eru margir í okkar hóp að spila mikið og spila vel. Það er stór plús fyrir þetta verkefni að við séum með menn í fantaformi."

„Ég veit að við erum vel gíraðir og vel stemmdir í þetta. Við höfðum eiginlega allt árið í fyrra til að undirbúa okkur undir þetta. Ég held að liðið gæti ekki verið á betri stað en í dag."

„Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Það er ekki spurning. Þetta verður barátta og þolinmæði. Við verðum að vera tilbúnir í það. Við verðum að vera með kassann úti og hafa trú á því sem við erum að gera. Við erum með flottan hóp og við erum í riðli sem gefur okkur góða möguleika. Þetta snýst um að ná í úrslit og það byrjar núna á fimmtudaginn."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Litái með flautuna en Ítalir sjá um VAR


Dómari frá Litáen, Donatas Rumsas, verður að störfum í kvöld. Rumsas er 35 ára byggingaverkfræðingur. Dómaratríóið og fjórði dómarinn á vellinum koma allir frá Litáen en hinsvegar verða VAR dómararnir ítalskir. Paolo Valeri er VAR dómari leiksins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er komið að því! Leiðin á EM
Klukkan 19:45 (20:45 að staðartíma hér í Zenica) leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu, fyrsti leikur okkar manna í undankeppni EM. Á sunnudag er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Hákon Arnar Haraldsson
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('66)
10. Arnór Sigurðsson ('66)
11. Alfreð Finnbogason ('82)
14. Daníel Leó Grétarsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('82)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Alfons Sampsted
5. Guðmundur Þórarinsson
6. Ísak Bergmann Jóhannesson
15. Aron Elís Þrándarson
16. Stefán Teitur Þórðarson ('82)
18. Mikael Anderson ('66)
19. Mikael Egill Ellertsson ('66)
20. Sævar Atli Magnússon
20. Þórir Jóhann Helgason
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('82)

Liðstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Hákon Arnar Haraldsson ('17)
Guðlaugur Victor Pálsson ('20)
Jóhann Berg Guðmundsson ('45)

Rauð spjöld: