Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
Fram
2
3
Þróttur R.
0-1 Emil Skúli Einarsson '6
Orri Sigurjónsson '12 1-1
1-2 Emil Skúli Einarsson '30
1-3 Izaro Abella Sanchez '43
Tiago Fernandes '65 2-3
19.04.2023  -  19:15
Framvöllur
Mjólkurbikar karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 317
Maður leiksins: Emil Skúli Einarsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
8. Albert Hafsteinsson ('63)
9. Þórir Guðjónsson ('90)
10. Fred Saraiva ('46)
14. Hlynur Atli Magnússon (f) ('46)
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('75)
69. Brynjar Gauti Guðjónsson

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
7. Aron Jóhannsson ('46)
11. Magnús Þórðarson ('46)
20. Egill Otti Vilhjálmsson ('90)
22. Óskar Jónsson ('75)
31. Þengill Orrason
77. Guðmundur Magnússon ('63)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Breki Baldursson ('41)
Már Ægisson ('52)
Adam Örn Arnarson ('58)
Orri Sigurjónsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttarar vinna óvæntan sigur á Fram í Mjólkurbikarnum!

Viðtöl og skýrsla innan skams.
97. mín
Fram fær aukaspyrnu Ólafur Íshólm er kominn fram boltinn endar hjá Adami Erni sem er í erfiðu færi og skallar framhjá.
97. mín Gult spjald: Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
Leiktöf
95. mín
Nú er tíminn ekki að með Frömurum í liði en þeir eru ekki að ná að skapa sér nægilega góð færi og Þróttarar nýta hvert tækifæri til að tefja.
91. mín
Leikmaður Þróttar liggur niðri, það má búast við enn lengri uppbótartíma.
91. mín
Brynjar Gauti með kraftlítinn skalla sem Sveinn Óli á auðvelt með að handsama.
90. mín
Fimm mínútum bætt við!
90. mín
Inn:Egill Otti Vilhjálmsson (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
89. mín
Gummi Magg alltaf hættulegur! Gummi fær erfiðann bolta á fjærstöng en nær að leggja boltann fyrir sig og komast í skotið en Sveinn Óli ver vel.
87. mín
Inn:Stefán Þórður Stefánsson (Þróttur R.) Út:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
87. mín
Inn:Njörður Þórhallsson (Þróttur R.) Út:Ernest Slupski (Þróttur R.)
83. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Fram)
82. mín
Frábær tækling Þórir Guðjóns við það að fara sleppa í gegn en Kostiantyn Pikul kemur með stórkostlega tæklingu og kemur boltanum frá.
81. mín
Magnús Þórðarson kemur með fyrirgjöf á Gumma Magg sem skallar yfir.
80. mín
Líflegir Köttarar Stuðningsmenn Þróttar búnir að vera til fyrirmyndar hér í kvöld og fagna hverri einustu tæklingu!
79. mín
Smá pirringur kominn í Framara sem sækja stíft.
78. mín
Inn:Hinrik Harðarson (Þróttur R.) Út:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
75. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
67. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Þróttur R.) Út:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.)
Aron Snær að koma inn á fyrir Þróttara en hann er á láni frá Fram.
65. mín MARK!
Tiago Fernandes (Fram)
Tiago að minnka muninn! Tiago tekur hnitmiðað skot inn í D-boganum sem endar í hliðarnetinu.
Framarar að galopna leikinn!
63. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
Gummi Magg að koma inn á! Vonandi kemur hann inn með mörk fyrir Framara.
59. mín
Gott skot hjá Hewson Sam Hewson lætur vaða langt fyrir utan teig, boltinn fer rétt framhjá marki heimamanna.
58. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)
Adam Örn með hressilega tæklingu Adam Örn fer af fullum krafti í Ernest og fær verðskuldað gult spjald.
55. mín
Fínasta aukaspyrna Orri brýtur á Ernest Slupski og Þróttur fær aukaspyrnu, Kostiantyn Iaroshenko tekur góða spyrnu en Ólafur Íshólm blakar boltanum yfir og í horn.
52. mín Gult spjald: Már Ægisson (Fram)
47. mín
Þórir skorar en er flaggaður rangstæður! Fram fær aukaspyrnu utan af velli Tiago kemur með góðan bolta á Þóri sem stangar boltann í netið en er aðstoðadómarinn lyftir flagginu.
46. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Nonni gerir tvær breytingar á liði sínu í hálfleik.
46. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað Framarar byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Stórskemmtilegur fyrri hálfleikur senn á enda Frábær fyrri hálfleikur að klárast, Þróttarar hafa spilað frábærlega en Framarar geta ekki verið jafn sáttir með sína spilamennsku hér í fyrri hálfleik.
43. mín MARK!
Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.)
Sanchez að tvöfalda forystu Þróttara! Ernest Slupski kemur með fyrirgjöf á fjærstöng Hlynur Atli missir af boltanum, Izaro Sanchez er alveg einn getur tekið á móti boltanum og klárar frábærlega!
41. mín Gult spjald: Breki Baldursson (Fram)
Fyrsta spjald leiksins Breki stöðvar skyndisókn Þróttar með því að rífa niður mann og fær verðskuldað gult spjald.
40. mín
Gott skot Þóris Þórir Guðjóns með gott skot sem Sveinn Óli ver í horn.
39. mín
Framarar fá svipað færi! Fred Saravia kemur með góðan bolta fyrir framan mark Þróttar R. en enginn Framari mættur til að setja boltann í netið.
37. mín
Stórhættulegt færi Þróttara! Eiríkur Þorsteinsson kemur með frábæran bolta fyrir markið en Guðmundur Axel nær ekki að reka stóru tá í boltann, Framarar stálheppnir þarna.
32. mín
Framarar sækja Már Ægisson á marktilraun fyrir utan teig, boltinn fer rétt framhjá marki Þróttara.
30. mín MARK!
Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
Emil kemur Þrótti aftur yfir!! Þróttarar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu boltinn, Sam Hewson tekur og sendir hann beint á pönnuna á Emil Skúla sem stýrir honum frábærlega í fjærhornið.
Þróttarar stórhættulegir í föstum leikatriðum!
23. mín
Góð tilraun Sanchez Izaro Sanchez keyrir inn á vinstri fótinn og á fast skot sem endar yfir markinu.
20. mín
Leikurinn búinn að vera mjög opinn og skemmtilegur þessar fyrstu 20 mínútur hér í Úlfarsárdal.
17. mín
Fram í góðu færi Breki Baldurs fær háann bolta fyrir sem hann skallar rétt framhjá.
16. mín
Þróttarar ógna Ernest Slupski á gott skot sem Ólafur Íshólm ver frábærlega og í horn.
12. mín MARK!
Orri Sigurjónsson (Fram)
Fram svarar! Fram fær horn og boltinn fer á fjærstöng þar sem Orri Sigurjóns stangar boltann í netið og skorar sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Bæði mörk leiksins hafa komið úr hornspyrnum!
6. mín MARK!
Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Izaro Abella Sanchez
Þróttarar að komast yfir! Þróttarar fá horn, boltinn berst út á Izaro Sanchez sem tekur skot sem berst á Emil Skúla á markteig sem stýrir boltanum örugglega í netið.
Draumabyrjun Þróttara!
5. mín
Vandræðagangur í vörn Fram Misskilningur milli Hlyns Atla og Óla Íshólm í öftustu línu Fram sem endar þannig að Hlynur þarf að hreinsa í horn.
4. mín
Fyrsta skot leiksins Þórir Guðjóns á fyrirgjöf á fjærstöng á Adam Örn en hann skýtur hátt yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þróttarar byrja með boltann! Sam Hewson á upphafsspark leiksins og sækja Þróttarar í átt að Dalslaug.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Nonni Sveins þjálfari Fram gerir 5 breytingar á liði sínu frá síðasta deildarleik. Þeir Orri Sigurjóns, Þórir Guðjóns, Breki Baldurs, Adam Örn og Tiago eru allir komnir inn í liðið. Góðar fréttir fyrir Framara að Tiago sé kominn aftur inn í liðið sem var að kljást við meiðsli, Gummi Magg byrjar á bekknum í dag en hann hefur byrjað tímabilið mjög vel.
Spennandi verður að sjá Breka Baldursson en það er strákur fæddur árið 2006 og á leiki með yngri landsliðum íslands.

Ian Jeffs gerir tvær breytingar á liði sínu frá síðasta bikarleik þeir Guðmundur Axel Hilmarsson og Kostiantyn Iaroshenko koma báðir inn í liðið á kostnað Njarðar Þórhallssonar og Birkis Björnssonar.

Fyrir leik
Tríóið Ívar Orri Kristjánsson verður með flautuna en honum til halds og trausts á sitthvorri línunni eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Magnús Garðarsson.
Eftirlitsmaður leiksins er Skúli Freyr Brynjólfsson.


Fyrir leik
Framarar virða punktinn Fyrstu tveir leikir Fram í Bestu deildinni hafa báðir endað með jafntefli þar sem liðið hefur í bæði skiptin glatað niður eins marks forystu.
Spennandi verður að sjá hvort að Tiago verði í byrjunarliðinu en hann er að koma til baka eftir meiðsli.
Guðmundur Magnússon hefur ekkert gefið eftir frá síðasta tímabili og hefur hann skorað 2 mörk í 2 leikjum í Bestu deildinni.


Fyrir leik
Frábær byrjun Þróttara Þróttur R. fengu þægilegan drátt í Mjólkurbikarnum þar sem þeir léku á móti 5. deildarliði Stokkseyris í fyrstu umferð bikarsins og fóru leikar þar 18-0 fyrir Þrótturum.
Í 64. liða úrslitum léku Þróttarar á móti KFS og unnuþeir þar öruggan 5-0 sigur á Eyjamönnum.
Flott byrjun á bikarnum hjá Kötturum!


Fyrir leik
32-liða úrslit mjólkurbikarsins! Verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Úlfarsárdal í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þar sem Framarar taka á móti Þrótti Reykjavík.

Byrjunarlið:
0. Sveinn Óli Guðnason
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Jorgen Pettersen
6. Sam Hewson (f)
8. Baldur Hannes Stefánsson
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('78)
10. Ernest Slupski ('87)
17. Izaro Abella Sanchez ('67)
26. Emil Skúli Einarsson
33. Kostiantyn Pikul
99. Kostiantyn Iaroshenko ('87)

Varamenn:
25. Franz Sigurjónsson (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson ('87)
4. Njörður Þórhallsson ('87)
7. Adrían Baarregaard Valencia
7. Aron Snær Ingason ('67)
9. Hinrik Harðarson ('78)
22. Kári Kristjánsson

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski
Ben Chapman
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Hinrik Harðarson ('97)

Rauð spjöld: