Ásvellir
föstudagur 28. apríl 2023  kl. 18:45
Lengjubikar karla - B-deild, úrslit
Aðstæður: Frábærar, sól á lofti
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Styrmir Máni Kárason (Haukar)
Haukar 3 - 1 ÍR
1-0 Styrmir Máni Kárason ('15)
2-0 Gunnar Darri Bergvinsson ('52)
3-0 Styrmir Máni Kárason ('75)
3-1 Bergvin Fannar Helgason ('91)
Byrjunarlið:
1. Torfi Geir Halldórsson (m)
4. Fannar Óli Friðleifsson ('87)
7. Gunnar Darri Bergvinsson
8. Ísak Jónsson (f) ('87)
10. Daði Snær Ingason ('70)
14. Sölvi Sigmarsson ('11)
16. Sævar Gylfason
17. Styrmir Máni Kárason
18. Nikola Dejan Djuric ('60)
23. Aron Örn Þorvarðarson
25. Hallur Húni Þorsteinsson

Varamenn:
12. Þorsteinn Ómar Ágústsson (m)
3. Andri Freyr Baldursson ('87)
11. Gísli Þröstur Kristjánsson
13. Arnór Pálmi Kristjánsson ('87)
19. Ólafur Darri Sigurjónsson ('60)
20. Tumi Þorvarsson ('11)
22. Björgvin Stefánsson ('70)

Liðstjórn:
Jón Erlendsson
Sigmundur Einar Jónsson
Ellert Ingi Hafsteinsson
Aníta Sif Rúnarsdóttir
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Guðni Vilberg Björnsson
Árni Hjörvar Hilmarsson
Friðbert Bjarki Guðjónsson

Gul spjöld:
Aron Örn Þorvarðarson ('9)
Björgvin Stefánsson ('14)
Tumi Þorvarsson ('17)
Sævar Gylfason ('66)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
94. mín Leik lokið!
Haukar vinna flottan sigur og eru Lengjubikarmeistarar 2023!
Eyða Breyta
91. mín MARK! Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
MARK!!!
Bergvin með gott skot sem endar í markinu og minnkar muninn. Þetta er hins vegar of lítið, of seint, fyrir ÍR-inga.
Eyða Breyta
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn

Eyða Breyta
89. mín
Þetta er að fjara út. Haukar eru að verða Lengjubikarmeistarar í B-deild.
Eyða Breyta
87. mín Arnór Pálmi Kristjánsson (Haukar) Ísak Jónsson (Haukar)

Eyða Breyta
87. mín Andri Freyr Baldursson (Haukar) Fannar Óli Friðleifsson (Haukar)

Eyða Breyta
83. mín
Váááá
Torfi ver frábærlega eftir skot frá Aroni en ÍR-ingar ná frákstinu. Hallur Húni bjargar á línu!!!

Segir mikið um leik Hauka í dag, þeir hafa hent sér fyrir allt.
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Guðjón Máni Magnússon (ÍR)

Eyða Breyta
80. mín
Bragi Karl með skot sem fer lengst yfir markið.
Eyða Breyta
78. mín
Tumi með lúmska skottilraun en Vilhelm er vel á verði.
Eyða Breyta
76. mín Sæþór Ívan Viðarsson (ÍR) Ágúst Unnar Kristinsson (ÍR)

Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Hrafn Hallgrímsson (ÍR)

Eyða Breyta
75. mín MARK! Styrmir Máni Kárason (Haukar), Stoðsending: Ólafur Darri Sigurjónsson
MARK!!!
Haukar að klára þetta alveg!!!

Frábærlega gert hjá Ólafi Darri, setur boltann í svæðið fyrir Styrmi sem klárar með frábæru skoti. Ég hélt að hann myndi senda hann en hann kláraði þetta mjög vel.
Eyða Breyta
73. mín
Björgvin næstum því búinn að skora eftir hornspyrnu!
Eyða Breyta
70. mín Björgvin Stefánsson (Haukar) Daði Snær Ingason (Haukar)
Stórt!
Vel klappað fyrir Björgvini þegar hann kemur inn á völlinn.
Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Bergvin Fannar Helgason (ÍR)

Eyða Breyta
68. mín
Tumi með frábæra tæklingu. Hann hefur sýnt það áður að hann kann tækla. Köngulóarmaðurinn!
Eyða Breyta
67. mín
Það eru tíðindi!
Björgvin Stefánsson er að mæta aftur út á fótboltavöllinn. Þetta er hans fyrsti fótboltaleikur síðan 2020 en hann er að koma til baka eftir veikindi.

Þetta er hans fyrsti leikur fyrir Hauka síðan 2017.


Frá 2017.
Eyða Breyta
66. mín Gult spjald: Sævar Gylfason (Haukar)

Eyða Breyta
65. mín
Haukar hafa varist mjög vel í leiknum en ÍR-ingar hafa ekki verið mjög líklegir til að skora í seinni hálfleik hingað til.
Eyða Breyta
63. mín Emil Nói Sigurhjartarson (ÍR) Aron Fannar Hreinsson (ÍR)
Tveir af þeim sem voru að koma inn á eru ekki með númer á skýrslu þannig að ég er mikið að giska hverjir eru að koma inn á.
Eyða Breyta
63. mín Bragi Karl Bjarkason (ÍR) Róbert Andri Ómarsson (ÍR)
Tveir af þeim sem voru að koma inn á eru ekki með númer á skýrslu þannig að ég er mikið að giska.
Eyða Breyta
63. mín Hrafn Hallgrímsson (ÍR) Jordian G S Farahani (ÍR)
Tveir af þeim sem voru að koma inn á eru ekki með númer á skýrslu þannig að ég er mikið að giska.
Eyða Breyta
60. mín Ólafur Darri Sigurjónsson (Haukar) Nikola Dejan Djuric (Haukar)

Eyða Breyta
59. mín
Stefán Þór með frábær tilþrif á miðsvæðinu og reynir að þræða boltann bak við vörn Hauka en sendingin aðeins of föst.
Eyða Breyta
57. mín
Daði Snær með táarskot en Vilhelm á ekki í neinum vandræðum með það.
Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Róbert Andri Ómarsson (ÍR)

Eyða Breyta
55. mín
Aron með skot að marki eins og svo oft áður þá henda Haukarnir sér fyrir það.
Eyða Breyta
52. mín MARK! Gunnar Darri Bergvinsson (Haukar), Stoðsending: Aron Örn Þorvarðarson
MARK!!!!
Haukar komnir í 2-0!

Frábær sókn hjá Haukum. Gunnar Darri og Aron Örn spila vel á milli sín. Aron er svo með boltann úti hægra megin og á frábæra fyrirgjöf sem Gunnar skallar í netið.

Útlit fyrir að Haukar fái 300 þúsund krónu tékkann.
Eyða Breyta
50. mín
Bikarinn var að detta í hús. Sigurliðið fær 300 þúsund krónur í verðlaun.
Eyða Breyta
48. mín
Það er farið að blása aðeins á Ásvöllum.
Eyða Breyta
47. mín
Leikmaður 29 er kominn inn á hjá ÍR, en það er enginn með það númer á skýrslunni. Mér sýnist þetta vera Stefán Þór Pálsson.
Eyða Breyta
46. mín
Gunnar Darri með frábæra tilraun en rétt yfir markið. Óheppinn þarna!
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað

Eyða Breyta
45. mín Guðjón Máni Magnússon (ÍR) Sæmundur Sven A Schepsky (ÍR)

Eyða Breyta
45. mín Stefán Þór Pálsson (ÍR) Alexander Kostic (ÍR)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Haukar leiða í hálfleik, 1-0. Þetta hefur verið hörkuleikur þar sem bæði lið hafa átt góðar rispur. Haukar byrjuðu betur en svo hafa ÍR-ingar verið að ógna seinni hluta fyrri hálfleiks.
Eyða Breyta
45. mín
Hallur Húni nær að vinna boltann frábærlega og keyrir upp völlinn. Hann setur boltann upp á Tuma sem keyrir inn á teiginn. Hann fer niður í teignum en þetta var ekki neitt.

Björgvin Stefáns vildi fá víti á bekknum. Hann er á gulu spjaldi, þarf að passa sig.
Eyða Breyta
44. mín
Aron Fannar með skot að marki úr hættulegri stöðu en Hallur Hún kemur sér fyrir skotið. Haukar koma boltanum svo í burtu.
Eyða Breyta
44. mín

Eyða Breyta
43. mín
Mikill darraðadans á teig ÍR-inga eftir hornspyrnu en gestirnir ná að koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
41. mín Gult spjald: Jordian G S Farahani (ÍR)
Nikola að keyra fram hjá Jordan sem togar hann niður. Gulasta spjald sem ég hef séð.
Eyða Breyta
38. mín
Ágúst Unnar með skot að marki en setur boltann fram hjá. Virtist fara af Fannari og aftur fyrir, en Gunnar Oddur dæmir markspyrnu.
Eyða Breyta
33. mín
Aðeins farið að hægjast á Haukunum og eru ÍR-ingarnir búnir að vera hættulegri síðustu mínútur.
Eyða Breyta
32. mín
Einar Karl með fínustu skottilraun en setur boltann rétt fram hjá markinu.
Eyða Breyta
30. mín
Hættulegt!
Alexander með góða hornspyrnu fyrir markið en Sæmundur rétt missir af boltanum á fjærstönginni.
Eyða Breyta
25. mín
Tumi í hættulegu færi en Jordian hendir sér fyrir skotið.
Eyða Breyta
24. mín
Gunnar Darri með skot að marki en það fer af varnarmanni og aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
21. mín Gult spjald: Sæmundur Sven A Schepsky (ÍR)
Þetta var groddaraleg tækling. Ísak, sem hefur mikið verið að glíma við meiðsli síðustu ár, liggur eftir.
Eyða Breyta
19. mín
Næstum því 2-0!
Ísak pingar boltanum frábærlega yfir til hægri. Gunnar Darri setur boltann á Nikola og fær hann aftur. Hann á svo stórhættulegt skot sem fer rétt fram hjá markinu. Haukar næstum því komnir í 2-0.
Eyða Breyta
18. mín
ÍR-ingar halda áfram að pressa. Eiga skot að markis sem fer af varnarmanni, aftur fyrir og í hornspyrnu. Ekkert kemur úr þessari hornspyrnu hjá ÍR-ingum.
Eyða Breyta
18. mín
Lil Curly er að lýsa leiknum á Haukar TV. Hann talar um að það sé 'summer' hér á Ásvöllum.
Eyða Breyta
17. mín Gult spjald: Tumi Þorvarsson (Haukar)
Tumi fljótur að næla sér í sitt fyrsta gula spjald í Haukabúningnum.
Eyða Breyta
17. mín
ÍR að hóta jöfnunarmarki strax eftir að Haukar komast yfir. Fannar Óli nær hins vegar að koma sér fyrir skotið. ÍR-ingar að kalla eftir hendi en ég sá þetta ekki almennilega.
Eyða Breyta
16. mín
Held ég hafi líklega aldrei upplifað svona lítinn vind hér á Ásvöllum. Það blæs lítið sem ekkert.
Eyða Breyta
15. mín MARK! Styrmir Máni Kárason (Haukar), Stoðsending: Gunnar Darri Bergvinsson
MARK!!!!!
Hættulegur bolti fyrir og Styrmir Máni er réttur maður á réttum stað. Hann nær að pota boltanum í markið.

Haukar eru komnir yfir á Ásvöllum.
Eyða Breyta
14. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (Haukar)
Mér sýndist Björgvin vera að fá gult spjald á bekknum fyrir tuð.
Eyða Breyta
11. mín Tumi Þorvarsson (Haukar) Sölvi Sigmarsson (Haukar)
Köngulóarmaðurinn er kominn inn á í sínum fyrsta leik með Haukum. Sölvi þarf að fara meiddur af velli.
Eyða Breyta
10. mín
Hættulegt!
Óliver með aukaspyrnuna sem fer af slánni og yfir. Fínasta spyrna þarna.
Eyða Breyta
9. mín Gult spjald: Aron Örn Þorvarðarson (Haukar)
Fyrsta gula spjaldið í leiknum og ÍR fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
Eyða Breyta
8. mín
Það eru greinilega nokkur vitlaus númer á skýrslu hjá ÍR. Það gerir manni erfiðara fyrir í lýsingunni.
Eyða Breyta
6. mín
Sölvi með skot að marki fyrir utan teig en það er kraftlítið og Vilhelm í marki ÍR á í engum vandræðum með það.
Eyða Breyta
5. mín
Stefán Þór kominn inn í byrjunarliðið hjá ÍR sýnist mér. Hann á hér skot sem Hallur Húni kemst fyrir.
Eyða Breyta
3. mín
Það er stemning í stúkunni. Menn tala um að það sé uppselt. Það er tromma og læti.
Eyða Breyta
2. mín
Nikola!
Haukar í góðri sókn og Nikola fær ágætis tækifæri í teignum en á fast skot sem fer í hliðarnetið. Haukar strax að ógna.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn eru að fara að ganga út á völl. Við förum fljótlega að hefja leik hér á Ásvöllum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ásgeir Börkur ekki með ÍR
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn sterki, er ekki með ÍR-ingum í dag. Hann gekk í raðir félagsins frá Fylki í vetur.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn hefst 18:45 og ég hvet auðvitað alla til að skella sér á völlinn. Það er fínasta veður úti. Þetta er frábær upphitun fyrir fótboltasumarið í 2. deild karla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Viðtal við Björgvin

Eyða Breyta
Fyrir leik
Björgvin á bekknum
Byrjunarliðin fyrir þennan leik eru klár. Björgvin Stefánsson, sem er byrjaður að spila fótbolta aftur eftir veikindi, er á bekknum hjá Haukum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Leið ÍR í þennan leik
ÍR vann sinn riðil mjög þægilega, þeir unnu alla leikina fimm. Þeir skoruðu 23 mörk og fengu aðeins á sig tvö. Augnablik, KFG og Ægir komu svo þar á eftir með níu stig.

ÍR mætti svo KFA í undanúrslitunum og unnu þar eftir vítaspyrnukeppni. ÍR komst í 0-2 en missti það niður í 2-2. Leikurinn fór beint í vítaspyrnukeppni og þar höfðu ÍR-ingar betur.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Leið Hauka í þennan leik
Til þess að komast í þennan úrslitaleikinn þá unnu Haukar B-riðill í B-deild Lengjubikarsins. Þeir enduðu með jafnmörg stig og Sindri og Þróttur Vogum (öll með tólf stig) en tóku þetta á markatölunni.

Haukarnir lögðu svo Ými í undanúrslitunum, 6-1.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Við erum svo sannarlega að fara að fá fróðlegan leik hér í kvöld á milli tveggja liða sem stefna á að fara upp úr 2. deildinni í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomin
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og ÍR í úrslitaleik B-deild Lengjubikars karla. Leikið er á Ásvöllum.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
3. Einar Karl Árnason
4. Jordian G S Farahani (f) ('63)
7. Aron Daníel Arnalds
8. Alexander Kostic ('45)
9. Bergvin Fannar Helgason
17. Óliver Elís Hlynsson
21. Róbert Andri Ómarsson ('63)
23. Ágúst Unnar Kristinsson ('76)
24. Sæmundur Sven A Schepsky ('45)
27. Aron Fannar Hreinsson ('63)

Varamenn:
13. Aron Óskar Þorleifsson (m)
5. Hrafn Hallgrímsson ('63)
10. Stefán Þór Pálsson ('45)
11. Bragi Karl Bjarkason ('63)
16. Emil Nói Sigurhjartarson ('63)
19. Guðjón Máni Magnússon ('45)
22. Sæþór Ívan Viðarsson ('76)

Liðstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Andri Magnús Eysteinsson

Gul spjöld:
Sæmundur Sven A Schepsky ('21)
Jordian G S Farahani ('41)
Róbert Andri Ómarsson ('55)
Bergvin Fannar Helgason ('69)
Hrafn Hallgrímsson ('75)
Guðjón Máni Magnússon ('81)

Rauð spjöld: