Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
HK
2
2
Augnablik
0-1 Emilía Lind Atladóttir '3
Emily Sands '16 1-1
1-2 Katla Guðmundsdóttir '42
Brookelynn Paige Entz '46 2-2
03.05.2023  -  18:00
Kórinn
Lengjudeild kvenna
Dómari: Guðni Páll Kristjánsson
Maður leiksins: Herdís Halla Guðbjartsdóttir
Byrjunarlið:
1. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
5. Telma Steindórsdóttir
6. Brookelynn Paige Entz
7. Eva Stefánsdóttir ('60)
10. Isabella Eva Aradóttir (f)
11. Emma Sól Aradóttir
13. Emily Sands
14. Arna Sól Sævarsdóttir
18. Bryndís Eiríksdóttir ('54)
23. Sóley María Davíðsdóttir
25. Lára Einarsdóttir

Varamenn:
12. Sigríður Króknes Torfadóttir (m)
4. Andrea Elín Ólafsdóttir
8. Freyja Aradóttir
9. Guðmunda Brynja Óladóttir ('60)
19. Ragnhildur Sóley Jónasdóttir
20. Katrín Rósa Egilsdóttir ('54)
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
107. Valgerður Lilja Arnarsdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Lidija Stojkanovic (Þ)
Jón Stefán Jónsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Birkir Örn Arnarsson
Kristjana Ása Þórðardóttir

Gul spjöld:
Katrín Rósa Egilsdóttir ('72)
Isabella Eva Aradóttir ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið.

HK-ingar munu taka þessu sem töpuðum stigum en Augnablikskonur anda léttar og taka stig.
90. mín
+2

Emma er að kveinka sér eitthvað og virðist halda um úlnliðinn en heldur áfram
90. mín Gult spjald: Isabella Eva Aradóttir (HK)
+1
90. mín
Inn:Sara Rún Antonsdóttir (Augnablik) Út:Melkorka Kristín Jónsdóttir (Augnablik)
89. mín
Isabella með langskot en það er beint á Herdísi
88. mín
Enn og aftur sleppa HKingar inn fyrir en Arna er rangstæð
87. mín
Guðmunda nær ágætis spretti sem endar með skoti en það er fram hjá
86. mín
Telma Steindórs teigir vel á Kötlu og hún er staðin upp
85. mín
Katla keyrir upp völlinn með boltann og reynir sendingu inn fyrir en hittir ekki samherja.

Hún leggst svo niður og virðist hafa fengið krampa
85. mín
Spyrnan fer í gegn um allan teiginn þar sem Melkorka er og hreinsar
84. mín
Enn og aftur er Brookelynn á ferðinni og í þetta skiptið vinnur hún horn
83. mín
ÚFF Hornspyrnan kemur inn í þar sem að einhver HKingur nær að skalla hann á markið en hann fer í samherja og aftur fyrir
82. mín
Brookelynn með sprett upp völlinn og á síðan skot sem Herdís ver
81. mín
Þær grænklæddu geta þakkað Herdísi fyrir að vera enn þá inní þessum leik
80. mín
Ég á ekki til aukatekið orð Arna er sloppin ein inn fyrir en það voru engar líkur á að þetta færi inn af því að Herdís Halla er á milli stanganna og ver, þvílíkur spilari!
80. mín
Brookelynn ber boltann upp allan völlin og endar með því að láta vaða en skotið kraftlaust
76. mín
Melkorka með klaufalega hreinsun beint á Örnu sem setur hann inn fyrir á Guðmundu en hún er rangstæð
75. mín
Katla með skemmtilega takta og ætlar að finna Líf úti á hægri kantinum en sendingin of föst og fer út af
73. mín
Aftur eru HK að finna bolta í gegn um vörn Augnabliks en Herdís er fyrst í hann í þetta skiptið
72. mín
Sara Svanhildur liggur eftir vegna samstuðs við Isabellu en virðist geta haldið áfram
72. mín Gult spjald: Katrín Rósa Egilsdóttir (HK)
71. mín
Sóley María á langan bolta inn í á hausinn á Guðmundu en hún nær ekki alveg til boltans
67. mín
HK fá horn sem að Herdís hoppar upp í og ætlar að grípa en missir boltann til HKings sem nær skoti. Herdís sleppur með skrekkinn af því að skotið er yfir
67. mín
Herdís Halla Guðbjartsdóttir Þvílíkur kafli hjá henni.

Katrín Rósa er sloppin í gegn eftir langan bolta yfir vörnina og enn og aftur ver Herdís
65. mín
ÞREFÖLD VARSLA Hvað gerðist þarna??
Allt í einu er Brookelynn ein fyrir framan markið og tekur þrjú skot í röð en Herdís tekur þau öll
64. mín
Hornið á nær en hreinsað aftur fyrir

Horn númer tvö er svo hreinsað burt
63. mín
Alvöru varsla Brookelynn er sloppin ein í gegn og ætlar að setja hann hægra megin við Herdísi en hún ver frábærlega, HK fá horn
60. mín
Inn:Guðmunda Brynja Óladóttir (HK) Út:Eva Stefánsdóttir (HK)
Guðmunda fær hálftíma, fyrirframákveðið lykt af þessari skiptingu
57. mín
Aftur er Emily að valda usla, nú með skoti fyrir utan teig en Herdís yfirveguð og grípur það
56. mín
FÆRI Emily með stungusendingu en hún er aaaaaðeins of föst og Herdís er fyrst til boltans og handsamar hann
54. mín
Inn:Katrín Rósa Egilsdóttir (HK) Út:Bryndís Eiríksdóttir (HK)
52. mín
Inn:Líf Joostdóttir van Bemmel (Augnablik) Út:Emilía Lind Atladóttir (Augnablik)
Augnablik gerði skiptingu í hálfleik sem fór fram hjá okkur hér í stúkunni
49. mín
Kross frá vinstri inn í boxið hjá Augnablik sem Bryndís Halla hreinsar aftur fyrir
46. mín MARK!
Brookelynn Paige Entz (HK)
Stoðsending: Bryndís Eiríksdóttir
HK jafnar HK-ingar jafna hér strax í byrjun seinni hálfleiks. Bryndís Eiríks fær skoppandi bolta sem hún lyftir inn fyrir og þar er Brookelynn furðulega ein í heiminum og kemur boltanum í markið
46. mín
Bryndís Eiríks sparkar þessu aftur í gang
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Kórnum

HK heilt yfir haft stjórn á leiknum en Augnablik hafa sýnt hvað þær eru stórhættulegar í skyndisóknunum.

HK líklega með hærra xg ef út í það er farið en þetta er víst leikur sem snýst um að koma boltanum alveg í netið en ekki næstum því og Augnablik leiðir því 1-2
45. mín
+2
Ekkert verður úr aukaspyrnunni
45. mín
+1
Emilía á harðaspretti upp kantinn en Sóley rífur í hana, Aukaspyrna fyrir Augnablik
45. mín
Viktoría með frábæran sprett upp völlinn þar sem hún hoppar upp úr tæklingu tvisvar á leiðinni og losra boltann síðan út til vinstri á Díöönu sem á skot fyrir utan teig en það er laust.
42. mín MARK!
Katla Guðmundsdóttir (Augnablik)
Stoðsending: Díana Ásta Guðmundsdóttir
Aftur bara allt of einfalt.

Díana vinnur boltann á miðjunni og keyrir upp völlinn og losar boltann á hárréttum tíma til vinstri þar sem Katla er alein og setur hann í netið
39. mín
HK fá hornspyrnu sem Herdís grípur og setur beint fram

Augnablik sækir hratt sem endar með fyrirgjööf frá Emilíu en hún er ekki alveg nóg og góð og Sara grípur hana
37. mín
Eiginlega það nákvæmlega sama gerist svo hinum megin nema nú var það Arna fyrir HK
36. mín
Díana kemur upp vinstri kantinn og cutar inn til hægri og á skot sem fer beint í fangið á Söru Mjöll
35. mín
Brookelynn með skot fyrir utan teig en þarna átti hún bara að gefa hann út á Örnu sem var ien með flugbraut úti vinstra megin
33. mín
Eva með sprett inn fyrir en Bryndís Gunnlaugs heldur í við hana og Augnablik fær innkast
32. mín
Bryndís Eiríks og Eva virðast líka búnar að skipta, Bryndís upp á topp og Eva á hægri kantinn
31. mín
HK eru að ógna hérna trekk í trekk en þetta er svolítið stöngin út hjá þeim
30. mín
Einhverjar hræringar í uppstillingu Augnabliks við skiptinguna.

Katla kemur inn og fer upp á topp og Díana fer á kantinn og Sara Svanhildur fer í tíuna. Sigrún fer svo í miðvörðinn fyrir Olgu
27. mín
Brookelynn. keyrir upp vinstri kantinn og kemst fram hjá Melkorku og tekur skotið en það er rétt fram hjá
26. mín
Vandræðagangur í vörn augnabliks og Isabella allt í einu komin ein inn fyrir en Emilía gerir vel og hednir sér fyrir boltann
25. mín
Isabella vinnur boltann á miðjum vallarhelmingi Augnabliks og rúllað honum yfir á Brookelynn sem setur hann á markið en skotið ekki nægilega gott
22. mín
Brookelynn með skemmtilega sendingu inn fyrir vörn Augnabliks en hún er aðeins of föst
21. mín
Brookelynn prjónar sig í gegnum teiginn og á skot en Augnablik komast fyrir það
20. mín
Inn:Katla Guðmundsdóttir (Augnablik) Út:Olga Ingibjörg Einarsdóttir (Augnablik)
Olga er búin í dag
19. mín
HK hafa verið að ná völdum á leiknum síðustu mínútur en Augnablik eru samt fljótar fram þegar þær fá boltann
16. mín MARK!
Emily Sands (HK)
Aukaspyrnumark Emily tekur spyrnuna og setur hana í netið

Spurning hvort að Herdís hefði getað gert betur þarna
15. mín
Olga fékk boltann í hendina og HK fær þar af leiðandi aukaspyrnu á frábærum stað
13. mín
Frábær bolti frá Emily upp á Örnu en Herdís á tánum í markinu og kemur þessu frá.

Isabella nær frákastinu og á þrususkot sem fer beint í Olgu og hún liggur kylliflöt eftir
12. mín
Allt galopið í vörninni hjá Augnablik en skiptinging frá Bryndísi Eiríks ekki nægilega góð og fer út af
11. mín
Uppstilling Augnablik Herdís
Melkorka-Bryndís Halla-Olga-Bryndís Gunnlaugs
Sunna-Viktoría-Sigrún
Emilía-Díana-Melkorka
10. mín
Arna Sól við það að sleppa í gegn eftir flick skalla frá Evu en Bryndís Halla sér við henni
9. mín
HK-ingar fá horn en það er hreinsað á nærstönginni
8. mín
Uppstilling HK Sara Mjöll
Emma-Telma-Lára-Sóley
Isabella-Emily-Brookelynn
Bryndís-Eva-Arna
5. mín
HK-ingar komnar upp hinum megin en Brynfís nær ekki að stýra boltanum á markið
3. mín MARK!
Emilía Lind Atladóttir (Augnablik)
Stoðsending: Díana Ásta Guðmundsdóttir
Allt of einfalt fyrir Augnablik Bryndís Gunnlaugs vinnur boltann á eigin vallarhelmingi og setur hann langan upp á Díönu sem kemur honum yfir til hægri þar sem Emilía gerir vel og klára fram hjá Söru Mjöll
1. mín
Augnablik byrja þennan leik
Fyrir leik
Þetta er að fara af stað Liðin ganga inn á völlinn, bæði í sínum hefðbundnu búningum. HK í hvítu og rauðu og Augnablik í grænu
Fyrir leik
Liðin komin í hús HK gerir 3 breytingar frá tapinu gegn Fram í bikarnum í síðustu viku. Guðmunda Brynja, Katrín Rósa og svo auðvitað Henríetta, sem meiddist illa, koma út og inn fyrir þær koma Eva Stefáns, Emily Sands og Bryndís Eiríks koma inn

Augnablik gerir bara eina breytinu frá sigrinum gegn Fjölni í bikarnum en þar kemur Edith Kristín út og Sunna Kristín kemur inn.
Fyrir leik
Augnablik Augnablik er spáð 7. sæti af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar en þær enduðu síðasta tímabil í 8. sæti

Komnar
Edith Kristín Kristjánsdóttir frá Breiðabliki
Eva Steinsen Jónsdóttir frá Breiðabliki
Ísabella Eiríksdóttir frá Breiðabliki
Líf Joostdóttir van Bemmel frá Breiðabliki
Rakel Sigurðardóttir frá Breiðabliki

Farnar
Björk Bjarmadóttir í Breiðablik (var á láni)
Dísella Mey Ársælsdóttir í Breiðablik (var á láni)
Eydís Helgadóttir í KR
Eyrún Vala Harðardóttir í Stjörnuna
Harpa Helgadóttir í Breiðablik (var á láni)
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir í Breiðablik (var á láni)
Hugrún Helgadóttir í KR
Júlía Katrín Baldvinsdóttir í FJölni
Katrín Sara Harðardóttir í Fylki
Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir í Fram
Fyrir leik
HK HK er spáð 2. sæti af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar en þær enduðu síðasta tímabil í 4. sæti

Komnar
Brookelynn Paige Entz frá Val
Bryndís Eiríksdóttir frá Val (á láni)
Emily Sands frá Finnlandi
Eva Stefánsdóttir frá Val (á láni)
Guðmunda Brynja Óladóttir frá KR
Hildur Lilja Ágústsdóttir frá Breiðabliki (á láni)
Sara Mjöll Jóhannsdóttir frá Þór/KA
Telma Steindórsdóttir frá KR

Farnar
Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir í KR (á láni)
Audrey Rose Baldwin
Bryndís Gréta Björgvinsdóttir í Smára
Eva Karen Sigurdórsdóttir í Fram (á láni)
Gabriella Lindsay Coleman til Ástralíu
Hildur Björk Búadóttir í Val (var á láni)
Ísold Kristín Rúnarsdóttir í Aftureldingu
Magðalena Ólafsdóttir í Aftureldingu
María Sól Jakobsdóttir í Stjörnuna (var á láni)
Rakel Lóa Brynjarsdóttir í Stjörnuna (var á láni)
Fyrir leik
Tríóið Guðni Páll Kristjánsson dæmir leikinn í dag og með flöggin verða Przemyslaw Janik og Þórður Arnar Árnason.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan kæru lesendur Verið velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik HK og Augnablik sem fram fer í veðurblíðunni í Kórnum.
Byrjunarlið:
0. Herdís Halla Guðbjartsdóttir
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir ('20)
4. Bryndís Gunnlaugsdóttir
5. Bryndís Halla Gunnarsdóttir
8. Sunna Kristín Gísladóttir
9. Viktoría París Sabido
10. Emilía Lind Atladóttir ('52)
11. Díana Ásta Guðmundsdóttir
13. Sigrún Guðmundsdóttir
19. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
19. Melkorka Kristín Jónsdóttir ('90)

Varamenn:
7. Sara Rún Antonsdóttir ('90)
10. Hulda Sigrún Orradóttir
15. Kristín Kjartansdóttir
17. Líf Joostdóttir van Bemmel ('52)
20. Brynja Dögg Benediktsdóttir
22. Katla Guðmundsdóttir ('20)
24. Ísabella Eiríksdóttir

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Kristrún Lilja Daðadóttir (Þ)
Rebekka Sif Rúnarsdóttir
Sara Bjarkadóttir
Sylvía Eik Sigtryggsdóttir
Kristófer Sigurgeirsson
Birta Hafþórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: