Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
Víkingur R.
4
1
Keflavík
Pablo Punyed '25 1-0
Erlingur Agnarsson '57 2-0
3-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson '63 , sjálfsmark
3-1 Marley Blair '65
Danijel Dejan Djuric '71 4-1
04.05.2023  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Hægur vindur, rignir dálítið en teppið rennislétt og blautt
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 645
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson
3. Logi Tómasson ('76)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('64)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed ('76)
18. Birnir Snær Ingason ('76)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('46)

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('76)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('76)
19. Danijel Dejan Djuric ('64)
24. Davíð Örn Atlason ('76)
26. Sölvi Stefánsson
27. Matthías Vilhjálmsson ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur Víkinga staðreynd en þeir hafa nú fengið á sig mark í deildinni en eru enn með fullt hús stiga.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti þrjár mínútur.
88. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
88. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Braut á Viktori í aðdraganda skots Helga. Jóhann beitir hagnaði og spjaldar svo eftirá.
88. mín
Helgi aftur að ógna en i þetta sinn í varnarmann og Keflvíkingar hreinsa.
85. mín
Helgi Guðjónsson með gott hlaup inn á teiginn eftir sendingu frá Gunnari en þrengir færið um of og Mathias lokar á hann.
82. mín
Keflavík með ágæta sóknarlotu sem endar með skoti frá Sindra Snæ. Hann hittir boltann ekki vel og skotið hátt yfir markið.
78. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
77. mín
Birnir farinn af velli eftir virkilega gott dagsverk. Komst ekki á blað í dag en hann átti stóran þátt í öllum fjórum mörkum Víkinga til þessa.
76. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
76. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
76. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Logi Tómasson (Víkingur R.)
74. mín
Frans Elvarsson með skot af talsverðu færi sem fer af varnarmanni og afturfyrir.
73. mín
Logi Tómasson i hörkufæri eftir snögga sókn Víkinga en skot hans yfir.

Eins og svo oft áður í dag var það Birnir Snær sem hóf þessa sókn af alvðru.
72. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
72. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Út:Jordan Smylie (Keflavík)
71. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Víkingar í skyndisókn eftir hornspyrnu Keflavíkur. Birnir stendur af sér tæklingu og finnur Dani í hlaupinu úti til hægri. Hann leikur á Guðjón og setur boltann undir Mathias og í netið sem var þó ekki langt frá því að verja.
70. mín
Víkingar í allskonar veseni baka til.

Fyrirgjöf frá hægri dettur niður í markteignum þar sem bæði Sami og Jordan gera heiðarlega tilraun til að skora en Víkingar koma boltanum frá.
67. mín
Birnir Snær sem hefur fært sig yfir á hægri vænginn með boltann fyrir markið. Dani mætir en skot hans slakt og yfir markið.
65. mín MARK!
Marley Blair (Keflavík)
Víkingar hafa fengið á sig mark og það upp úr engu!

Var enn að skrifa færslu um mark og skiptingu Víkinga þegar boltinn liggur í netinu.

Marley lék boltanum frá vinstri inn að d-boga og lætur vaða. Ekkert frábært skot en Ingvar er sigraður.
64. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Erlingur með mark í dag og gott dagsverk. Danijel Djuric mætir í hans stað.
63. mín SJÁLFSMARK!
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Gunnlaugur Fannar verður fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Birnir Snær með boltann fyrir markið þar sem Gunnlaugur reynir að koma boltanum frá en vill ekki betur til en að boltinn endar í netinu.
60. mín Gult spjald: Jordan Smylie (Keflavík)
Hressileg tækling á Pablo og vel réttlætanlegt gult spjald.

Og hann veit það sjálfur og biðst afsökunar.
57. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Logi Tómasson
Víkingar tvöfalda Birnir og Logi leika sín á milli úti til vinstri. Logi fer í utanáhlaupið og fær boltann inn á teiginn þar sem hann leggur hann fyrir markið. Erlingur mætir á fjær og setur boltann yfir línuna af stuttu færi.

Virkaði voðalega einfalt og þægilegt eitthvað.
55. mín
Birnir Snær með boltann úti til vinstri, tekur nokkur skæri og smellir honum svo fyrir markið þar sem bæði Matthías og Gunnar eiga möguleika á að ná til boltans en báðir skrefinu of seinir og hættan líður hjá.
53. mín
Víkingar sækja hratt. Viktor með boltann upp í horni til hægri reynir fyrirgjöf en boltinn af Frans og afturfyrir.

Pablo með hornið en Mathias grípur inní.
51. mín
Gunnar Vatnhamar fyrstur á boltann eftir hornið en skalli hans í varnamann.
50. mín
Birnir Snær í hörkufæri í teignum en Mathias ver frábærlega í horn.
46. mín
Matthías sýnist mér fara beint í stöðuna hans Niko á toppnum.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Oleksii Kovtun (Keflavík) Út:Nacho Heras (Keflavík)
Keflavík gerir sömuleiðis breytingu.

Nacho ekki klár í síðari hálfleikinn.
46. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Matti Vill mætir inn á fyrir Niko í hálfleik.

Bandið fer á Pablo.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks.

Víkingar leiða og erfitt að segja annað en að það sé sanngjarnt. Þeir hafa þó heldur gefið eftir er leið á þennan fyrri hálfleik og hleypt gestunum meira inn í leikinn.

Komum aftur með síðari hálfleik að vörmu spori.
45. mín
Birnir Snær með boltann fyrir markið en gestirnir koma boltanum í horn.

Uppbótartíminn gefinn upp tvær mínútur.
43. mín
Sindri Snær með stórhættulegann bolta fyrir markið frá vinstri sem Ingvar slær frá.

Víkingar verið "sloppy" síðustu mínútur og hleypt gestunum betur og betur inn í leikinn.
41. mín
Víkingar vinna boltann hátt á vellinum, Birnir með boltann við teiginn reynir að finna Niko í teignum en sendingin of föst og Mathias fyrstur á boltann.
38. mín
Gestirnir að ná ágætis kafla hér með boltann en hafi lítið ógnað fyrir því.

Langur bolti inn á teiginn sem Ingvar hirðir áður en Smylie kemst í hann.
33. mín
Víkingar sækja, uppskera horn.

Heimamenn verið mun beinskeyttari hér.
31. mín
Sá spænski er nagli og stendur upp og virðist vera nokkuð heill.
29. mín
Viktor Örlygur við það að spóla sig í gegnum alla vörn Keflavíkur en Nacho bjargar með góðri tæklingu á síðustu stundu.

Og virðist hafa meitt sig í kjölfarið. Hvort að Viktor hafi hreinlega stigið óvart á hann er hann reynir að fara framhjá honum. En Nacho steinliggur og virðist nokkuð þjáður.
27. mín Gult spjald: Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Hátt með fótinn í baráttu við Gunnar Vatnhamar.
25. mín MARK!
Pablo Punyed (Víkingur R.)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Víkingar taka forystuna! Birnir Snær fer illa með Marley Blair úti til vinstri og smellir boltanum hnitmaðað fyrir markið. Mathias límdur fastur við línuna og Pablo í dauðafæri skallar boltann að marki. Keflvíkingar komast fyrir en of seint. Rúna aðstoðardómari með arnaraugu og dæmir boltann inni.
20. mín
Illa farið með góða stöðu. Erlingur fer illa með Guðjón úti til hægri og kemst inn á teiginn. Fær snertingu á bakið og fer niður en Jóhann ekki á því að um brot er að ræða. Og ég er satt að segja sammála honum.
19. mín
Víkingar sækja sína fyrstu hornspyrnu.
17. mín
Birnir Snær aftur að ógna. Með hörkuskot úr D-boganum og gott ef boltinn var ekki enn nær samskeytunum en fyrra skot hans í leiknum.
17. mín
Keflavík nær smá pressu upp eftir fast leiktatriði en Smylie lætur grípa sig í landhelgi og rangstæða dæmd.
15. mín
Helgi Guðjóns í hörkufæri. Pablo vinnur boltann ofarlega á vellinum og kemur honum upp í hornið hægra megin á Karl Friðleif. Karl með boltann fyrir markið sem dettur fyrir fætur Helga nánast á markteig sem hittir boltann afar illa og setur hann framhjá markinu.

Víkingar farnir að banka fastar.
11. mín
Birnir Snær!!!! Fær boltann úti til vinstri i teignum frá Erlingi að mér sýnist, leikur aðeins inn á völlinn og reynir að snúa boltann í fjærhornið en boltinn hárfínt framhjá samskeytunum.
10. mín
Kamel i óvæntu dauðafæri. Gunnar Vatnhamar tapar boltanum á hættulegum stað og sleppir Sami Kamel í gegn. Daninn í dauðafæri en Ingvar mætir vel út á móti og ver vel.
9. mín
Oliver í færi. Pablo með boltann fyrir markið og finnur Oliver aleinan í teignum. Skalli hans hins vegar yfir markið úr upplögðu tækifæri.
8. mín
Birnir Snær með laglega takta og keyrir í átt að marki. Tekinn niður um 30 metra frá merki og aukaspyrna dæmd.

Skot ólíklegt.
7. mín
Mathias Rosenörn að finna sinn innri Messi og leika á sóknarmenn Víkinga í pressunni. Stálheppinn en kemst upp með að leika framhjá tveimur.
4. mín
Það er byrjað að rigna duglega í Víkinni.

Gerir leikinn vonandi bara skemmtilegri.
3. mín
Erlingur stingur Guðjón Pétur nánast af á sprettinum en Nacho vel á verði og kemur fyrirgjöf hans frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar Þetta fer að bresta á. Vonumst að sjálfsögðu eftir skemmtilegum og spennandi leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin dottin inn fyrir lifandis löngu. Borgarinn og spekingarnir hér í Víkinni gleðja og urðu til þess að ég steingleymdi að setja liðsfærsluna hér inn tímanlega.

Bæði lið gera fjórar breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Til að stikla á stóru eru fréttirnar þær að Erlingur Agnarsson er mættur aftur í byrjunarlið Víkinga eftir meiðsli. Annað getum við flokkað undir eðlilega róteringu hjá Arnari til að halda mönnum ferskum enda spilað þétt þessa stundina.

Hjá Keflavík er eitthvað um meiðsli. Ásgeir Páll þurfti að yfirgefa völlinn gegn ÍBV vegna meiðsla og er ekki með í dag. Þa er Stefán Ljubicic ekki með heldur en það er gleðiefni fyrir Keflvíkinga að Frans Elvarsson er leikfær og byrjar í dag.
Erlingur og Sölvi Stefáns inn í hóp - Gísli Gotti og Arnór Borg út
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild frá aldamótum. Átján sinnum hafa liðin mæst innbyrðis í A-deild frá aldamótum. Tíu sinnum hafa Víkingar haft sigur, Keflavík hefur unnið sex leiki og tveimur leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan í viðureignum liðana er svo 36-19 Víkingum í vil.

Þó aðeins muni fjórum sigrum á liðunum frá aldamótum er langt í frá öll sagan sögð þar. Víkingar hafa unnið átta viðureignir í röð eða allt frá lokaumferð tímabilsins 2014 þegar Keflavík hafði 2-0 sigur á heimavelli. Í þokkabót hafa Víkingar gert 25 mörk í þessum átta sigrum gegn aðeins 4 Keflvíkinga. Það má því lesa úr þessu að tölfræðin sé alls ekki á bandi Keflavíkur fyrir kvöldið. En leikurinn hefur nú reyndar aldrei verið spilaður á pappír svo þegar út í alvöruna er komið skiptir það engu.
Fyrir leik
Prettyboitjokko spáir í spilin
Nú er komið að Patrik Atlasyni, sem flestir þekkja sem tónlistarmanninn prettyboitjokko eftir að samnefnt lag var gefið út fyrr á árinu að spá fyrir um úrslit fyrir okkur.

Víkingur - Keflavík 3 - 0

Það er HITIII á Luigi þessa dagana, enda að gefa út lagið HITIII Á KlÚBBUM 05.05. Og jú, hann er vissulega PBT, þannig 3-0.


Fyrir leik
Dómarar Jóhann Ingi Jónsson er dómari leiksins. Honum til aðstoðar eru þau Eðvarð Eðvarðsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Elías Ingi Árnason er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Kristinn Jakobsson.


Fyrir leik
Víkingur
Víkingar hafa farið liða best af stað þetta sumarið og sitja í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra sigurleiki. Þeir eru jafnframt eina lið deildarinnar sem enn hefur ekki fengið á sig mark og er markatalan úr þessum fjórum leikjum 8-0.

Markaskorun liðsins hefur dreifst vel en sex leikmenn hafa skorað mörkin átta sem liðið hefur sett á andstæðinga sína til þessa og sumir myndu því jafnvel segja að Víkingar eigi ýmislegt inni sóknarlega. Síðast mætti liðið KA hér í Víkinni og hafði þar 1-0 sigur en sigurmark Víkingar gerði Gunnar Vatnhamar undir lok leiks.


Fyrir leik
Keflavík
Gestirnir úr Bítlabænum hafa heldur gefið eftir eftir sigur í fyrsta leik. Tvö töp á heimavelli gegn KR og ÍBV hafa fylgt í deildinni en í millitíðinni gerði liðið þó ágæta ferð norður á Akureyri og gerði þar markalaust jafntefli við KR.

Eitthvað hefur verið um hnjask í leikmannahópi Keflavíkur og hafa til að mynda fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon og miðjumaðurinn reyndi Frans Elvarsson verið frá vegna meiðsla að undanförnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur átti þó von á að það færi að styttast í þá til baka og til að mynda væri Frans aðeins byrjaður að æfa fyrir síðasta leik liðsins gegn ÍBV þó hann hafi ekki verið orðinn leikfær þá.


Fyrir leik
Heimavöllur Hamingjunnar heilsar! Heil og sæl kæru lesendur og verið velkomin í þessa í beina textalýsingu Fótbolta.net frá Heimavelli hamingjunnar þar sem heimamenn í Víkingi taka á móti Keflavík í fimmtu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.


Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Nacho Heras ('46)
6. Sindri Snær Magnússon
10. Dagur Ingi Valsson ('72)
14. Guðjón Pétur Stefánsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
23. Sami Kamel
25. Frans Elvarsson (f) ('88)
86. Marley Blair ('78)
89. Jordan Smylie ('72)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
7. Viktor Andri Hafþórsson ('72)
9. Daníel Gylfason ('78)
18. Ernir Bjarnason ('88)
19. Edon Osmani ('72)
38. Jóhann Þór Arnarsson
50. Oleksii Kovtun ('46)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Dagur Ingi Valsson ('27)
Jordan Smylie ('60)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('88)

Rauð spjöld: