HK
2
0
Fram
Isabella Eva Aradóttir '26 1-0
2-0 Elaina Carmen La Macchia '43 , sjálfsmark
12.05.2023  -  19:15
Kórinn
Lengjudeild kvenna
Dómari: Jovan Subic
Maður leiksins: Brookelynn Paige Entz
Byrjunarlið:
1. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
5. Telma Steindórsdóttir ('87)
6. Brookelynn Paige Entz
7. Eva Stefánsdóttir ('64)
9. Guðmunda Brynja Óladóttir ('72)
10. Isabella Eva Aradóttir (f)
11. Emma Sól Aradóttir
13. Emily Sands
16. Hildur Lilja Ágústsdóttir
18. Bryndís Eiríksdóttir
25. Lára Einarsdóttir

Varamenn:
12. Sigríður Króknes Torfadóttir (m)
4. Andrea Elín Ólafsdóttir
14. Arna Sól Sævarsdóttir ('64)
15. Ísabel Rós Ragnarsdóttir
19. Ragnhildur Sóley Jónasdóttir
20. Katrín Rósa Egilsdóttir ('72)
23. Sóley María Davíðsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Lidija Stojkanovic (Þ)
Jón Stefán Jónsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
95. mín
Svipmyndir úr seinni hálfleiknum





Leik lokið!
Þetta er búið! HK-ingar vinna sanngjarnan 2-0 sigur á Fram í Kórnum. HK var með góð völd á leiknum og áttu gestirnir erfitt með að skapa sér færi.

Skýrla kemur von bráðar.
94. mín
HK-ingar halda bara boltanum við hornfánann.
93. mín
HK fær horn, líklega það síðasta sem við munum sjá hér í kvöld.
90. mín
Liðin skiptast hér á að halda boltanum. Lítið eftir.
88. mín
Skot í stöng! Fram eru að komast nær marki HK-inga! Þórey Björk Eyþórsdóttir átti gott skot sem að endaði í stönginni
87. mín
Inn:Sóley María Davíðsdóttir (HK) Út:Telma Steindórsdóttir (HK)
86. mín
Fram eru að ná að koma sér í góðar stöður en áfram vantar gæði í úrslitasendinguna
84. mín
Fram eru í verulegum erfiðleikum með að brjóta niður varnarmúr
HK-inga
82. mín
Færi! Aukaspyrnan kemur beint á milli markmanns og varnarlínu. Vantaði bara einhvern til þess að koma þessu í netið. Fram er að koma sér inn í leikinn.
81. mín
Hornspyrnan leiðir til aukaspyrnu á hættulegum stað
80. mín
Fram vinnur hornspyrnu.
77. mín
Markmannskipting hjá Fram. Áhugavert, mögulega einhvers konar meiðsli hjá Elainu.
76. mín
Inn:Þóra Rún Óladóttir (Fram) Út:Elaina Carmen La Macchia (Fram)
75. mín
Guðmunda kemur útaf. Flott frammistaða frá henni.
74. mín
Inn:Írena Björk Gestsdóttir (Fram) Út:Alexa Kirton (Fram)
þreföld skipting hjá Fram. Verður áhugavert að sjá hvort þetta breti einhverju.
72. mín
Inn:Katrín Rósa Egilsdóttir (HK) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (HK)
72. mín
Inn:Ólína Sif Hilmarsdóttir (Fram) Út:Karítas María Arnardóttir (Fram)
72. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (Fram) Út:Thelma Lind Steinarsdóttir (Fram)
70. mín
Grace Therese sendir hættulegan bolta inn í teigin en enginn af framherjum Fram nær til boltans.
69. mín
Fram vinnur aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Stórhættulegur staður.
68. mín
boltinn er að koma hérna trekk í trekk inn á teig Gestana. HK er með fulla stjórn á leiknum.
64. mín
Inn:Arna Sól Sævarsdóttir (HK) Út:Eva Stefánsdóttir (HK)
62. mín
Guðmunda virðist hafa meitt sig eitthvað í ökklanum, en gefur bekknnum merki um að hún geti haldið leik áfram
61. mín
Guðmunda fer niður í teignum og HK-ingar biðja um Vítaspyrnu. Jovan Subic segir hins vegar nei
59. mín
leikmaður HK liggur hér niðri, en lítur allt út fyrir það að hún muni halda áfram.
58. mín
Boltinn flýgur hérna endanna á milli. Fram ennþá ekki búinn að skapa almennilegt færi í seinni hálfleik.
56. mín
Þung sókn hjá HK HK-ingar eru búinn að vera með öll völd á vellinum í seinni hálfleik
55. mín
Frábærlega gert hjá Brookelynn Brookelynn prjónar sig enn og aftur í gegnum vörn gestanna, skotið fer í varnarmann
52. mín
Annað horn fyri heimamenn eftir frábæra sendingu í gegn hjá Telmu Steindórsdóttur
51. mín
Hornið siglir yfir alla teiginn.
51. mín
Horn fyrir HK eftir langan bolta
46. mín
Inn:Írena Björk Gestsdóttir (Fram) Út:Katrín Ásta Eyþórsdóttir (Fram)
fyrsta skipting leiksins
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Svipmyndir úr fyrri hálfleik






45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í þessum bráðskemmtilega leik! HK er 2-0 yfir eftir mark frá Isabellu og sjálfsmark frá Elainu Carmen. Eftir því sem liðið hefur á leikinn hefur HK náð meiri stjórn á leiknum. Gestina hefur vantað gæði á síðasta þriðjung en hefur alveg fengið færi til þess að setja boltann í netið
43. mín SJÁLFSMARK!
Elaina Carmen La Macchia (Fram)
HK tvöfaldar forystuna! HK tvöfaldar forystuna. Það kemur horn frá hægri og Elaina í markinu reynir að grípa boltann en mistekst það!
43. mín
Flottur spilakafli frá HK-ingum. Horn fyrir heimamenn
41. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað fyrir Fram en spyrnan ekki nógu góð
37. mín
HK hefur haldið boltnaum vel í fyrri hálfleik á meðan Fram reynir að sækja hratt.
32. mín
Fram vinnur horn, fín fyrirgjöf en færið rennur út í sandinn.
31. mín
Fram er að færast framar á völlinn.
28. mín
Brookelynn er allt í öllu Brookelynn býr til annað gott færi fyrir heimamenn, en HK-ingar ná ekki að tvöfalda forystuna.
26. mín MARK!
Isabella Eva Aradóttir (HK)
Stoðsending: Brookelynn Paige Entz
Sturlað vel gert hjá HK! Brookelynn Paige gerir frábærlega á hægri kantinum og sendir lága sendingu fyrir teginn. Isabbella klárar svo færið með glæsibrag!
23. mín
Dauðafæri Thelma Lind Steinarsdóttir prjónar sig í gegn um vörn HK-inga og kemst í 1 á 1 stöðu á móti Söru Mjöll. Vel gert hjá Söru sem að lokar á hana
22. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað fyrir HK
21. mín
Langt innkast hjá gestunum sem að endar í darraðardans inn á teig HK-inga, sem að koma svo boltanum í burtu
19. mín
Hornið tekið stutt og endar í góðri fyrirgjöf á fjær. Isabella rétt svo missir af honum.
18. mín
Hornspyrna fyrir HK
17. mín
Brot á miðjum vallarhelmingi Fram. Gott tækifæri til að koma boltanum inn í teig.
15. mín
Lítið um almennileg færi fyrstu 15. HK verið meira með boltann en bæði lið átt erfitt með að halda honum innan liðsins
12. mín
Fínt horn en Elaina grípur boltann
12. mín
Hornspyrna fyrir HK
11. mín
Skot á mark Fyrsta almennilega færið í leiknum. Góð sending inn í teig fram og Guðmunda nær góðu skoti á mark. Vel varið hjá Elainu.
8. mín
Fram með langa aukaspyrnu inn á teginn en ekkert verður úr henni.
6. mín
Sylvía með fína fyrirgjöf en Sara Mjöll gerir vel í markinu
5. mín
Há pressa hjá Fram fyrstu mínúturnar.
3. mín
Heimamenn eiga fyrsta skot leiksins sem að Elaina ver auðveldlega í marki Fram
1. mín
Leikur hafinn
Komið í gang! Gestirnir byrja með boltann
Fyrir leik
Allt klárt Liðin labba inn á völlin. Þetta er að fara af stað!
Fyrir leik
Allt að gerast Það er stemming í Kórnum! Fólk er byrjað að streyma að og grillið er í fullum gangi við innganginn. Þetta verður spennandi kvöld!
Fyrir leik
Liðin HK gerir tvær breytingar á byrjunaliði sínu frá síðasta leik þar sem að Arna Sól Sævarsdóttir og Sóley María Davíðsdóttir fara út fyrir Hildi Lilju Ágústsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur.

Fram gerir þrjár breytingar þar sem Eydís Arna Hallgrímsdóttir, Ólína Sif Hilmarsdóttir og Írena Björk Gestsdóttir koma út og Karítas María Arnardóttir, Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir og Katrín Ása Eyþórsdóttir koma inn í liðið.
Fyrir leik
Dómarateymið Jovan Subic mun dæma leikinn í kvöld á meðan Margeir Valur Sigurðsson og Sigurður Þór Sveinsson verða með flöggin.
Fyrir leik
Fram
Fram eru nýliðar í deildinni þar sem þær unnu 2. deild síðasta sumar. Fram er spáð 9. sæti af þjálfurum og fyrirliðum lengjudeildarinnar. Fram gerði 2-2 jafntefli á móti Grindavík í fyrstu umferð þar sem Ólína Sif Hilmarsdóttir og Alexa Kirton voru á skotskónum fyrir Fram



Fyrir leik
HK HK-ingum er spáð 2. sæti af þjálfurum og fyrirliðum lengjudeildarinnar en þær enduðu síðasta tímabil í fjórða sætinu. HK gerði 2-2 jafntefli á móti Augnablik í fyrstu umferð þar sem Emily Sands og Brookelynn Paige Entz skoruðu mörk HK


Fyrir leik
Komið þið sæl! Verið velkominn á beina textalýsingu á viðureign HK og Fram. Leikurinn fer fram á heimavelli HK-inga í Kórnum. Við eigum von á spennandi leik í kvöld þar sem bæði lið leita að fyrsta sigri sínum í deildinni.



Byrjunarlið:
1. Elaina Carmen La Macchia (m) ('76)
2. Erika Rún Heiðarsdóttir (f)
7. Breukelen Lachelle Woodard
8. Karítas María Arnardóttir ('72)
9. Alexa Kirton ('74)
10. Grace Therese Santos
15. Jóhanna Melkorka Þórsdóttir
18. Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir
23. Katrín Ásta Eyþórsdóttir ('46)
25. Thelma Lind Steinarsdóttir ('72)
26. Sylvía Birgisdóttir

Varamenn:
33. Þóra Rún Óladóttir (m) ('76)
3. Emilía Ingvadóttir
6. Kristín Gyða Davíðsdóttir
19. Ylfa Margrét Ólafsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('72)
22. Ólína Sif Hilmarsdóttir ('72)
29. Írena Björk Gestsdóttir ('46) ('74)

Liðsstjórn:
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Aníta Lísa Svansdóttir (Þ)
Hermann Valsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gunnlaugur Fannar Jónsson
Svava Björk Hölludóttir
Thelma Björk Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: