Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Stjarnan
2
0
Valur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '8 1-0
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '26 2-0
16.05.2023  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Blæs örlítið og heldur napurt
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 209
Maður leiksins: Málfríður Erna Sigurðardóttir
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('80)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('63)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('63)
13. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
15. Alma Mathiesen
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('80)
77. Eyrún Vala Harðardóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sterkur Stjörnusigur staðreynd!

Viðtök og skýrsla væntanleg.
97. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
94. mín
JASMÍN ERLA!! Valur búnar að henda öllu fram og virðist ætla að kosta þær þegar Stjörnukonur eru mættar í yfirtölu í skyndisókn og boltinn endar hjá Jasmín Erlu sem á skot framhjá markinu!
Stjarnan hefði hæglega getað bætt við þriðja markinu þarna!
91. mín
Við fáum +10 á skiltið!

Meiðsli Hönnu spila þar stórt hlutverk.
88. mín
Kom smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks frá Val en þær hafa heilt yfir verið afskaplega slappar fram á við og mjög ólíkar sjálfum sér.
84. mín
Inn:Hildur Björk Búadóttir (Valur) Út:Hanna Kallmaier (Valur)
Hanna Kallmaier er borinn af velli. Hrikalegt.

Samkv. því sem maður heyrir í blaðamannastúkunni þá er þetta hnéið. Vonandi fyrir hana er ekkert slitið.
81. mín
Börurnar eru mættar út á völl. Get ekki sagt að þetta líti sérstaklega vel út.
80. mín
Inn:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
79. mín
Leikurinn er stopp. Hanna Kallmaier liggur eftir sýnist mér og þarfnast aðhlyningar.
75. mín Gult spjald: Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
74. mín
Inn:Jamia Fields (Valur) Út:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
73. mín
Valur að komast í hörku færi!
Stjarnan tæklar boltann til Önnu Rakelar sem nær að koma boltanum framhjá Erin en því miður fyrir Val beint útaf.
72. mín
Stjarnan að komast í álitlega stöðu en slæm ákvörðunartaka fer með það.
68. mín
Bæði lið eru að reyna finna opnanir en bæði lið eru virkilega þétt tilbaka.
63. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
61. mín
Ásdís Karen með frábært skot og Erin með enn betri markvörslu!

Hefði verið svakalegt mark!
59. mín
Malla reynir fyrirgjöf fyrir markið en Erin grípur.
57. mín
Valur að reyna finna opnur en Stjarnan alltaf fyrir.
55. mín Gult spjald: Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Malla er fyrst í bókina.
53. mín
Allt annað að sjá til Vals núna miðað við fyrri hálfleikinn.
52. mín
ÍDA MARÍN!!

Frábær spilkafli hjá Val þar sem boltinn berst fyrir teiginn og fer í gegnum pakkann og endar á fjærstöng hjá Ídu Marín sem kemur skotinu ekki á markið.
46. mín
Ísabella fellur við og virtist hafa fengið högg í andlitið. Sá ekki hver það var sem var í baráttunni við hana. Fengum hagnað og svo stoppað leik.
46. mín
Stjarnan sparkar síðari hálfleiknum af stað.

Pétur gerir tvær breytingar í hálfleik, greinilega ekki sáttur með fyrri hálfleikinn.
46. mín
Inn:Haley Lanier Berg (Valur) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
46. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiðir þægilega og sanngjarnt í leikhlé.

Verður fróðlegt að sjá hvernig síðari hálfleikurinn spilast því ég geri fastlega ráð fyrir því að Pétur sé allt annað en sáttur með þessa frammistöðu.

Tökum okkur stutta pásu.
45. mín
Sædís með flotta fyrirgjöf fyrir markið en Andrea Mist nær ekki að stýra því að marki.
45. mín
Fáum +1 í uppbót.
45. mín
Valskonur reyna sendingu fram sem mistekst og Ásdís Karen fórnar höndum. Lýsandi fyrir leik Vals í þessum leik til þessa.
42. mín
Aukaspyrna frá Önnu Rakel inn á teig þar sem Arna Sif tekur hann niður og reynir að tía upp í skot en Stjarnan verst vel.
39. mín
Anna Rakel reynir fyrirgjöf en Erin grípur.
35. mín
Valur náði að tengja saman nokkrar sendingar á vallarhelmingi Stjörnunnar en ekki enn náð að komast í skotfæri.
32. mín
Ísabella Sara og Ásdís Karen búnar að skipta um kannt hjá Val en það er afskaplega lítið annað að frétta hjá Val þarna fremst.
26. mín MARK!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan tvöfaldar! Hrikaleg mistök í öftustu línu Vals!

Úlfa Dís með frábæra pressu og vinnur boltann af Lillý Rut aftast og er sloppinn ein í gegn og leikur á Fanney Ingu sem gat lítið gert og klárar!
25. mín
Valur að pressa hátt upp á völl en Stjarnan spilar sig í gegnum það.

Valur aðeins verið að færast ofar sem er jákvætt.
22. mín
Valur að komast í færi en frábær tækling bjargar Stjörnunni.
21. mín
Langur bolti ætlaður Ásdísi Karen en Erin mætt út og handsamar.
18. mín
Pressa Stjörnunnar verið frábær til þessa og ítrekað unnið boltann af Val.
14. mín
Valskonur virka ekki alveg on it í kvöld. Stjarnan verið að vinna seinni bolta og virkað frískari og grimmari.
8. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
STJARNAN KEMST YFIR!! Stjörnukonur sækja upp vinstri vænginn og Úlfa Dís á fyrirgjöf fyrir markið sem hrekkur á endanum til Gunnhildar Yrsu sem klárar færið yfirvegað og virkilega vel.
5. mín
Stjarnan með fínasta spilkafla en flaggið á loft.
1. mín
Valskonur eiga upphafssparkið!
Fyrir leik
Hrafnkell Freyr spáir í 4. umferð Bestu kvenna Keli fékk það verkefni að vera spámaður 4.umferðar Bestu deildar kvenna og hann spáir því að við fáum markaleik.

Stjarnan 2 - 3 Valur
Stjörnukonur hafa verið hypeaðar upp fyrir mót og eðlilega, þær voru góðar í fyrra og áttu gott undirbúningstímabil. En Valskonur elska stórleiki, þær lifa fyrir þá. Þetta verður markaleikur og Valur vinnur 3-2. Bryndís Arna setur þrennu, Jasmín og Aníta Ýr skipta þessu milli sín hjá Stjörnunni.


Fyrir leik
Dómararteymið! Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson fær það verkefni að halda utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Guðni Freyr Ingvason og Ragnar Arelíus Sveinsson.
Magnús Már Jónsson verður á hliðarlínunni með skiltið góða og til taks ef eitthvað skildi koma uppá.
Sigurður Hannesson fær það hlutverk að sjá um eftirlit með störfum dómara.


Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Stjarnan og Valur hafa spilað 118 leiki í keppnisleikjum á vegum KSÍ í sögunni kvennameginn.

Stjarnan hefur sigrað 28 leiki (24%) og skorað í þessum leikjum 129 mörk.
Valur hefur sigrað 79 leiki (67%) og skorað í þeim 324 mörk.
Liðin hafa þá skilið jöfn í 11 (9%) leikjum.

Fyrir leik
Stjarnan Stjörnukonur hafa farið heldur brösulega af stað miðað við spá fyrir mót. Stjörnunni var spáð toppsætunum í spá fyrir mót og eftir gott undirbúningstímabil þar sem þær sigruðu Lengjubikarinn og Svanfríðarbikarinn (Meistarar meistarana).
Stjarnan byrjaði tímabilið á ósigri í fyrstu umferð gegn Þór/KA en bættu þó upp fyrir það í næsta leik gegn ÍBV þar sem þær fóru með sigur af hólmi.
Í síðustu umferð mættu þær Þrótti R. í stórleik 3.umferðar og komust yfir í þeim leik með marki frá Jasmín Erlu Ingadóttur en Sæunn Björnsdóttir jafnaði leikinn fyrir Þróttara og þar við sat.

Stjörnukonur hafa skorað 2 mörk til þessa í Bestu deild kvenna og hafa mörkin raðast svona:

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 1 Mark
Jasmín Erla Ingadóttir - 1 Mark


Fyrir leik
Valur Valskonur hafa byrjað tímabilið af krafti og sitja fyrir þessa umferð jafnar á toppnum með Þrótti R. sem bæði hafa 7 stig.
Valskonur byrjuðu tímabilið með sterkum sigri á Breiðablik og fylgdu þeim sigri svo eftir með öðrum sigri gegn FH.
Í síðustu umferð kom þó smá hökkt á Valsvélina þegar Selfoss mætti í heimsókn og náðu sterku stigi gegn Valskonum. Bryndís Arna Níelsdóttir kom Val yfir í leiknum en Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir jafnaði fyrir Selfoss og þar við sat.

Valskonur hafa skorað 4 mörk í Bestu deild kvenna til þessa og hafa mörkin raðast svona:

Ásdís Karen Halldórsdóttir - 2 Mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - 1 Mark
Anna Rakel Pétursdóttir - 1 Mark

Fyrir leik
Staðan í deildinni til þessa! Besta deild kvenna hefur farið vel af stað og eftir þrjár umferðir eru öll lið kominn með stig á töfluna.

1.Þróttur R. - 7 stig
2.Valur - 7 stig
3.Breiðablik - 6 stig
4.Þór/KA - 6 stig
5.Stjarnan - 4 stig
6.Keflavík - 4 stig
-------------------
7.ÍBV - 3 stig
8.Tindastóll - 2 stig
9.Selfoss - 1 stig
10.FH - 1 stig

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vals sem fram fer á Samsungvellinum í Garðabæ.
Sannkallaður stórslagur framundan í 4.umferð Bestu deild kvenna!

Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('97)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('46)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('46)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('74)
27. Hanna Kallmaier ('84)

Varamenn:
12. Kelly Rowswell (m)
2. Hildur Björk Búadóttir ('84)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('46)
10. Jamia Fields ('74)
14. Rebekka Sverrisdóttir ('97)
15. Haley Lanier Berg ('46)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hjörtur Fjeldsted

Gul spjöld:
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('55)
Arna Sif Ásgrímsdóttir ('75)

Rauð spjöld: