Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
Grindavík
1
0
Njarðvík
Marko Vardic '51 1-0
22.05.2023  -  19:15
Stakkavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 636
Maður leiksins: Stinningskaldi
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson
4. Bjarki Aðalsteinsson
7. Kristófer Konráðsson
8. Einar Karl Ingvarsson ('65)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('74)
11. Símon Logi Thasaphong ('74)
16. Marko Vardic
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('93)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Dagur Austmann
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
24. Ingólfur Hávarðarson (m)
9. Edi Horvat ('74)
38. Lárus Orri Ólafsson
95. Dagur Traustason ('93)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Tómas Orri Róbertsson
Hjörtur Waltersson
Leifur Guðjónsson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('43)
Tómas Orri Róbertsson ('82)
Bjarki Aðalsteinsson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Grindavík sigrar með einu marki gegn engu.

93. mín
Inn:Dagur Traustason (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
92. mín
Get ekki sagt að Njarðvíkingar séu líklegir til að jafna þetta. Sýnist allt ætla að stefna í sigur Grindavíkur.
91. mín
Við siglum inn í uppbótartíma.
88. mín
Mæli með fyrir alla að gera sér ferð á leik í Grindavík í sumar þó það væri ekki nema bara fyrir stuðningsmannasveit Grindavíkur - Stinningskaldi.

82. mín Gult spjald: Tómas Orri Róbertsson (Grindavík)
82. mín Gult spjald: Bjarki Aðalsteinsson (Grindavík)
82. mín
Grindavík fær horn - Leikar standa þá 11-1 í hornum núna.
80. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Oliver Kelaart (Njarðvík)
77. mín
Kraftmikið hlaup frá Edi Horvat sem á skot sem fer af Njarðvíkingum og í hliðarnetið.
75. mín
Oliver Kelaart með fyrirgjöf fyrir markið, Sigurjón Már skallar fyrir markið á fjær en vantaði græna treyju í hættusvæðið.
74. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) Út:Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
74. mín
Inn:Edi Horvat (Grindavík) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
67. mín
Simon Logi er þræddur í gegn og á skot sem Robert Blakala ver! Dagur Ingi nær frákastinu en Njarðvíkingar koma boltanum burt.
65. mín
Inn:Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) Út:Einar Karl Ingvarsson (Grindavík)
65. mín
Njarðvíkingar aðeins náð að færa sig framar á völlinn en bíðum enn eftir alvöru færi frá þeim.
60. mín
Inn:Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík) Út:Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík)
58. mín
Einar Karl með skot sem Robert Blakala ver.
56. mín
Óskar Örn keyrir að marki Njarðvikur og tíar upp Marko Vardic í skot en skotið yfir í þetta skiptið.
54. mín
Óskar Örn reynir hjólhest en hittir ekki á markið! Hefði verið líka litla markið!
51. mín MARK!
Marko Vardic (Grindavík)
GRINDAVÍK BRAUT ÍSINN! Grindavík er komið yfir! Missti af aðdragandanum af markinu en skotið frá Marko var stórkostlegt! Söng í netinu og Robert Blakala átti litla möguleika.
47. mín
Dagur Austmann með skot sem Njarðvíkingar henda sér fyrir.
46. mín
Við erum farin af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara markalaus í hálfleikinn!

Grindavík verið sterkari aðilinn en Njarðvíkingar varist vel.
45. mín
Grindavík fær horn. Sennilega ekki mikið eftir að fyrri.
43. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
43. mín
Robert Blakala með skógarhlaup en sleppur með það! Ætlaði að koma út á móti en Símon Logi er á undan í boltan og kemur honum á Óskar Örn en Njarðvíkingar ná að loka á hann.
40. mín
Luqman brotlegur og Gunnar Oddur ráðfærir sig við aðstoðardómara - Mögulega hvort þetta réttlæti seinna gula en Luqman sleppur.
39. mín Gult spjald: Sigurjón Már Markússon (Njarðvík)
Stöðvar skyndisókn.
38. mín
Njarðvíkingar fá hornspynru. Luqman komst inn í sendingu frá Guðjón Pétri og keyrir af stað, sendir svo á Rafael Victor sem vinnur horn.

Ekkert kemur svo úr þeirri spyrnu.
34. mín
Simon Logi með frábæran snúning og snýr af sér Luqman en Luqman kemst svo fyrir fyrirgjöfina og Grindavík fær horn.

Ekkert kemur síðar úr horninu.
32. mín
Njarðvíkingar að komast í færi, Oumar Diouck reynir sendingu fyrir markið en Grindavík kemst fyrir.
29. mín
Grindavík hafa verið að ógna en Njarðvíkingar verið þéttir tilbaka.
22. mín
Óskar Örn nær skoti sem Robert Blakala ver vel og Njarðvíkingar ná að hreinsa.
20. mín
Óskar Örn sendir á Einar Karl sem mundar skotfótinn en Oliver Kelaart hendir sér fyrir.
16. mín Gult spjald: Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík)
Aldrei spjald, því miður... Stúkan pantaði þetta spjald og Gunnar Oddur tók við pöntunum.

Guðjón Pétur er með bakið í manninn og snýr inn í hlaupaleiðina hjá Luqman þegar hann sparkar áfram.
13. mín
Óskar Örn reynir skot sem fer hátt yfir markið.
8. mín
Grindavík fær fyrsta horn leiksins.

Robert Blakala kýlir boltann burt og Oumar Diouck sparkar fram völlinn.
2. mín
Óskar Örn með fyrirgjöf sem Robert Blakala skutlar sér á.
1. mín
Það er Grindavík sem sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Þráinn Orri spáir í 3. umferð Lengjudeildarinnar Þráinn Orri er línumaður Hauka sem mætir ÍBV í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.

Grindavík 3 - 1 Njarðvík
Baráttan um Bláa Lónið verður alvöru leikur. Grindavík hefur farið með himinskautum undanfarið og munu halda uppteknum hætti í þessum leik. Óskar trítlar um völlinn og skorar tvö.

Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Oddur Hafliðason heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Tomasz Piotr Zietal og Guðni Freyr Ingvason.

Fyrir leik
Grindavík Grindvíkingar hafa farið virkilega vel af stað á Íslandsmótinu í sumar.
Grindavík eru með 4 stig í Lengjudeildinni eftir 2 umferðir en þeir byrjuðu á sterkum útisigri gegn ÍA á Akranesi þar sem þeir fóru með 0-2 sigur af hólmi.
Næst tóku þeir á móti Gróttu þar sem markalaust jafntefli varð niðurstaðan.

Grindavík er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir mæta KA á Akureyri en þeir komu virkilega á óvart í síðustu viku þegar þeir slógu Valsmenn út úr bikarnum með sannfærandi 1-3 sigri á Origo vellinum á Hlíðarenda.

Mörk Grindavíkur til þessa í Lengjudeildinni hafa skorað:

Guðjón Pétur Lýðsson - 1 Mark
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson - 1 Mark


Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar hafa farið ágætlega af stað og eru taplausir eftir fyrstu 2 umferðirnar með 2 jafntefli.
Njarðvík gerði 1-1 jafntefli gegn Gróttu í fyrstu umferð á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi.
Í síðustu umferð fengu þeir Ægismenn í heimsókn og gerðu 2-2 jafntefli á gervigrasinu við Nettóhöllina en sýndu karakter að koma tilbaka og jafna eftir að hafa lent manni færri undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-2 fyrir Ægi.

Njarðvíkingar féllu úr leik í Mjólkurbikarnum í síðustu viku en þeir drógust í 16-liða úrslitum gegn FH í Kaplakrika þar sem FH hafði betur 2-1.

Mörk Njarðvíkur í Lengjudeildinni til þessa hafa skorað:

Marc McAusland - 1 Mark
Oumar Diouck - 1 Mark
Rafael Victor - 1 Mark


Fyrir leik
Þriðja umferðin er farinn af stað! Þriðja umferð Lengjudeildarinnar er farin af stað og eru síðustu tveir leikir umferðarinnar spilaðir í kvöld.

Staðan í Lengjudeildinni sem stendur lítur svona út:

1.Fjölnir - 7 stig (3 leikir)
2.Afturelding - 6 stig (2 leikir)
3.Þór Ak. - 6 stig (3 leikir)
4.Grindavík - 4 stig (2 leikir)
5.Þróttur R. - 4 stig (3 leikir)
6.Leiknir R. - 3 stig (3 leikir)
7.Grótta - 3 stig (3 leikir)
8.Selfoss - 3 stig (3 leikir)
9.Njarðvík - 2 stig (2 leikir)
10.Vestri - 2 stig (3 leikir)
11.ÍA - 1 stig (2 leikir)
12.Ægir - 1 stig (3 leikir)


Fyrir leik
Heil og sæl! Komið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild karla.


Byrjunarlið:
1. Robert Blakala
2. Alex Bergmann Arnarsson
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
11. Rafael Victor
14. Oliver Kelaart ('80)
18. Luqman Hakim Shamsudin ('60)
24. Hreggviður Hermannsson

Varamenn:
12. Walid Birrou Essafi (m)
6. Gísli Martin Sigurðsson ('60)
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson
20. Viðar Már Ragnarsson
22. Magnús Magnússon
25. Kristófer Snær Jóhannsson
29. Freysteinn Ingi Guðnason ('80)

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Arnar Freyr Smárason

Gul spjöld:
Luqman Hakim Shamsudin ('16)
Sigurjón Már Markússon ('39)

Rauð spjöld: