Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Grindavík
0
3
Afturelding
0-1 Aron Elí Sævarsson '15 , víti
Guðjón Pétur Lýðsson '24
0-2 Ásgeir Marteinsson '43
0-3 Elmar Kári Enesson Cogic '86
01.06.2023  -  19:15
Stakkavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Rigningarlegt og smá vindur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 573
Maður leiksins: Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Byrjunarlið:
0. Marinó Axel Helgason
1. Aron Dagur Birnuson
4. Bjarki Aðalsteinsson
7. Kristófer Konráðsson ('72)
8. Einar Karl Ingvarsson ('65)
9. Edi Horvat ('46)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
16. Marko Vardic
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('65)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('79)
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
24. Ingólfur Hávarðarson (m)
6. Viktor Guðberg Hauksson ('72)
11. Símon Logi Thasaphong ('65)
15. Freyr Jónsson
95. Dagur Traustason ('79)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Jósef Kristinn Jósefsson
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Tómas Orri Róbertsson
Hjörtur Waltersson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('19)
Marko Vardic ('68)

Rauð spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('24)
Leik lokið!
Afturelding vinnur hér frábæran 0-3 sigur. Rauða spjaldið sem Guðjón Pétur fékk hafði auðvitað mikil áhrif á þennan leik. Afturelding og Fjölnir eru saman á toppnum eftir fimm leiki en þetta er fyrsta tap Grindavíkur í sumar.

Viðtöl og skýrsla koma inn á síðuna á eftir.

90. mín
Fjórum mínútum bætt við Bara uppbótartíminn eftir.
88. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
88. mín
Inn:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding) Út:Ásgeir Marteinsson (Afturelding)
87. mín
Elmar gerði þriðja mark Aftureldingar
86. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
MARK!!!!! Elmar Kári skorar þriðja mark Aftureldingu af harðfylgi og gerir endanlega út um þennan leik hérna í Grindavík.

Hann gerir mjög vel í að koma sér í skotfæri og ná skoti sem Aron Dagur ver. Það verður svo einhver smá árekstur á teignum og boltinn fellur fyrir Elmar sem gerir þriðja markið.

Aron Dagur liggur eftir en það var ekkert brot í þessu held ég.
85. mín
Dagur Örn Fjeldsted með góðan bolta fyrir markið en nafni hans, Traustason, nær ekki að setja höfuðið í boltann.
84. mín
Elmar Kári! Gerir frábærlega og er í kjörstöðu til að skora þriðja mark Mosfellinga, en hann setur boltann rétt fram hjá markinu.
81. mín
Útlit fyrir það að Fjölnir og Afturelding verði jöfn á toppi deildarinnar eftir þessa umferð. Fjölnir er að vinna sigur upp á Akranesi í þessum skrifuðu orðum.
80. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
80. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
79. mín
Inn:Dagur Traustason (Grindavík) Út:Óskar Örn Hauksson (Grindavík)
Óskar Örn fer af velli.

78. mín
Tómas Orri með sendingu sem fer aftur fyrir endamörk. Það er smá hiti í þessu ennþá og menn eru láta hvorn annan heyra það.
77. mín Gult spjald: Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Hárréttur dómur.
72. mín
Inn:Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík) Út:Kristófer Konráðsson (Grindavík)
70. mín
Grindvíkingar mega eiga það að þeir eru að reyna en það hefur lítið komið út úr því síðustu mínúturnar.
68. mín Gult spjald: Marko Vardic (Grindavík)
Fór af ansi miklum ákafa í Rasmus.
65. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
65. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Einar Karl Ingvarsson (Grindavík)
65. mín
Grindavík átti mjög góðar fimm mínútur þarna áðan. Spurning hvort þeir séu búnir ða missa af tækifærinu sínu.
61. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
60. mín
Grindavík! Kristófer með frábæran bolta fyrir, Tómas Orri tekur á móti honum og nær skoti en það er langt yfir. Þarna hefði hann átt að gera mun betur.
58. mín
Frábær varsla! Grindvíkingar allt í einu að ógna. Hafa ekki verið líklegir framan af í seinni hálfleiknum en þarna fengu þeir færi til að skora og minnka muninn, að búa til leik úr þessu.

Óskar Örn í góðu skallafæri nálægt markinu og nær hann flottum skalla en Yevgen er traustur sem fyrr og nær að verja.
55. mín
Maður hefur það á tilfinningunni að það sé stutt í þriðja mark Aftureldingar. En hvað veit maður?

53. mín
Aron Elí með sendingu fyrir markið og Bjartur Bjarmi er í skotfæri, en Kristófer nær að koma sér fyrir.
51. mín
Aron heppinn! Aron Dagur, markvörður Grindvíkinga, kemur út úr marki sínu en á afar vonda sendingu sem fer beint á Elmar Kára. Hann reynir skot af svona 35-40 metrum en fram hjá fer boltinn.
47. mín
Óskar Örn er núna að spila sem fremsti maður í 4-4-1 kerfi Grindvíkinga.
46. mín
Inn:Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) Út:Edi Horvat (Grindavík)
Grindvíkingar gerðu breytingu í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Leikmenn eru að koma aftur út á völl.
45. mín
Hálfleikur
Maður er eiginlega enn að jafna sig á þessu öðru marki Aftureldingar. Það verður ekki tekið af Mosfellingum að þeir spila ótrúlega flottan fótbolta. Auðvitað þægilegra fyrir þá að vera manni fleiri en samt... geggjaður fótbolti.

45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleiks og Mosfellingar ganga sáttir til búningsklefa, tveimur mörkum yfir og manni fleiri. Það er erfitt að sjá einhverja leið fyrir Grindvíkinga til baka. Spurning hvort spáin hans Gunna Birgis rætist í seinni hálfleiknum.
45. mín
Dagur Ingi! Sleppur inn fyrir vörn Aftureldingar og er að munda skotfótinn þegar Gunnar Bergmann kemur aðsvífandi og bjargar með stórkostlegri tæklingu.
45. mín
Markið sem Afturelding var að skora er ruglað flott. Þetta eru einhverjar 30-40 sendingar áður en Ásgeir skorar; boltinn fer frá hægri til vinstri, frá vinstri til hægri. Stórkostlegt spil.
44. mín
Ásgeir Marteins gerði mark númer tvö fyrir Aftureldingu
43. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (Afturelding)
Stoðsending: Aron Elí Sævarsson
MARK!!!!! Frábært mark hjá Aftureldingu!

Stórkostlegt uppspil hjá Mosfellingum. Boltinn berst til vinstri á Aron Elí sem sendir hann fyrir meðfram jörðinni. Hann endar hjá Ásgeiri sem klárar mjög vel.

Þetta var afar fallegt mark!
41. mín
Hætta inn á teig Grindavíkur en Kristófer nær að koma boltanum í burtu á ögurstundu.
40. mín
Aron Elí!!! Fyrirliðinn næstum því búinn að gera sitt annað mark í leiknum en hann skallar rétt fram hjá markinu eftir hornspyrnu.
39. mín
Afturelding með alla stjórn Afturelding, sem hefur átt mjög góða spilkafla í fyrri hálfleiknum, er með algjöra stjórn á þessum leik og Grindavík hefur ekkert náð að byggja upp eftir að þeir misstu Guðjón Pétur út af.

37. mín
Aron Elí með frábæra hugmynd en sendingin aðeins of föst fyrir Elmar.
35. mín
Bjartur Bjarmi með góðan sprett upp völlinn en vantar svo aðeins upp á ákvörðunartökuna þegar komið er á síðasta þriðjung. Reynir skot sem fer beint í varnarmann.
33. mín Gult spjald: Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
Fyrir að stöðva hraða sókn.
32. mín
Stuðningsmenn Grindavíkur syngja áfram þrátt fyrir að það gangi ekki vel inn á vellinum.
29. mín
Þetta er líklega eins vondur fyrri hálfleikur hingað til og hann hefði getað orðið fyrir Grindavík; eru marki og manni færri.
Höfðinginn ekki sáttur
27. mín
Var að horfa á myndbandsupptöku af þessu rauða spjaldi. Guðjón Pétur virðist eitthvað kýla frá sér í baráttu við Georg út við hliðarlínu. Georg hélt í kjölfarið um höfuð sitt og svo kom rauða spjaldið.
25. mín
Guðjón Pétur fékk rautt
24. mín Rautt spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Guðjón Pétur sendur í sturtu! Beint rautt spjald.

Einhverjar stimpingar út við hliðarlínu. Ég held að dómarinn meti það þannig að Guðjón Pétur fylgi eitthvað eftir sér en leikmaður Aftureldingar liggur eftir.

Magnús Már er brjálaður, en Erlendur ræðir við sinn aðstoðarmann áður en hann rífur upp rauða spjaldið.
23. mín
Grindavík fær tvær hornspyrnur en það kemur lítið úr þeim.
22. mín
Vel varið!!! Afturelding reynir að spila frá aftasta manni og það kemur smá í bakið á þeim þarna. Ásgeir Frank með glæfralega sendingu sem Guðjón Pétur kemst inn í. Hann kemur honum á Horvat sem gerir vel í að ná góðu skoti á markið en Galchuk ver frábærlega!
19. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Guðjón Pétur fær fyrsta gula spjaldið í leiknum.
16. mín
Aron Elí skoraði fyrir Aftureldingu
15. mín Mark úr víti!
Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
MARK!!!!! Setur boltann á mitt markið og skorar fyrsta mark leiksins!

Kristófer Konráðsson braut klaufalega af Bjarti Bjarma sýndist mér. Erlendur tók sér tíma í að hugsa en benti svo á punktinn, réttilega að mínu mati.

Flott víti hjá fyrirliðanum og gestirnir eru komnir yfir.
14. mín
VÍTASPYRNA! Afturelding fær vítaspyrnu!
12. mín
Jason Daði og félagar úr Mosfellsbænum tóku trommurnar með sér og eru líka að reyna að búa til stemningu. ,,Lærðu að tromma, lærðu að tromma," syngja stuðningsmenn Grindavíkur.
11. mín
Ásgeir Marteins fær boltann utarlega í teignum og lætur vaða, en þetta skot fer vel fram hjá markinu.
10. mín
Frábærir stuðningsmenn Hef líklega ekki upplifað eins góða stemningu á fótboltaleik hér á Íslandi í sumar. Er Grindavík með bestu stuðningsmannasveit landsins?

9. mín
Óskar Örn fær boltann vinstra megin og keyrir í átt að teignum. Hann fellur svo rétt fyrir utan teiginn en Erlendur dæmir ekki neitt. Hann var mjög vel staðsettur og ég ætla að treysta því að hann hafi verið með þetta á hreinu.
8. mín
Arnór Gauti, sóknarmaður Aftureldingar, með langt innkast en það er auðvelt fyrir Aron Dag að grípa inn í.

"Meira svona, meira svona," syngja stuðningsmenn Grindavíkur.
6. mín
Horvat sleppur í gegn en er dæmdur rangstæður. Þetta var mjög tæpt held ég. Vörn Aftureldingar virkar ekki mjög sannfærandi á þessum fyrstu mínútum.
6. mín
Hornspyrnan er slök og Ásgeir Marteins kemur boltanum í burtu.
5. mín
Þvílík tækling! Dagur Ingi Hammer kominn í mjög fínt færi en Aron Elí, fyrirliði Aftureldingar, bjargar frábærlega. Grindavík fær svo hornspyrnu.
2. mín

2. mín
1. mín
Leikur hafinn
Þessi veisla er farin af stað!
Fyrir leik
Ég get fullvissað ykkur um það, lesendur góðir, að stuðningsmenn Grindavíkur eru svo sannarlega í góðum gír.
Fyrir leik
Leikir dagsins í Lengjudeildinni fimmtudagur 1. júní
19:15 Grindavík-Afturelding (Stakkavíkurvöllur)
19:15 Selfoss-Þróttur R. (JÁVERK-völlurinn)
19:15 ÍA-Fjölnir (Norðurálsvöllurinn)
Fyrir leik
Endaði 4-5 Þegar þessi lið mættust á þessum velli í fyrra þá vann Afturelding 4-5 sigur þar sem Marciano Aziz gerði sigurmarkið. Ég hefði ekkert á móti því að sá aðra eins veislu hérna í kvöld.

Fyrir leik
Mjög erfitt að spá í þennan leik Liðin eru á fullu í upphitun. Ég er gríðarlega spenntur að sjá hvernig þessi leikur spilast. Þetta eru liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar, þetta ætti að geta orðið hörkuskemmtun!

Annars var Stinningskaldi, stuðningsmannahópur Grindavíkur, að mæta í stúkuna og þeir eru byrjaðir að láta vel í sér heyra. Gaman að því. Ég var farinn að óttast að það yrðu bara 20 manns sirka í stúkunni hér í kvöld, en það er búið að bætast vel við síðustu mínútur.
Fyrir leik
Þá er maður mættur í Grindavík. Það er ekki hægt að segja að hér sé fallegt veður, langt því frá. Það er allavega ekki eins gott og hjá nafna mínum í Árbænum.

Fyrir leik
Gunni Birgis spáir því að Afturelding taki útisigur Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson spáir í umferðina í Lengjudeildinni fyrir Fótbolta.net. Hann spáir því að Afturelding vinni gríðarlega flottan útisigur í kvöld.

Grindavík 0 - 4 Afturelding
Kósýkvöld hjá Magga the entertainer og hans mönnum sem oft eru nefndir Birgisson Boys. Þeir vita sem vita. Mikið posession, hátt xG og allt það helsta, Grindvíkingar með hausinn við bikarinn enn sem komið er og Jón Júlíus framkvæmdastjóri Grindvíkinga flaggar víst fána ESB daglega á Grindavíkurvelli. „Umdeilt en árangursríkt" segja bæjarbúar.

Fyrir leik
Horfðu á leikinn á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Félögin hafa spilað 15 mótleiki á vegum KSÍ í sögunni samkvæmt vef KSÍ.

Grindavík hefur 8 sinnum (53%) farið með sigur af hólmi.
Afturelding hefur 4 sinnum (27%) farið með sigur af hólmi.
Liðin hafa þá skiptst á jöfnu í þrígang (20%).

Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Grindavík Grindavík hefur einnig farið gríðarlega vel af stað í deildinni og er sömuleiðis eitt þessa þriggja liða sem er taplaust við toppinn.

Grindavík hefur sigrað ÍA, Njarðvík og Vestra auk þess að gera jafntefli við Gróttu. Í síðustu umferð gerðu Grindvíkingar góða ferð vestur og sóttu öll þrjú stigin gegn Vestra þegar þeir sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Grindavík hefur skorað fimm mörk í deildinni til þessa og ekki enn fengið á sig mark en mörk Grindavíkur hafa skorað:

Óskar Örn Hauksson - 2 Mörk
Marko Vardic - 1 Mark
Guðjón Pétur Lýðsson - 1 Mark
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson - 1 Mark


Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Afturelding Afturelding hefur farið gríðarlega vel af stað í sumar og er eitt þriggja liða sem er enn taplaust.

Afturelding hefur lagt Selfoss, Þór Akureyri og Gróttu og gert jafntefli við ÍA fyrir leikinn í kvöld. Í síðustu umferð sóttu þeir góðan sigur gegn Gróttu þegar þeir unnu með þrem mörkum gegn tveimur.

Afturelding hefur skorað átta mörk í deildinni til þessa. Markaskorararnir eru:

Arnór Gauti Ragnarsson - 3 Mörk
Ásgeir Frank Ásgeirsson - 1 Mark
Sævar Atli Hugason - 1 Mark
Oliver Bjerrum Jensen - 1 Mark
Gunnar Bergmann Sigmarsson - 1 Mark
Aron Elí Sævarsson - 1 Mark

Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Dómarateymið Erlendur Eiríksson heldur utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage og Helgi Hrannar Briem.
Eftirlitsmaðurinn í kvöld er Eyjólfur Ólafsson.


Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Lengjudeildin Lengjudeildin hefur farið fjörlega af stað og þegar fjórar umferðir eru búnar lítur staðan svona út:

1.Fjölnir - 10 stig
2.Grindavík - 10 stig
3.Afturelding - 10 stig

4.Selfoss - 6 stig
5.Þór Ak - 6 stig
6.Njarðvík - 5 stig
7. ÍA - 5 stig
8. Þróttur R. - 4 stig
9.Leiknir R. - 3 stig
10.Grótta - 3 stig
11.Vestri - 2 stig
12.Ægir - 1 stig


Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Grindavíkur og Aftureldingar í 5.umferð Lengjudeildarinnar hér á Stakkavíkurvelli í Grindavík.

Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Ásgeir Marteinsson ('88)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('80)
13. Rasmus Christiansen
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('80)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('61)
21. Elmar Kári Enesson Cogic ('88)
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('80)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('88)
15. Hjörvar Sigurgeirsson
26. Hrafn Guðmundsson ('88)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('80)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Wentzel Steinarr R Kamban
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Ásgeir Frank Ásgeirsson ('33)
Elmar Kári Enesson Cogic ('77)

Rauð spjöld: