Fylkir
1
2
Víkingur R.
0-1 Bergdís Sveinsdóttir '37
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '86 1-1
1-2 Nadía Atladóttir '94
03.06.2023  -  12:30
Würth völlurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Geggjað fótboltaveður. Allir á völlinn!
Dómari: Sigurður Schram
Áhorfendur: 234
Maður leiksins: Nadía Atladóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir
7. Tinna Harðardóttir ('34)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('94)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
19. Tijana Krstic
20. Sunneva Helgadóttir ('63)
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('63)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
5. Þórhildur Þórhallsdóttir ('34)
8. Marija Radojicic ('63)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('94)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
31. Birta Margrét Gestsdóttir
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('63)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Katrín Sara Harðardóttir

Gul spjöld:
Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÍKINGAR SIGRA LEIKINN Á MJÖG DRAMATÍSKAN HÁTT!!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
94. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir)
94. mín MARK!
Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
ÉG TRÚI ÞESSUU EKKIIIIII!!! Birta tekur hornið sem var mjög gott. Boltinn berst út í teiginn og þá myndast mikið klafs. Síðan fer boltinn á Selmu sem skallar hann fyrir markið á Nadíu sem er ein á auðum sjó og potar boltanum í netið.

Grátlegt fyrir Fylki en litla dramartíkin á þessum leik!!!
93. mín
Tinna með hræðilegt útspark sem fer beint á Sigdísi. Hún tekur þá skotið fyrir utan teig en Tinna bætir uoo fyrir mistökin og ver í horn
93. mín
Ekki nógu gott... Sigdís Eva á skotið sem fer framhjá. Hún verður að gera betur
92. mín
Víkingar eru að fá hérna aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan vítateig Fylkis
91. mín
Birta tekur hornið sem er ágætt en alls ekki nógu gott. Fylkiskonur ná að hreinsa frá
90. mín
Víkingar fá horn!! Fáum við dramatík?!?
89. mín
Fylkiskonur eru líklegri þessa stundina!!
86. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
ÞÆÆÆRRR JAAAAFNNAAAA!!!!1 Ótrúlegar senur hér í lokin!

Ég sá ekki nákvæmnlega hver átti sendinguna á hana en hún fær boltann við d-bogann og keyrir inn á teiginn. Hún fer framhjá þremur varnarmönnum Víkinga sýndist mér og tekur skotið í fjær sem fer stönginn inn.

Þetta er bara verðskuldað að mínu mati!
86. mín
Inn:Birta Birgisdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
85. mín
Tara tekur hornið sem var geðveikt. Boltinn fer inn á teiginn en Fylkiskonur skalla frá eftir mjög langan skallatennis
84. mín
Víkingur að fá horn!
83. mín Gult spjald: Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Hrindir Sigurborgu niður og Víkingar brjálaðir
80. mín
HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA?!?!? TIjana á geggjaðan bolta inn í sem Guðrún skallar í átt að markinu og þá myndast gífurlegt klafs. Viktoría nær svo að pota í boltann og Fylkiskonur vilja meina að boltinn hafi farið inn. Sigurður dæmir mark og allir Víkingar verða brjálaðir. Síðan nokkrum stundum síðar kemst í ljós að hann hafi dæmt aukaspyrnu á Fylki en ekki mark. Sigurborg sýndist mér var kominn með boltann í hendurnar áður en Viktoría sparkaði honum inn.
80. mín
Mist sækir aukaspyrnu fyrir Fylki á hættulegum stað
74. mín
Selma með skalla rétt yfir markið eftir geggjaða fyrirgjöf frá Sigdísi.
72. mín
234 manns á leiknum í dag!
72. mín
Marija með ágætis tilraun fyrir utan teig sem fer framhjá
70. mín
Berdís Fanney liggur niðri en Emma er staðin á fætur.
69. mín
Höfuðmeiðsli. Sá ekki hverjar skullu saman en það eru tveir leikmenn sem liggja niðri og halda utan um hausinn.
63. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Fylkir) Út:Sunneva Helgadóttir (Fylkir)
Vonandi gerir þetta eitthvað fyrir leikinn
63. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
Vonandi gerir þetta eitthvað fyrir leikinn
63. mín
Á varla til orð hvað þetta hefur verið tíðindalítill seinni hálfleikur
61. mín
Selma með skot utan að teigi sem fer beint í lúkurnar á Tinnu. Annrs mjög tíðindalítill seinni hálfleikur
60. mín
Inn:Freyja Stefánsdóttir (Víkingur R.) Út:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
60. mín
Inn:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.) Út:Linda Líf Boama (Víkingur R.)
55. mín
Tijana með geggjaðan bolta á nærstöngina sem Viktoría Diljá skallar rétt framhjá
54. mín
Þórhildur með geggjaðan bolta fyrir á Evu sem skallar í varnarmann og aftur fyrir. Horn sem Fylkir á!
51. mín
Mist gerir vel og vinnur boltann á miðjum velli. Hún keyrir með boltann inn á teiginn og tekur skotið sem fer þó hátt yfir
49. mín
Tijana tekur bara skotið sem var ekki gott og fór hátt yfir.
48. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan vítateig Víkinga!
47. mín
Guðrún með fyrstu tilraun leiksins. Þórhildur gerir vel og kemur honum fyrir en skallinn hjá Guðrúnu fór framhjá.
46. mín
Bergdís kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið aftur í gang Það eru Fylkiskonur sem byra með boltann í seinni hálfleik
45. mín
Þá ganga liðin aftur til vallar og gera sig klár í slaginn.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Sigurður í hálfleik. Frekar verðskulduð forysta sem Víkingar taka með sér inn í hálfeikur.

Tökum korter og sjáumst aftur innan skamms
45. mín
Guðrún aftur að sleppa ein í gegn en Sigurborg er aftur að bjarga Ernu!
45. mín
Selma tekur aukaspyrnuna fyrir en Tinna grípur boltann og neglir honum fram á Guðrúnu. Boltinn skopar að mér sýnist yfir Ernu og Guðrún er komin skyndilega ein í gegn en Sigurborg er snögg af línunni og kemur boltanum frá.
45. mín
Sýnist að allir séu að sleppa við spjöld.
45. mín
Sigurður ræðir við aðstoðardómaran sem var ofan í þessu. Verður áhugavert að sjá hvernig þeir tækla þetta.
44. mín
Mikil barátta milli Mist og Nadíu. Mist byrjar að toga í Nadíu og Víkingar fá aukaspyrnu. Í kjölfarið á því að dómarinn flautar í aukaspyrnu togar Nadía í Mist og hrindir henni harkalega niður. Mist þarf aðhlynningu og liggur niðri. Spurning hvort Fylkir þurfa að gera aðra breytingu í fyrri hálfleik.
37. mín MARK!
Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Selma Dögg Björgvinsdóttir
ÞÆR KOMAST YFIIIRRRRR!!!! Mikið klafs myndast inn á vítateig Fylkiskvenna. Boltinn er síðan hreinsaður út á Selmu sem kemur með geggjaðan bolta fyrir á Bergdísi. Bergdís skallar boltann í nær hornið og gefur Víkingum forystuna. Við fyrstu sín var Bergdís langt fyrir innan og margir Fylkismenn uppi í stúku kalla eftir rangstöðu. Engu að síður frábærega gert hjá Bergdísi að stýra boltanum í netið.
36. mín
Bergdís með hörkuskot utan að teig sem er á leiðina í samskeytin en Tinna ver í horn. Geggjuð tilraun!
34. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir) Út:Tinna Harðardóttir (Fylkir)
Meiðsli
31. mín
Hulda með skot utan að teig sem fer hátt yfir
30. mín
Nadía sleppur ALEIN í gegn en er flögguð rangstæð.
29. mín
Það myndast mikið klafs og löng sókn hjá Víkingum eftir hornið sem endar með því að Fylkiskonur ná að hreinsa í innkast.
28. mín
Víkingur að fá sitt annað horn í dag!
27. mín
HVERNIG?! HAAAA?!?!

Selma Dögg keyrir upp vinstri kantinn og fær geggjaða sendingu í gegn frá Svanhildi. Selma kemur svo með góðan bolta fyrir á Lindu Líf sem er alein inn í vítateig Fylkis. Síðan veit ég ekki hvað gerðist því hún bara sparkar langt langt framhjá. Það hlýtur að hafa verið eitthvað stress sem spilaði inn í þetta hjá henni. Ótrúlegt klúður.
20. mín
Tijana með ágætis bolta fyrir á Guðrúnu en Guðrún nær ekki í boltann og hann rennur aftur fyrir. Guðrún óheppin.
15. mín
Hulda tekur hornið sem skoppar í gegnum allan pakkann. Boltinn fer síðan í lappirnar á Nadíu sem tekur skotið en Tinna gerir vel í markinu og sér við henni.
14. mín
Víkingur fær horn!
11. mín
Hulda Ösp á fyrirgjöf í magann á Helgu Guðrún sem missir andann en er í góðum málum núna.
9. mín
Núna er komið að Sigurborgu! Guðrún nálægt því að vinna boltann af Sigurborgu inn í markteignum. Sigurborg fær boltann fyrir markið og tekur lélega snertingu sem endar með því að Guðrún var hársbreidd frá því að ná í.
6. mín
Fyrsta alvöru færið! Viktoría með góða fyrirgjöf inn á vítateig Víkinga sem fer af varnarmanni og í lappirnar á Guðrúnu. Guðrún kemur með hann út í teiginn á Viktoríu sem á skot rétt yfir. Víkingskonur stálheppnar að vera ekki 1-0 undir.
4. mín
Fyrsta skot leiksins Guðrún Karítas sleppur í gegn eftir langa sendingu úr vörninni og nær skoti sem Erna kemst fyrir
2. mín
Tinna Bára að leika hættulegan leik í markinu þegar hún fær boltann frá Sunnevu. Hún er of lengi að losa sig við boltann og er heppin að Nadía náði ekki til boltans
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið! Víkingar koma okkur í gang!
Fyrir leik
Falleg stund Falleg stund hérna fyrir leik þar sem Cecilía Rán Rúnarsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, er að fá blómvönd frá Fylki. En hún var einmitt að vinna þýsku deildina á dögunum. Vallarþulurinn fór vel og vandlega yfir ferilinn hennar og áhorfendur klappa fyrir henni. Hún hefur einnig verið að árita treyjur hérna í Fylkisheimilinu í allan morgun.


Fyrir leik
Byrjunarliðin! Byrjunarliðin eru klár og Gunnar gerir engar breytingar á liðinu frá tapinu úr gegn HK í seinasta deildarleik. John Andrews gerir tvær breytingar á Víkingsliðinu frá sigrinum góða gegn FHL í seinasta deildarleik. Linda Líf og Bergdís koma inn í liðið en Birta Birgis og Freyja Stefáns víkja.


Linda Líf byrjar í dag
Fyrir leik
Dómari leiksins! Það verður engin annar en Sigurður Schram sem fær það verkefni að dæma þennan leik. Aðstoðarmenn Sigurðar í dag verða Ásbjörn Sigþór Snorrason og Margeir Valur Sigurðsson.


Fyrir leik
Fylkir byrja þokkalega Fylkiskonur töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð gegn HK í Kórnum. Fyrir utan þann leik hafa þær unnið tvo og gert eitt jafntefli. Fylkiskonur sitja í fjórða sæti með sjö stig. Þær eru fimm stigum á eftir Víkingum en með sigri nálgast þær Víkinga og geta minnkað bilið í tvö stig. Verður Fylkir fyrsta liðið til þess að ná að vinna Víkinga?


Fyrir leik
Víkingar í draumalandi Víkingskonur hafa farið mjög vel af stað. Það er eiginlega ekki hægt að fara betur af stað þar sem þær hafa unnið alla sína fjóra leiki í sumar hingað til. Víkingur vann einnig Lengjubikarinn fyrir mót en ef þessi byrjun endist lengi munu Víkingskonur spila í þeirri bestu að ári. John Andrews er að gera magnaða hluti með þetta geggjaða Víkingslið. Víkingur er einnig með bestu vörnina í deildinni en þær eru samt búnar að spila einum leik minna en flest hin liðin í deildinni.


Fyrir leik
Reykjavíkurslagur! Heil og sæl ágætu lesendur og verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Wurth vellinum þar sem siguróðir Víkingar mæta Fylki.

Byrjunarlið:
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir (m)
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
13. Linda Líf Boama ('60)
16. Helga Rún Hermannsdóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
19. Tara Jónsdóttir
22. Nadía Atladóttir (f)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('60)
26. Bergdís Sveinsdóttir ('86)

Varamenn:
12. Embla Dögg Aðalsteinsdóttir (m)
6. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
8. Birta Birgisdóttir ('86)
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('60)
25. Ólöf Hildur Tómasdóttir
27. Hafdís Bára Höskuldsdóttir
35. Freyja Stefánsdóttir ('60)

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
María Björg Marinósdóttir
Þorsteinn Magnússon
Dagmar Pálsdóttir
Guðni Snær Emilsson
Lisbeth Borg

Gul spjöld:

Rauð spjöld: