Keflavík
0
0
ÍBV
06.06.2023 - 18:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Smá gola en annars fínt bara
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: Svona 50 manns
Maður leiksins: Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Smá gola en annars fínt bara
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: Svona 50 manns
Maður leiksins: Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
2. Madison Elise Wolfbauer
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Linli Tu
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
('90)
13. Sandra Voitane
17. Júlía Ruth Thasaphong
('81)
24. Anita Lind Daníelsdóttir
Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir
('81)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
13. Kristrún Blöndal
('90)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
19. Þórhildur Ólafsdóttir
Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Sigurður Hilmar Guðjónsson
Gul spjöld:
Kristrún Ýr Holm ('45)
Sandra Voitane ('89)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessi seinni hálfleikur var einhver leiðinlegasti hálfleikur sem ég hef séð lengi. Markalaust jafntefli niðurstaðan í þessum fallbaráttuslag. Miðað við frammistöðu þessara liða hérna í dag þá sé ég lítið annað en að þau verði bæði í fallbaráttu í sumar.
90. mín
Linli Tu að komast í ágætis færi en varnarmenn ÍBV ná að bjarga á síðustu stundu.
90. mín
Inn:Kristrún Blöndal (Keflavík)
Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Fer út af með fossandi blóðnasir.
84. mín
Aníta Lind með sendingu inn á teiginn og Linli Tu með skalla sem fer fram hjá. Linli hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu hérna í kvöld, það hefur lítið farið fyrir henni.
84. mín
Heimakonur eru mun líklegri til að stela sigrinum. Eyjakonur hafa legið djúpt og varist í seinni hálfleiknum.
80. mín
Todor Hristov, þjálfari ÍBV, er orðinn mjög líflegur á hliðarlínunni. Hann reynir að kveikja á sínum konum sem eru alls ekki búnar að vera góðar í seinni hálfleik.
76. mín
Stórhættulegt!
Kristrún Ýr með flottan bolta fyrir af vinstri kanti en Sandra nær ekki að koma höfðinu í boltann. Keflavík heldur áfram í sókn og Dröfn á góðan bolta fyrir en það nær enginn að setja fót eða höfuð í boltann.
Dröfn hefur verið lífleg í leiknum.
Dröfn hefur verið lífleg í leiknum.
72. mín
Hætta!
Aníta Lind með hættulega hornspyrnu sem skoppar fram hjá öllum pakkanum í teignum. Madison var nálægt því að ná til boltans en missir af honum. Þarna skapaðist hætta!
70. mín
Olga með skot að marki úr mjög þröngri stöðu en Vera á ekki í neinum vandræðum með að verja það.
69. mín
Það eru rosalega lítil gæði í þessum leik í augnablikinu. Mikið um slakar sendingar og ákvarðanatökur.
68. mín
Allt fjörið virðist vera á Króknum þar sem eru komin tvö mörk. Þróttur leiðir 0-2 gegn Tindastóli og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er búin að gera sitt fyrsta mark í sumar.
63. mín
Aníta Lind reynir skot úr aukaspyrnu af einhverjum 35-40 metrum. Áhugaverð tilraun sem fer af varnarmanni og beint í hendurnar á Guðnýju.
62. mín
Mátti svo sem alveg búast við þessu
Keflavík hefur aðeins skorað fjögur mörk í Bestu deildinni í sumar á meðan ÍBV hefur bara skorað fimm. Ekki góð sóknarlið og það sést hérna.
58. mín
Aníta Lind með góðan bolta inn á teiginn og Dröfn með gott hlaup, en hún missir alveg af boltanum. Þetta var ágætis færi.
55. mín
Kristín Erna kemur boltanum í burtu og svo á Dröfn skot sem fer rétt framhjá markinu. Það var ekki mikill kraftur í skotinu en þessi tilraun var ekki fjarri lagi.
51. mín
Haley Thomas fær boltann í andlitið og liggur eftir. Vonandi er í lagi með hana.
Hún stendur upp og leikurinn heldur áfram.
Hún stendur upp og leikurinn heldur áfram.
50. mín
Fyrstu fimm mínúturnar í þessum seinni hálfleik fara ekki í neinar sögubækur þegar rætt er um eitthvað skemmtanargildi. Afar rólegt yfir þessu.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og staðan er enn markalaus, ótrúlegt en satt. Það hafa svo sannarlega komið góð færi. Við fáum vonandi einhver mörk í seinni hálfleik!
44. mín
Hættulegt!!
Ragna Sara með góðan sprett upp hægra megin og sendi fyrir þar sem Lordemann skallar hann áfram á Þóru Björg. Hún er í mjög góðu færi en Vera sér við henni.
41. mín
Kristín Erna með lúmska tilraun fyrir utan teig en Vera handsamar boltann þægilega.
38. mín
Olga reynir sendingu og hún er næstum því búinn að senda Holly inn fyrir vörn Keflavíkur en Kristrún bjargar vel.
36. mín
Bæði lið svo sannarlega búin að fá færi til að skora í þessum leik, en einhvern veginn er staðan enn markalaus.
35. mín
Frábær varsla!!!
Langur bolti upp völlinn hjá Madison og Sandra stingur varnarmenn ÍBV af. Hún er komin ein gegn Guðnýju en markvörður Eyjakvenna ver frábærlega og sér til þess að staðan er enn markalaus.
28. mín
Caroline með stórgóða sendingu inn fyrir vörnina en Linli nær ekki alveg í boltann. Þetta var ansi hugguleg sending og munaði litlu að hún skapaði dauðafæri.
26. mín
Sandra í frábæru færi!
Keflavík að fá sitt besta færi í leiknum. Linli Tu með boltann inn á teiginn og Sandra mætir á fjærstöngina en hún hittir einfaldlega boltann ekki. Þarna átti hún að gera betur því þetta var mjög gott færi.
Það var líklega brotið á Viktorija Zaicikova í aðdragandanum en ÞÞÞ dæmdi ekkert.
Það var líklega brotið á Viktorija Zaicikova í aðdragandanum en ÞÞÞ dæmdi ekkert.
25. mín
Madison með skot eftir hornspyrnu en boltinn fer frekar langt fram hjá markinu.
Bæði Madison og Sandra Voitane spiluðu með ÍBV í fyrra en þær fylgdu Jonathan yfir til Keflavíkur.
Bæði Madison og Sandra Voitane spiluðu með ÍBV í fyrra en þær fylgdu Jonathan yfir til Keflavíkur.
22. mín
ÍBV er búið að vera með öll tök á leiknum og eru að skapa sér öll færin. Keflavíkurstelpur ekki alveg mættar til leiks - sem er áhyggjuefni fyrir Jonathan Glenn.
21. mín
Ágætis færi!
Holly í hættulegu skallafæri en setur boltann yfir markið. Þetta var ágætis færi.
17. mín
KRISTÍN ERNA!
Þóra Björg með frábæra sendingu yfir vörnina og Kristín Erna er komin í dauðafæri, en setur boltann framhjá markinu. Vera gerði ágætlega að loka á hana en Kristín átti samt að gera betur.
14. mín
Þóra með aukaspyrnu af löngu færi sem fer yfir markið. Kannski ekki alveg eins góð í að nýta vindinn í Keflavík og í Vestmannaeyjum.
10. mín
Holly með ágætis fyrirgjöf en Vera Varis kemur út úr markinu og handsamar boltann.
5. mín
Olga Sevcova kemur á ferðinni í átt að teig Keflavíkur en Van Slambrouck á þá geggjaða tæklingu.
4. mín
Sama kerfið
Bayern München og Keflavík eru að vinna með sama kerfið á bekknum. Yfirmaður fótboltamála hjá Keflavík, Luka Jagacic, er á skýrslu og er á bekknum. Við höfum oft séð yfirmenn fótboltamála á bekknum hjá Bayern í Þýskalandi.
Luka Jagacic.
Luka Jagacic.
3. mín
Eyjakonur að ógna í upphafi. Skapaðist smá hætta eftir hornspyrnuna og veik köll fyrir vítaspyrnu, en leikurinn heldur áfram.
2. mín
Dauðafæri!!!
Hættuleg skyndisókn hjá gestunum sem endar með því að Kristín Erna er í dauðafæri inn á teignum en hún hittir boltann ekki almennilega. Boltinn fer af varnarmanni og í hornspyrnu.
Fyrir leik
Spáir því að sigurganga ÍBV haldi áfram
Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Bröndby í Danmörku, spáir í leiki umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Hún spáir því að ÍBV haldi áfram sigurgöngu sinni gegn Keflavík í Bestu deildinni.
Keflavík 1 - 2 ÍBV
Bæði lið sár eftir tap í síðustu umferð en ég held þetta verði hörkuleikur. ÍBV tekur þetta á seiglunni og vinnur góðan 1-2 útisigur.
Kristín Dís Árnadóttir.
Keflavík 1 - 2 ÍBV
Bæði lið sár eftir tap í síðustu umferð en ég held þetta verði hörkuleikur. ÍBV tekur þetta á seiglunni og vinnur góðan 1-2 útisigur.
Kristín Dís Árnadóttir.
Fyrir leik
Fyrsti leikur dagsins
Leikurinn í Keflavík er fyrsti leikur dagsins í Bestu deildinni.
þriðjudagur 6. júní
18:00 Keflavík-ÍBV (HS Orku völlurinn)
19:15 Tindastóll-Þróttur R. (Sauðárkróksvöllur)
19:15 Valur-Þór/KA (Origo völlurinn)
19:15 FH-Selfoss (Kaplakrikavöllur)
þriðjudagur 6. júní
18:00 Keflavík-ÍBV (HS Orku völlurinn)
19:15 Tindastóll-Þróttur R. (Sauðárkróksvöllur)
19:15 Valur-Þór/KA (Origo völlurinn)
19:15 FH-Selfoss (Kaplakrikavöllur)
7. umferð Bestu deild kvenna hefst í dag. Á HS Orku vellinum tekur Keflavík á móti ÍBV.
— Besta deildin (@bestadeildin) June 6, 2023
???? HS Orku völlurinn
?? 18:00
?? @KeflavikFC ???? @IBVsport
????? Miðasala á https://t.co/gOIMRhybun pic.twitter.com/ceZxXXyFKj
Fyrir leik
Stærsta sögulínan
Stærsta sögulínan fyrir þennan leik er sú að Jonathan Glenn, sem stýrði ÍBV í fyrra með fínum árangri, er núna að þjálfa Keflavík. Endalokin hans í Eyjum voru ekki jákvæð en þetta litar leikinn í dag aðeins.
Jonathan Glenn.
Jonathan Glenn.
Fyrir leik
Byrjunarlið ÍBV
ÍBV tapaði óvænt 1-2 gegn Tindastóli í síðasta leik. Frá þeim leik koma Ragna Sara Magnúsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir inn í liðið fyrir Thelmu Sól Óðinsdóttur og Camila Lucia Pescatore.
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caeley Michael Lordemann
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Holly Taylor Oneill
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caeley Michael Lordemann
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Holly Taylor Oneill
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir
Fyrir leik
Byrjunarlið Keflavíkur
Það eru tvær breytingar gerðar á liði Keflavíkur frá síðasta leik. Júlía Ruth Thasaphong og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir koma inn í liðið fyrir Elfu Karen Magnúsdóttur og Amelíu Rún Fjeldsted.
1. Vera Varis (m)
2. Madison Elise Wolfbauer
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Linli Tu
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
13. Sandra Voitane
17. Júlía Ruth Thasaphong
22. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
1. Vera Varis (m)
2. Madison Elise Wolfbauer
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Linli Tu
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
13. Sandra Voitane
17. Júlía Ruth Thasaphong
22. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
Fyrir leik
ÍBV vann báða leikina í fyrra
ÍBV vann fyrri leik liðanna í fyrra, en sá leikur fór fram í Eyjum og endaði 3-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir gerði þar sigurmarkið. ÍBV vann líka í Keflavík, en þá var niðurstaðan 1-2 sigur Eyjakvenna.
Kristín Erna Sigurlásdóttir.
Kristín Erna Sigurlásdóttir.
Fyrir leik
Fallbaráttuslagur
Þetta eru liðin í áttunda og níunda sæti Bestu deildarinnar. ÍBV er með sex stig í næst neðsta sæti og einu sæti fyrir ofan er Keflavík sem er með einu stigi meira.
Fyrir leik
ÞÞÞ með flautuna
Dómari í dag er Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson. Honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Eydís Ragna Einarsdóttir. Varadómari er Soffía Ummarin Kristinsdóttir.
Fyrir leik
Verið velkomin
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og ÍBV í Bestu deild kvenna. Stuðst verður við útsendingu Stöð 2 Sport frá þessum leik við textalýsinguna en við verðum svo með viðtöl frá vellinum eftir leik. Endilega fylgist með því!
Úr stúkunni á Keflavíkurvelli.
Úr stúkunni á Keflavíkurvelli.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Holly Taylor Oneill
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caeley Michael Lordemann
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
('77)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
('73)
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
18. Haley Marie Thomas (f)
24. Helena Jónsdóttir
Varamenn:
12. Valentina Bonaiuto Quinones (m)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
('77)
11. Íva Brá Guðmundsdóttir
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir
16. Elísa Hlynsdóttir
23. Embla Harðardóttir
29. Marinella Panayiotou
('73)
Liðsstjórn:
Todor Plamenov Hristov (Þ)
Rakel Perla Gústafsdóttir
Mikkel Vandal Hasling
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Sara Sindradóttir
Camila Lucia Pescatore
Gul spjöld:
Olga Sevcova ('37)
Rauð spjöld: