Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Augnablik
0
5
Fylkir
0-1 Þórhildur Þórhallsdóttir '26
0-2 Guðrún Karítas Sigurðardóttir '36
0-3 Helga Guðrún Kristinsdóttir '38
0-4 Helga Guðrún Kristinsdóttir '61
0-5 Tijana Krstic '87
08.06.2023  -  19:15
Kópavogsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: 9 gráður og smá rigning
Dómari: Guðni Páll Kristjánsson
Maður leiksins: Eva Rut Ásþórsdóttir
Byrjunarlið:
0. Herdís Halla Guðbjartsdóttir
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir ('72)
4. Bryndís Gunnlaugsdóttir ('46)
5. Bryndís Halla Gunnarsdóttir
8. Sunna Kristín Gísladóttir ('46)
9. Viktoría París Sabido
10. Emilía Lind Atladóttir ('72)
11. Díana Ásta Guðmundsdóttir
13. Sigrún Guðmundsdóttir
17. Líf Joostdóttir van Bemmel
19. Melkorka Kristín Jónsdóttir ('80)

Varamenn:
6. Rakel Sigurðardóttir ('80)
7. Sara Rún Antonsdóttir ('72)
12. Eva Steinsen Jónsdóttir
15. Kristín Kjartansdóttir ('72)
19. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
22. Katla Guðmundsdóttir ('46)
24. Ísabella Eiríksdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Kristrún Lilja Daðadóttir (Þ)
Úlfar Hinriksson
Kristófer Sigurgeirsson
Birta Hafþórsdóttir
Edith Kristín Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Melkorka Kristín Jónsdóttir ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkir vinnur góðan 5-0 sigur.

Viðtöl og skýrsla seinna í kvöld.
90. mín
Uppbótartími er a.m.k. 3 mínútur.
87. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir)
Gerðu skiptingu fyrir hornið.
87. mín MARK!
Tijana Krstic (Fylkir)
MARK BEINT ÚR HORNI Tijana skorar hér beint úr hornspyrnu. Gerist varla betra.
86. mín
Hvernig skora þær ekki fimmta markið Bergdís á hérna skot í stöngina og boltinn berst Tinnu sem reynir að skjóta en Augnablik nær að hreinsa í horn.
85. mín
Bergdís er hérna nálægt því að skora fimmta mark Fylkis en hún skýtur framhjá.
80. mín
Inn:Birna Kristín Eiríksdóttir (Fylkir) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
80. mín
Inn:Rakel Sigurðardóttir (Augnablik) Út:Melkorka Kristín Jónsdóttir (Augnablik)
78. mín
ÚFFF Tinna er inni í teignum og ætlar að leggja hann fyrir Guðrúnu sem myndi vera í hrikalega góðri stöðu til að skora, en boltinn er bara aðeins of fastur hjá Tinnu og endar í fanginu á Herdísi.
77. mín
Sláin Líf skýtur hér af svona 25 metra færi hálfblindandi og boltinn svífur í slánna og út af.
72. mín
Inn:Kristín Kjartansdóttir (Augnablik) Út:Emilía Lind Atladóttir (Augnablik)
72. mín
Inn:Sara Rún Antonsdóttir (Augnablik) Út:Olga Ingibjörg Einarsdóttir (Augnablik)
71. mín
Emilía á fyrirgjöf inn í teig en Tinna handsamar boltann.
69. mín
Marija á skot fyrir utan teig en Herdís er ekki í miklum vandræðum að stoppa það.
69. mín
Boltinn berst beint í hendurnar á Herdísi úr hornspyrnunni.
68. mín
Fylkir fær hornspyrnu.
68. mín Gult spjald: Mist Funadóttir (Fylkir)
Fær gult fyrir brot rétt fyrir utan teig.
67. mín
Fylkir fær hornspyrnu eftir að Melkorka hittir hann illa og sendir út af í stað þess að senda á Herdísi.
65. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
65. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
65. mín
Inn:Tinna Harðardóttir (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
61. mín MARK!
Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Eva Rut Ásþórsdóttir
Fylkir að klára þennan leik Eva á geggjaða fyrirgjöf frá vinstri kantinum beint á ennið hennar Helgu sem er hinum megin í teignum. Frábær bolti frá Evu.
60. mín Gult spjald: Melkorka Kristín Jónsdóttir (Augnablik)
Þórhildur dansar framhjá henni með boltann miðsvæðis sem keyrir síðan upp völlinn. Melkorka nær henni þó aftur en brýtur á henni og uppsker gult spjald.
56. mín
Mist keyrir bara upp allan völl og sendir hann út til Helgu sem á síðan fyrirgjöf aftur Mist sem er rangstæð.
53. mín
Boltinn endar í höndunum á Herdísi
52. mín
Helga sækir aukaspyrnu út á vængnum á fínum stað.
49. mín
Gestrisnin í Kópavogi er úr efstu hillu í dag. Gáfu mér samloku, kristal og eitt sett í hálfleik. Geri aðrir betur!
48. mín
Þórhildur tekur aukaspyrnuna sem endar í fanginu á Herdísi.
47. mín
Katla brýtur á Helgu rétt fyrir utan hornið á vítateignum og Fylkir fær aukaspyrnu.
46. mín
Inn:Ísabella Eiríksdóttir (Augnablik) Út:Sunna Kristín Gísladóttir (Augnablik)
Augnablik gerir tvær breytingar í hálfleik.
46. mín
Inn:Katla Guðmundsdóttir (Augnablik) Út:Bryndís Gunnlaugsdóttir (Augnablik)
Augnablik gerir tvær breytingar í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Guðni flautar liðin í hálfleik.
Þetta var jafn leikur fram að fyrsta marki Fylkis en eftir það hafa þær haft nánast öll völdin.
Fylkir leiðir því sanngjarnt í hálfleik.
45. mín
Augnablik fær hornspyrnu.
42. mín
Fylkir nálægt því að fjórfalda forystuna Helga á geggjaðan bolta sem ratar beint á ennið hennar Þórhildar en skallinn fer rétt framhjá.
42. mín
Þórhildur á góða sendingu í gegn á Evu sem er ein á móti markmanni en Herdís ver boltann vel.
38. mín MARK!
Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Sara Dögg Ásþórsdóttir
Fylkir skorar aftur! Sara sendir boltann í gegn á Helgu sem skýtur bara á markið og boltinn fer í gegnum klofið á Herdísi. Hér hefði Herdís átt að gera betur.
36. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Eva Rut Ásþórsdóttir
Fylkir kemst í tveim mörkum yfir! Sá ekki hver það var en einhver í Fylki á flottan bolta frá hálfsvæðinu hægra megin inn í teig á Evu sem sendir boltann óeigingjarnt á Guðrúnu sem er alein fyrir nánast opnu marki.
35. mín
Augnablik fær réttilega aukaspyrnu eftir bakhrindingu frá Fylki í horninu. Boltinn rúllaði reyndar í markið sekúndu síðar.
35. mín
Viktoría og Guðrún spila hér vel á milli sín en boltinn endar í hornspyrnu eftir fyrirgjöf GUðrúnar.
32. mín
Helga gerir vel og kemst inn í teig eftir að hafa farið fram hjá tveimur leikmönnum Augnabliks. Eftir misheppnaða fyrirgjöf endar boltinn hjá Söru sem á lélegt skot fyrir utan teig og Augnablik fær markspyrnu.
30. mín
Helga á fyrirgjöf sem endar í horni fyrir Fylki.
28. mín
Fylkir átti aukaspyrna sem fer inn í teig þar sem Herdís kýlir boltann út en Fylkir á síðan skot yfir mark.
26. mín MARK!
Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Eva Rut Ásþórsdóttir
Fylkiskonur komnar yfir Fylkir spilar hér vel saman og Eva sendir boltann á Þórhildi sem er ein í teignum og setur hann þægilega í hægra hornið.
25. mín
Eva á bolta í gegn á Guðrúnu sem ákveður að skjóta úr þröngum vinkli þar sem enginn var í teignum en Herdís ver.
24. mín
Guðrún fær langann bolta yfir vörnina og tekur listilega á móti honum en Herdís gerir vel og ver boltann.
23. mín
Fylkir núna nálægt því að komast yfir. Fara hratt upp og Helga sendir botlann til Þórhildar sem er ein við vítateiginn og á skot rétt yfir mark.
22. mín
NÁLÆGT Augnablik mjög nálægt því að komast yfir. Díana kemur í seinni bylgjunni í teiginn og á skot sem fer rétt framhjá.
21. mín
Fylkir fær aukaspyrnu eftir hornið vegna bakhrindingar.
21. mín
Augnablik fær hornspyrnu. Nóg af þeim í dag.
20. mín
Sunna fær aukaspyrnu miðsvæðis eftir að Eva fer aðeins of harkalega í bakið á henni.
19. mín
Eftir smá darraðadans í teignum á Eva skot sem fer framhjá.
19. mín
Fylkir fær hornspyrnu.
16. mín
Þórhildur þræðir boltann í gegn á Mist en Herdís nær til boltans á undan. Mist var þó dæmd rangstæð.
15. mín
Augnablik nær að hreinsa boltann beint á Líf sem tekur vel á móti honum en boltinn endar svo innkasti fyrir Augnablik.
14. mín
Fylkir fær hornspyrnu.
12. mín
Hornspyrnan endar í markspyrnu eftir skot frá Fylki.
11. mín
Boltinn berst inn í teig til Guðrúnar sem skallar hann af stuttu færi en Herdís gerir vel og ver boltann í horn.
10. mín
Emilía með ágætis tilraun fyrir utan teig sem endar aðeins fyrir ofan markið.
7. mín
Byrjunarlið Fylkis 4-2-3-1
Tinna
Viktoría - Sunneva - Tijana - Mist
Signý - Sara
Eva
Helga - Guðrún - Þórhildur
7. mín
Hornspyrnan endar í markspyrnu.
6. mín
Augnablik fær hornspyrnu.
6. mín
Byrjunarlið Augnabliks 4-3-3
Herdís
Melkorka - Bryndís Halla - Olga - Bryndís G
Viktoría - Sigrún - Sunna
Emilía - Líf - Díana
4. mín
Sara tekur hornspyrnuna sem endar í markspyrnu.
4. mín
Fylkir fær aðra hornspyrnu.
4. mín
Fylkir fær hornspyrnu Helga á fyrirgjöf inn í teiginn sem Melkorka hreinsar í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað Fylkir byrjar með boltann og sækir í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlin. Augnablik í hvítu og Fylkir í nýja varabúningi sínum, blár og appelsínugulur.

Hér er mynd af varabúningi Fylkis úr leik karlaliðsins fyrr á þessu tímabili.
Fyrir leik
Styttist í leik Liðin ganga hér til búningsherbergja, styttist í leikinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin Byrjunarlið Augnabliks er óbreytt frá síðasta leik gegn FHL. Fylkir gerir eina breytingu á sínu byrjunarliðinu frá síðasta leik, Þórhildur kemur inn fyrir Tinnu Harðardóttur.
Fyrir leik
Gengi Fylkis Fylkir er um þessar mundir í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig. Í síðustu umferð var liðið mjög nálægt því að gera jafntefli gegn toppliði deildarinnar, Víkingi, en þær fengu á sig sigurmark í blálokin.
Fyrir leik
Gengi Augnabliks Augnablik er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar með 4 stig. Eini sigur liðsins hingað til á tímabilinu kom gegn Fram en liðið vann þann leik 3-1.
Fyrir leik
Dómarateymið Dómari leiksins í kvöld er Guðni Páll Kristjánsson. Honum til aðstoðar verða þeir Sigurbaldur P. Frímannsson og Hugo Miguel Borges Esteves
Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Augnabliks gegn Fylki á Kópavogsvellinum. Leikurinn fer fram í 6. umferð Lengjudeild kvenna.


Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Þórhildur Þórhallsdóttir ('65)
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('87)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('80)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f) ('65)
19. Tijana Krstic
20. Sunneva Helgadóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('65)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('65)
8. Marija Radojicic ('65)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('87)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('80)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('65)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:
Mist Funadóttir ('68)

Rauð spjöld: