Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Keflavík
1
1
Valur
Linli Tu '39 1-0
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir '49
1-1 Fanndís Friðriksdóttir '81 , misnotað víti
21.06.2023  -  19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sólin skín en eins og stundum áður í Keflavík er lognið á hraðferð.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 140
Maður leiksins: Mikaela Nótt Pétursdóttir
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
2. Madison Elise Wolfbauer
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Linli Tu
10. Dröfn Einarsdóttir ('82)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
13. Sandra Voitane ('82)
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('87)
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('60)
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('82)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('87)
17. Júlía Ruth Thasaphong ('82)
18. Kristrún Blöndal ('60)
23. Watan Amal Fidudóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Sigurður Hilmar Guðjónsson
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Anita Lind Daníelsdóttir ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sterkt stig fyrir Keflavík gegn toppliðinu staðreynd.
Börðust vel fyrir sínu og áttu stigið skilið frá mínum bæjardyrum séð.

Þessi veisla sem Besta deild kvenna hefur verið í sumar heldur bara áfram að gefa.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Júlía Ruth í hörkufæri í teig Vals en hittir boltann illa sem fer vel yfir markið.
91. mín
Fyrirgjöf frá hægri frá Ísabellu Söru en Vera rýkur út og hirðir boltann.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki fjórar mínútur.
89. mín
Madison í ágætu færi eftir góðan snúning í teig Vals en skotið framhjá,
87. mín
Inn:Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík) Út:Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík)
84. mín
Elísa með lúmska skotfyrirgjöf sem að Vera þarf að hafa sig alla við að slá í horn.
83. mín
Valskonur fá horn.

Eru að bæta verulega í pressu sína.
82. mín
Inn:Júlía Ruth Thasaphong (Keflavík) Út:Sandra Voitane (Keflavík)
82. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
81. mín Misnotað víti!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Vont víti hjá Fanndísi!
Þrumar boltanum himinhátt yfir! Gullið tækifæri í vaskinn.
81. mín
Valskonur eru að fá víti!

Aníta Lind brýtur á Ásdísi Karen í teignum og Bríet fljót að benda á punktinn.
79. mín
Mjög lítið um færi þessa stundina, bæði lið að reyna en lítið í gangi.

Ásdís Karen með skot að marki en vel yfir,
76. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
74. mín
Keflavík fær sína fyrstu hornspyrnu og aðra hornspyrnu leiksins samtals.
72. mín
Valskonur reyna að þræða Ídu Marín í gegn en flaggið á loft.
69. mín
Áhorfendur á vellinum í kvöld eru 140
64. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
63. mín
Keflavík í allskonar brasi í eigin teig, Vera missir af boltanum. Valskona niður í teignum og köll eftir víti en Bríet er ekki á sama máli.

Eftir allt þetta liggur Aníta Lind í teignum og virðist sárþjáð. Vondar fréttir fyrir Keflavík ef hún er að meiðast.
60. mín
Inn:Kristrún Blöndal (Keflavík) Út:Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík)
58. mín
Rólegt á vellinum þessa stundina, baráttan í fyrirrúmi.
53. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins lítur dagsins ljós. Tók heilar 53 mínútur.
49. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Stoðsending: Þórdís Elva Ágústsdóttir

Gestirnir jafna, Þórdís fær hreinlega boltann í sig frá varnarmanni Keflavíkur sem dettur svo vel fyrir Þórdísi sem gerir sitt listavel og klárar í hornið fjær framhjá Veru,

Allt jafnt í Keflavík.
47. mín
Dröfn með skot í slánna!
Frábær sprettur upp hægri kantinn endar með skoti sem smellur í þverslánni og ut. Fanney var sigruð en því miður fyrir Dröfn og Keflavík ögn of hátt og sláinn kemur til bjargar.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Heimakonur sparka þessu í gang marki yfir.
46. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Haley Lanier Berg (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Óvænt staða vissulega hér í hálfleik en ég get ekki sagt annað en að hún sé hreinlega sanngjörn. Keflavík fengið hættulegri færi þó Valur hafi verið heldur meira með boltann.
45. mín Gult spjald: Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Stöðvar snögga sókn Vals og uppsker gult spjald.
45. mín
Við fáum að minnsta kosti eina mínútu í uppbótartíma.
43. mín
Keflavík keyrir upp, Dröfn með skot frá vinstra vítateigshorni en veldur ekki Fanney neinum vandræðum.
43. mín
Þórdís Elva með skot að marki Keflavíkur en Vera vel staðsett og með þetta allt á hreinu.
39. mín MARK!
Linli Tu (Keflavík)
Stoðsending: Sandra Voitane
Keflavík er að taka forystuna!
Alma Rós vinnur boltann af harðfylgi eftir að hafa tapað honum sjálf, finnur Söndru úti til hægri sem sem setur boltann fyrir á nærstöng þar sem Linli mætir og laumar boltanum framhjá Fanney úr þröngu færi.

Mjög óvænt staða.
35. mín
Bryndís Arna sleppur í gegn, kolrangstæð reyndar en AD1 klikkar. Kemur ekki að sök Bryndís missir boltann frá sér og Vera hirðir hann upp.
32. mín
Leikurinn enn svipaður, Valskonur að halda boltanum betur en komast hvorki lönd né strönd.
25. mín
Keflavíkurliðið hefur spilað þessar fyrstu 25 mínútur virkilega vel og verið að valda Val talsverðum hausverk með sinni spilamennsku.

Þær hafa verið að setja pressu á boltann þegar aftasta lína Vals reynir að spila út og það hefur verið að virka ágætlega.
20. mín
Madison með áhugaverða tilraun af löngu færi. Alls ekki galin en fer þó framhjá.

Keflavíkurliðið verið nokkuð beitt hér framan af. En Valur heilt yfir sterkara liðið.
15. mín
Linli Tu með skot í stöng!
Dröfn gerir frábærlega úti á hægri væng, vinnur sinn mann og setur boltann fyrir markið. Linli hikar ekki heldur lætur vaða og boltinn smellur í utanverðri stönginni.
13. mín
Þórdís Elva með skot að marki Keflavíkur en boltinn framhjá.
11. mín
Bryndís Arna hársbreidd frá því að sleppa í gegn en Kristún Ýr kemst fyrir og kemur boltanum frá.
9. mín
Þetta fer rosalega rólega af stað.

Valskonur meira með boltann en hvorugt lið að skapa sér nokkuð.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin að ganga til vallar.
Liðin ganga hér inn á HS Orkuvöllinn og styttist í að leikurinn hefjist. Vonumst að sjálfsögðu eftir skemmtilegum og spennandi leik.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild frá aldamótum
Sextán leiki hafa liðin leikið innbyrðis frá aldamótum. Fimmtán leikjum hefur Valur haft sigur í en einum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er svo 97-7 Val í vil. Það má því færa rök fyrir því að tölfræðin hallist í átt að Valssigri í kvöld.
Fyrir leik
Dómari
Bríet Bragadóttir er með flautuna hér í Keflavík, henni til aðstoðar eru þeir Ronnarong Wongmahadthai og Tryggvi Elías Hermannsson. Varadómari er svo Twana Khalid Ahmed.


Fyrir leik
Keflavík
Keflavík situr í sjöunda sæti deildarinnar með 11 stig úr umferðunum átta sem er lokið. Liðið hefur stigið framfaraskref undanfarin ár og virðist vera að ná fótfestu sem Bestu deildar lið eftir að hafa flakkað upp og niður árin á undan. Liðið hefur unnið óvænta sigra á þessu tímabili og lögðu til að mynda lið Þróttar í síðustu umferð.


Fyrir leik
Valur
Valskonur sitja fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar með nítján stig, þremur stigum á undan Breiðablik sem fylgir þeim fast eftir. Breiðablik fær nú í kvöld Þrótt í heimsókn sem situr í þriðja sæti deildarinnar og er sex stigum á eftir Val, fari allt á besta veg fyrir Valskonur gætu þær því setið á toppnum með sex stiga forskot að lokinni þessari umferð.


Fyrir leik
Velkomin til leiks
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Vals í níundu umferð Bestu deildar kvenna.
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hildur Björk Búadóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
15. Haley Lanier Berg ('46)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('76)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('64)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir

Varamenn:
20. Birta Guðlaugsdóttir (m)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('64)
14. Rebekka Sverrisdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('76)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('46)
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: