Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Víkingur R.
LL 1
1
Þróttur R.
KA
1
1
HK
Dusan Brkovic '2
Jakob Snær Árnason '34 1-0
1-1 Ahmad Faqa '49
30.07.2023  -  16:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 640
Maður leiksins: Ahmad Faqa
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
6. Jóan Símun Edmundsson ('54)
7. Daníel Hafsteinsson ('68)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('54)
14. Andri Fannar Stefánsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason ('68)
33. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
8. Pætur Petersen ('68)
8. Harley Willard ('94)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('54)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('68)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('54) ('94)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Stefán Sigurður Ólafsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('23)
Alex Freyr Elísson ('41)

Rauð spjöld:
Dusan Brkovic ('2)
Leik lokið!
Ekkert kom út úr horninu og flautað til leiksloka í kjölfarið.
96. mín
KA fær hornspyrnu
94. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Ég veit ekki alveg hvað gerðist hjá Bjarna. Hann var í baráttu í hlaupi á eftir boltanum og spurning hvort hann hafi eitthvað snúið upp á ökklann eða hvort þetta sé hnéið.
93. mín
Uppbótartíminn hefur farið í að hlúa að Bjarna Aðalsteins. Hann er hér að fara af velli.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma
85. mín
KA fær hornspyrnu Fáum við sigurmark í þennan leik? Ekki mikið eftir. Birgir Baldvinsson reynir skotið en boltinn fer ekki framhjá fyrsta varnarmanni.
82. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Marciano Aziz (HK)
80. mín
Atli Þór var hér í baráttunni við Jajalo og var dæmdur brotlegur. Jajalo lá eftir en er kominn af stað aftur eftir smá aðhlynningu.
77. mín
KA fær hornspyrnu Boltinn dettur fyrir fætur Pæturs og hann tekur skotið á lofti, boltinn hátt yfir markið.
74. mín
Atli Hrafn fær sendingu inn á teiginn og tekur viðstöðulaust skot en hittir boltann illa. Vel framhjá.
68. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
68. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
67. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (HK) Út:Hassan Jalloh (HK)
63. mín
KA fær hornspyrnu KA að fara taka þriðju hornspyrnuna á einu bretti. Skalli frá Daníel framhjá.
61. mín
Hörku færi hjá HK en Jalloh dæmdur rangstæður.
54. mín
Tvöföld breyting hjá KA. Frábær leikur hjá Jóan Símun.
54. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
54. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Út:Jóan Símun Edmundsson (KA)
52. mín
Frábær sókn hjá HK, boltinn endar hjá Aziz en fyrirgjöfin hans fer af varnarmanni og afturfyrir, hornspyrna en ekkert kemur út úr henni.
49. mín MARK!
Ahmad Faqa (HK)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
MAAAAARK! Faqa stangar boltann í netið eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Ívari Erni.
46. mín
KA strax komið í færi. Jakob Snær með skalla en boltinn fer rétt framhjá.
46. mín
Inn:Atli Arnarson (HK) Út:Eiður Atli Rúnarsson (HK)
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
KA menn verið manni færri nánast allan hálfleikinn en verðskuldað með 1-0 forystu.
41. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (KA)
Alex Freyr hendir sér í galna tæklingu og HK aukaspyrnu við endalínu, KA menn ná að lesa aukaspyrnuna og koma hættunni frá.
39. mín
Örvar Eggertsson fer inn á völlinn frá vinstri og tekur skot sem fer vel framhjá markinu, engin hætta.
34. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (KA)
Stoðsending: Ingimar Torbjörnsson Stöle
Glæsilegt mark! Jóan finnur Andra Fannar á miðjunni. Hann framlengir boltann út á Ingimar og þaðan fer boltinn á Jakob sem skorar af miklu harðfylgi.

Sangjörn staða.
31. mín
Hassan Jalloh með hörku skot en Jajalo nær að kýla boltann frá.
27. mín
Jóan Símun með fyrirgjöfina úr aukaspyrnunni. Rodri nær að skalla boltann en í erfiðri stöðu og nær ekki að stýra boltanum að marki.
26. mín Gult spjald: Eiður Atli Rúnarsson (HK)
Vinnur baráttuna við Elfar. Hárréttur dómur. Allt tryllt í stúkunni, menn vildu sjá annan lit, það er sennilega litað af liðnum viðburðum þessa leiks.
23. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Fer í glórulausa tæklingu við hornfánann við mark HK. Engin hætta eða neitt.
21. mín
Ívar Örn Jónsson með skotið rétt fyrir utan vítateiginn en það er beint á Jajalo.
18. mín
HK aðeins að ná áttum en vantar aðeins uppá á síðasta þriðjungnum.
13. mín
KA fær hornspyrnu HK kemur boltanum frá. Daníel Hafsteins fær annað tækifæri til að koma boltanum inn á teiginn en Arnar Freyr handsamar boltann.
11. mín
KA menn verið líklegri hérna í upphafi þrátt fyrir að vera einum færri.
8. mín
Daníel Hafsteinsson kominn í fína stöðu við D-bogann, Alex Freyr dauðafrír á hægri kanti en fær ekki sendinguna frá Daníel sem missir boltann að lokum.
6. mín
Birgir Baldvinsson kominn í miðvörðinn og Ingimar Stöle í vinstri bak. Það síðasta sem KA þurfti var að miðvörður færi í bann.
2. mín Rautt spjald: Dusan Brkovic (KA)
Dusan í allskonar vandræðum. Alltof lengi að athafna sig og Atli Hrafn Andrason nær boltanum og kemst framhjá honum. Dusan tekur hann niður þegar hann er að sleppa í gegn, réttilega dæmt rautt spjald.

Aukaspyrna rétt fyrir utan vítateiginn. Skot frá Marciano Aziz fer framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir hefja leik
Fyrir leik
Þetta er að bresta á Liðin eru að ganga út á völl
Fyrir leik
Byrjunarliðin Jóan Símun Edmundsson gekk til liðs við KA á dögunum og er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í dag. Þá eru Andri Fannar Stefánsson og Alex Freyr Elísson einnig í byrjunarliðinu.

Það er mikið álag á KA og Hallgrímur Jónasson hefur ákveðið að hvíla Hallgrím Mar og Hrannar Björn Steingrímssyni, Sveinn Margeir Hauksson og Pætur Petersen en allir eru þeir á bekknum í dag.

Leifur Andri Leifsson tekur út leikbann og er því ekki með HK í dag. Birkir Valur Jónsson kemur aftur inn í byrjunarliðið og tekur við fyrirliðabandinu í dag.
Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna hér í kvöld. Bryngeir Valdimarsson og Ragnar Þór Bender verða honum til aðstoðar. Birgir Þór Þrastarson er fjórði dómari. Vilhelm Adolfsson er svo eftirlitsmaður KSÍ.

Fyrir leik
Spáir útisigri Það er mikið álag á KA sem er enn í fullum gír í Evrópukeppni. Sam Hewson er spámaður umferðarinnar en hann telur að álagið sé farið að segja til sín hjá KA.

KA 0 - 1 HK
KA þarf mögulega að breyta liðinu fyrir Evrópuleikinn og ég held að HK geti nýtt sér það.

Sam Hewson
Fyrir leik
KA er í 7. sæti deildarinnar með 20 stig en HK er í sætinu fyrir neðan og stigi á eftir en KA á leik til góða. KA vann fyrri leik liðanna í Kórnum þar sem Ásgeir Sigurgeirsson kom inn á í hálfleik og tryggði KA sigur með tveimur mörkum. Marciano Aziz skoraði mark HK.
Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og HK í Bestu deild. Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
11. Marciano Aziz ('82)
16. Eiður Atli Rúnarsson ('46)
21. Ívar Örn Jónsson
23. Hassan Jalloh ('67)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
14. Brynjar Snær Pálsson
18. Atli Arnarson ('46)
19. Birnir Breki Burknason
28. Tumi Þorvarsson ('82)
30. Atli Þór Jónasson ('67)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Eiður Atli Rúnarsson ('26)

Rauð spjöld: