Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
ÍBV
0
1
Fylkir
0-1 Orri Sveinn Stefánsson '85
20.08.2023  -  16:15
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 16 stiga hiti gola og heiðskýrt. Bongó!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Orri Sveinn Stefánsson, Fylkir
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Arnar Breki Gunnarsson
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason ('59)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('46)
16. Tómas Bent Magnússon
19. Breki Ómarsson ('67)
22. Oliver Heiðarsson ('79)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
21. Dagur Einarsson (m)
10. Sverrir Páll Hjaltested ('67)
10. Kevin Bru ('59)
13. Dwayne Atkinson
17. Sigurður Grétar Benónýsson
24. Michael Jordan Nkololo ('79)
26. Richard King ('46)
31. Viggó Valgeirsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Elías Árni Jónsson
Nikolay Emilov Grekov
Arnór Sölvi Harðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mikilvæg 3 stig sem Fylkismenn taka með sér frá Eyjum í dag.
94. mín
Síðasti séns Eyjamanna. Fá hornspyrnu sem endar á lokaflauti dómarans.

89. mín
Hornspyrna hjá ÍBV sem endar á skoti fyrir utan teig frá King en boltinn yfir.
85. mín MARK!
Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Fylkir fær aukaspyrnu fyrir utan teig ÍBV. Arnór Breki tók hana og setti hann háan inn, Orri stökk hæst og skallaði hann fast hægra megin í netið framhjá Smith í markinu.
83. mín
Ólafur Karl Finsen var rétt kominn inn í teig ÍBV þegar hann skaut föstu skoti sem Smith varði í horn sem ekkert varð úr.
81. mín
ÍBV fékk horn sem ekkert varð úr.
79. mín
Inn:Michael Jordan Nkololo (ÍBV) Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Fyrsti leikur Jordans.
78. mín
Mikil barátta hefur einkennt þennan leik og liðin skipts á að sækja en langt síðan að náðist að búa til alvöru færi.
76. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
72. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
67. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV) Út:Breki Ómarsson (ÍBV)
65. mín
Ágætis skot hjá Arnari Breka sem lék á einn, köttaði inn á teig Fylkismanna og lét vaða með föstu skoti sem var varið af ólafi.
62. mín
Aukaspyrna Fylkis rétt fyrir utan teig ÍBV. Ólafur Karl Finsen tekur hana og skýtur boltanum á markið sem Guy Smit ver í stönginga og út.
59. mín
Inn:Kevin Bru (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
Fyrsti leikur Bru fyrir ÍBV.
57. mín
Inn:Birkir Eyþórsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
56. mín
Fínt færi hjá Fylki. Ólafur Karl Finsen fékk háa sendingu inn á vítateig Eyjamanna frá Sveini Gísla. Hann skýtur föstu skoti en boltinn fór framhjá.
55. mín
Lítið að frétta síðstu mínúturnar. Bæði lið að sækja en lítið úr að moða.
49. mín
Ágætt færi. Breki Ómarsson kominn inn í vítateig og nær föstu skoti en fer í leikmann Fylkis og ÍBV fær horn.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
46. mín
Inn:Richard King (ÍBV) Út:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
46. mín
Richard King æfir í hálfleik eins og hann sé að koma inná þegar sá síðari hefst. Sjáum hvað setur.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Hásteinsvelli. Mikið rosalega er þetta búinn að vera líflaus og leiðinlegur leikur. Vonandi hressast menn aðeins eftir að hafa fengið te í hálfleik. Sjáumst eftir korter.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma segir Twana skiltadómari.
43. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
Reif í Oliver sem var á miklum spretti fram völlinn. Professional foul kallar Bretinn þetta held ég.
40. mín
Arnar Breki féll í teignum. Ég sá engan snerta hann, þetta virðist því bara hafa verið dýfa.
36. mín
Mikil hætta þegar Ólafur markvörður Fylkis kiksaði boltann í teignum og Breki Ómarsson var nálægt því að komast í færi en náði ekki að nýta sér það.
33. mín
Emil með skot af löngu færi hátt yfir mark ÍBV.
30. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Fór alltof villtur í tæklingu við Elvis of fær réttilega spjald.
28. mín
Ragnar Bragi fór fullauðveldlega í kringum varnarmenn ÍBV og skaut að marki en rétt framhjá.
21. mín
Arnór Breki með skot að marki ÍBV sem Guy átti auðvelt með.
19. mín
Breki fær tiltal hjá Helga Mikael fyrir að fara í hættulega tæklingu á Nikulás Val sem lá eftir í skamman tíma en reis svo á fætur.
14. mín
Tómas Bent með sendingu á fjær. Alex Freyr skallar að marki en sirka 12 metra framhjá.
13. mín
Leikkerfið Mér sýnist að liðin séu að spila einhvefrn veginn svona


Fylkir 4-3-3
Ólafur
Elís - Orri - Sveinn - Arnór Breki
Ragnar Bragi - Arór Gauti
Emil
Niklulás - Ólafur Karl - Benedikt Daríus

ÍBV 5-2-3
Guy
Guðjón Ernir - Elvis - Eiður - Jón - Felix
Tómas - Alex
Arnar Breki - Breki - Oliver
11. mín
Lélegt skot hjá Emil Ásmundssyni framhjá.
7. mín
Ólafur Karl sparkar boltanum af stuttu færi í höndina á Eiði. Aldrei víti þó einhverjir hafi viljað það.
2. mín
Orri Sveinn rétt nær að bjarga á marklínu eftir skalla Tómasar Bent að marki Fylkis.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang. Fylkir byrjar með boltann og leikur í átt að Eyjafjallajökli.
Fyrir leik
Inngöngulagið! Liðin ganga nú út á völlinn og allt klárt til að hefja leik innan skamms. ÍBV leikur að venju í alhvítum búningum en gestirnir í Fylki í appelsínugulum treyjum, svörtum buxum og appelsínugulum sokkum.

Inngöngulagið er eyjalagið geggjaða ,,Þar sem hjartað slær,". segið svo að Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem valdi inngöngulagið hafi ekki smekk fyrir tónlist. KVEIKJUM ELDANA!
Fyrir leik
Liðin eru komin inn í klefa til að hlusta á lokaræður þjálfaranna. Leikurinn hefst eftir nokkrar mínútur, 16:15.
Fyrir leik
Bongó! Það er brakandi blíða í Vestmannaeyjum í dag. 16 stiga hiti og örlítil gola. Alveg heiðskýrt. Þau sem mæta geta fengið helling af tani ef þau sitja í gömlu stúkunni.
Fyrir leik
Engar áhyggjur, þetta verður allt í lagi ,,Don't worry about a thing because everything is going to be allright," hljómar á leikvanginum. Jamaíkamaðurinn Bob Marley syngur. Líklega valið af þjálfaranum sem kíkti á plötusnúðinn áðan til að hafa áhrif á tónlistina. Eru þetta skilaboð til Jamaíka mannsins Richard King sem var að snúa aftur eftir vandræði með dvalarleyfi? En engar áhyggjur, það á ekki að svæfa neinn, næsta lag er Tequila, og þið sem þekkið það vitið að nú er djamm í eyjum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Bæði lið eru búin að skila leikskýrslu svo byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.

ÍBV tapaði 2 - 1 úti gegn FH síðasta sunnudag. Hermann Hreiðarsson gerir tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik. Arnar Breki Gunnarsson og Dwayne Atkinson fara út en inn koma þeir Sverrir Páll Hjaltested og Breki Ómarsson.

Nýju mennirnir Kevin Bru og Michael Jordan Nkololo er á bekknum og Richard King er mættur aftur til landsins og er á bekknum.

Fylkir tapaði 0 - 4 heima gegn Stjörnunni á mánudaginn. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari liðsins gerir tvær breytingar á sínu liði frá þeim leik. Arnór Gauti Jónsson, Emil Ásmundssson, Benedikt Daríus Garðarsson og Arnór Breki Arnþórsson koma inn fyrir þá Ásgeir Eyþórsson, Pétur Bjarnason, Þórð Gunnar Hafþórsson og Birki Eyþórsson.
Fyrir leik
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV kíkti á plötusnúðinn á Hásteinsvelli fyrir leik til að skipuleggja tónlistina. Það verður eitthvað nýtt inngöngulag hjá ÍBV valið af þjálfaranum sjálfum. Fylgist með því þið sem verðið á vellinum.
Fyrir leik
Klukkutími í leik. Rúnar Páll þjálfari Fylkis og Olgeir aðstoðarþjálfari standa úti á velli og ræða uppleggið í dag.
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn í dag og er með þá Egil Guðvarð Guðlaugsson og Þórð Arnar Árnason sér til aðstoðar á línunum. Twana Khalid Ahmed er skiltadómari og KSÍ sendi Þórarinn Dúa Gunnarsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Helgi Mikael dæmir í eyjum í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bru til eyja (Staðfest) - Michael Jordan mættur Eyjamenn fengu tvo leikmenn til liðs við sig í glugganum sem gætu spilað sinn fyrsta leik í dag.

Kevin Bru er 34 ára, fæddur og uppalinn í Frakklandi en á 21 landsleik fyrir eyríkið Máritíus á Indlandshafi. Foreldrar hans eru þaðan. Hann kom upp úr unglingastarfi Rennes en hefur víða komið við í franska boltanum, meðal annars hjá Dijon. Á árunum 2014-2018 lék hann fyrir Ipswich Town á Englandi og spilaði í Championship-deildinni. Auk þess hefur hann spilað á Kýpur og í Rúmeníu. Síðustu ár hefur hann leikið í frönsku neðri deildunum, síðast fyrir C'Chartres sem er í sjöttu efstu deild.

Ef nafnið á Bru vakti athygli þá er nafn hins leikmannsins enn eftirtektarverðara. Sá heitir Michael Jordan Nkololo og getur hann bæði spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður og framherji.

Sögur höfðu heryst af því að ÍBV ætlaði að styrkja sig í framherjastöðunni fyrir endasprettinn og er hann nú kominn.

Jordan, sem er þrítugur, er fæddur í Frakklandi en spilar með landslði Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó (DR Congo). Hann á samkvæmt Wikipedia að baki tólf landsleiki og hefur í þeim skorað fjögur mörk. Hann var síðast leikmaður Kyzylzhar í Kasakstan og hefur hann einnig spilað í Litháen, Úkraínu, Lettlandi, Króatíu, Rúmeníu og Frakklandi.
Fyrir leik
Fylkir vann síðast í rigningarleik Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram á Wurth vellinum í Árbænum 28. maí síðastliðinn í mikilli rigningu.

443 áhorfendur sáu þá Fylki vinna 2 - 1 sigur. Alex Freyr Hilmarsson kom ÍBV yfir á 10. mínútu en heimamenn svöruðu með mörkum Orra Sveins Stefánssonar og Óskars Borgþórssonar.

Smelltu hér til að lesa um leikinn

Úr leik liðanna fyrr í sumar. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fallbaráttuslagur Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í fallbaráttu Bestu-deildarinnar en liðin eru jöfn í 9. - 10. sætinu með 17 stig en aðeins þrjú mörk skilja þau að.

Fram er svo í 11. sæti sem er fallsæti með 15 stig og Keflavík á botninum með 12.
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Hér mætast ÍBV og Fylkir í Bestu deild karla klukkan 16:15.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('72)
16. Emil Ásmundsson ('57)
18. Nikulás Val Gunnarsson ('76)
20. Sveinn Gísli Þorkelsson
24. Elís Rafn Björnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
80. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
6. Frosti Brynjólfsson
9. Pétur Bjarnason ('72)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('76)
17. Birkir Eyþórsson ('57)
25. Þóroddur Víkingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Michael John Kingdon
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('30)
Arnór Gauti Jónsson ('43)

Rauð spjöld: