Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Grótta
2
2
Þróttur R.
Kristófer Orri Pétursson '32 1-0
Kristófer Orri Pétursson '35 2-0
2-1 Hlynur Þórhallsson '37
2-2 Jorgen Pettersen '57
25.08.2023  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Rok sem er viðbúið á Vivaldi
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Kristófer Orri Pétursson
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
Valtýr Már Michaelsson ('64)
2. Arnar Þór Helgason
3. Arnar Númi Gíslason
5. Patrik Orri Pétursson
8. Tómas Johannessen
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
11. Sigurður Steinar Björnsson
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Kristófer Melsted
29. Grímur Ingi Jakobsson

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
8. Tumeliso Ratsiu
8. Birgir Davíðsson Scheving
11. Axel Sigurðarson
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('64)
17. Gunnar Jónas Hauksson
21. Hilmar Andrew McShane

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Arnar Þór Axelsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Gareth Thomas Owen
Viktor Steinn Bonometti

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hornið kemur inn í og Þróttarar ná skallanum en hann er framhjá og þá flautar Þórður leikinn af.

Fjörugum leik lokið á Vivaldi vellinum, skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
90. mín
+3
Þróttur fær horn og það er líklega það síðasta sem gerist í þessum leik.
90. mín
+2
Þróttur búnir að liggja í sókn síðustu mínútur.
90. mín
+1
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
90. mín Gult spjald: Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
Stoppar skyndisókn
89. mín
Fyrirgjöf frá vinstri fyrir mark Gróttu þar sem Hinrik kemur á siglingunni og virðist vera í kjörstöðu til þess að koma Þrótti yfir en þá birtist Arnar Númi og kemur boltanum í innkast.
82. mín
Inn:Birkir Björnsson (Þróttur R.) Út:Ágúst Karel Magnússon (Þróttur R.)
81. mín
Tómas ber boltann upp völlinn áður ne hann lætur vaða á markið en skotið er laust og Hilmar í engum vandræðum með að verja það.
79. mín
Sigurður Steinar í góðu færi en aftur er Þróttara vörnin að ná að koma í veg fyrir skot á síðustu stundu.

Grótta fær horn er Hilmar gerir vel í markinu og kýlir boltann frá.
77. mín
Patrik Orri með langt innkast inn á teiginn sem finnur hausinn á Arnari Þór. Hann skallar hann áfram en Þróttarar eru fyrstir á þann bolta og hreinsa frá.
70. mín
Það tryllist allt á bekknum hjá Þrótturum sem vilja rautt spjald á Arnar Þór sem er aftasti maður í baráttunni við Guðmund Axel en ÞÞÞ hristir bara hausinn og það réttilega.
70. mín
Arnþór Ari í fínu færi en Þróttaravörnin hendir sér fyrir allt.
67. mín
Sigurður Steinar með góða tilraun rétt fyrir utan teig en skotið fer í varnarmann og afturfyrir.
64. mín
Inn:Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta) Út:Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
59. mín
Inn:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
59. mín
Inn:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.) Út:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.)
57. mín MARK!
Jorgen Pettersen (Þróttur R.)
Stoðsending: Njörður Þórhallsson
Þróttur fær horn og eftir nokkra skalla berst boltinn til jorgen sem klárar upp í þaknetið.
55. mín
Hinrik fær sendingu í hlaupið og tekur á strik upp vinstri kantinn. Hann setur boltann fyrir og finnur Izaro sem tekur nokkur spor áður en hann hleður í skot sem fer í varnarmann og afturfyrir.

Þróttarar fá hornspyrnu sem Grótta skallar frá.
51. mín
HIlmar óákveðinn og lengi að losa sig við boltann. Arnar Númi setur pressu á hann og er hársbreidd frá því að ná að pota í boltann og setja hann inn en Hilmar rétt nær að bjarga þessu og sleppur með skrekkinn.
49. mín
Izaro er að jafna metin fyrir Þróttara en flaggið er farið á loft.
46. mín
Gróttumenn hóta strax en Hilmar grípur fyrirgjöf frá Sigurði Steinari.
46. mín
Leikurinn er farinn aftur í gang.
45. mín
Hálfleikur
Einhver hiti á leiðinni inn í klefa. Sá ekki betur en að gult spjald færi á loft en ekki hugmynd á hvern það var.
45. mín
Hálfleikur
Fínasti hálfleikur að baki og þá sérstaklega þessi fímm mínútna kafli þar sem öll mörkin komu.

Tökum okkur korters pásu og fáum svo vonandi meiri skemmtun eftir það.
45. mín
+7
Gabríel með geggjaðan bolta inn í teig sem Arnar Þór eltir og er ekki langt frá að ná almennilega til. Hilmar nær að fipa hann nóg til þess að hann hitti ekki markið.
45. mín
DAUÐAFÆRI +3
Hinrik með fínan sprett upp hægri kantinn og finnur Izaro fyrir framan markið. Hann hittir boltann ekki í fyrstu tilraun og í annari tilraun ver Rafal vel frá honum.
Þróttarar eiga horn sem þeir ná ekki að nýta.
45. mín
+2
Kristófer er að sækja þrennuna og á skot á markið en Þróttarar skalla frá.
45. mín
Fáum 7 mínútur í uppbót.
45. mín Gult spjald: Hlynur Þórhallsson (Þróttur R.)
Tekur Sigurð Steinar ansi hressilega niður.
45. mín
Ég er ekki frá því að Hilmar Örn sé að spila sinn fyrsta meistaraflokks leik. Hann átti ekki að vera í hóp í dag en Óskar meiddist í upphitun og Hilmar kallaður inn.
44. mín
Sigurður Steinar sleppur einn í gegn en flaggið er komið á loft.
39. mín Gult spjald: Jorgen Pettersen (Þróttur R.)
Stoppar skyndisókn og fær réttilega gult spjald.
37. mín MARK!
Hlynur Þórhallsson (Þróttur R.)
Hvað er að gerast hérna??? Mikið klafs í teignum eftir honrspyrnu og boltinn berst alla leið á fjær þar sem Hlynur klárar skemmtilega með hælspyrnu.
35. mín MARK!
Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Tómas fær boltann inn í teignum og er að gera sig líklegan til að setja hann á markið. Kristófer eiginlega tekur boltann af honum en Tómas getur lítið kvartað þar sem Kristófer klárar smekklega í nærhornið.
32. mín MARK!
Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Stoðsending: Arnar Númi Gíslason
Kostiantyn Pikul með alveg hrikalega hreinsun beint á Arnar Núma sem tekur skot en Kostiantyn nær að henda sér fyrir það. Arnar Númi fær boltann aftur, rennir honum til hægri á Kristófer sem setur hann í fjær.
29. mín
Gabríel með fínan bolta fyrir mark Þróttara en það er enginn bláklæddur í teignum sem nær að ráðast á boltann.
28. mín
Var að fá það staðfest að Hilmar Örn er í markinu í treyjunni hans Óskars.
28. mín
Grímur með skot á mark en það er rétt fram hjá.
26. mín
Sjúkrabíll mættur til að sækja Svein Óla. Sendum honum batakveðjur.
24. mín
Fínn bolti í gegn frá Eiríki en Rafal er aðeins á undan Izaro í boltann.
20. mín
Valtýr brýtur á Hinrik á hættulegum stað og Þróttur á aukaspyrnu sem að Gróttumenn skalla frá.
18. mín
Gabríel Hrannar með fínan bolta í hlaupið fyrir Arnar Núma en boltinn er aðeins of fastur og Þróttur á markspyrnu.
16. mín
Jorgen stekkur hérna upp á Arnar Núma og er dæmdur brotlegur. Ansi hressileg bylta sem Arnar fékk þarna.
15. mín
Grótta sækir hratt og eftir langa sókn ná þeir skoti á markið sem fer í varnarmann og aftur fyrir.

Þeir ná svo ekki að nýta hornspyrnuna.
11. mín
Inn:Hilmar Örn Pétursson (Þróttur R.) Út:Sveinn Óli Guðnason (Þróttur R.)
10. mín
Það er verið að koma Sveini Óla fyrir á börum og ljóst að hann spilar ekki meira í dag. Óskar Sigþórsson er að koma inn á fyrir hann en þar sem hann er skráður eins og hann sé inná kemur engin færsla um skiptingu.
7. mín
Sveinn Óli stekkur út til að kýla boltann burt og lendir illa á Arnari Þór. Hann liggur eftir og þarf aðhlynningu.
5. mín
Arnar Númi tekur á strikið upp vinstri kantinn og setur hann fyrir en hann fer af varnarmanni og í innkast.
4. mín
Það eru að sjálfsögðu ekki tveir menn í markinu hjá Þrótti eins og stendur hér til hliðar. Sé ekki betur en að Sveinn Óli standi á milli stanganna.
1. mín
Þróttur byrja með boltann og sækir í átt að sundlauginni.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Gróttumenn í bláu og gulu og Þróttarar í sínum rauðu og hvítu treyjum.
Fyrir leik
Dómarateymið Þórður Þorsteinn Þórðarson er með flautuna í dag en Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage og Magnús Garðarsson eru með sitthvort flaggið. Frosti Viðar Gunnarsson er svo eftirlitsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin Grótta gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja. Inn koma Arnar Þór Helgason, Tómas Johannessen og Kristófer Orri Pétursson. Út koma Axel Sigurðarson, Arnar Daníel Aðalsteinsson og Aron Bjarki Jósepsson.

Þróttarar gera tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Baldur Hannes Stefánsson og Sergio Francisco Oulu og inn fyrir þá koma Njörður Þórhallsson og Hlynur Þórhallsson.
Fyrir leik
Þróttur Þróttarar hafa sýnt misgóðar frammistöðu í síðustu 5 leikjum en þar eru tvö töp, tvö jafntefli og einn sigur. Í síðasta leik fengu þeir ÍA í heimsókn en sá leikur endaði 1-1. Þeir sitja eins og er í fallsæti, einu stigi frá Selfossi og Njarðvík sem eru næstu lið fyrir ofan.
Fyrir leik
Grótta Gróttumenn eru búnir að vera í basli upp á síðkastið og ekki búnir að vinna leik síðan í 13. umferð. Þeir heimsóttu Ægi til Þorlákshafnar og endaði sá leikur 2-2. Þeir sitja eins og er í 7. sæti með 22 stig og eru ennþá í séns á umspilssæti.

Fyrir leik
Leikurinn í beinni:
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur Verið velkomin í þráðbeina textlýsingu frá leik Gróttu og Þróttar í Lengjudeildinni.
Byrjunarlið:
1. Sveinn Óli Guðnason (m) ('11)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
5. Jorgen Pettersen
7. Steven Lennon
9. Hinrik Harðarson
11. Ágúst Karel Magnússon ('82)
17. Izaro Abella Sanchez ('59)
22. Kári Kristjánsson ('59)
25. Hlynur Þórhallsson
33. Kostiantyn Pikul

Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m) ('11)
6. Sam Hewson
6. Emil Skúli Einarsson ('59)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('59)
14. Birkir Björnsson ('82)
20. Viktor Steinarsson
99. Kostiantyn Iaroshenko

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski
Ben Chapman
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Jorgen Pettersen ('39)
Hlynur Þórhallsson ('45)
Emil Skúli Einarsson ('90)

Rauð spjöld: