Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Grindavík
7
2
Ægir
Kristófer Konráðsson '15 1-0
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '25 2-0
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '50 3-0
Óskar Örn Hauksson '51 4-0
4-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson '76
Edi Horvat '79 5-1
5-2 Dimitrije Cokic '84
Dagur Austmann '90 6-2
Edi Horvat '93 7-2
25.08.2023  -  18:00
Stakkavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Skýjað og smá gola, hiti um 13 gráður
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson
4. Bjarki Aðalsteinsson
6. Viktor Guðberg Hauksson ('61)
7. Kristófer Konráðsson
8. Einar Karl Ingvarsson ('61)
11. Símon Logi Thasaphong ('82)
16. Marko Vardic
17. Ólafur Flóki Stephensen
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('61)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('82)
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
24. Ingólfur Hávarðarson (m)
9. Edi Horvat ('61)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('61)
23. Dagur Austmann ('61)
38. Lárus Orri Ólafsson ('82)
95. Sölvi Snær Ásgeirsson ('82)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Hjörtur Waltersson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:
Bjarki Aðalsteinsson ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Öruggur sigur Grindavíkur staðreynd.
Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín MARK!
Edi Horvat (Grindavík)

Fær sendingu innfyrir vörn Ægis og skorar með því að renna sér á boltann og lyfta yfir Stefán í markinu.
91. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki þrjár mínútur.
90. mín MARK!
Dagur Austmann (Grindavík)

Enn vinna Grindvíkingar boltann hátt á vellinum og refsa. Marko finnur Dag í teignum sem leikur upp að endalínu og lætur vaða úr þröngu færi en í netið fer boltinn.
84. mín MARK!
Dimitrije Cokic (Ægir)
Aftur gefa Grindvíkingar mark með kæruleysi í öftustu línu.
Galin sending til baka beint fyrir fætur Cokic sem leikur á einn varnarmann og skilar boltanum í netið.

Grindvíkingar alveg rólegir yfir stöðunni en þetta kallast óþarfi.
82. mín
Inn:Arnar Páll Matthíasson (Ægir) Út:Anton Breki Viktorsson (Ægir)
82. mín
Inn:Sölvi Snær Ásgeirsson (Grindavík) Út:Óskar Örn Hauksson (Grindavík)
Framtíðin fær mínútur
82. mín
Inn:Lárus Orri Ólafsson (Grindavík) Út:Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
79. mín MARK!
Edi Horvat (Grindavík)
Stoðsending: Kristófer Konráðsson
Stúkan var alveg tilbúin í þetta mark Kristófer vinnur boltann við vítateig Ægis og hefur alveg tækifæri á að skora sjálfur en velur að leggja boltann á Edi sem skorar af stuttu færi áhorfendum til mikillar gleði. En hér mættu Stinningskaldamenn með stærðarinnar fána með mynd af Edi á sem hefur verið flaggað grimmt á meðan á leik stendur.

Ungir aðdáendur Grindavíkur og Edi streymdu inn á völlinn til að taka þátt í fagnaðarlátum. Gunnari Oddi var ekki skemmt yfir því.
76. mín MARK!
Brynjólfur Þór Eyþórsson (Ægir)
Allt þá þrennt er
Rosalega kæruleysislegt yfirbragð á öftustu línu Grindavíkur og þá sérstaklega Sigurjóni Rúnarssyni.

Brynjólfur vinnur boltann og hreinlega labbar framhjá varnarmönnum áður en hann leggur boltann í hornið framhjá Aroni.
76. mín
Aftur Ægismenn í dauðafæri
Dimitrije Cokic einn gegn Aroni hægra megin í teignum hittir ekki markið.
74. mín
Ægismenn þrír á tvo Keyra upp og finna Aron Fannar einan úti til vinstri, leiðin er greið að markinu og á hann skot en hittir ekki markið.

Menn verða að nýta svona sénsa.
71. mín
Fátt um fína drætti hér. Grindvíkingar komnir í einhvern stuðgír og eru bara að leika sér satt að segja.
68. mín
Inn:Dimitrije Cokic (Ægir) Út:David Bjelobrk (Ægir)
65. mín
Sigurjón Rúnarsson sneiðir boltann rétt framhjá markinu eftir hornspyrnu.

Heimamenn líklegri til að bæta við ef eitthvað er.
61. mín
Inn:Braima Cande (Ægir) Út:Bele Alomerovic (Ægir)
61. mín
Inn:Þorkell Þráinsson (Ægir) Út:Arnar Logi Sveinsson (Ægir)
61. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (Ægir) Út:Atli Rafn Guðbjartsson (Ægir)
61. mín
Inn:Dagur Austmann (Grindavík) Út:Einar Karl Ingvarsson (Grindavík)
61. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
61. mín
Inn:Edi Horvat (Grindavík) Út:Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík)
60. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Ægir)
59. mín
Ægismenn í færi.

Atli Rafn nær ekki að fóta sig í teignum og fær boltann í hnéð þaðan sem boltinn fer í fang Arons.
57. mín Gult spjald: David Bjelobrk (Ægir)
Ósáttur með að fá ekki innkast og lætur einhver orð falla sem voru Gunnari ekki að skapi.
51. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (Grindavík)
Grindvíkingar vinna boltann og keyra upp, færa boltann frá hægri til vinstri á Óskar sem tekur við honum við vinstra vítateigshorn og smyr honum í stönginna og inn

Ofboðslega einfalt og þægilegt fyrir Grindvíkinga sem að eru að laga markatölu sína.

50. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Of einfalt
Óskar Örn með boltann úti til vinstri og er mætt af varnarmönnum sem steingleyma Degi sem mætir í hlaupið og setur boltann af öryggi í netið óáreittur.
46. mín
Stefán Þór með frábærar vörslur.

Fyrst frá Óskari Erni sem á lúmskt skot sem hann nær að slá út í teiginn. Þar mætir Símon Logi á frákastið en aftur ver Stefán.
46. mín
Síðari hálfleikur rúllar af stað
Heimamenn eiga upphafsspyrnuna og sækja nú gegn golunni sem hefur reyndar breyst í talsverðan strekking.
45. mín
Hálfleikur

Flautað til háfleiks hér í Grindavík. Heimamenn leiða og erfitt að halda öðru fram en að það sé sanngjarnt. Leikuinn þó ekki verið nein flugeldasýning satt að segja.
43. mín Gult spjald: Bjarki Aðalsteinsson (Grindavík)
Tekur hraustlega á Ægismanni úti við hliðarlínu og fær fyrir það gult spjald. Réttilega er hægt að bæta við.
37. mín
Lítið að frétta hér síðustu mínútur.
31. mín
Ægismenn ógna
Aukaspyrna tekinn inn á teig Grindavíkur.

Þar sýnist mér það vera Dabetic sem nær skoti en Aron Dagur vel á verði og slær boltann í horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
25. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Hroðaleg mistök í vörn Ægis Arngrímur Bjartur í tómu tjóni í öftustu línu Ægis. Tapar boltanum fyrir fætur Dags um 10 metra frá vítateig. Dagur leikur aðeins áfram áður en hann lætur vaða og boltinn syngur neðst í vinstra horninu.
21. mín
Sigurjón Rúnars í hörkufæri eftir hornspyrnu en hittir ekki boltann á markteig.

Gefum varnarmönnum þó að hafa truflað hann nóg.
18. mín
Arnar Logi í fínu færi fyrir Ægi en Aron Dagur ver vel í horn.
15. mín MARK!
Kristófer Konráðsson (Grindavík)
Heimamenn taka forystu hér Boltinn settur upp í hægra hornið fyrir Viktor Guðberg að elta, hann vinnur sig framfyrir varnarmann og kemur sér inn á teiginn þar sem Stefán mætir honum. Viktor leggur því boltann fyrir markið á Kristófer sem setur boltann milli fóta varnarmanns í netið.


10. mín
Grindvíkingar að herða tökin
Símon Logi í skotfæri í teignum en setur boltann yfir markið.
8. mín
Dagur Ingi í hörkufæri fyrir Grindavík en setur boltann framhjá úr teignum.
5. mín
Lagleg sókn Ægis
Færa boltann vel kanta á milli út til vinstri þar sem Aron Fannar tekur skotið en nær engum krafti í það og Aron Dagur ver.
5. mín
Fer rosalega rólega af stað hér á Stakkavíkurvellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Grindavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni á Youtube
Fyrir leik
Tríóið
Gunnar Oddur Hafliðason blæs í flautuna í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Kristján Már Ólafs og Rögnvaldur Þ Höskuldsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Ingi Jónsson.

Mynd: Hulda Margrét

Fyrir leik
Viðar Ari spáir Grindavík sigri Viðar Ari Jónsson, leikmaður FH, er spámaður umferðarinnar í Lengjudeildinni sem hefst í dag. Um leik Grindavíkur og Ægis sagði hann.

Grindavík 3 - 0 Ægir

Grindavík tekur þennan 3-0 þægilega.


Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Grindavík lifir í voninni
Heimamenn í Grindavík lifa í voninni um að ná umspilssæti um sæti í Bestu deildinni að ári. Margt þarf þó að gerast til þess að það verði að veruleika og margir aðrir sem Grindavík þarf að treysta á aðra en sjálfa sig.

Liðið hefur sýnt ákveðnar framfarir frá því að Brynjar Björn Gunnarsson tók við þjálfun liðsins en mátti þó þola 5-1 skell í Grafarvogi á dögunum gegn Fjölni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Ögurstund fyrir Ægi
Staða Ægismanna er afskaplega einföld, tap eða jafntefli hér í dag og fall í 2.deild er staðreynd. Fallið hefur þó vofað yfir í ansi langan tíma svo það er fátt sem kemur á óvart svo sem en tölfæðilega verður það að staðreynd í kvöld vinni þeir ekki leikinn. Þeir þurfa sömuleiðis að treysta á það að Selfoss tapi stigum en þeir mæta liði ÍA á Akranesi á sama tíma.

Ægismenn sem fengu Lengjudeildarsætið í hendurnar eftir brotthvarf Kórdrengja geta þó eflaust litið til baka með einhverju stolti á tímabilið. Undirbúningur þeirra fyrir mótið var alls ekki sá sem menn almennt myndu vilja og liðið að spila í deildinni í fyrsta sinn. Þeir gáfu þó flestum liðum deildarinnar hörkuleiki og hafa eflaust lært heilmikið af þessu tímabili sem mun nýtast þeim til framtíðar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin til leiks
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Ægis í 19.umferð Lengjudeildar karla. Flautað verður til leiks á Stakkavíkurvellinum klukkan 18.
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Hannesson (m)
0. Bele Alomerovic ('61)
0. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
5. Anton Breki Viktorsson ('82)
9. Aron Fannar Hreinsson
11. Stefan Dabetic
14. Atli Rafn Guðbjartsson ('61)
18. Arnar Logi Sveinsson ('61)
20. Jóhannes Breki Harðarson
23. David Bjelobrk ('68)
27. Brynjólfur Þór Eyþórsson

Varamenn:
25. Ivaylo Yanachkov (m)
3. Ragnar Páll Sigurðsson
8. Renato Punyed Dubon ('61)
10. Pálmi Þór Ásbergsson
13. Dimitrije Cokic ('68)
17. Þorkell Þráinsson ('61)
28. Braima Cande ('61)
31. Arnar Páll Matthíasson ('82)
99. Baldvin Már Borgarsson

Liðsstjórn:
Nenad Zivanovic (Þ)
Guðbjartur Örn Einarsson
Emil Karel Einarsson
Djordje Panic
Cristofer Rolin

Gul spjöld:
David Bjelobrk ('57)
Arnar Logi Sveinsson ('60)

Rauð spjöld: