Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
KR
2
0
Fylkir
Kristinn Jónsson '45 1-0
Aron Snær Friðriksson '46
Sigurður Bjartur Hallsson '84 2-0
27.08.2023  -  17:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og smá gola
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
8. Olav Öby
9. Stefán Árni Geirsson ('49)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('22)
11. Kennie Chopart (f)
15. Lúkas Magni Magnason
19. Kristinn Jónsson
20. Benoný Breki Andrésson ('71)
29. Aron Þórður Albertsson ('71)

Varamenn:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m) ('49)
7. Finnur Tómas Pálmason ('71)
17. Luke Rae ('22) ('71)
18. Aron Kristófer Lárusson ('71)
21. Birgir Steinn Styrmisson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Benoný Breki Andrésson ('50)
Kristinn Jónsson ('79)

Rauð spjöld:
Aron Snær Friðriksson ('46)
Leik lokið!
KR-ingar hirða stigin 3! Alvöru liðsheildarsigur hjá Vesturbæingum manni færri.
Fylkismenn líklega bálreiðir að hafa ekki nýtt að vera einum fleiri betur.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
95. mín
Ólafur Karl skorar en flaggið var komið á loft.
90. mín
8 mínútum bætt við.
89. mín Gult spjald: Sveinn Gísli Þorkelsson (Fylkir)
88. mín Gult spjald: Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir)
84. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
JÁJÁ ÞEIR ERU BARA AÐ KLÁRA ÞETTA! Kiddi Jóns þræðir Sigurð Bjart í gegn, Sigurður sólar Ólaf Kristófer og rennir boltanum í autt markið.
Algjörlega gegn gangi leiksins, en frábærlega gert!
79. mín
Fylkir fær hornspyrnu, Elís Rafn tekur en boltinn fer yfir allan pakkann.
79. mín Gult spjald: Kristinn Jónsson (KR)
76. mín
KR-ingar verjast mjög vel, Fylkismenn ekki að finna glufur í vörninni.
71. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
71. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
71. mín
Inn:Finnur Tómas Pálmason (KR) Út: Luke Rae (KR)
Luke Rae kom inná sem varamaður á 22. mínútu en er tekinn af velli.
69. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
68. mín
Fylkismenn sækja mikið þessa stundina en varnarmenn KR-liðið er mjög þétt og erfitt að komast í gegnum þá.
60. mín
Inn:Birkir Eyþórsson (Fylkir) Út:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
60. mín
Pétur Bjarna í góðu færi en Jakob Franz gerir vel og kemst fyrir boltann.
54. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
51. mín
Sveinn Gísli tekur spyrnuna en hún fer vel yfir mark KR-inga.
50. mín Gult spjald: Benoný Breki Andrésson (KR)
49. mín
Inn:Simen Lillevik Kjellevold (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
46. mín Rautt spjald: Aron Snær Friðriksson (KR)
HVAÐ VAR HANN AÐ PÆLA?? Ekki mikil pressa á Aroni Snæ sem grípur boltann sirka meter fyrir utan teig og fær að launum rautt spjald.
Algjör klaufaskapur þarna hjá Aroni.
23 sekúndur búnar af seinni hálfleik þegar þetta gerist.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað, KR byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi flautar til hálfleiks nánast beint eftir markið, KR-ingar mun betra liðið hér í fyrri hálfleik og skora svo mark á frábærum tíma, rétt fyrir hálfleik.
45. mín MARK!
Kristinn Jónsson (KR)
KR kemst yfir rétt fyrir hálfleik!!! KR fær aukaspyrnu lengst utan af velli, Kiddi kemur með fyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann og endar í netinu!
45. mín Gult spjald: Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
44. mín
Lítið um að vera síðustu mínútur, KR heldur meira í boltann.
35. mín
Benedikt Daríus á frábæran sprett en skotið fer svo í varnarmann.
29. mín
Fylkir aðeins að vakna til lífsins.
26. mín
Það kemur hár bolti úr öftustu línu Fylkis og Aron Snær fer í algjört skógarhlaup en Ólafur Karl kemst á undan í boltann en skallar boltann rétt framhjá opnu marki KR.
26. mín
KR að stilla upp ungu hafsentapari með Jakob Franz (2003) og Lúkasi Magna (2005)
24. mín
Luke Rae vá!!! Luke Rae nýkominn inná sólar svona 4 fylkismenn og kemur með frábæran bolta á fjærsvæðið á Stefán Árna sem skallar boltann beint á Ólaf Kristófer úr góðri stöðu.
22. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
19. mín
Kristján Flóki fellur við á sprettinum og liggur niðri sárþjáður. Hann þarf að vera borin af velli.
16. mín
KR-ingar fá horn, Jói Bjarna tekur fasta spyrnu með grasinu beint á Kristján Flóka sem skýtur boltanum yfir.
12. mín
KR mun hættulegri aðilinn þessa stundina.
7. mín
Elís Rafn á stórhættulega fyrirgjöf en Aron Snær kemst í boltann rétt á undan Ólafi Karli Finsen.
3. mín
Jói Bjarna þræðir Benóný í gegn, Benóný fer beint í skotið en Ólafur Kristófer ver vel og boltinn fer í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Fylkir byrjar með boltann og sækir í átt að félagsheimilinu.
Fyrir leik
Gunnar K. Þorkelsson fyrrum leikmaður KR var bráðkvaddur nú á dögunum og er mínútu klapp honum til heiðurs.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og Heyr mína bæn er í græjunum, nú styttist í þetta!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Rúnar Kristinsson gerir 3 breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Theodór Elmar og Ægir Jarl eru báðir í leikbanni og eru þeir því ekki með. Atli Sigurjónsson fer einnig út úr liðinu og tekur sér sæti á bekknum.

Síðasti leikur Fylkis var gegn ÍBV, leikar enduðu 1-0 fyrir Fylkismönnum. Rúnar Páll gerir engar breytingar á liði sínu frá þeim leik.
Fyrir leik
Hans Viktor spáir í spilin Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis er spámaður vikunnar. Hann spáir lokuðum leik á Meistaravöllum í kvöld.

KR 1 - 0 Fylkir
Þetta verður lokaður leikur, lítið um færi og ekki skemmtilegur leikur til að horfa á. KR ná þó að setja eitt og ná í öll þrjú stigin.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrir leik
Fylkir vann góðan sigur í síðustu umferð Fylkismenn unnu 6 stiga leik í gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð. Eina mark leiksins skoraði Orri Sveinn Stefánsson með skalla á 85. mínútu.

Í síðustu 5 leikjum hefur Fylkir aðeins tapað einum leik, unnið tvo og gert tvö jafntefli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tveir í banni hjá KR Thoedór Elmar Bjarnason og Ægir Jarl Jónasson eru báðir í leikbanni vegna uppsafnaðra spjalda og verða því ekki með í kvöld.

Með sigri í dag getur KR farið langleiðina með að tryggja sér sæti í efri hlutanum fyrir skiptinguna.

Síðasti leikur KR var gegn Stjörnunni síðastliðinn mánudag. Leikar enduðu 3-1 fyrir Stjörnumönnum en Emil Atlason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Mark KR-inga skoraði Benóný breki Andrésson.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Markaveisla í síðustu viðureign liðanna Liðin mættust síðast í 10. umferð þann 1. júní á Würth vellinum. Leikar enduðu 3-3 í stórskemmtilegum leik, þar sem Theodór Elmar skoraði meðal annars 2 mörk. Theodór verður þó ekki í leikmannahóp KR í dag en hann er að taka út leikbann.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn! Veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Meistaravöllum, þar sem KR tekur á móti Fylki í 21. umferð Bestu-deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
4. Arnór Gauti Jónsson ('60)
5. Orri Sveinn Stefánsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('69)
16. Emil Ásmundsson ('54)
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sveinn Gísli Þorkelsson
24. Elís Rafn Björnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
80. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
6. Frosti Brynjólfsson ('69)
9. Pétur Bjarnason ('54)
13. Stefán Gísli Stefánsson
17. Birkir Eyþórsson ('60)
25. Þóroddur Víkingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Benedikt Daríus Garðarsson ('45)
Arnór Breki Ásþórsson ('88)
Sveinn Gísli Þorkelsson ('89)

Rauð spjöld: