Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Fylkir
4
0
FHL
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '14 1-0
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '66 2-0
Marija Radojicic '68 3-0
Mist Funadóttir '70 4-0
02.09.2023  -  14:00
Würth völlurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: 10 gráður og hvasst
Dómari: Tómas Wolfgang Meyer
Áhorfendur: 223
Maður leiksins: Tinna Harðardóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('76)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f) ('82)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
19. Tijana Krstic
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('82)
28. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('62)
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('62)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('62)
8. Marija Radojicic ('62)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('76)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('82)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('82)
27. Helga Valtýsdóttir Thors

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Katrín Sara Harðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkir vinnur hér öflugan 4-0 sigur. Þær munu þá spila algjöran úrslitaleik við Gróttu næsta laugardag upp á sæti í Bestu deildinni.

Viðtöl og skýrsla koma á eftir.
92. mín
Tinna með fínt skot hér við vítateiginn sem Ashley ver í hornspyrnu.
90. mín
+2 mínútur í uppbótartíma.
88. mín
Björg fær boltann í teignum þar sem hún stendur alein en hún skýtur beint á Tinnu í markinu. Hér var auðveldara að skora heldur en að klúðra.
86. mín
FHL fær aukaspyrnu úti á hægri kantinum.
85. mín
Hornspyrnan endar í markspyrnu fyrir Fylki.
84. mín
Inn:Ársól Eva Birgisdóttir (FHL) Út:Sofia Gisella Lewis (FHL)
84. mín
Inn:Ásdís Hvönn Jónsdóttir (FHL) Út:Natalie Colleen Cooke (FHL)
84. mín
FHL fær hornspyrnu.
82. mín
Inn:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
82. mín
Inn:Birna Kristín Eiríksdóttir (Fylkir) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
82. mín
Það kemur ekkert úr hornspyrnunni.
81. mín
SLÁIN Fylkir á hornspyrnu sem endar í löppunum á Kolfinnu sem skýtur á slánna. Marija á síðan skot sem endar í hornspyrnu fyrir Fylki.
79. mín
223 áhorfendur á leiknum í dag.
78. mín
Tinna sendir boltann á Guðrúnu inn í teignum en Guðrún skýtur yfir.
76. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir)
72. mín
Inn:Halldóra Birta Sigfúsdóttir (FHL) Út:Jóhanna Lind Stefánsdóttir (FHL)
72. mín
Inn:Alba Prunera Vergé (FHL) Út:Hafdís Ágústsdóttir (FHL)
71. mín
Stíflan brast Þrjú mörk á rúmlega fimm mínútum, þessi margumtalaða stífla brast hér svo sannarlega um miðbik seinni hálfleiks.
70. mín MARK!
Mist Funadóttir (Fylkir)
Boltinn berst til Mist á teignum sem stendur ein og óvölduð. Hún hittir hins vegar boltann illa en Ashley á í vandræðum með að handsama boltann og Mist nær á endanum að pota boltanum í netið.
68. mín MARK!
Marija Radojicic (Fylkir)
Tinna keyrir inn á teiginn en Viktoría nær að pota í boltann út á Marija sem stendur rétt fyrir utan vítateiginn og setur hann niðri vinstra megin.
66. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Tinna Harðardóttir
Guðrún tvöfaldar forystuna Guðrún fær boltann fyrir utan teig frá Tinnu og rekur hann aðeins þangað til hún neglir boltanum uppi vinstra megin.
65. mín
Fylkir vill fá hér vítaspyrnu eftir Helga fellur í teignum. Tómas dæmir ekkert. Held að það hefði alveg verið hægt að dæma á þetta en þyrfti eiginlega að sjá þetta aftur.
62. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir)
62. mín
Inn:Tinna Harðardóttir (Fylkir) Út:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Fylkir)
61. mín
TINNA BRÁ VÁ Sofia á hér skot á markið sem Tinna ver út í teig þar sem Natalie er alein en Tinna ver frá henni á ótrúlegan hátt.
GEGGJUÐ MARKVARSLA
56. mín
Bergdís á hér fyrirgjöf inn á teig sem ratar á Guðrúnu en hún klikkar á skotinu.
55. mín
FHL fær aukaspyrnu á miðsvæðinu sem Rósey neglir inn í teig en Fylkir uppsker aukaspyrnu eftir brot hjá FHL.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað FHL byrjar með boltann og sækir í átt að Esjunni.
45. mín
Hálfleikur
Tómas flautar til hálfleiks. Ekkert mjög mikið að frétta hingað til í leiknum, vonandi verður breyting á því í seinni hálfleik.
45. mín
+3 mínútur í uppbótartíma.
45. mín
Bergdís tekur hornspyrnuna sem endar í markspyrnu.
45. mín
Þóra og Guðrún spila vel á milli sín og Fylkir uppsker hornspyrnu.
44. mín
Sofia á hér fyrirgjöf af vinstri kantinum sem endar framhjá.
42. mín
Eva liggur hér eftir í jörðinni og fær aðhlynningu.
42. mín
Mikill darraðadans í teig FHL sem endar með því að Guðrún á skot yfir markið.
38. mín
Stöngin út! Boltinn dettur hér fyrir Evu við vítateiginn sem skýtur beint í stöngina og út.
36. mín
Barbara stendur hér upp og leikurinn heldur áfram.
36. mín
Barbara liggur hér niðri og fær aðhlynningu.
33. mín
Þóra á hér skot hægra megin í teignum sem fer yfir markið.
30. mín
Sofie á hér flotta sendingu Natalie sem kemst ein í gegn en skýtur beint á Tinnu. Natalie var hins vegar rangstæð.
29. mín
Þetta er ennþá frekar tíðindalaust. Liðin skiptast á að halda boltanum á fyrstu tveimur þriðjungum vallarins en ná svo ekki skapa sér nein alvöru færi þegar þau komast á síðasta þriðjung.
20. mín
Það hefur ekki verið mikið af alvöru færum í leiknum hingað til. Lokasendingar á seinasta þriðjungi lítið að ganga upp.
14. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Helga Guðrún Kristinsdóttir
Fylkir kemst í forystu Helga Guðrún á hér eiginlega skot hægri megin í teignum sem Guðrún nær að pota tánni í og boltinn endar í markinu.
11. mín
Mist keyrir hér inn á völlinn af vinstri kantinum og reynir skot fyrir utan teig sem endar framhjá marki.
6. mín
Bergdís á hér góða fyrirgjöf frá vinstri kantinum beint á Helgu í teignum sem hittir ekki boltann, hefði auðveldlega getað skorað hér.
5. mín
Helga Guðrún tekur spyrnuna sem fer út af velli, mikill vindur hér í dag sem mun hafa einhver áhrif á leikinn.
5. mín
Fylkir fær hér aðra hornspyrnu.
2. mín
Það kemur ekkert upp úr hornspyrnunni.
2. mín
Fylkir fær fyrstu hornspyrnu leiksins
1. mín
Bergdís reynir hér skot utan teigs sem Ashley grípur örugglega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað Tómas flautar hér til leiks. Fylkir byrjar með boltann og sækir í átt að Esjunni.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Fylkir í appelsínugulu og FHL í svörtu.
Fyrir leik
Styttist í leik Liðin eru búin að klára upphitunina sína og eru farin í búningsklefana sína. Það styttist í leikinn sem er afar mikilvægur fyrir Fylki ef þær ætla sér að komast í Bestu deildina.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Fylkir gerir tvær breytingar frá síðasta leik gegn Víkingi. Þóra Kristín og Bergdís Fanney koma inn í byrjunarliðið í stað Tinnu og Kolfinnu sem taka sér sæti á bekknum.

FHL gerir eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik gegn Gróttu. Bjarndís Diljá tekur sér sæti á bekknum og Elísabet Arna kemur inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Baráttan um sæti í Bestu deildinni Fylkir er í 3. sæti með 32 stig einungis stigi á eftir Gróttu, en Fylkir getur komist upp í 2. sæti deildarinnar með sigri hér í dag. Í 4. sæti deildarinnar situr HK með 32 stig. Fylkir kemur til með að spila gegn Gróttu í síðustu umferð deildarinnar og HK kemur til með að spila gegn Lengjudeildarmeisturum Víkings. Það er því ljóst að mikil spenna verður næstu helgi um 2. sæti deildarinnar þegar síðasta umferðin fer fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Gengi Fylkis Tímabilið hjá Fylki hefur gengið afar vel hingað til og þær eru í harðri baráttu um sæti í Bestu deildinni. Liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 32 stig. Fylkiskonur mættu Víkingum í síðustu umferð í miklum toppslag þar sem Víkingur fór með 4-2 sigur af hólmi og unnu deildina í leiðinni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Gengi FHL FHL er um þessar mundir í áttunda sæti deildarinnar með 17 stig. Liðið er búið að tryggja sér sæti í deildinni á næstu ári og því ekki mikið eftir fyrir liðið að spila upp á. FHL mætti Gróttu í síðustu umferð á Seltjarnesi en tapaði leiknum 4-2.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Dómarateymið Dómari leiksins er Tómas Wolfgang Meyer og honum til aðstoðar verða þeir Ingibjartur Jónsson og Daníel Örn Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leikdagur Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og FHL í 21. umferð Lengjudeild kvenna. Leikurinn fer fram á Würth vellinum í Lautinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
24. Ashley Brown Orkus (m)
0. Hafdís Ágústsdóttir ('72)
3. Íris Vala Ragnarsdóttir
4. Rósey Björgvinsdóttir (f)
6. Barbara Perez Iglesias
7. Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir
11. Sofia Gisella Lewis ('84)
14. Katrín Edda Jónsdóttir
17. Viktoría Einarsdóttir
19. Natalie Colleen Cooke ('84)
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('72)

Varamenn:
12. Embla Fönn Jónsdóttir (m)
9. Ásdís Hvönn Jónsdóttir ('84)
10. Bjarndís Diljá Birgisdóttir
15. Björg Gunnlaugsdóttir
18. Alba Prunera Vergé ('72)
21. Ársól Eva Birgisdóttir ('84)
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Pálmi Þór Jónasson (Þ)
Björgvin Karl Gunnarsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: