Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Ægir
0
5
Vestri
0-1 Iker Hernandez Ezquerro '1
0-2 Ibrahima Balde '5
0-3 Benedikt V. Warén '9
0-4 Mikkel Jakobsen '66
0-5 Benedikt V. Warén '71
02.09.2023  -  15:00
Kórinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Logn og kósý í Kórnum
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Benedikt V. Warén
Byrjunarlið:
25. Ivaylo Yanachkov (m)
0. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
5. Anton Breki Viktorsson ('75)
8. Renato Punyed Dubon
9. Aron Fannar Hreinsson ('46)
11. Stefan Dabetic
18. Arnar Logi Sveinsson ('75)
19. Anton Fannar Kjartansson ('69)
20. Jóhannes Breki Harðarson
23. David Bjelobrk ('46)
27. Brynjólfur Þór Eyþórsson

Varamenn:
1. Stefán Þór Hannesson (m)
3. Ragnar Páll Sigurðsson ('75)
10. Pálmi Þór Ásbergsson
13. Dimitrije Cokic ('69)
14. Atli Rafn Guðbjartsson ('46)
17. Þorkell Þráinsson
28. Braima Cande
31. Arnar Páll Matthíasson ('75)
99. Baldvin Már Borgarsson

Liðsstjórn:
Nenad Zivanovic (Þ)
Guðbjartur Örn Einarsson
Númi Már Atlason
Dusan Ivkovic
Cristofer Rolin

Gul spjöld:
Anton Breki Viktorsson ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stigin 3 fara vestur!
Vestri mun betri aðilinn þennan leik frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
89. mín
Mikkel Jakobsen á góða fyrirgjöf á Sergine Fall sem skallar boltann á markið en Ivaylo ver vel í marki Ægismanna.
86. mín
Iker í frábæru færi beint á móti markinu en Ivaylo á geggjaða vörslu með fótunum.
84. mín
Vestri fær hornspyrnu, Guðmundur Arrnar kemur með boltann á fjærsvæðið þar sem Morten Hansen er aleinn en hann tekur skotið í fyrsta og fer það hátt yfir mark heimamanna.
80. mín Gult spjald: Sergine Fall (Vestri)
79. mín
Inn:Grímur Andri Magnússon (Vestri) Út:Nacho Gil (Vestri)
75. mín
Inn:Ragnar Páll Sigurðsson (Ægir) Út:Anton Breki Viktorsson (Ægir)
75. mín
Inn:Arnar Páll Matthíasson (Ægir) Út:Arnar Logi Sveinsson (Ægir)
73. mín
Balde átti hörkuskot sem Ivaylo ver vel í marki Ægis.
71. mín MARK!
Benedikt V. Warén (Vestri)
Benedikt Warén sturlaður í dag!! Leikur á varnarmann Ægis og setur síðan boltann í fjærhornið.
Mér fannst samt Ivaylo eiga gera betur í marki Ægismanna.
69. mín
Inn:Dimitrije Cokic (Ægir) Út:Anton Fannar Kjartansson (Ægir)
69. mín
Inn:Ívar Breki Helgason (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
68. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
67. mín
Beneditk Warén á skalla rétt yfir!
66. mín MARK!
Mikkel Jakobsen (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
Mikkel gerir það 4! Benedikt Warén á góða fyrirgjöf á fjærsvæðið og þar er Mikkel Jakobsen sem gerir vel og kemur sér fyrir framan varnarmann og klárar fagmannlega.
63. mín
Ægismenn fá hornspyrnu en skapa ekkert úr henni.
60. mín
Iker Hernandez á skot fyrir utan teig sem fer vel yfir.
57. mín
Benedikt Warén á sturlaðann bolta í teiginn á Nacho Gil sem ætlar að taka í fyrsta en nær ekki að stýra boltanum á markið.
52. mín Gult spjald: Anton Breki Viktorsson (Ægir)
Anton spjaldaður fyrir að taka Iker niður sem var við það að sleppa í gegn.
46. mín
Inn:Atli Rafn Guðbjartsson (Ægir) Út:Aron Fannar Hreinsson (Ægir)
46. mín
Inn:Cristofer Rolin (Ægir) Út:David Bjelobrk (Ægir)
46. mín
Inn:Mikkel Jakobsen (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
46. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Tarik Ibrahimagic (Vestri)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Aðalbjörn Heiðar flautar til hálfleiks, þessi fyrri hálfleikur búinn að vera algjör einstefna eins og staðan sýnir.
45. mín
Benedikt Warén dansar með boltann í teig Ægis og kemur sér síðan í skotið og munar engu að boltinn fari inn, rétt framhjá!
43. mín
Iker er kominn í frábæra stöðu en ætlar einhvernvegin að chippa yfir markmann Ægis en það gengur engan veginn og boltinn rúllar í hendurnar á Ivaylo.
Iker kærulaus þarna.
39. mín
Ægir fær hornspyrnu en ekkert kemur úr henni.
37. mín
Síðustu 10 mínúturnar búnar að vera ansi rólegar.
27. mín
Algjör einstefna Benedikt Warén með þrumuskot fyrir utan teig en Ivaylo ver vel og boltinn fer í horn.
24. mín
Vestri í góðu færi Iker gefur á Silas sem tekur frábæra móttöku og kemur sér í einn á einn stöðu en Ivaylo lokar vel og ver í marki Ægis.
23. mín
Vestramenn halda betur í boltann en Ægismenn liggja mun neðar en áðan.
17. mín
Anton Fannar vá!!! Anton Fannar sólar nánast upp allan völlinn og kemur sér í góða skotstöðu í teignum en Marvin Darri ver vel í marki Vestra.
Alvöru sprettur þarna hjá Antoni!
14. mín
Silas á góða fyrirgjöf sem Iker nær að skalla að marki en Anton Breki gerir vel og kemst fyrir boltann.
Vestri fær horn.
10. mín
Þetta er einhverjar skrýtnustu fyrstu 10 mínútur af fótbolta sem ég hef séð. Það fer allt inn hjá Vestra!
9. mín MARK!
Benedikt V. Warén (Vestri)
Bíddu hvaða grín er í gangi hérna? Benedikt Warén klappar boltanum fyrir utan teig og fer svo í skotið og boltinn fer beint í fjærhornið.
Ivayko Yanachkov leit virkilega illa út í marki Ægis þarna.
5. mín MARK!
Ibrahima Balde (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
VÁÁÁ ÞVÍLÍKT MARK!! Benedikt Warén leggur boltann út á Ibrahima Balde sem gjörsamlega þrykkir boltanum í samskeytin!
Hrottalegt mark!
Þetta stefnir í martröð fyrir Ægismenn.
1. mín MARK!
Iker Hernandez Ezquerro (Vestri)
ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA!! Frábært samspil Vestramanna opnar vörn Ægismanna og allt í einu er Iker mættur aleinn í teig Ægis og klárar vel.
Óskabyrjun Vestramanna!
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Ægir fékk skell í síðasta leik gegn Grindavík, leikar enduðu 7-2. Nenad Zivanovic gerir 3 breytingar á liði sínu frá þeim leik. Ivaylo Yanachkov, Renato Punyed og Anton Fannar koma allir í byrjunarliðið á kostnað Stefáns Þórs, Bele Alomerovic og Atla Rafns. Áhugavert að Nenad ákveður að gera markmannsbreytingu.


Davíð Smári gerir eina breytingu frá síðasta leik, Iker Hernandez kemur í byrjunarliðið í stað Vladimir Tufegdzic sem er í liðsstjórn í dag.
Fyrir leik
Fyrir leik
Beint streymi af leiknum
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góð tölfræði fyrir Vestramenn
Fyrir leik
Sölvi Haralds spáir í spilin Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolti.net og einn af sérfræðingum Innkastsins, spáir í leiki umferðarinnar.

Ægir 1 - 4 Vestri

Innileikur. Fáránlega vel gert hjá Vestra að leigja Kórinn fyrir Ægi svo leikurinn verði spilaður við bestu aðstæður. Hefði líklega spáð jafntefli ef leikurinn hefði verið spilaður í Höfninni en Vestramenn taka þetta með yfirburðum. Baddi verður á inniskónum á hliðarlínunni að fylgjast með gangi mála í ÍR-D/R á meðan leik stendur. Vestramenn halda þó ekki hreinu því Aron Fannar Hreinsson spilar ekki fótboltaleiki án þess að skora og setur eitt rosalegt mark með skoti af löngu færi í restina. Fagnar væntanlega með því að rífa sig úr að ofan og fær seinna gula spjaldið sitt fyrir vikið og þar með rautt.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Baddi verður á inniskónum!
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna Vestri 1-2 Ægir

0-1 Cristofer Rolin '37
Vladimir Tufegdzic '50 1-1
1-2 Baldvin Þór Berndsen '58

Anna af tveimur sigrum Ægis í sumar kom fyrir vestan. Þar sem Cristofer Rolin og Baldvin Berndsen skoruðu mörk Ægismanna.

Lestu um leikinn
Fyrir leik
Staðan í deildinni Ægismenn eru fallnir úr deildinni og hafa því ekkert að keppa. Ægir fengu Lengjudeildarsætið í hendurnar eftir brotthvarf Kórdrengja. Undirbúningur þeirra fyrir mótið var alls ekki sá sem menn almennt myndu vilja og liðið að spila í deildinni í fyrsta sinn. Þeir gáfu þó flestum liðum deildarinnar hörkuleiki og geta eflaust litið til baka með einhverju stolti.

Vestri er á góðri siglingu og eru eitt heitasta lið deildarinnar um þessar mundir. Þeir hafa aðeins tapað einum leik af síðustu 10. Með sigri í dag geta þeir endanlega tryggt sig í umspilið í Bestu-deildina.

Staðan:
1. Afturelding - 40 stig
---------------
2. ÍA - 40
3. Fjölnir - 36
4. Vestri - 30
5. Leiknir - 29
---------------
6. Grindavík - 25
7. Þór - 24
8. Grótta - 23
9. Þróttur - 23
10. Njarðvík - 23
---------------
11. Selfoss - 23
12. Ægir - 9
Fyrir leik
Leikurinn færður inn í Kórinn! Baldvin Már Borgarsson aðstoðarþjálfari Ægis sagði í Lengjudeildar-Innkastinu að það hafi verið hugmynd Vestra að leigja Kórinn fyrir Ægi svo leikurinn verði spilaður við bestu aðstæður vegna slæmrar veðurspár. Baldvin kom einnig inná það að Vestri hafi borgað fyrir að leigja Kórinn.

Hér má hlusta á Innkastið þar sem farið er yfir Lengjudeildina.
Fyrir leik
Lengjudeildin rúllar áfram! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu beint úr Kórnum þar sem Ægir tekur á móti Vestra í 20. umferð Lengjudeildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson
9. Iker Hernandez Ezquerro
10. Nacho Gil ('79)
11. Benedikt V. Warén
18. Ibrahima Balde
21. Tarik Ibrahimagic ('46)
22. Elmar Atli Garðarsson ('68) ('69)
23. Silas Songani ('46)
40. Gustav Kjeldsen

Varamenn:
12. Rafael Broetto (m)
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('46)
16. Ívar Breki Helgason ('69)
77. Sergine Fall ('68)
80. Mikkel Jakobsen ('46)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Brenton Muhammad
Gunnlaugur Jónasson
Grímur Andri Magnússon
Ásgeir Hólm Agnarsson

Gul spjöld:
Sergine Fall ('80)

Rauð spjöld: