Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Fram
2
3
Víkingur R.
1-0 Oliver Ekroth '28 , sjálfsmark
1-1 Birnir Snær Ingason '30
1-2 Aron Elís Þrándarson '39
Aron Snær Ingason '53 2-2
2-3 Danijel Dejan Djuric '87
03.09.2023  -  14:00
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Það blæs aðeins og hitastigið er ekkert til að hrópa húrra yfir.
Dómari: Guðgeir Einarsson
Áhorfendur: 957
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f)
7. Aron Jóhannsson ('62)
10. Fred Saraiva
15. Breki Baldursson ('83)
22. Óskar Jónsson
23. Már Ægisson
26. Jannik Pohl
32. Aron Snær Ingason ('89)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
8. Ion Perelló ('83)
11. Magnús Þórðarson ('62)
16. Viktor Bjarki Daðason ('89)
20. Egill Otti Vilhjálmsson
26. Aron Kári Aðalsteinsson
27. Sigfús Árni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Igor Bjarni Kostic ('32)
Már Ægisson ('49)
Orri Sigurjónsson ('64)
Jannik Pohl ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessum leik er lokið með sigri Víkinga en það var svo sem enginn afgangur af því. Viötöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Fram fær hornspyrnu.

Allra síðasti séns.

Ólafur fer inn á teiginn.

Spyrnan léleg og fer beint afturfyrir.
91. mín
Fred með aukaspyrnu fyrir markið frá vinstri. Innswing inn á teiginn, Pablo skallar að eigin marki en Ingvar með allt á hreinu og grípur vel.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki þrjár mínútur.
89. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Fram) Út:Aron Snær Ingason (Fram)
87. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Hneigðu þig drengur!
Sturluð aukaspyrna Dani af um 20 metrum syngur í netinu og Ólafur hreyfði sig ekki á línunni. Lyftir honum yfir vegginn og gat ekki hafa hitt boltann betur.

Gjörsamlega geggjuð aukaspyrna sem Stúkan á að spila 10 sinnum að lágmarki í kvöld!
86. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
84. mín
Fram freistar þess að ná inn sigurmarki.

Vinna hér hornspyrnu.

Dæmdir brotlegir í teignum eftir hornið.
83. mín
Inn:Ion Perelló (Fram) Út:Breki Baldursson (Fram)
82. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
76. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
76. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
70. mín Gult spjald: Jannik Pohl (Fram)
Stórfurðulegt atvik, Ekroth virðist vera sá sem togar í en Jannik dæmdur brotlegur. Örugglega verið eitthvað meira þarna en daninn verulega ósáttur og fær gult fyrir einhverja stæla.
68. mín
Jannik Pohl sleppur einn í gegn en á algjöra martraðar fyrstu snertingu og sendir boltann beint í fang Ingvars.

Þarna var stór séns!
64. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Fram)
Togar Niko niður á miðjum vellinum eftir að hafa misst hann framhjá sér.
64. mín
Heimamenn verið talsvert ferskari hér síðustu mínútur og Víkingum gengið illa að halda í boltann.
62. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Aron Jóhannsson (Fram)
57. mín
Birnir Snær
Keyrir inn á völlinn frá vinstri og á skotið sem fer af varnarmanni og rétt framhjá stönginni fjær.
53. mín MARK!
Aron Snær Ingason (Fram)
Hræðileg mistök í vörn Víkinga og það tvöföld!
Halldór Smári alveg úti á túni og missir Aron innfyrir sig. Gunnar Vatnhamar reynir að bæta upp fyrir mistök félaga síns en rennur á rassgatið í baráttu um boltann. Aron Snær þakkar pent fyrir sig og setur boltann snyrtilega framhjá Ingvari í marki Víkinga.
50. mín
Erlingur Agnarsson fer illa með frábæra stöðu úti til hægri í teig Fram en á skelfilega sendingu fyrir markið og heimamenn hreinsa.
49. mín Gult spjald: Már Ægisson (Fram)
Alltof seinn í Karl Friðleif og uppsker gult
47. mín
Pablo með spyrnuna en hún er afar slök og fer vel yfir markið.
46. mín
Niko byrjar þennan síðari hálfleik á að vinna aukaspyrnu á mjög hættulegum stað. Birnir og Pablo standa yfir boltanum.
46. mín
Síðari háfleikur hafinn Víkingar hefja þennan síðari hálfleik
46. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Víkingar gera tvöfalda skiptingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Víkingar gera tvöfalda skiptingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við þennan fyrri hálfleik hér í Úlfarsárdal.

Verið fjörugur og skemmtilegur leikur áhorfs og vonandi að það haldi bara áfram í síðari hálfleik.
43. mín
Líf og fjör Aron Jóhannsson í fínu færi eftir að hafa dansað í teignum me boltann. Boltinn af varnarmanni og afturfyrir.
41. mín
Dauðafæri og mögulegt víti? Jannik Pohl sleppur einn í gegn og Ingvar mætir honum og ver vel.

Jannik vill fá vítaspyrnu og það er spurning hvort að varnarmaður sem elti hafi haldið í hann og togað. Það var allavega lykt af þessu frá mér séð.
39. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Víkingar hafa snúið þessu við Orri Sigurjónsson með skelfilega sendingu út úr vörn Fram undir þungri pressu Vikinga. Boltinn beint á Birni sem keyrir upp að endalínu og leggur boltann fyrir markið, þar kiksar Helgi Guðjóns boltann fyrir fætur Arons sem skorar af stuttu færi úr markteignum.
34. mín
Karl Friðleifur með stórhættulega fyrirgjöf fyrir mark Fram sem Orri Sigurjóns gerir vel í að skalla í horn.
33. mín
Leikurinn verið hin ágætasta skemmtun til þessa.

Víkingar fá hér hornspyrnu.
32. mín Gult spjald: Igor Bjarni Kostic (Fram)
Eitthvað ósáttur með eitthvað og lætur dómara leiksins vita af því. Uppsker fyrir það gult spjald.
30. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Víkingar kvitta strax
Helgi með boltann fyrir framan teig Fram, Finnur Birni í hlaupinu vinstra megin við sig sem keyrir inn á teiginn og smellir honum í fjærhornið framhjá Ólafi.
28. mín SJÁLFSMARK!
Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Fram tekur forystuna hér! Eftir hornspyrnu frá vinstri kýlir Ingvar Jónsson boltann í höfuðið í Oliver og þaðan í netið. Slysalegt.
23. mín
Ólafur Íshólm vill ekki vera minni maður.
Ver glæsilega skot Erlings Agnarssonar frá vítateig eftir vel útfærða skyndisókn Víkinga.
22. mín
Ingvar Jónsson með eina af vörslum ársins!
Skelfilegur varnarleikur eftir aukaspyrnu Fred frá hægri. Gummi Magg aleinn á fjærstöng hálfum metra frá marki en Ingvar gerir sig eins breiðan og hugsast getur og ver með tilþrifum.
19. mín
Halldór Smári með frábæra tæklingu úti við hliðarlínu og Víkingar í skyndisókn. Birnir Snær með baneitraðan bolta fyrir markið frá vinstri en Erlingur og Aron flækjast sennilega bara fyrir hver öðrum í viðleitni sinni að skora. Markspyrna niðurstaðan.
18. mín
Fred vinnur boltann á miðjum vellinum og Fram keyrir upp. Aron Snær með boltann fyrir markið en of aftarlega fyrir Gumma Magg sem þarf að teygja sig í boltann og setur hann framhjá.
17. mín
Aron Elís mikið í boltanum hér. Hársbreidd frá því að vinna sig í gott færi en Framarar bjarga.
16. mín
Gaman að fylgjast með baráttu Oliver Ekroth og Jannik Pohl. Þeir eru virkiega að slást um boltann þegar þeir kljást.
13. mín
Aron Elís í dauðafæri Víkingar spæna í sig vörn Fram og finnur Viktor Örlygur Aron við vítapunkt. Fyrsta snertingin mögulega frekar þung hjá Aroni sem tekur sér of langan tíma að leggja boltann fyrir áður en hann lætur vaða sem gefur varnarmanni tíma til að stíga fyrir.
12. mín
Aron Jóhannsson með stórhættulegan bolta fyrir mark Víkinga, Gummi rekur tærnar í hann á sama tíma og Ingvar gerir sig líklegan að grípa, Flaggið fer á loft.
9. mín
Pablo í fínu færi fyrir Víkinga hinum meginn en setur boltann framhjá frá vítateig.

Sjaldséð að sjá Pablo reyna sig með hægri.
8. mín
Ingvar í algjöru skógarhlaupi og Jannik nær til boltans á undan honum. 2-3 leikmenn Fram í teignum en Jannik ákveður að skjóta sjálfur, Ingvar ver og Víkingar hreinsa.
7. mín
Birnir Snær fer illa með Óskar Jónsson og kemur sér inn á teiginn. Nær boltanum inn á markteig þar sem hætta skapast en boltinn á endanum í fang Ólafs.
5. mín
Víkingar að herða pressuna og dæla boltum inn á teig Fram sem verst vel. Engin færi komið enn.
3. mín
Fram svarar.
Már Ægisson með fyrirgjöf fyrir markið. Gummi Magg gerir sig líklegan en Ingvar hirðir boltann áður en hann nær til hans.
3. mín
Víkingar að ógna
Erlingur í fínu plássi til að setja boltann fyrir frá hægri. Er ögn lengi að afhafna sig og varnarmaður kemst á milli.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn sparka þessum leik af stað.
Fyrir leik
Tíu mínútur til leiks
Liðin að ljúka upphitun hér í vindinum í Úlfarsárdal, það er ekkert sérstaklega hlýtt á vellinum svo það er vissara að vera með úlpuna meðferðis.
Fyrir leik
Helgi Guðjónsson fremstur gegn uppeldisfélaginu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hjá Víkingum fer Nikolaj Hansen á bekkinn ásamt þeim Matthíasi Vilhjálmssyni, Danijel Djuric og Davíð Atlasyni. Inn í þeirra stað koma Helgi Guðjónsson, Halldór Smári Sigurðsson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Viktor Örlygur Andrason.

Hjá Fram er Brynjar Gauti Guðjónsson fjarri góðu gamni sem og Tiago Fernandez og Adam Örn Arnarson. Inn í þeirra stað koma Orri Sigurjónsson, Jannik Pohl og Már Ægisson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Tríóíð
Guðgeir Einarsson er með flautuna í leiknum, honum til aðstoðar eru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Þórður Þorsteinn Þórðarson er fjórði dómari og Eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna
Liðin mættust í Víkinni þann 11.júní síðastliðinn. Þar má segja að að Víkingar hafi klárað leikinn á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson, Danijel Dejan Djuric og Birnir Snær Ingason gerðu þar mörk Víkinga. Fred Saraiva minnkaði muninn.


Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Verða Víkingar meistarar í dag?
Það er vel raunhæfur möguleiki að Víkingar tryggji sér Íslandsmeistaratitilinn í dag. Vinni þeir leik sinn gegn Fram og taki HK stig gegn Val er titilinn klár í Fossvoginn. (Óstaðfest) reyndar í þetta sinn þar sem Víkingar þurfa að bíða niðurstöðu í margfrægri kæru Vals á hendur þeim fyrir símtal Arnars Gunnlaugssonar í 4-0 sigri Víkinga á Val á dögunum þar sem Arnar tók út leikbann.

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Fyrir leik
Fram
Heimamenn í Fram eru í ögn annari stöðu en Víkingar nú þegar mótinu verður skipt. Nítján stig í tíunda sæti er hlutskipti þeirra sem stendur og stefnir liðið í harða fallbaráttu í neðrl hluta deildarinnar.

Vandamál Fram að stórum hluta þessa móts hefur verið varnarleikur. Liðið hefur verið að skora talsvert af mörkum en hafa að sama skapi verið hriplekir til baka. Vörnin hefur þó aðeins verið að þéttast að undanförnu en það er spurning hvort það dugi til þegar andstæðingurinn er liðið sem skorað hefur langmest í deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingur
Fátt virðist geta komið í veg fyrir það að Víkingar verði Íslandsmeistarar þetta árið. Fjórtan stiga foyrsta á toppi deildarinnar þegar aðeins sex leikir eru eftir af mótinu gefur það nokkuð sterkt til kynna.

Allir leikmenn liðsins því sem næst hafa skilað góðu framlagi til liðsins og lykilmenn fundið sína fjöl eftir að ýmsu leyti vonbrigða tímabil í fyrra. Nikolaj Hansen er kominn með ellefu mörk eftir að hafa verið í basli með meiðsli í fyrra. Þá hefur Birnir Snær Ingason heldur betur sprungið út og er kappinn sá að eiga sitt besta tímabil í efstu deild að margra mati. Þá skal ekki gleyma lottóvinningnum Gunnari Vatnhamar sem liðið sótti rétt fyrir mót en Færeyski landsliðsmaðurinn hefur smollið eins og flís við rass við þetta Víkingslið og verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í varnarleik og uppspili liðsins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildarinnar lýkur.
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Fram og Víkings í 22.umferð Bestu deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('76)
8. Viktor Örlygur Andrason ('46)
9. Helgi Guðjónsson ('46)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson ('86)
18. Birnir Snær Ingason
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('76)

Varamenn:
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('86)
19. Danijel Dejan Djuric ('76)
23. Nikolaj Hansen ('46)
24. Davíð Örn Atlason ('76)
26. Þorri Heiðar Bergmann
27. Matthías Vilhjálmsson ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Aron Baldvin Þórðarson
Pétur Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('82)

Rauð spjöld: