Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Keflavík
2
1
HK
Nacho Heras '6 , víti 1-0
1-1 Marciano Aziz '8
Sami Kamel '24 2-1
24.09.2023  -  14:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Gola eins og stundum áður og dropar í lofti. Hiti um 8 gráður
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 155
Maður leiksins: Sami Kamel
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
6. Sindri Snær Magnússon
9. Muhamed Alghoul
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Sami Kamel ('94)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('55)
26. Ísak Daði Ívarsson ('78)

Varamenn:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
7. Viktor Andri Hafþórsson ('94)
11. Stefan Ljubicic ('55)
19. Edon Osmani ('78)
21. Aron Örn Hákonarson
50. Oleksii Kovtun
89. Robert Hehedosh

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Falur Helgi Daðason
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Muhamed Alghoul ('42)
Frans Elvarsson ('43)
Sami Kamel ('55)
Sindri Snær Magnússon ('58)
Sindri Þór Guðmundsson ('72)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('81)
Stefan Ljubicic ('94)
Magnús Þór Magnússon ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrsti sigur Keflavíkur frá 10, apríl staðreynd.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
96. mín
Arnar Freyr er mættur inn á teiginn en aukaspyrna Atla Hrafns himinhátt yfir markið.
95. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
Brýtur á Örvari í hröðu upphlaupi.

Síðasti séns.
94. mín Gult spjald: Stefan Ljubicic (Keflavík)
Tafir
94. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
93. mín
Örvar Eggertsson Örvar í hörkuskotfæri og nær fínu skoti en Magnús Þór bjargar!
93. mín
HK freistar þess að sækja en vörn Keflavíkur þétt og lítið um svæði fyrir gestina að sækja í
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki fjórar mínútur.

HK á horn.

Dæmdir brotlegir í teignum. Keflavík á aukaspyrnu í eigin vítateig.
86. mín
Gunnlaugur Fannar með skalla eftir hornið en rétt framhjá.
85. mín
Nacho sækir horn fyrir Keflavík
81. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Hvað er Arnar Þór að gera eiginlega???

Gunnlaugur Fannar brýtur á Örvari sem er að sleppa í gegn en boltinn berst þaðan á Tuma sem er einn gegn Mathias. Þá tekur Arnar upp á því að flauta og hefur þar með marktækifærið af HK.

Óskiljanlegur dómur frá mér séð.
79. mín
HK fær hornspyrnu.

Arnþór Ari nær skallanum á fjær en hittir ekki markið.
78. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Marciano Aziz (HK)
78. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Ísak Daði Ívarsson (Keflavík)
78. mín
Stefan Ljubicic með hörkuskot af einum tuttugu metrum eða svo en Arnar ver.
72. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Enn fjölgar spjöldunum. Sindri Þór fær gult fyrir mótmæli
71. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
70. mín
Inn:Karl Ágúst Karlsson (HK) Út:Anton Søjberg (HK)
70. mín
Ahmad Faqa fer niður í teignum eftir hornspyrnu og vill fá víti. Ég gat ekki séð brotið en mögulega var eitthvað í þessu.
68. mín
Anton með skot á markið úr aukaspyrnu en það er þægilegt viðureignar fyrir Mathias.
67. mín
Fram og aftur völlinn fer boltinn en hættuleg færi láta standa á sér. Mjög mikið um næstum þvi móment.
59. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (HK)
58. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Brýtur af sér og fær gult.
56. mín
Herfileg mistök Arnars í marki HK, sendir boltann beint fyrir fætur Sami sem að nær skotinu en Arnar bjargar sér fyrir horn og ver.
55. mín Gult spjald: Sami Kamel (Keflavík)
Hefur sagt eitthvað sem var Arnari ekki að skapi.
55. mín
Inn:Stefan Ljubicic (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
54. mín
Arnþór Ari í hörkufæri í teig Keflavíkur eftir góða sókn en setur boltann framhjá markinu.
51. mín
HK að eflast en engin færi til að tala um litið dagsins ljós.
46. mín
HK í basli í öftustu línu strax í blábyrjun og gefa horn.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Fjörugum fyrri hálfleik lokið hér á HS Orkuvellinum. Keflavík sýnt á sér hliðar sem við höfum því miður ekki oft séð í sumar og spilað kröftugann sóknarbolta. Sanngjörn staða í hálfleik.
45. mín
Arnar bjargar HK!
Frábær sókn Keflavíkur upp vinstra megin. Muhammed finnur þar Ísak sem á stórfína fyrirgjöf yfir á fjærstöng þar sem Sami lúrir. Sami nær góðum skalla en Arnar ver glæsilega og kemur í veg fyrir mark.
45. mín
Skyndisókn Keflavíkur, Sindri Þór ber upp boltann, leitar út til vinstri þar sem hann finnur Ísak sem keyrir inn á teiginn og á skot en beint á Arnar Frey fer boltinn.
45. mín
Keflavík sækir og uppsker horn.

Uppbótartíminn er að minnsta kosti fimm mínútur.
43. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
50-50 barátta við Brynjar Snæ og er dæmdur brotlegur, renndu sér báðir í boltann á sama tíma og Frans tekur skellinn hvað dóminn varðar.
42. mín Gult spjald: Muhamed Alghoul (Keflavík)
Brýtur á Atla Hrafni úti við hliðarlínu og uppsker gult spjald.
40. mín
Arnþór Ari með skalla að marki eftir aukaspyrnu frá vinstri en boltinn beint í fang Mathias.
34. mín
Gestirnir að vinna sig betur inn í leikinn á ný og sækja,

Örvar með skot en það er laflaust og beint á Mathias.
32. mín
Örvar Eggertsson fer í grasið eftir hornspyrnu. Nacho fer undir hann í baráttu um boltann og Örvar steinliggur og þarf aðhlynningu. Köll eftir vítaspyrnu en Arnar er ekki á því.
31. mín
Inn:Eiður Atli Rúnarsson (HK) Út:Kristján Snær Frostason (HK)
HK gerir breytingu, reikna með að meiðsli spila þar inn í.
26. mín
Keflavík sækir á ný,

Sindri Þór í hörkufæri hægra megin í teignum en bregst bogalistin og gestirnir bjarga í horn.
24. mín MARK!
Sami Kamel (Keflavík)
Stoðsending: Muhamed Alghoul
Heimamenn leiða á ný Frábært spil Keflavíkur upp vinstra megin, Nacho í overlapið og finnur Muhammed við teigin sem pikkar honum á Kamel sem skorar úr þröngri stöðu
22. mín
Lagleg sókn Keflavíkur, færa boltann vel frá hægri yfir til vinstri. Ísak Daði með boltann fyrir markið og Kamel með skotið en rétt framhjá.
20. mín
Anton Sojberg fer niður við teiginn í eltingarleik um boltann, Arnar lætur sér fátt um finnast, Anton horfði til hans og vonaði en kvartaði ekki mikið.
17. mín
Keflavík sækir
Ná ágætu spili á vallarhelmingi HK sem endar með skoti frá Kamel úr D-boganum. Arnar slær boltann f?a og kastar sér á eftir honum og handsamar.
13. mín
Eftir þessa mjög svo fjörugu byrjun hefur leikurinn aðeins róast hvað sóknarþunga varðar.
8. mín MARK!
Marciano Aziz (HK)
Stoðsending: Örvar Eggertsson
Gestirnir jafna strax!
HK sækir hratt, Örvar dregur sig út til hægri og fær boltann. Leggur boltann út í teiginn þar sem Aziz mætir í hlaupið og setur boltann í netið með viðkomu í varnarmanni.

Vægast sagt fjörug byrjun á þessum leik.
6. mín Mark úr víti!
Nacho Heras (Keflavík)
Skammt stórra högga á milli hér. Feykilega öruggt, Arnar leggur af stað en Nacho settur boltann þéttingsfast í gagnstætt horn
6. mín
Keflavík er að fá víti!!!!

Brot í teignum eftir skyndisókn og Arnar bendir á punktinn.

Nacho Heras stígur upp
5. mín
Övar Eggertsson einn gegn Mathias!
En hann klúðrar!

Rosalega illa gert hjá honum. Setur boltann beint á danann.
4. mín
Ísak Daði reynir að böðla sér inn á teig HK en er stöðvaður áður en hann kemst of langt.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimamenn sem sparka þessu af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús Heimamenn í Keflavík gerir eina breytingu á liði sínu frá 4-2 tapinu gegn KA síðastliðinn miðvikudag. Edon Osmani fær sér sæti á varamannabekknum og í hans stað kemur Sindri Þór Guðmundsson inn í byrjunarliðið.

HK gerir tvær breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn Fram. Sigurbergur Áki Jörundsson fer á bekkinn og þá tekur Ívar Örn Jónsson út leikbann. Inn í þeirra stað koma þeir Atli Arnarson og Marciano Aziz
Fyrir leik
Fyrri viðureignir í sumar.
HK hefur haft sigur í báðum innbyrðis viðureignum liðanna í sumar.

Fyrst mættust liðin í Keflavík þann 14.maí síðastliðinn þar sem HK hafði 2-0 sigur með mörkum frá Arnþóri Ara Atlasyni og Örvari Eggertssyni. Úrslitin ein og sér voru ekki það eina neikvæða við leikinn fyrir Keflavík en í leiknum reif Nacho Heras liðþófa í hné of þurfti í aðgerð. Meiðsli sem að héldu honum frá vellinum fram í miðjan ágúst.

Liðin mættust svo í Kórnum þann 9.ágúst síðastliðinn og hafi HK þar 3-1 sigur. Sindri Þór Guðmundsson kom Keflavík þar yfir í fyrri hálfleik en Atli Arnarson jafnaði fyrir HK skömmu eftir hlé. Það var svo djúpt inn í uppbótartíma sem að Arnþór Ari Atlason og Eyþór Wöhler bættu við tveimur mörkum fyrir HK og tryggðu þeim sigurinn. Þessi ósigur Keflavíkur markaði svo enda á þjálfaratíð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar með Keflavík en hann fékk að taka pokann sinn hjá liðinu daginn eftir.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Dómari
Arnar Þór Stefánsson er aðaldómari leiksins. Honum til aðstoðar eru þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Antoníus Bjarki Halldórsson. Guðmundur Páll Friðbertsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Eyjólfur Ólafsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar ekki alveg hlutlaus Valgeir Valgeirsson, leikmaður Örebrö, í Svíþjóð spáir í leikina sem framundan eru en hann er uppalinn í HK.

Keflavík 0 - 5 HK

Það er laser focus hjá mínum mönnum í HK eftir svekkjandi jafntefli gegn Fram. Erlend lið munu hafa augastað á Eið Atla eftir hans frammistöðu í þessum leik með 100% pass accuracy. Atli Þór mun skora fyrsta mark leiksins, copy paste af Ronaldo skallamarki gegn Sampdoria. Average rating leikmanna HK á Fotmob verður 9,7, easy win.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík
Endirinn færist nær og nær fyrir Keflavík, tölfræðilega á liðið enn möguleika á að bjarga sér þótt langsótt verði að teljast að það takist. Kraftaverk hafa þó gerst áður og Keflavík þarf að treysta á eitt slíkt. Fjóra leiki á Keflavík eftir að leiknum í dag meðtöldum og situr í neðsta sæti með tólf stig níu stigum á eftir ÍBV og Fram sem sitja í næstu sætum fyrir ofan. Sigur er því lífsnauðsynlegur ætli liðið sér að eiga minnsta möguleika á þessu kraftaverki sem þó verður að teljast ólíklegt að raungerist.

Þegar maður veltir þessu tímabili Keflavíkur fyrir sér og leitar að skýringum á gengi þeirra þetta sumarið koma nokkur atriði upp í hugann. Viðvörunarbjöllur hringdu strax í vetur þegar margir lykilmenn yfirgáfu liðið sem varð efst í neðri hluta deildarinnar. Þeir leikmenn sem fengnir voru í staðinn stóðu sumir hverjir alls ekki undir væntingum og bættu litlu við liðið. Þar fyrir utan hefur liðið átt í miklum meiðslavandræðum þetta sumarið og lykilmenn eins og Nacho Heras og Sami Kamel misst af mörgum leikjum vegna meiðsla. Það er nokkuð sem liðið mátti alls ekki við enda breiddin í hópnum ekki sú mesta.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
HK Gestirnir úr efri byggðum Kópavogs mæta til leiks á nokkuð lygnum sjó. Fimm stig skilja þá frá fallsæti sem stendur og má því segja að þeir hafi nokkuð andrými en lítið þarf þó að gerast til þess að þeir sogist niður í fallslaginn.

Það sem veldur helst áhyggjum af liði HK þessa stundina er að ansi langt er síðan að liðið fagnaði sigri, síðasti sigurleikur liðsins leit dagsins ljós þann 9.ágúst síðastliðinn þegar liðið vann 3-1 sigur gegn mótherjum sínum í dag Keflavík. Það er þó eflaust ofarlega í huga Ómars og leikmanna hans að sigur í dag fer langleiðina með að geirnegla sæti þeirra í Bestu deildinni að ári og má því reikna með því að liðið sæki stíft til sigurs í dag,

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin rúllar áfram
Heil og sæl kæru lesendur og verið líkt og ávallt hjartanlega velkomin til þessarar beinu textalýsingu Fótbolta.net frá HS Orkuvellinum þar sem lið Keflavíkur og HK munu mætast í annari umferð úrslitakeppni deildarinnar.

Flautað verður til leiks klukkan 14.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('31)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Anton Søjberg ('70)
10. Atli Hrafn Andrason
11. Marciano Aziz ('78)
14. Brynjar Snær Pálsson
18. Atli Arnarson

Varamenn:
12. Benedikt Briem (m)
6. Birkir Valur Jónsson
16. Eiður Atli Rúnarsson ('31)
19. Birnir Breki Burknason
20. Sigurbergur Áki Jörundsson
28. Tumi Þorvarsson ('78)
29. Karl Ágúst Karlsson ('70)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson

Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('59)
Leifur Andri Leifsson ('71)

Rauð spjöld: