Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Fram
1
0
KA
Þengill Orrason '55 1-0
01.10.2023  -  17:00
Framvöllur
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Þengill Orrason
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f) ('80)
7. Aron Jóhannsson ('59)
10. Fred Saraiva
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
27. Sigfús Árni Guðmundsson
28. Tiago Fernandes
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('59)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
9. Þórir Guðjónsson ('80)
11. Magnús Þórðarson ('59)
16. Viktor Bjarki Daðason ('59)
20. Egill Otti Vilhjálmsson
22. Óskar Jónsson
23. Már Ægisson

Liðsstjórn:
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Breki Baldursson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér í kvöld. RISAstór 3 stig til heimamanna sem taka stórt skref í átt að því að halda sér í deildinni.
90. mín
Tíminn fer að renna út hér. Magnús sækir innkast og menn ekki að drífa sig mikið að taka það.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Framarar að vera forystuna og ekkert að sækja neitt of mikið. Skiljanlega. Þetta væru RISA þrjú stig.
82. mín Gult spjald: Breki Baldursson (Fram)
82. mín
Magnús nálægt því að finna Viktor Bjarka fyrir opnu marki en KA bjarga í horn sem KA ná að koma í burtu
80. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
Gummi náð að valda usla í dag.
77. mín
Viktor Bjarki enn og aftur nálægt því að skora!

Magnús Þórðarson með fyrirgjöf sem fer af varnarmanni. Viktor Bjarki fær hann og reynir að snúa honum utanfótar að marki en boltinn hárfínt framhjá.
73. mín
Ekkert varð úr þessu en KA menn ná ekki boltanum í burtu og Gummi Magg sækir aukaspyrnu á svipuðum stað hinum meginn við teiginn.
72. mín
Adam Örn sækir aukaspyrnu á flottum stað fyrir skot eða fyrirgjöf.
71. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
71. mín
Inn:Jóan Símun Edmundsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
68. mín
Dauðafæri! Samvinna hjá varamönnunum. Elfar Árni leggur boltann fyrir Harley við markteiginn en Harley setur hann framhjá.
68. mín
Magnús Þórðar fer niður í teignum eftir viðskipti við Hrannar Björn. Stúkan tryllist og heimtar víti en það hefði verið rangt.
65. mín
Framarar með öll völd á vellinum. Alvöru andi í þessari frammistöðu!
63. mín
Aftur er Viktor Bjarki í dauðafæri og aftur ver Stubbur!

Viktor Bjarki verið líflegur.
62. mín
Varamaðurinn Viktor Bjarki sloppinn í gegn en Stubbur ver frá hornum. Hefði verið skemmtileg saga.
59. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Fram) Út:Aron Jóhannsson (Fram)
Viktor Bjarki fæddur 2008 að koma inná.
59. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Aron Snær Ingason (Fram)
59. mín Gult spjald: Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Hrindir Tiago í jörðina án boltans.
55. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
KA menn hrista upp í þessu
55. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
KA menn hrista upp í þessu
55. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Valdimar Logi Sævarsson (KA)
KA menn hrista upp í þessu
55. mín MARK!
Þengill Orrason (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Magnússon
Framarar leiða!!! Tiago með flottan bolta fyrir markið þar sem Gummi Magg rís hæst og skallar boltann niður á Þengil sem skorar mark sem getur reynst ansi dýrmætt.
51. mín
Ingimar leggur boltann á Ásgeir sem skýtur rétt framhjá. Líklega það næsta sem KA menn hafa komist í dag.
50. mín
Smá hætta í teignum eftir hornið en KA menn bægja hættunnni frá.
49. mín
Fram fær fyrsta horn hálfleiksins.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. KA menn koma okkur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur kominn hérna í Grafarholtinu. Framarar í við betri. Aron Jó fékk lang besta færi hálfleiksins en hamraði boltanum yfir.
45. mín
Einni mínutu bætt við.
44. mín
Sigfús með fínt skot utan af vell en Stubbur með allt á hreinu og grípur boltann.
40. mín
Aron Jó líflegur hérna og reynir fyrirgjöf ætlaða Gumma en Stubbur vel vakandi og handsamar þetta vel.
37. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Sveinn Margeir fyrstur í bókina góðu.
36. mín
Aron Snær með skot beint á Stubb. Var með Gumma með sér sem var í betri stöðu.
33. mín
KA menn fengu aukaspyrnu á fínum stað fyrirgjöf en Fram vörnin stendur vel sína vakt.
25. mín
Ingimar með skot utan af velli sem er langt framhjá og ógnar ekki að neinu viti.
23. mín
Dauðafæri!!!!! Tiago sendir boltann fyrir á Gumma Magg sem er í fínu skallafæri og nær flottum skalla sem Stubbur ver vel. KA menn í veseni að ná boltanum úr teignum og Aron Jó kemst inn í sendingur frá Hrannari við markteiginn í dauðafæri og hamrar boltanum yfir!

Þarna verður hann að skora.
20. mín
Einstaklega gæðalausar fyrstu tuttugu. Menn að senda sloppy lokasendingar trekk í trekk.
19. mín
Framarar skalla í burtu.
19. mín
Aftur fær KA horn.
16. mín
Grímsi tók en ekkert varð úr þessu.
15. mín
KA fær fyrst horn sitt í leiknum.
12. mín
Fred fær boltann á fínum stað við vítateigslínuna og reynir skotið sem er mjög fast en rétt yfir.
9. mín
Stöngin Aron Jó með skot sem hafnar í Stönginni! Fram að byrja betur
9. mín
Meiri ógn í Frömurum hér í upphafi. Ekkert mikið að frétta samt sem áður.
1. mín
Jakob Snær tekur harkalega á Aroni Jó hér strax í byrjun. Ekkert spjald á loft.
1. mín
Leikur hafinn
Fram hefur leik.
Fyrir leik
Ragnar Sigurðsson þjálfari Fram gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn Keflavík. Aron Jóhannsson kemur inn í byrjunarliðið í stað Jannik Pohl.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn ÍBV. Ívar Örn Árnason, Joan Símun Edmundsson, Andri Fannar Stefánsson og Harley Willard fara út og í stað þeirra koma inn Bjarni Aðalsteinsson, Valdimar Logi Sævarsson, Daníel Hafsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson
Fyrir leik
Fram Fram er auðvitað í mjög svo harkalegri botnbaráttu en neðri hlutinn hefur gengið vel og lærisveinar Ragnars Sigurðarsson eru ennþá taplausir og sigur gegn Keflavík í seinustu umferð gerir það að verkum að staðan lítur mun betur út en áður. Liðið er 3 stigum frá falli og sigur í dag myndi svo gott sem tryggja liðinu sæti í Bestu deildinni að ári. Mótherjinn er þó sterkur og þeir munu þurfa að hafa fyrir sigrinum.
Fyrir leik
KA Vonbrigðin hjá KA að vera í neðri hlutanum hljóta að vera mikil og þá sérstaklega eftir að liðið tapaði bikarúrslitaleiknum þann 16. september fyrir Víkingi. Maður verður þó að gefa þeim hrós. Mörg lið hefðu mætt inn í þessa leiki með hálfum hug og mögulega tapað óþarfa leikjum en það er ekki hægt að segja það um KA. Liðið hefur mætt inn í þessa leiki og sýnt öllum sem vilja sjá að þetta lið er alltof gott fyrir neðra hlutann. Forsetabikarinn er í höfn!
Fyrir leik
Leikur hafinn
Velkominn í Úlfarsárdalinn! Hér í dag fer fram leikur Fram og KA í Úlfarsárdalnum. Leikur er liður í næst seinustu umferð neðri Hluta Bestu deildar karla.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
7. Daníel Hafsteinsson ('71)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('55)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason
30. Sveinn Margeir Hauksson ('71)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('55)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('55)

Varamenn:
99. Jóhann Mikael Ingólfsson (m)
6. Jóan Símun Edmundsson ('71)
8. Pætur Petersen ('71)
8. Harley Willard ('55)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('55)
14. Andri Fannar Stefánsson ('55)
21. Mikael Breki Þórðarson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Petar Ivancic
Jens Ingvarsson
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Sveinn Margeir Hauksson ('37)
Hrannar Björn Steingrímsson ('59)

Rauð spjöld: