Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Litáen U21
0
1
Ísland U21
0-1 Davíð Snær Jóhannsson '66
Emilis Gasiunas '70
Lúkas Petersson '74
Armandas Kucys '77 , misnotað víti 0-1
17.10.2023  -  15:00
Jonava, Litáen
Undankeppni EM
Dómari: Luis Teixeira (Andorra)
Byrjunarlið:
1. Rimvydas Kiriejevas
2. Nojus Stankevicius
4. Kristupas Kersys
6. Martynas Dziugas ('21)
7. Motiejus Burba
10. Titas Buzas ('60)
11. Deividas Dovydaitis ('82)
13. Gabrielius Micevicius ('60)
14. Armandas Kucys
15. Emilis Gasiunas
18. Eduardas Jurjonas

Varamenn:
12. Dominykas Valeckas (m)
3. Zygimantas Baltrunas
5. Dziugas Aleksa
8. Darius Stankevicius
9. Gustas Jarusevicius ('60)
17. Matas Dedura
19. Nojus Luksys ('82)
20. Ernestas Burdzilauskas ('21)
23. Eridanas Baguzas ('60)

Liðsstjórn:
Tomas Razanauskas (Þ)

Gul spjöld:
Kristupas Kersys ('58)
Armandas Kucys ('60)
Emilis Gasiunas ('61)
Motiejus Burba ('86)

Rauð spjöld:
Emilis Gasiunas ('70)
Leik lokið!
TÆPT VAR ÞAÐ! En hafðist! Heldur betur senur í þessum leik. Ekki annað hægt að segja en að þetta hafi þegar allt er talið úr pokanum verið sanngjarn sigur.

99. mín
Vá!!! HETJUBJÖRGUN HLYNS! Armandas Kucys í færi í teignum, fer framhjá Loga en Hlynur Freyr bjargar með geggjaðri tæklingu. Litáen fær hornspyrnu.
98. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (Ísland U21) Út:Mikael Egill Ellertsson (Ísland U21)
97. mín
Ísland á markspyrnu. Þetta er að landast. Stefnir í að Ísland verði með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína.
96. mín
Mikael Egill gerir vel, kemur sér í hörkufæri en Rimvydas Kiriejevas fer út úr marki sínu og nær að loka.
95. mín
Ernestas Burdzilauskas brýtur á Eggerti við miðlínuna. Sleppur með tiltal.
93. mín
Hornspyrnan tekin. Beint á Mikael Egil sem setur boltann afturfyrir aftur. Annað horn.

Eftir þá hornspyrnu á Nojus Stankevicius slappt skot vel framhjá.
92. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (Ísland U21)
92. mín
Litáen með hættulega fyrirgjöf, Valgeir setur boltann í horn.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 8 mínútur! Fullt eftir af þessu.
89. mín
Benoný Breki fékk höfuðhögg en er staðinn á fætur.
88. mín
Eggert Aron reynir skot en varnarmaður nær að kasta sér fyrir.
87. mín
Litáen spilar níu gegn tíu síðustu mínúturnar. Þeir eru búnir með skiptingahólfin sín.
86. mín Gult spjald: Motiejus Burba (Litáen U21)
Fær að líta gula spjaldið á meðan hann er borinn af velli á börum.
85. mín
Meiðist þegar hann brýtur af sér Motiejus Burba brýtur á Mikael Agli og meiðist í leiðinni. Ísland á aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá vinstri. Burba biður um skiptingu. Dómarinn kallar eftir börum.
83. mín
Litáen með sendingu inn í teiginn en Gustas Jarusevicius nær ekki til boltans.
82. mín
Inn:Nojus Luksys (Litáen U21) Út:Deividas Dovydaitis (Litáen U21)
82. mín
Benoný Breki Andrésson flaggaður rangstæður.
80. mín
Andri Fannar Baldursson með tilraun en yfir markið.

Maður er hreinlega enn að jafa sig eftir þessar senur hérna áðan.
79. mín
Litáen 36% - 64% Ísland Með boltann.
77. mín Misnotað víti!
Armandas Kucys (Litáen U21)
ADAM NÆR AÐ VERJA ÞETTA!!!! ÞETTA ER STÓRT!!!! ÞVÍLÍK DRAMATÍK HÉR Í GANGI!

Adam las þessa spyrnu, fór í rétt horn. Spyrnan ekki góð en tökum ekkert af Adam.
76. mín
Inn:Adam Ingi Benediktsson (Ísland U21) Út:Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Adam Ingi fer í markið og hans fyrsta verk verður að reyna að verja þessa vítaspyrnu
75. mín
HRIKALEGT! EKKI EÐLILEGA KLAUFALEGT! Logi Hrafn að skýla boltanum, samskiptamistök milli hans og Lúkasar. Armandas Kucys kemst á milli, brotið á honum. Víti og rautt.

Alveg skelfilegt.
74. mín Rautt spjald: Lúkas Petersson (Ísland U21)
LITÁEN FÆR VÍTASPYRNU!!!
73. mín
Andri Fannar með þéttingsfast skot Rétt framhjá! Nálægt því að tvöfalda forystuna.
72. mín
Marki yfir og manni fleiri Óhætt að segja að staðan sé góð þessa stundina!
70. mín Rautt spjald: Emilis Gasiunas (Litáen U21)
Setur fótinn í bringu Mikaels Egils og fær sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Fékk gult spjald fyrir tuð áðan Gasiunas, mikill prófessor.
69. mín
Ernestas Burdzilauskas þarf aðhlynningu.
68. mín
Mikael Egill með skot sem er varið.
66. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (Ísland U21)
Stoðsending: Mikael Egill Ellertsson
GJÖRSAMLEGA GEGGJAÐ MARK!!!! SÁ ER HEITUR!!! FER FRAMHJÁ VARNARMANNI OG SKORAR Í STÖNGINA OG INN. FRÁBÆRT SKOT SEM FÓR ALVEG VIÐ SAMSKEYTIN!

Davíð var búinn að vera inná í eina og hálfa mínútu þegar hann skoraði þetta mark!

65. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (Ísland U21) Út:Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21)
65. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (Ísland U21) Út:Danijel Dejan Djuric (Ísland U21)
65. mín
Litáar fá dauðafæri eftir skyndisókn! Deividas Dovydaitis geysist fram, leikur á Hlyn Frey með gabbhreyfingu og er einn gegn markverði en skotið arfadapurt og beint á Lúkas! Sem betur fer!
63. mín
Miðað við hversu mun betra íslenska liðið hefur verið þá vill maður fá fleiri opin færi. Í þessum skrifuðu orðum á Danijel Djuric skot sem Kiriejevas ver í horn.
61. mín Gult spjald: Emilis Gasiunas (Litáen U21)
Gult fyrir tuð. Andorramaðurinn með flautuna hefur lítinn húmor fyrir tuði.
60. mín
Inn:Gustas Jarusevicius (Litáen U21) Út:Titas Buzas (Litáen U21)
60. mín
Inn:Eridanas Baguzas (Litáen U21) Út:Gabrielius Micevicius (Litáen U21)
60. mín Gult spjald: Armandas Kucys (Litáen U21)
60. mín
Litáar ætla að bregðast við yfirburðum íslenska liðsins Tvöföld skipting í vændum hjá heimamönnum. Þetta hlýtur að fara að detta hjá okkar liði.
58. mín Gult spjald: Mikael Egill Ellertsson (Ísland U21)
Salómon tekinn á þetta.
58. mín Gult spjald: Kristupas Kersys (Litáen U21)
57. mín
Allt á suðupunkti. Læti rétt fyrir utan vítateiginn og þvaga myndast. Einhver Litái féll eftir baráttu við Mikael Egil.
56. mín
Íslenskir yfirburðir Ísland algjörlega með tögl og haldir. Litáar hafa varla komist yfir miðju hérna í seinni hálfleiknum. Vonandi ná okkar strákar að nýta þessa yfirburði til þess að skora fyrsta mark leiksins.
55. mín
Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá hægri. Fimbulfamb í teignum og Litáar koma boltanum frá.
54. mín
Danijel Dejan Djuric með spyrnuna, hittir á markið en boltinn beint á Kiriejevas sem slær hann frá.
53. mín
Brotið á Djuric 7 metrum fyrir utan teiginn. Ljómandi staðsetning fyrir aukaspyrnu. Koma svo!
52. mín
Ísland fékk hornspyrnu frá hægri. Andri Fannar með spyrnuna. Varnarmaður Litáa kemur boltanum frá.
49. mín
Danijel Dejan Djuric með fyrirgjöf, Mikael Egill kemur á siglingu við fjærstöngina og tekur skot úr nokkuð þröngu færi. Kiriejevas nær að loka.
47. mín
Danijel Dejan Djuric geysist fram í sókn en nær ekki nægilega góðri sendingu. Lofandi sókn sem hefði verið hægt að nýta betur.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn Kristall Máni tók miðjuna og seinni hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hállfeikstölfræði Marktilraunir: 5-6
Hornspyrnur: 0-2
Rangstöður: 2-0
45. mín
Hilmir Rafn í færi í teignum en of seinn að athafna sig og varnarmaður kemst fyrir. Íslenska landsliðið klárlega líklegra.
44. mín
Kristall Máni með fyrirgjöf eftir góða sókn, Hilmir Rafn nálægt því að ná til boltans.
42. mín
Danijel Dejan Djuric skýtur framhjá! Skot úr teignum. Þetta var hörkufæri.
40. mín
Hilmir Rafn Mikaelsson vinnur hornspyrnu. Andri Fannar býr sig undir að taka spyrnuna, eins og öll föst leikatriði Íslands.

Barátta í teignum en Kiriejevas nær boltanum.
38. mín
Djuric með fallhlífarbolta inn á teiginn sem Rimvydas Kiriejevas á ekki í vandræðum með.
36. mín
Gabrielius Micevicius brýtur á Eggerti á vinstri kantinum. Andri Fannar býr sig undir að taka aukaspyrnuna og koma með fyrirgjöf.

Ágætis sending inn í teiginn en varnarmaður heimamanna fyrstur í boltann.
35. mín
Andri Fannar með sendingu inn í teiginn, Danijel Dejan Djuric fellur í teignum en ekkert dæmt.
28. mín
Heimamenn ná fínni skottilraun, boltinn breytir lítillega um stefnu sem gerir þetta krefjandi fyrir Lúkas en hann nær að verja.2
27. mín
Skot naumlega framhjá! Heimamenn tapa boltanum á hrikalega slæmum stað, Mikael Egill fær boltann og lætur vaða nokkuð fyrir utan teiginn. Nær fínu skoti sem fer nuaumlega framhjá.
26. mín
Vó, misskilningur í vörn Íslands. Lúkas markvörður var kominn talsvert út en nær að koma hendi í boltann við vítateigsendann. Stuttu seinna eiga Litáar svo fína skottilraun en Lúkas vandanum vaxinn í markinu.
24. mín
Ólafur Guðmundsson tapar boltanum klaufalega og Litáar geysast í sókn en sem betur fer fara þeir illa með þetta tækifæri.
23. mín
Valgeir brýtur á leikmanni heimamanna fyrir utan teig. Þetta er skotfæri fyrir Litáa.

Armandas Kucys lætur vaða en ekki mikill kraftur og Lúkas Petersson ekki í vandræðum með að verja.
22. mín
Kristall með hættulega sendingu á Danijel en Kiriejevas markvörður kemur út og nær að loka á síðustu stundu.
21. mín
Inn:Ernestas Burdzilauskas (Litáen U21) Út:Martynas Dziugas (Litáen U21)
Martynas Dziugas fer meiddur af velli.
20. mín
Litáar í hættulega skyndisókn eftir feilsendingu Andra Fannars. Gabrielius Micevicius með slaka fyrirgjöf og þetta rennur út í sandinn hjá heimamönnum.
18. mín
Martynas Dziugas virðist hafa fest takkana í gervigrasinu, það er haldið á honum útaf í aðhlynningu og leikurinn fer aftur af stað.
18. mín
Kristupas Kersys með skalla til baka, Hilmir Rafn nálægt því að ná að stela boltanum en á endanum nær Rimvydas Kiriejevas markvörður heimamanna að handsama knöttinn.
16. mín
Valgeir Valgeirsson með skot eftir hornspyrnuna, setur mikinn kraft í skotið en hittir boltann illa og hann flýgur óralangt framhjá.
15. mín
Eggert Aron með flotta fyrirgjöf en vantar meiri græðgi í íslenska liðið í teignum. Motiejus Burba kemur boltanum í hornspyrnu.
14. mín
Ísland fær aukaspyrnu en það er hinsvegar Martynas Dziugas sem liggur eftir í baráttunni og þarf aðhlynningu. Braut á Eggerti Aroni og Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
12. mín
Eggert Aron á Danijel sem á fyrirgjöf en leikmaður Litáa nær að koma boltanum frá. Ísland heldur aftur í sókn en Kristall Máni dæmdur brotlegur. Dæmd bakhrinding en þetta virkaði alls ekki mikið.
9. mín
Litáen í sókn en flaggið fór á loft. Titas Buzas dæmdur rangstæður.
7. mín
Hilmir Rafn Mikaelsson með skot framhjá af nokkuð löngu færi. Íslenska liðið sterkara hér í upphafi, eins og búast mátti við.
5. mín
Mikael Egill með fyrirgjöf en bakvörður Litáen sat eftir í baráttunni, Mikael dæmdur brotlegur og heimamenn fá aukaspyrnu. Annars frekar tíðindalitlar þessar fyrstu mínútur.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjunarlið Íslands

Lúkas
Valgeir - Hlynur - Logi - Ólafur
Andri - Djuric - Eggert
Kristall - Hilmir - Mikael
Fyrir leik
Mínútu þögn fyrir leik til minningar um stuðningsmenn Svíþjóðar sem létust í skotárás í Brussel í gær.
Fyrir leik
Verið er að leika þjóðsöngvana. Andri Fannar er með fyrirliðaband Íslands í dag. Strákarnir taka vel undir í lofsöngi Matthíasar Jochumssonar.
Fyrir leik
Horfðu á leikinn í beinni
Fyrir leik
Fjórar breytingar Davíð Snorri Jónasson gerir fjórar breytingar frá síðasta leik.

Valgeir Valgeirsson, Danijel Dejan Djuric, Mikael Egill Ellertsson og Hilmir Rafn Mikaelsson koma inn í byrjunarliðið. Mikael Egill var í A-landsliðshópnum í síðasta mánuði.

Andri Lucas Guðjohnsen, Jakob Franz Pálsson og Ísak Andri Sigurgeirsson og Óskar Borgþórsson fara úr byrjunarliðinu. Andri Lucas var í A-landsliðshópnum.
Fyrir leik
„Mikil orka þegar þessir strákar hittast"
Fyrir leik
„Þá ættum við að vinna þennan leik"
Sigurmark Andra Fannars gegn Tékkum
Fyrir leik
Andri Fannar er mjög nálægt A-landsliðinu
   04.10.2023 12:10
Andri Fannar er mjög nálægt A-landsliðinu
Fyrir leik
Tvær breytingar frá síðasta hóp Það koma tveir nýir inn í hópinn frá því síðast. Benoný Breki Andrésson kemur inn í staðinn fyrir Andra Lucas Guðjohnsen sem var kallaður upp í A-landsliðið. Benoný hefur verið að spila frábærlega með KR í Bestu deildinni upp á síðkastið.

Þá kemur Mikael Egill Ellertsson einnig inn í hópinn eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið að þessu sinni.

   04.10.2023 10:49
U21 hópurinn - Tveir koma nýir inn frá síðasta hóp
Fyrir leik
Ísland vann Tékkland í sínum eina leik til þessa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland 2 - 1 Tékkland
1-0 Andri Lucas Guðjohnsen ('44)
1-1 Christophe Kabongo ('87)
2-1 Andri Fannar Baldursson ('94)

Ísland hefur leikið einn leik í riðlinum, liðið tók á móti Tékklandi á Víkingsvelli og úr varð hörkuleikur. Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir en hann er ekki með U21 liðinu í þessu verkefni þar sem hann er með A-landsliðinu.

Tékkar jöfnuðu seint í leiknum en Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti í uppbótartíma.
Fyrir leik
U21 landslið Litáens og Íslands mætast í dag Hér verður fylgst með leik Litáen og Íslands í I-riðli undankeppni EM U21 landsliða en Luis Teixeira frá Andorra flautar leikinn á klukkan 15 að íslenskum tíma.

Litáen hefur leikið tvo leiki til þessa, báða á heimavelli. Liðið tapaði 1-2 gegn Danmörku og 2-3 gegn Wales og er því enn án stiga.
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
2. Valgeir Valgeirsson
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Ólafur Guðmundsson
7. Mikael Egill Ellertsson ('98)
8. Andri Fannar Baldursson
10. Kristall Máni Ingason ('76)
14. Hlynur Freyr Karlsson
18. Hilmir Rafn Mikaelsson ('65)
19. Danijel Dejan Djuric ('65)
21. Eggert Aron Guðmundsson

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m) ('76)
6. Anton Logi Lúðvíksson
7. Óli Valur Ómarsson
11. Ísak Andri Sigurgeirsson
16. Örvar Logi Örvarsson
17. Óskar Borgþórsson
20. Jakob Franz Pálsson ('98)
22. Benoný Breki Andrésson ('65)
23. Davíð Snær Jóhannsson ('65)

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Mikael Egill Ellertsson ('58)
Logi Hrafn Róbertsson ('92)

Rauð spjöld:
Lúkas Petersson ('74)