


Laugardalsvöllur
Landslið kvenna - Þjóðadeild
Aðstæður: Ííískalt en ágætt veður
Dómari: Tess Olofsson (Svíþjóð)
Áhorfendur: 1245









Takk fyrir samfylgdina, viðtöl og umfjöllun koma inn síðar í kvöld.

0-2!
Klara Bühl skorar annað mark Þýskalands og lokatölur 0-2 pic.twitter.com/v61vOz1Ja4
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2023
Karólína brotleg.
Sara Dabritz tekur spyrnuna og setur boltann framhjá markinu.
Þarna náðum við að sundurspila þýska liðið, meira svona!!
Besta færi Íslands kemur á 85. mínútu, Diljá Ýr Zomers á það eftir flotta sendingu Hlínar Eiríksdóttur pic.twitter.com/ZJS910ynCq
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2023
Hafrún Rakel liggur eftir og leikurinn er stöðvaður.

Þjóðverjar komnar yfir!
Þýskaland fær víti og kemst í 0-1!
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2023
Telma aðeins of sein og brýtur af sér. Giulia Gwinn skorar örugglega úr vítinu. pic.twitter.com/tvabNXKKtc
Þýskaland á hornspyrnu.
Þessi leikur minnir óþæginlega mikið á leikinn gegn ???????? í fyrra
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) October 31, 2023
Það liggur mark í loftinu hjá þeim ????????
Þurfum að halda betur í ??. Ná aðeins andanum. Getum ekki varist í 90 mín+
Væri fínt að fá miðjumann inn fljótlega og Amöndu út á væng.
Telma verið frábær! #fotboltinet
Hinum megin keyra þjóðverjar upp og fá enn eina hornspyrnuna.
Þetta er klárlega tækifæri, góð fyrirgjafarstaða og við fjölmennum inn á teig.
Virðist vera tilbúin að halda áfram og leikurinn heldur áfram.
Klara snýr boltann inn á teiginn og boltinn fer í gegnum allt og endar á fjær en Telma nær fyrst til hans en liggur svo eftir.
Jule Brand fær dauðafæri en skallar framhjá! pic.twitter.com/rPBRYGVsLF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2023
Guðrún reynir að kasta í fætur á Hlín en hún nær ekki að halda í boltann.
Markalaust á Laugardalsvellinum og við getum bara verið mjög sátt með að hafa ekki fengið á okkur mark í þessum fyrri hálfleik.
v
Markalaust í hálfleik. Ingibjörg Sigurðardóttir mætti í viðtal í hálfleik og var bara nokkuð sátt með gang mála ???????? pic.twitter.com/E5s845Vxh1
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2023
Áfram reyna þær að setja boltann á nærsvæðið en við erum að lesa það vel og komum þessu frá.

Þessar fyrirgjafir Þjóðverja eru stórhættulegar og alltof margar.
Mikil hætta í teignum en þær ná ekki að koma boltanu á markið, við erum að verjast þessu nokkuð vel.
Klara Buhl með spyrnuna inn á teig en hún er of innanlega og Telma grípur af öryggi.
Þarna vantaði fleiri bláar upp með Hlín.

Hornspyrnan fer í hliðarnetið.
Mikið klafs í teignum og boltinn berst til Kathrin Hendrich sem er ein gegn Telmu en lyftir boltanum yfir markið.
Þær virðast vera í mikilli yfirtölu inn í íslenska teignum, stórhættulegt.
Smá skjálfti í öftustu línu í upphafi leiks.
Mikil ákefð í okkar konum síðustu mínútur!
Ótrúlegt hvernig þessi endaði ekki inni og íslenska liðið STÁLHEPPIÐ þarna.
Þýskaland fær fyrsta færi leiksins en sem betur fer skýtur Lea Schüller í slána! pic.twitter.com/UDEVkn4w6n
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2023
Það er nóg af lausum sætum í stúkunni og ekki of seint að skella sér á völlinn!
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, fer yfir uppleggið fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. pic.twitter.com/DZ3pDNFR3c
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2023
7 í byrjunarliði ???????? sem Steini hefur þjálfað hjá Blikum.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) October 31, 2023
Áhugaverðar breytingar. Hafrún að fá risa séns á meðan Amanda og Diljá virðast bara ekki fá traustið. Mjög varnarsinnuð uppstilling.
Þurfum frammistöðu frá öllum leikmönnum í kvöld ef við ætlum að eiga séns #fotboltinet pic.twitter.com/GNZRmhdk7I
Okkar konur eru klárar ???? Leikur Íslands og Þýskalands hefst á RÚV klukkan 19:00. Upphitun í Stofunni kl. 18:30! pic.twitter.com/VXUvgtPFK6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2023

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir tvær breytingar frá leiknum gegn Danmörku á föstudagskvöld.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir kemur inn fyrir liðsfélaga sinn í Breiðabliki, Öglu Maríu Albertsdóttur, og Ingibjörg Sigurðardóttir snýr aftur úr leikbanni. Hún kemur inn fyrir Guðnýju Árnadóttur sem fer á varamannabekkinn.
? Leikdagur!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 31, 2023
???????? Ísland mætir Þýskalandi í Þjóðadeild UEFA.
???? Kl. 19:00 á Laugardalsvelli.
???? Miðasala á https://t.co/iwyH4UEb7x
???? https://t.co/uSHg7FU60G#dottir pic.twitter.com/glRIzzfLB9





Glódís var spurð að því hvort hún hefðu lært mikið af síðasta leik gegn Þýskalandi þar sem Ísland sá aldrei til sólar og beið 4-0 ósigur.
„Það er svolítið margt sem við getum lært af þeim leik en það er svolítið fyrst og fremst það að við létum þær vaða yfir okkur. Þær voru harðar á vellinum og við hefðum þurft að vera það líka í þessum leik. Það er klárlega eitthvað sem við ætlum að sýna á morgun, það er okkar styrkleikar og við ætlum ekki að leyfa þeim að hafa það fram yfir okkur," sagði Glódís.
Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München, kemur líklega inn í lið Þýskalands í stað Alexöndru Popp sem er frá vegna meiðlsa. Hún skoraði tvennu í síðasta leik gegn Wales. Glódís þekkir vel til Schüller enda eru þær samherjar hjá Bayern Munchen.
„Það verður gaman fyrir mig að spila gegn henni. Hún er ótrúlega sterkur leikmaður. Hún er fljót, sterk í loftinu og góð í teignum. Þetta verður góður bardagi fyrir mig og liðið, og ekki bara að spila gegn henni heldur öllu liðinu. Þær eru með góða einstaklinga sem geta gert hlutina upp á eigin spýtur. Við þurfum að passa upp á það."

„Við héldum ágætlega í boltann, náðum að spila ágætlega í gegnum pressuna þeirra og unnum töluvert mikið af návígum sem gerði okkur kleift að vinna boltann ofarlega á vellinum. Við sköpuðum ágætlega mikið af færum og hefðum alveg getað skorað í leiknum. Það eru punktar sem við tökum með okkur inn í þennan leik. Við gerum okkur grein fyrir því að Þjóðverjar eru komnir hingað til að sækja þrjú stig, en við ætlum að gera betur í stigastöfnun en í síðasta leik."
Þorsteinn segir að Þýskaland spili öðruvísi fótbolta en danska liðið.
„Auðvitað spila Þjóðverjar öðruvísi en Danir. Þær eru mikið að gefa fyrir sem er allt öðruvísi en danska liðið sem sækir meira í gegnum miðsvæðið. Þjóðverjar eru mikið meira í fyrirgjöfum og áttu 44 fyrirgjafir úr opnum leik í síðasta leik, 65 ef við teljum föst leikatriði með. Við þurfum að verjast því og verjast að þær komist í góða stöðu til að gefa fyrir. Það eru aðeins öðruvísi áhersluatriði á hvaða svæði þær eru að sækja inn á. Við þurfum að færa til hvernig við lokum á þær," sagði Steini en lykilatriði er að verjast fyrirgjöfunum vel.

„Þeir eru eitt besta lið Evrópu, allavega miðað við það hvernig þær hafa spilað síðustu tvo leiki. Við hugsum samt ekki um hvar þeirra lið stendur. Við hugsum bara hvernig við ætlum að spila gegn þeim og hvernig við ætlum að mæta þeim,"
Horst Hrubesch er mættur hingað til lands með liðið sitt, þýska kvennalandsliðið. Hann tók nýverið við liðinu til bráðabirgða af Martina Voss-Tecklenburg sem er í veikindaleyfi. Markmið hans og liðsins eru nokkuð skýr.
„Við erum ekki hérna í fríi. Ég hef ekki áhuga á Íslandi. Ég hef bara áhuga á því sem liðið mitt er að gera. Við vitum að við þurfum að gera mikið til að vinna," segir Hrubesch.
Þýskaland horfir á leikinn gegn Íslandi í kvöld sem gríðarlega mikilvægan þar sem liðið er að horfa í það að komast á Ólympíuleikana í gegnum Þjóðadeildina.
„Að komast á Ólympíuleikanna er ástæðan fyrir því að ég tók þetta verkefni að mér," segir þjálfarinn.
Það eru þó skörð hoggin í leikmannahóp Þýskalands en ein þeirra skærasta stjarna Alexandra Popp ekki með vegna meiðsla. Hin 33 ára gamla Marina Hegering, sem byrjaði í miðverði í 4-0 sigri gegn Íslandi í síðasta mánuði, er að glíma við liðbandameiðsli og þurfti að draga sig úr hópnum. Hún er á mála hjá Wolfsburg, rétt eins og Popp.
Sophia Kleinherne, leikmaður Eintracht Frankfurt, hefur verið kölluð inn í hópinn í staðinn. Þá er hin 23 ára gamla Nicole Anyomi gat heldur ekki ferðast til Íslands vegna meiðsla. Anyomi er framherji sem er á mála hjá Frankfurt en hún kom inn á sem varamaður undir lokin í 5-1 sigri gegn Wales á dögunum

Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Íslands og Þýskalands í Þjóðardeild UEFA. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 19 og er vonandi að fólk fjölmenni á völlinn og styðji við stelpurnar okkar.











