Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Breiðablik
1
2
Maccabi Tel Aviv
0-1 Dan Biton '35
Gísli Eyjólfsson '61 1-1
1-2 Eran Zahavi '82
Gísli Eyjólfsson '94
30.11.2023  -  13:00
Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Ískalt en gervigrasið lítur mjög vel út
Dómari: Luka Bilbija (Bosnía)
Áhorfendur: 629
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('61)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('61)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
35. Hilmar Þór Helgason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Eyþór Aron Wöhler
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('61)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('61)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('38)

Rauð spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('94)
Leik lokið!
Þetta endar með sigri Maccabi Tel Aviv. Gríðarlega svekkjandi fyrir Breiðablik sem spilaði á köflum frábærlega. Einn leikur eftir og það er gegn Zorya úti.
95. mín
Boltinn dettur fyrir Damir en Maccabi-menn koma sér fyrir þetta.
94. mín
Blikar fá eina hornspyrnu í viðbót. Síðasti séns. Anton Ari kemur fram.
94. mín Rautt spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli að fá sitt annað gula. Ég veit ekki alveg fyrir hvað. Þessi dómari er búinn að vera með allt niðrum sig í leiknum.
93. mín
Maccabi skorar en markið er réttilega dæmt af. Klárt brot á Damir í aðdragandanum. Ég hef ekki hugmynd um það af hverju dómarinn flautaði ekki strax. Bara fáránlegt.
93. mín
Inn:Osher Davida (Maccabi Tel Aviv) Út:Eran Zahavi (Maccabi Tel Aviv)
92. mín
Annað frábært færi! Aftur fær Breiðablik frábært færi eftir hornspyrnuna en skotið hjá Damir á fjærstönginni fer fram hjá. Hvernig eru Blikar ekki búnir að jafna.
91. mín
DAUÐAFÆRI!!! Höskuldur með frábæra fyrirgjöf og boltinn dettur fyrir Gísla í teignum. Og svo dettur hann fyrir Kristófer sem er í dauðafæri en mér sýnist markvörður Maccabi verja þetta. Breiðablik fær allavega horn.
90. mín
Fjórum mínútum er bætt við Nægur tími fyrir eitt, eða tvö mörk, til viðbótar.
89. mín
Dor Turgeman með fínt skot sem Anton Ari gerir vel í að verja.
88. mín
Maccabi eru núna líklegri til að bæta við þriðja markinu en Blikar að minnka muninn. Ég held að orkan sé nokkurn veginn búinn hjá heimamönnum. Damir á hér góða tæklingu en Maccabi fær hornspyrnu.
88. mín
Inn:Sheran Yeini (Maccabi Tel Aviv) Út:Felício Milson (Maccabi Tel Aviv)
87. mín
VAR skoðaði þetta, en ekkert dæmt. Nóg að gera hjá VAR í dag.
86. mín
Maccabi að kalla eftir vítaspyrnu. Leit út eins og hendi. VAR skoðar þetta.
85. mín
Anton Ari með góða vörslu! Maccabi nær að komast í dauðafæri en Anton Ari gerir vel í að verja skotið frá Dor Turgeman.
83. mín
Þetta er grátlegt fyrir Blika sem hafa spilað á löngum köflum mjög vel í þessum leik. Það er enn nóg eftir, en þeir eiga meira skilið en núll stig úr þessum leik.
83. mín
Það er kannski hægt að setja spurningamerki við Anton Ara í þessu marki líka.
82. mín MARK!
Eran Zahavi (Maccabi Tel Aviv)
Andskotans Ná aðeins að spila sig í gegnum miðju Blika og svo á Zahavi geggjað skot sem endar í markinu. Gat líka sent boltann en ákvað bara að negla þessu á markið.
79. mín
VAR er að skoða hvort að Maccabi eigi að fá víti. Sama niðurstaða, ekkert víti.
78. mín Gult spjald: Derrick Luckassen (Maccabi Tel Aviv)
Maccabi að spila vel en Zahavi hendir sér svo niður í teignum. Ekkert dæmt. Í kjölfarið fær Luckassen gult spjald fyrir brot á Jasoni.
75. mín
Vinnslan í Blikaliðinu hefur verið til fyrirmyndar í þessum leik.
74. mín
Maccabi-menn eru ekki mikið að nenna þessu í augnablikinu og Blikarnir eru mun líklegri til að skora. Þeir verða að nýta sér þennan meðbyr.
73. mín
JASON!!! Damir á stórkostlega sendingu út til hægri og svo fer Jason Daði illa með varnarmenn Maccabi. Hann reynir skot en það fer yfir markið. Flott tilraun!
71. mín
Höskuldur fær boltann fyrir utan teig og reynir skot, en það fer rétt yfir markið. Blikarnir mun líklegri þessa stundina.
70. mín
Stórhættuleg staða! Jason Daði með sendingu fyrir en hún er aðeins fyrir aftan Ágúst sem var aleinn. Gríðarlega hættulegt en sendingin ekki nægilega góð.
70. mín
Dómarinn með skitu upp á bak hérna. Breiðablik átti að fá pjúra aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en ekkert dæmt.
69. mín
Davíð Ingvars með slaka sendingu en Viktor Örn á svo frábæra tæklingu í kjölfarið.
68. mín
Inn:Dor Turgeman (Maccabi Tel Aviv) Út:Dan Biton (Maccabi Tel Aviv)
66. mín Gult spjald: Gavriel Kanichowsky (Maccabi Tel Aviv)
Stoppar skyndisókn Blika. Eins mikið gult og það gerist.
64. mín
Það er mikil stemning á vellinum eftir mark Blika. Spurning hvort íslenskt félagslið nái í sitt fyrsta stig í riðlakeppni í Evrópu í dag. Það yrði skemmtilegt.
61. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
61. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
61. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
Blikar jafna metin!!!! Gísli Eyjólfs er að jafna fyrir Breiðablik eftir frábæra sókn. Spila vel sín á milli inn á teignum og Gísli er gríðarlega yfirvegaður í færinu, fer fram hjá markverðinum og skorar.
59. mín
Hættulegt! Jason Daði kominn í dauðafæri en Luckassen á geggjaða tæklingu!
58. mín
Luckassen með skalla að marki sem var aldrei líklegur til árangurs.
57. mín
Maccabi aftur að skapa sér hættulega stöðu en Viktor Örn gerir vel í varnarleiknum og kemur boltanum aftur fyrir. Aftur hornspyrna sem gestirnir fá.
57. mín
Hendi dæmd! Markið er dæmt af. Hendi í teignum. Réttlætið sigraði kannski þarna því ég held að Maccabi hafi aldrei átt að fá þessa hornspyrnu.
56. mín
Og Maccabi skorar eftir hornspyrnuna.

Blikar ná ekki að verjast almennilega og boltinn dettur fyrir Peretz sem gerir annað mark leiksins.

VAR er að skoða þetta mark.
55. mín
Rangstaða? Anton Logi með geggjaða tæklingu á síðustu stundu. Mér sýndist nú sóknarmaður Maccabi vera rangstæður þarna en flaggið fór ekki á loft. Hornspyrna sem gestirnir fá.
54. mín
Blikar koma hornspyrnunni frá.
53. mín
Blikarnir eru að spila úr vörninni en það gengur erfiðlega. Gefa Maccabi hérna hornspyrnu.
50. mín
Höskuldur gerir mjög vel og reynir að þræða Davíð í gegn, en sendingin ekki alveg nægilega hnitmiðuð.
47. mín
Jason Daði með flotta pressu og Mosquera er tæpur á því að gera skelfileg mistök, en hann bjargar sér.
47. mín
Tónlistin er komin aftur í gang. Það heyrist alveg ótrúlega vel.
46. mín
Það er um að gera fyrir Blika að skjóta sem mest á markið. Núna er Mosquera með sólina í augunum. Hann sér ekki neitt. Hann er ekki heldur með derhúfu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Tölfræði úr fyrri hálfleik Marktilraunir: 6-3
Á rammann: 1-1
Með bolta: 41-59
Hættulegar sóknir: 25-18
xG: 0,63-0,19
45. mín
Hálfleikur
Breiðablik hefur átt mjög fínan fyrri hálfleik en eru marki undir að honum loknum. Klaufalegt mark sem þeir fengu á sig. Átti aldrei að gerast. Við byrjum aftur eftir 15 mínútur og vonandi ná Blikarnir að jafna metin.
45. mín
Ekkert víti dæmt.
45. mín
Maccabi í stórhættulegri skyndisókn og Milson fellur inn í teignum. VAR skoðar þetta örugglega.
45. mín
Fjórum mínútum er bætt við fyrri hálfleikinn
41. mín
Heyrðu? Avishay Cohen virðist fá boltann í höndina eftir hornspyrnu en ekkert dæmt. VAR skoðar þetta en víti er ekki dæmt.
40. mín
Það er ótrúlega skrítið andrúmsloft hérna. Það er mikill hiti og mikil reiði.
38. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Núna fær Gísli spjald en fyrir brot.
37. mín
Stúkan tók ekki vel í þetta hjá Biton og var baulað hressilega á hann.
36. mín
Sirkus Það er algjör sirkus í gangi hérna. Leikmenn Maccabi eru ósáttir við að Biton fái gult spjald en reglurnar eru á þann veg að þetta er bara gult spjald. Leikurinn er ekki enn farinn af stað en Bilbija er ekki með góð tök á þessu.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
36. mín Gult spjald: Dan Biton (Maccabi Tel Aviv)
Biton hleypur að bekknum og tekur upp ísraelska fánann. Hann ögrar og fær réttilega gult spjald.
35. mín MARK!
Dan Biton (Maccabi Tel Aviv)
Hvar er derhúfan? Biton á skot að marki sem Anton Ari sér ekki vegna sólarinnar. Boltinn fer inn í markið. Þetta er skot sem Anton Ari á að verja og hann veit það. Fer aðeins af Kidda Steindórs en hann á samt að verja þetta.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
31. mín
Fín sókn hjá Blikum sem endar með því að Viktor Karl á skot að marki, en það var engin sannfæring í því skoti. Því miður.
29. mín
Núna syngja stuðningsmenn Breiðabliks nafn Antons Ara en framtíð hans er í ákveðinni óvissu.
27. mín
Ég get alveg ímyndað mér að þessi háværa tónlist sé að hafa truflandi áhrif á leikmenn inn á vellinum.
25. mín
Kiddi Steindórs með hættulega fyrirgjöf en Mosquera í marki Maccabi nær að grípa boltann.
23. mín
Það er núna einhver að spila tónlist svo það heyrist inn á vellinum. Ég ætla að giska að það sé einhver með hátalara fyrir utan völlinn.
22. mín
Það má augljóslega sjá á Robbie Keane að hann er ekki sáttur með gang mála.
20. mín
Stórhættuleg hornspyrna Höskuldur með stórhættulega hornspyrnu sem markvörður Maccabi á í miklum vandræðum með en hann nær að blaka boltanum frá.

Blikar eru bara mun líklegri til að skora.
19. mín
Myndir teknar fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
18. mín
Höskuldur tekur hornspyrnuna en Enric Saborit skallar frá.
17. mín
Flott spil hjá Blikum og Jason Daði kemst á bak við vörnina. Hann reynir fyrirgjöf en Derrick Luckassen setur boltann aftur fyrir endamörk. Hornspyrna sem Breiðablik fær.
14. mín
Loksins gerir Maccabi eitthvað. Felício Milson nær að taka ágætlega á móti boltanum í teignum eftir fyrirgjöf og hann reynir skot að marki, en það fer í Blika og aftur fyrir. Stuðningsmenn Maccabi klappa. Milson á svo annað skot eftir hornspyrnuna en það fer fram hjá markinu.
13. mín
Gísli Eyjólfs í skotfæri og lætur vaða, en hann nær ekki miklum krafti í það. Að auki fer skotið fram hjá markinu.
11. mín
Það eru nokkrir stuðningsmenn Maccabi búnir að gera sér ferð til Íslands á þennan leik. Þeir eru pirraðir í stúkunni út af þessari byrjun á leiknum.
10. mín
Blikarnir hafa verið sterkari aðilinn það sem af er og þeir eiga að vera 1-0 yfir.
8. mín
Dauðafæri! Gísli Eyjólfs gerir frábærlega og leggur boltann út á Kidda Steindórs sem er nánast einn gegn marki en hann setur boltann einhvern veginn fyrir markið. Þarna verður hann að skora!
7. mín
,,Frjáls Palestína, frjáls Palestína," er sungið á vellinum.
4. mín
Það er sungið um Palestínu hér á vellinum, en það má ekki vera með fána. Gæslan er fljót að taka þá fána sem hún sér.
3. mín
Höskuldur gerir mjög vel í því að vinna boltann hátt upp á vellinum. Hann kemur honum á Davíð sem reynir að búa til skotfæri, en tekst það. Ágætis sókn rennur út í sandinn.
2. mín
Blikar að byrja leikinn ágætlega. Leikurinn alfarið farið fram á vallarhelmingi Maccabi hingað til.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Sólin er mjög lágt á lofti og það er erfitt að sjá vel það sem er í gangi inn á vellinum, en ég mun reyna mitt allra besta til að lýsa því sem gerist.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl og Sambandsdeildarstefið hljómar hátt í hátalarakerfinu.
Fyrir leik
Það er ískalt á Kópavogi í dag. Hitinn í kringum frostmark.
Fyrir leik
Mikil löggæsla Það er gríðarlega mikið magn af lögreglufólki í kringum völlinn út af mótmælum. Það er fólk fyrir utan völlinn með fána Ísrael og svo er miklu fleira fólk með fána Palestínu. Andrúmsloftið er spennuþrungið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Engar breytingar Halldór Árnason mætir með nákvæmlega sama byrjunarlið og í síðasta leik gegn Gent. Það var flottur leikur að hálfu Blika þó hann hafi endaði með 2-3 sigri belgíska liðsins.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Breiðabliks
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Síðasti leikur góður Síðasti leikur Breiðabliks í riðlinum var gegn Gent frá Belgíu en hann var virkilega góður að mörgu leyti. Blikar spiluðu mjög vel og komust 2-1 yfir, en þeir enduðu á því að tapa 2-3. Gent fékk ódýra vítaspyrnu en Blikar hefðu átt skilið að fá allavega eitt stig úr þeim leik. Það er vonandi að þeir nái að fylgja þeirri frammistöðu eftir í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Síðasti leikur á móti Maccabi Breiðablik spilaði við Maccabi í Ísrael í september og var það áhugaverður leikur. Maccabi komst þar í 3-0 í fyrri hálfleik en Blikar komu sér inn í leikinn með því að svara með tveimur mörkum frá Klæmint Olsen. Því miður náðu Blikar ekki að pota inn einu eða tveimur mörkum til viðbótar.

Líklega er hættulegasti leikmaðurinn í liði Maccabi sóknarmaðurinn Eran Zahavi. Hann er 36 ára gamall en á mjög öflugan feril að baki. Hann hefur til að mynda skorað 34 mörk í 73 landsleikjum fyrir Ísrael.

Mynd: Getty Images
Fyrir leik
Robbie Keane léttur Írinn Robbie Keane er þjálfari Maccabi. Hann mætti á fréttamannafund í gær og var þar mjög léttur. Fyrir fund heilsaði Keane upp á fréttamenn Fótbolta.net og mbl.is, tók í hönd þeirra og sagði 'football' til að ítreka að til umræðu væri aðeins leikurinn á morgun. Hann sagði í kjölfarið að það væri ekki eins kalt á Íslandi og hann hafði heyrt frá öðrum.

Þegar Keane var spurður út í stöðuna á hópnum; hvort það væri einhver sem gæti ekki spilað leikinn á morgun, svaraði hann:

„Ég get ekki spilað," sagði Keane og brosti. Hann er 43 ára og lagði skóna á hilluna fyrir fimm árum síðan. Hann var á sínum tíma leikmaður Tottenham og Liverpool. Hann sagði svo að það væru engin ný meiðsli í hópnum.

Mynd: EPA
Fyrir leik
Jason tilbúinn að fylla skarðið Jason Daði Svanþórsson er klár í að fylla skarð Klæmint Olsen sem fremsti maður hjá Breiðabliki, en þetta er staða sem mun hann spila meira í framtíðinni. Þetta sagði Halldór Árnason, þjálfari Blika, fyrir leikinn gegn Maccabi Tel Aviv á blaðamannafundi í gær.

Klæmint yfirgaf Blika fyrr í þessum mánuði er lánssamningur hans við félagið rann út. Hann skoraði 13 mörk í öllum keppnum með Blikum, þar af þrjú Evrópumörk.

Jason Daði hefur komið sterkur inn. Hann skoraði tvö mörk á móti Gent í síðasta leik Blika í Sambandsdeildinni og spilaði þá sem fremsti maður á móti Stjörnunni í Bose-mótinu. Er möguleiki að hann taki að sér þetta hlutverk í framtíðini?

„Það er klárlega möguleiki og eitthvað sem mun gerast hjá Jasoni í framtíðinni að hann verði meiri ógn centralt á vellinum. Sjáum til á morgun hvernig það verður, en í Stjörnuleiknum spilaði hann í níunni og stóð sig vel, en hann getur fleiri stöður en á kantinum,“ sagði Halldór.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Breiðablik haldið sér í gangi með leikjum í Bose-mótinu Það eru allir leikmenn Blika klárir í slaginn fyrir leikinn á eftir nema Patrik Johannessen sem er enn á meiðslalistanum. Staðan á hópnum er góð en liðið hefur haldið sér í gangi með leikjum í Bose-mótinu. Breiðablik hefur þar unnið góða sigra gegn Stjörnunni og KR.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Mótmæli fyrir leikinn Ástandið í Ísrael og Palestínu er á marga vörum og hefur meðal annars verið kallað eftir þvi að Breiðablik mæti hreinlega ekki til leiks. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir leikinn.

"Ég er bara að pæla í því sem gerist inn á vellinum, er ráðinn í það að vera með eitthvað plan á þessum 90 mínútum sem leikurinn fer fram. Ég ætla ekki að tjá mig meira um það sem gerist þess fyrir utan og reyna spá sem minnst í það. Fyrir okkur er þetta bara fótboltaleikur og hefðbundinn undirbúningur fyrir hann," sagði þjálfari Breiðabliks fyrir leikinn.

Höskuldur Gunnlaugsson, sem er fyrirliði Breiðabliks, var einnig spurður út í stöðuna í gær.

„Maður er mennskur og tekur eftir umræðunni, en eins og Dóri segir og ég tek undir það, þá reynum við að einblína á það sem við höfum tök á. Það er þessi leikur, þessi 90 mínútna viðburður á morgun. Þangað leitar fókusinn okkar."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn byrjar 13:00 og er á Kópavogsvelli Það var tilkynnt á dögunum að þessi leikur hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll. Breiðablik hefur spilað leiki sína á Laugardalsvelli í riðlakeppninni en leikurinn var færður þar sem þjóðarleikvangurinn er ekki talinn leikfær. Þetta er fyrsti leikur dagsins í riðlakeppninni en fljóðljósin á Kópavogsvelli uppfylla ekki kröfur UEFA.

"Það er auðvitað draumur að fá að spila einn leik á Kópavogsvelli í þessari riðlakeppni, tökum því auðvitað fagnandi. Leiktíminn gerir kannski okkar fólki erfitt fyrir að mæta og fylla völlinn, og lítill fyrirvari til að undirbúa það sem þurfti að gera og að annað. En frábært að fá einn leik á Kópavogsvelli," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á fréttamannafundi í gær.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í riðlinum 1. Gent - 10 stig
2. Maccabi Tel Aviv - 9 stig
3. Zorya - 4 stig
4. Breiðablik - 0 stig

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Góðan daginn! Verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þessi leikur er í fimmtu umferð riðlakeppninnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
22. Orlando Mosquera (m)
2. Avishay Cohen
3. Roy Revivo
4. Enric Saborit
7. Eran Zahavi ('93)
10. Dan Biton ('68)
14. Joris van Overeem
16. Gavriel Kanichowsky
17. Felício Milson ('88)
25. Derrick Luckassen
42. Dor Peretz

Varamenn:
19. Daniel Tenenbaum (m)
9. Dor Turgeman ('68)
11. Yonatan Cohen
21. Sheran Yeini ('88)
23. Eyal Golasa
27. Ofir Davidzada
34. Saied Abu Farchi
36. Ido Shahar
55. Nir Bitton
70. Kiko Bondoso
77. Osher Davida ('93)
97. Yvann Macon

Liðsstjórn:
Robbie Keane (Þ)

Gul spjöld:
Dan Biton ('36)
Gavriel Kanichowsky ('66)
Derrick Luckassen ('78)

Rauð spjöld: